Helgarpósturinn - 17.06.1987, Qupperneq 21

Helgarpósturinn - 17.06.1987, Qupperneq 21
LISTAPOSTURINN Hugsar verkin opin í Gallerí Svart á hvítu sýnir núna Steingrímur Eyfjörð Kristmunds- son. Þetta er u.þ.b. tíunda einkasýn- ing Steingríms á 7 eða 8 árum. Flest verkanna sækja efni í fornar hetju- og goðasögur, eins og myndefnin Sigurður Fáfnisbani og Loki bund- inn bera með sér. Steingrímur segist hafa fengist við svipað efni um árabil. — Segðu mér af námsferlinum. „Ja, það var þetta venjulega. Ég byrjaði í myndlistaskólanum hérna heima og fór svo til Maastricht í Hollandi, í Jan van Eyck-akademí- una, þar sem voru um tíu Islending- ar um leið og ég. Þá var ég einn vet- ur í Helsinki, í Atheneum-mynd- listaskólanum." — Við göngum að verkinu Loki bundinn sem sýnir senuna þegar Sigyn kona Loka situr við hlið hans og heldur horni undir eitrið sem drýpur á hann. ,,Eg er dálítið að reyna að vinna svona eins og áhorfandi vinnur. I staðinn fyrir að vinna eins og mynd- listarmaður reyni ég að vinna út frá þeim aðferðum sem áhorfandinn beitir. Það er t.d. að útfæra form eins og ég geri hérna. Ég er að reyna að koma því af stað að áhorfandinn venjist þessu; noti þessa aðferð þó hann geri það kannski í raun ómeð- vitað.“ — Steingrímur segist hugsa verk- in opin; sem möguleika. Möguleika fyrir áhorfendur að sjá kannski ein- hverja aðferð í verkinu. Hann tekur verk sem allir þekkja og „þýðir" yfir á eitthvað annað. Hann tekur dæmi: „T.d. ef þú ert að segja mér frá hlut sem ég hef aldrei séð þá geturðu ekki lýst honum nema með ein- hverju öðru sem ég þekki. Þannig að þú þýðir það sem ég hef ekki séð yfir á það sem ég þekki. Þetta er ein leiðin fyrir áhorfendur að horfa á verkið. Og hérna er Völsungasaga. Ég tek svona búta úr sögunni og hver eining á sér eins og skjaldar- merki eða áru — eitthvað sem svífur yfir, einhverja mynd. Ég hugsa mér þetta t.d. eins og þegar fólk sér loft- sýnir, og það er orrusta í fjarlægu landi. Fólkið sér einhver tákn á himninum. Þannig hugsa ég mér þessar myndir svífa yfir síðum bók- Útfærsla á verkinu Loki bundinn. arinnar. Þegar þú lest texta verður eftir hjá þér tilfinning — þú lærir hann ekki utan bókar heldur verður eitthvað pínulítið eftir. Verk mín eru útfærsla á því sem gæti verið. Ég reyni að setja þetta saman í mögu- leika eða leið fyrir áhorfandann — þetta er ekki endilega það sem ég sé. Ég reyni að sleppa öllum auka- atriðum — öllu sem hefur ekki merkingu." Eitt verkanna er samsett úr mörg- um gylitum formum sem hanga í spottum niður úr loftinu. „Þetta er Sigurður Fáfnisbani úr messing. Hann er eiginlega samsett- ur úr forfeðrum sínum. Ég gat ekki ímyndað mér hann öðruvísi. I stað- inn fyrir að fá módel af manni og teikna það. Þetta er hugmynd um hvernig Sigurður gæti hafa verið, til- finning. Ég hugsaði mér að áhrifin af þessu verki gætu verið að vekja upp drengskap og hetjulund." — Flest verka Steingríms eru „svört á hvítu“. Þó má sjá litum bregða fyrir. „Ég nota liti til að framkalla til- finningar og geri það nokkurn veg- inn meðvitað. Og ég er viss um að einhvers staðar finnst litur sem fólk þekkir ekki; t.d. ef þú lest íslend- ingasögurnar er mikið talað um svartan lit, hvítan og rauðan. Og svo blik. Það blikar á vopn, á hníf, á mánann. Mér finnst blik geta verið litur. Ég veit ekki hvernig, en örugg- lega litur." Eitt verkanna heitir einmitt Blik. Það eru margar gler- kúlur og „demantar" sem hanga úti í glugga svo glampar á: blik. Annars er margt framundan hjá Steingrími. Hann var valinn á sam- sýningu í Galerie LAutre Rive í París í september ásamt fimm öðrum Is- lendingum, þeim Helga Friðjóns- syni, Halldóri Ásgeirssyni, Bryn- hildi Þorgeirsdóttur, Halldóri Birni Runólfssyni og Guðmundi Thorodd- sen. Það var Laufey Helgadóttir list- fræðingur í París sem stóð að því boði. I nóvember fer Steingrímur svo ásamt Viggó Andersen og Guð- rúnu Hrönn Ragnarsdóttur og sýnir í Osló í boði Félags ungra norskra myndlistarmanna. — Ég spurði að lokum hvort hann lifði af listinni. „Nei, langt í frá. Það tekur mikinn tíma og orku að vinna að listinni, það verða flestir að vinna mikið meðfram. Mér finnst að mörgu leyti mjög gott að vera hérna, þó ég gæti vel hugsað mér betri vinnuaðstöðu. Mig vantar eiginlega stærri íbúð. Þú mátt láta það fljóta með.“ Sýningin stendur aðeins tii 21. þessa mánaðar, svo fólk ætti ekki að láta dragast að fara. -shg BÓKMENNTAHÁTÍÐIN í Reykjavík, verður haldin í septem- ber, eins og mörgum mun kunnugt. Margt góðra gesta sækir okkur heim og má til dæmis nefna Isabellu Allende, sem kynnt hefur verið hér í blaðinu, og franska rithöfundinn Robbe-Grillet, sem ku vera einn helsti frumkvöðull í prósa. Frá Norð- urlöndunum koma svo fulltrúar sér- hvers þeirra, 16 í allt, 3 frá hverju landi. Þar má nefna Herbjörgu Wassmo sem fékk bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs nú síðast, frá Noregi, frá Svíþjóð koma Sara Lid- man og Sven Delblanc og frá Finn- landi Johan Bargum, sem er annar höfunda leikritsins Eru tígrisdýr í Kongó? sem getið er annars staðar hér á síðunum. Ekki er enn búið að ákveða hverjir verða fulltrúar ís- lands á hátíðinni en það skýrist með sumrinu. Á hátíðinni verða upplestrar öll kvöldin auk þess sem fyrirlestrar og umræður um bókmenntir verða á daginn. í ÁRBÆJARSAFNI eru nú nýhafnar þrjár nýstárlegar sýning- ar. I Skemmunni, þar sem sl. átta ár hefur verið til sýnis járnbrautarlest sem kom til landsins 1913 og var notuð til hafnargerðar í Örfirisey, standa nú allir elstu slökkviliðsbílar sem tiltækir voru hjá Slökkvistöð- inni, allt frá því slíkur bíll kom hing- að til lands fyrsta sinni. í Kleppshús- inu eru sýnd líkön af Reykjavík gerð eftir kortum Niels Edwin, sem hann dró á átjándu og nítjándu öld. Þessi líkön voru áður til sýnis á Reykjavík- ursýningunni í fyrra í Borgarleik- húsinu. — Á þriðju sýningunni eru sýndar fornminjar sem grafnar voru upp nýlega við Suðurgötu í Reykja- vík. Þar má sjá hluti eins og smá- steina, litlar perlur og hamarshaus. Hlutir þessir eru taldir vera frá mis- jöfnum tíma. Sýningarnar voru opn- aðar sl. mánaðamót og standa út ágústmánuð. ÖRN MAGNÚSSON píanó- leikari heldur sóistöðutónleika í Norrœna húsinu sunnudaginn 21. júní, daginn sem lengstur er sólar- gangur. Örn er fæddur í Ólafsfirði árið 1959 og stundaði þar nám við tónlistarskólann þar til hann settist í Menntaskóiann á Akureyri. Hann- var í Tónlistarskóla Akureyrar með- fram menntaskólanáminu og lauk þaðan burtfararprófi árið 1979. Kennari hans var Soffía Gudmunds- dóttir. Árin 1980—56 stundaði Örn framhaldsnám á Bretlandi og í Þýskalandi. Helstu kennarar hans erlendir voru Dennis Mathews, Irina Pawlovna, George Hadjinikos og Louis Kentner. Fyrstu einleiks- tónleika sína hélt Örn á Akureyri árið 1981. Síðan hefur hann komið fram víða og leikið opinberlega við ýmis tækifæri. Örn kom heim frá námi síðastliðið sumar og er nú bú- settur í Reykjavík. Á tónleikunum í Norræna húsinu leikur hann ftalska konsertinn eftir Bach, Sónötu ópus 27 nr. I eftir Beethoven, Impromptu óp. 36, Berceuse óp. 57 og Ballödu óp. 37 eftir Chopin og loks prelúdíur eftir Debussy. Þetta eru síðustu tónleikarnir af fernum sem Örn heldur, en hann spilaði einnig á Ólafsfirði, á Sauðár- króki og á Akureyri. Tónleikarnir í Norræna húsinu hefjast kl. 20.30. HELGARPÓSTURINN 21 MYNDLIST Kveöiö á viö í Norræna húsinu eftir Guðberg Bergsson Sumar þjóðir eru svo heppnar að þær eiga í jörð föðurlandsins málma sem hafa orðið samgrónir sálarlífi þeirra, þær móta í þá til- finningar sínar með ýmsum hætti: búa til dæmis úr þeim tól, skart- gripi, höggmyndir, allt það sem hugurinn girnist og kýs að gera á einhvern hátt varanlegt og við köllum gjarna list eða tækni. Og það er stundum eitt og hið sama. Aðrar þjóðir eiga annars konar efnisvið sem vex kannski upp úr jarðvegi landsins og hefur orðið samgróinn sálarlífi þeirra, eins og til dæmis trén. Og menn hafa smíðað úr þeim hús, sem eru eins konar höggmyndir, sagaðar eða smíðaðar myndir utan um líf mannsins. Yngve Zakarías, sem sýnir í Nor- ræna húsinu, hefur valið sér þenn- an efnisvið — viðinn — norska skóginn til að skrifa á og kveða við. Kveðavið, segi égvegnaþess að hann vekur þyt skógarins í myndum sínum og huga manns með svolítið sérstæðum hætti: með því að láta vélknúið smíðatól þjóta um viðinn, þannig að hann skrifar á hann línur, sveiflur. Það er vélarþytur í kyrrð viðarins. í stað þess að nota pensil málar eða teiknar Yngve með vélknúnu tóli, bor eða hefli. Eða kannski sög sem hann beitir sem hefli eða eins og breiður pensill væri. Málverkin á sýningunni eru því einslags tréristur, það er að segja eins og mót — ekki þrykkið. Þrykktar myndir kallar hann aftur á móti tréristur. Þar sýnir hann ekki mótin. Einmitt af þessum sökum er hann öðru fremur listamaður sem ristir. Og myndir hans eru því í anda hellarista, að því leyti að þær eru einfaldar línur með sérstöku tákngildi. Ekkert er útfært í smá- atriðum. Þetta kemur greinilegast fram í fjórum myndum sem hanga sér á vegg og heita: Landslag, Kona, Sjálfsmynd, Uppspretta. All- ar eru þær samstæð táknmynd, vissar hliðstæður sem tengjast á einhvern hátt persónulega lífi hans — honum ýmsu þáttum sjálfsmyndar hans. Én þetta liggur ekki berlega í augum uppi, heldur er það leynt og dulið og að mestu leyti einlitt og því trúlægt. I fyrstu hélt ég að Yngve hefði rist myndir sínar með handverkfæri og að sambandið væri enn svona heillegt milli tréskurðarins, til að mynda í stafkirkjunum, og mynd- skurðar listamannsins. En síðan sá ég strax að hraðinn í línunni var hraði vélarinnar og að það hafði flísast dálítið út úr sumum línum, þannig að þær urðu loðnar, og svo voru þær misdjúpar. Þetta er gert til þess að lög viðarins sjáist betur og myndi blæbrigði. List þessi er erfið og krefst leikni. Éf eitthvað ber út af er fjölin ónýt eða listamaðurinn verður að beita ótrúlegum brögðum til að bjarga myndinni. Sérhver mynd hefur þess vegna „tekist vel“, ann- ars væri hún ekki sýnd. Mannlífið á fjölunum er talsvert fjölbreytilegt, en ber stundum keim af teiknimyndum. List Yngve er nátengd fortíðinni en vísar fram á eðlilegan uppreisnarmáta í fram- úrstefnu sem veit að hún er á öruggri braut. Það er að segja: innri sýn listamannsins fer á öruggan hátt á hinn ytri flöt — málverkið. Hin innri sýn hefur greiðan aðgang að myndfletinum. Svo greiðan aðgang að listamað- urinn grípur ekki til neinna bragða, tilgerðarlegrar leikni. Á vissan hátt er hann að leika á fiðlu, Harðangursfiðlu sem er með strengi úr ólíkum áttum en þó úr einni átt í senn, þeirri átt sem býr innra með listamanninum og er hans persónulega átt Sjálfsmynd- arinnar númer 15. Við erum þess vegna ekkert að sjá tengsl tréskurðarmannsins við hina ljóðrænu abstraksjón. Við fögnum því að smíðatól eru notuð sem penslar. Við sjáum að Röddin á mynd númer 5 er ekki Ópið fræga. Röddin er persónuleg innri rödd. Hún hefur enga þörf fyrir að teygjast upp á við í mjóan hljóm. Á sýningu Yngve Zakarías fær maður enga innilokunarkennd, eins og gjarnt er að grípa sjálina í skógi. Viðurinn hefur verið sagað- ur í átt til frelsisins og hann hefur verið beittur brögðum tækninnar, gerður að krossviði eða nóvapani, og á honum eru engar tæknibrell- ur frá hendi málarans.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.