Helgarpósturinn - 03.09.1987, Blaðsíða 4
ÞJOÐLEIKHUSIÐIUP
Helmings samdráttur á sídastliðnum 10 árum. Fjárhagsstaða leikhússins aldrei jafn slæm
og ná. Framlög ríkisins minnkað jafnt og þétt á undangengnurn 10 árum. Hásið í niður-
níðslu og búnaður allur meira og minna úr sér genginn. Hreint neyðarástand að skapast.
í nepjunni á þridjudagsmorguninn stillti starfsfólk
Þjóbleikhússins sér upp fyrir Ijósmyndarann á tröppum
hússins í tilefni af þuí ab nýtt leikár var ab hefjast. Þjób-
leikhúsib, sameign þjóöarinnar, gnœfbi yfir leikara,
saumakonur, smiöi og sminkara og í fljótu bragbi var
ekki annab aö sjá en allt væri í himnalagi í þessu húsi.
En þegar nánar er ab gáö er alls ekki allt í lagi. Þetta
brjóstvirki íslenskrar menningar, þar sem andi listarinn-
ar á ab blómgast og dafna, er aö hruni komib og er þá
sama hvort litiö er til hússins sjálfs eöa starfsemi þess.
Langur skuldahali hvílirsem mara á leikhúsinu, húsiö er
oröiö fólki hœttulegt og öll tœki, búnaöur og starfsaö-
staöa löngu oröin óviöunandi.
íslendingar státa sig gjarna af því
að vera mikil menningarþjóð og eitt
af því sem oft er nefnt til sög-
unnar þegar menningin er rædd og
um hana ritað er hvað við erum
dugleg að fara í leikhús. Heimsmet
segja menn og halda ekki vatni yfir
áhuganum. Þessi mikli áhugi al-
mennings á leikhúsinu, sem greini-
lega er til staðar, virðist þó ekki
skipta máli fyrir ráðamenn. Þjóð-
leikhúsið, sameign þjóðarinnar og
brjóstvirki leiklistarinnar í landinu,
hefur verið látið sigla sinn sjó, án
þess að hafa verið sýnd sú ræktar-
semi sem þarf. Því er málum svo
komið innan stofnunarinnar að þar
ríkir nánast neyðarástand um þess-
ar mundir. Leikhúsið hefur verið
rekið með halla mörg undangengin
ár, en vandi þess hefur verið leystur
til skamms tíma á hverju hausti með
aukafjárveitingu. Nú er ástandið
verra en nokkru sinni fyrr, enda
helst fjárhagsvandi leikhússins í
hendur við stöðugt lækkandi hlut-
fall framlags ríkisins. A síðasta ári
var framlag hins opinbera innan við
40% af heildartekjum leikhússins,
hefur reyndar verið það síðan 1985.
Þess má geta að í nágrannalöndun-
um eru framlög hins opinbera til rík-
isleikhúsa oftast á biiinu 85%—95%.
Lægst er það í Noregi, 85%, en fer
síðan yfir 90% í Svíþjóð og Dan-
mörku. Af þessum samanburði má
ljóst vera að hið íslenska þjóðleik-
hús á við ramman reip að draga þeg-
ar fjárveitingavaldið er annarsveg-
ar. Háttsettur maður innan leikhúss-
ins sagðist halda að vegna mjög
góðrar aðsóknar í leikhúsið gæti
gengið að reka það á 75% framlagi
af hálfu ríkisins, jafnvel 70%, en
lægra væri bara ekki hægt að fara ef
endar ættu að nást saman. Og ann-
ar innanbúðarmaður benti á að
málið vær einfalt. íslendingar væru
bara einfaldlega ekki nógu margir
til þess að standa undir rekstri Þjóð-
Ieikhússins með óbreyttum framlög-
um ríkisins.
nógu hagkvæmur og það hljóti að
vera hægt að spara í rekstrinum inn-
an hússins. Gísli Alfreðsson, Þjóð-
leikhússtjóri, mótmælti því kröftug-
lega. Staðreyndin er sú, sagði Gísli,
að við erum allsstaðar undirmönn-
uð. Ástandið er þannig sem stendur,
þegar leikhúsið hefur tekið til starfa,
að sárlega vantar smiði á smíða-
verkstæði og Gísli sagði vera á því
einfalda skyringu. Þeir fái einfald-
lega miklu betra kaup annars staðar.
Að auki séu aðstæður sem tækniliði
hússins er boðið upp á þannig að
þær eru ekki verjandi. Saumakonur
eru í svo litlu herbergi að þær kom-
ast varla fyrir þar inni og sama má
segja um sminkara og hárgreiðslu-
fólk og einn benti á að líklega fengi
sminkherbergið ekki viðurkenn-
ingu frá hollustuvernd, enda væru
þrengslin og óloftið slík að það væri
heilsuspillandi að vinna þar. Góð-
kunnur leikari í húsinu sagði að það
virtist bara vera þannig að ráða-
menn gerðu sér alls ekki grein fyrir
því hvað kostaði að reka leikhús og
þegar rætt væri um að launakostn-
aður hússins væri óheyrilega hár
væri alltaf ráðist á leikarana. Það
væri hinsvegar ljóst, og það stað-
festi Þjóðleikhússtjóri, að launa-
kostnaður leikara væri alls ekki
stærsti hluti kostnaðarins, reyndar
næði hann ekki einu sinni helmingi
af öllum launakostnaði hússins.
Þuríður Pálsdóttir staðfesti þetta
einnig og bætti við að ef að draga
ætti úr launakostnaði, sem er lang-
stærsti hluti rekstrarkostnaðarins,
þá væri ekki annað hægt en segja
upp fólki. Slíkt væri hinsvegar alls
ekki á dagskrá, enda væru tækni-
deildirnar undirmannaðar og upp-
sagnir einhverra úr þeim geira
þýddu einfaldlega að segja þyrfti
upp leikurum og fækka sýningum.
Það gengi því alls ekki að fara þá
leið til að komast út úr þeim fjár-
hagsvanda sem við blasir.
ÞAÐ ER EKKI EITT,
ÞAÐ ER ALLT
Uppsafnaður rekstrarvandi leik-
hússins á sér langa sögu, en hefur
heldur aukist með árunum. Fram-
lög ríkisins til hússins á árunum
1973—83 voru að sögn Þjóðleikhús-
stjóra viðunandi, en síðan hefur
snarlega dregið úr þeim, eins og
fyrr er frá greint. Við þessu hefur
verið brugðist innan leikhússins í
gegnum tíðina. Fyrir u.þ.b. 10 árum
voru 14 sýningar færðar upp á stóra
sviðinu, í ár verða þær 7, auk þess
sem ein sýning verður tekin upp frá
því á síðasta ári. Vegna fjárhags-
vandans var einnig tekin sú stefna
að færa hina viðamiklu sýningu
Rómúlus mikla eftir Dúrrenmatt
aftur, en frumsýna átti verkið síðast-
liðið vor, en það verður í staðinn
fyrsta verkefni haustsins. Af þessu
má ráða að leikhúsið getur tæpast
gengið lengra í að skera niður starf-
semina, ef það á að standa undir
nafni sem þjóðleikhús.
Þjóðleikhússtjóri sagði að í tíð
Sverris Hermannssonar, fyrrver-
andi menntamálaráðherra, hefði að
vísu náðst fram ákveðin leiðrétting
á framlögum til leikhússins, en þau
hefðu samt farið hlutfallslega lækk-
andi síðan 1983. Það væri sérstak-
lega erfitt að kyngja þessu núna því
að húsið þarfnaðist gífurlegra end-
urbóta. Þetta horfði öðruvísi við ef
ER VERIÐ AÐ SKOÐA MALIÐ
MANNFÆKKUN EKKI
ÁDAGSKRA
Illar tungur hafa oft bent á að
rekstur Þjóðleikhússins sé alls ekki
Starfslið leikhússins á tröppunum fyrir framan leikhúsið í upphafi leikársins
1987—8
Birgir ísleifur Gunnarsson,
menntamálaráðherra, hafði þetta
að segja um málefni Þjóðleikhúss-
ins:
,,Það er auðvitað alveg ljóst að
það stendur illa. Það er mikill halli
á rekstrinum annarsvegar og hins-
vegar verður að leggja út í um-
fangsmikið viðhald. Þetta er mál
af þeirri stærðargráðu sem verður
að fara vandlega ofan í og ég hef
rætt það við fjármálaráðherra. Við
urðum ásáttir um að okkar
embættismenn færu ofan í málið
til að kanna hvað hægt er að gera.
Við viljum eiga okkar Þjóðleikhús
og ekki láta það drabbast niður."
En það hefur nú samt verið gert?
,,Já, það er rétt. Þetta er auðvit-
að fyrst og fremst spurning um
peninga og þær fjárveitingar sem
fjárveitingavaldið og Alþingi
4 HELGARPÓSTURINN
EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON