Helgarpósturinn - 17.06.1987, Qupperneq 36
lýlega var fölsun á skulda-
bréfum kærð til Rannsóknarlög-
reglu ríkisins. Málavextir eru þeir
að Hallgrímur Jóhannesson
keypti veitingastaðinn Greifann í
Kópavogi og greiddi með skulda-
bréfum. Hallgrímur gekk sjálfur í
sjálfskuldarábyrgð fyrir bréfunum
ásamt föður sínum og Páli Sigurðs-
syni frá Keflavík. Þegar þessi bréf
fengust ekki greidd leitaði seljandi
Greifans til lögfræðings. Sá kannaði
hverjar eignir sjálfskuldarábyrgðar-
mennirnir ættu, þegar venjuleg inn-
heimtuleið bar ekki árangur. Kom
þá í ljós að bæði Hallgrímur og faðir
hans áttu iitlar eignir, en hins vegar
var Páll eignamaður. Lögmaður
krafðist þá löghalds á eignir hans
svo hann gæti ekki selt þær áður en
skuldabréfin fengjust greidd. Þegar
lögmaðurinn og fulltrúi fógetans
mættu hins vegar á heimili Páls
sagðist hann aldrei hafa skrifað und-
ir skuldabréfin. Hann segir að Hall-
grímur hafi beðið sig að skrifa undir,
en hann ekki viljað. Síðan hafi hann
ekkert af þessu vitað fyrr en leggja
átti löghald á eignir hans. Lögmað-
urinn fór því erindisleysu til Kefla-
víkur, en kærði málið þess í stað til
Rannsóknarlögreglunnar. Seljandi
Greifans, sem !eit á skuldabréfin
sem ónýta pappíra, óskaði þar næst
útburðar á Hallgrími af veitinga-
staðnum og riftunar sölusamnings-
ins. Það gekk greiðlega eftir. Hins
vegar mun Hallgrímur þessi vera
gjaldþrota og eignalaus. í ofanálag
hefur hann áður verið dæmdur fyrir
athæfi líkt þessu.. .
^^ri
I yrir dyrum stendur aðalfundur
fulltrúaráðs sjálfstæðismanna í
Reykjaneskjördæmi. Gísli Óiafs-
son, sem nú er fprmaður bankaráðs
Útvegsbanka íslands hf., hefur
gegnt embætti formanns fulltrúa-
ráðsins undanfarið, en nú herma
heimildir HP innan Sjálfstæðis-
flokksins á Reykjanesi, að hann
muni ekki verða endurkjörinn eftir
niðurstöður kosninganna í apríl. . .
T,
öluverð reiði ríkir nú meðal
starfsmanna Brauðs hf. vegna
framgangs Rannsóknarlögreglu
ríkisins í máli er þeir hafa kært
þangað. Þannig er mál með vexti,
að starfsmennirnir stofnuðu starfs-
mannasjóð til að standa straum af
árshátíðarskemmtun og öðrum
sameiginlegum veisluhöldum. Her-
mann Guðmundsson, sölumaður
hjá fyrirtækinu, var settur sem um-
sjónarmaður sjóðsins. Stuttu eftir
árshátíðina var Hermann hins veg-
ar rekinn frá fyrirtækinu þegar upp
komst að hann hafði sett nafn
Kökuborgar, dótturfyrirtækis
Brauðs, á skuldabréf vegna bifreiða-
kaupa. Hermann hafði heimild til að
gefa út ávísanir í nafni fyrirtækisins,
en hafði enga heimild til að stefna
því í skuldbindingar. Þegar Her-
mann fór frá fyrirtækinu tók hann
starfsmannasjóðinn með sér, um
130 til 140 þúsund krónur. Brauð hf.
þurfti því að greiða reikninga vegna
árshátíðarinnar. En starfsmennirnir
hafa þurft að draga úr sameiginleg-
um veisluhöldum þar til Hermann
skilar aftur sjóðnum. Þeir hafa hins
vegar ekkert heyrt frá Rannsóknar-
lögreglunni frá því þeir kærðu mál-
ið, fyrir þó nokkru síðan. Frá því
Hermann fór frá fyrirtækinu hefur
ýmislegt komið í ljós. Kaupmenn
hafa haft samband við forsvars-
menn þess og tjáð þeim að Her-
mann hafi boðið í bíla þeirra með
kökum. Lofað að greiða fyrir bílana
með stórri kökuúttekt hjá fyrirtæk-
inu. Þá hefur komið fram að ýmis-
legt er enn óuppgert frá þeim tíma
að Hermann var framkvæmdastjóri
Matarlistar ’86, sýningar veitinga-
húsanema í Laugardalshöll, síðast-
liðið sumar. ..
Þ
að reynist sumum dálítið erf-
itt að lifa við vaxandi samkeppni í
fréttum. Þegar Helgarpósturinn
birti grein um lögbrot bandaríska
sendiráðsins á íslenskum starfs-
mönnum þess misstu aðrir fjölmiðl-
ar áhugann á fréttinni. Stöð 2,
Morgunblaðið og Dagblaðið
höfðu verið að undirbúa fréttina í
nokkra daga, en drógu í land eftir að
Helgarpósturinn hafði birt hana.
Bæði Stöð 2 og Morgunblaðið af-
lýstu viðtölum er þau höfðu ráðgert
við Baldur Frederiksen, þann
sem stendur í málavafstri við sendi-
ráðið. Dagblaðið hafði þó dug í sér
að birta hana, en setti hana við hlið-
ina á dánartilkynningunum. Baldur
sætti sig illa við þessi viðbrögð og
sneri sér því til þeirra erlendu frétta-
manna er voru á landinu vegna
NATO-fundarins. Þeir kipptu sér
ekki upp við það þó Helgarpóstur-
inn hefði birt fréttina fyrstur. Meðal
þeirra sem tóku þýðingu af frétt
Helgarpóstsins með sér út var út-
sendari þess virta blaðs Washing-
ton Post. . .
FRÖNSKU
'■* 1 Ír* % S-
GERA H VERJA
MÁUÍÐ
AD HÁTÍDARMAT
Frönsk smábrauð eru bökuð samkvæmt uppskrift sem fengin er
frá Frakklandi. Frakkar hafa svo sannarlega vitá franskbrauði þvíþau
eru hlutl af svo til hverri einustu máltíð þar í landi.
Frönsk smábrauð henta viðólíkustu tækifæri. Þú lætur þau
þiðna, bregður þeim nokkrar mínútur inn í ofn og útkoman
erfransktbrauðeins og það gerist best.
Frönsku smábrauðin eru alltaf elns og ný
- beint úr djúpfrystinum. Taktumeðþérpoka,
þú flnnur hann í frystiborðinu.
ÉiÉ
_
^£nn hefur ekki komið í Ijós
hvað Jóhannes Reynisson, fast-
eignasalinn sem sat í gæsluvarð-
haldi á dögunum, hefur gert við þær
20-30 milljónir sem hann sveik út úr
húskaupendum. Þó Jóhannes hafi
haft töluvert umleikis finnst nú
hvorki tangur né tetur af öllum millj-
ónunum. ..
u
m tvö hundruð manns sóttu
stofnfund Borgaraflokksins í
Reykjavík sl. mánudagskvöld. For-
svarsmenn flokksins segja að fólk
geri sér nú grein fyrir því að Borg-
araflokkurinn sé engin bóla, heldur
sé hann kominn til að vera í íslensk-
um stjórnmálum. Á stofnfundinum í
Reykjavík var kosin fimmtán
manna stjórn og var Þórir Lárus-
son, rafverktaki og fyrrum formað-
ur Varðar, kjörinn formaður. Aðrir í
stjórn voru kjörnir: Jóhann Al-
bertsson, lögfræðingur, Auður
Kristín Karlsdóttir húsmóðir,
Asgeir Guðlaugsson heildsali,
Sigurður Þórðarson sjómaður,
Þorvaldur Sigurðsson skrifstofu-
maður, Baldur Hafsteinsson lög-
fræðingur, Friðrik Jónsson sölu-
maður, Hulda Jensdóttir Ijósmóð-
ir, Ingibjörg Helgadóttir ritari,
Magnús Benediktsson endur-
skoðandi, Sveiney Sveinsdóttir
sjúkraliði og Nína Hjaltadóttir
skrifstofumaður. . .
A
JI^^Bfstaða íslenskra heilbrigð-
isyfirvalda til amalgams, eða silfur-
fyllinga í tennur, er dálítið einkenni-
leg, eins og við skýrðum frá í síðasta
blaði. I því kom fram að sænsk heil-
brigðisyfirvöld hafa varað við notk-
un þessara fyllinga í tennur barns-
hafandi kvenna og lagt á það
áherslu að notkun þess verði hætt
sem fyrst. Til frekari glöggvunar á
því hversu alvarlega Svíar líta málið
má benda á, að þeir greiða niður
tannlæknakostnað þeirra sem láta
spóla úr sér silfurfyllingarnar og
setja í nýjar úr öðrum hættuminni
efnum...
meint lögbrot bandaríska sendi-
ráðsins á íslenskum starfsmönnum
sínum vakti að vonum athygli á
þeim bæ, enda þótt forráðamönn-
um sendiráðsins væri fullkunnugt
um stöðu mála. Nefnd var sett í mál-
ið og búast starfsmennirnir nú við
því að fljótlega fái þeir notið sömu
réttinda og aðrir launþegar á land-
inu...
VERTU ORUGGUR-
VELDU VEL í LIÐIÐ ÞITT."
VELDU VOLVOVARAHLUTI.
.....BTllRflfl:
S0WIABW|,,IW
Purrkublöð í 240 kr. 339,-
Kertl B-19, B-21, B-230 kr. 441,-
Platínur B-19, B-21, B-230 kr. 178,-
Tímarelnj í 240 KfL 582,-
Framdeniparl í 240 kr. 2.992,-
Afturdremparl í 240 kr. 1.570,-
Framdemparl í 144 kr. 1.560,-
Afturdemparl í 144 kr. 1.507,-
Blaðka í blöndung kr. 305,-
Dráttarkrókur á 240 kr. 5.887,-
Dráttarkrókur á 740 kr. 6.872,-
36 HELGARPÓSTURINN