Helgarpósturinn - 03.09.1987, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 03.09.1987, Blaðsíða 5
'PSKURÐ allt væri í toppstandi. Eins og sakir standa þarfnast hús- ið verulegra viðgerða utanhúss og eins að innan. Teppi og stólar í áhorfendasal eru t.d. á síðasta snún- ingi og hafa verið það lengi og svo mætti lengi telja, eins og einn starfs- maður leikhússins orðaði það: Það er ekki eitt, það er allt. Annar sagði reyndar að húsið væri svo illa farið að það væri orðið hættulegt, hve- nær sem er mætti búast við að úr því hryndu stórar flygsur. Reyndar hafa komið til aukafjárveitingar vegna viðhalds, sérstaklega á síð- asta ári, en að sögn þeirra sem til þekkja var það hvergi nærri nóg. Menn innan leikhússins telja þó undarlegt að þetta hafi verið látið viðgangast í gegnum tíðina, eins og það sé ekki hlutverk ríkisins að halda húseignum sínum við, heldur lendi þetta á fólki innan leikhússins sem í raun og veru kemur ekki við hvort húsið er í þessu ásigkomulagi eða hinu, enda ekki starfsvettvang- ur þess að standa í viðhaldi á eign- um hins opinbera. Þeirra verkefni sé fyrst og fremst að reka leikhús, en ekki að standa í stappi við að sann- færa misvitra ráðamenn á hverjum koma sér saman um. Annars var ég fyrst að fá þetta mál inn á borð til mín í síðustu viku og það er of snemmt fyrir mig að tjá mig um hvað í þvi verður gert. Þetta er stórt mál sem verður að skoða en það er ljóst að það verður að finna leiðir til að leysa vandann. Veröur ekki aö auka fjárueiting- ar til leikhússins? ,,Það er ljóst að fjárveitingar rík- isins til leikhússins hafa farið hlut- fallslega lækkandi á undanförnum árum. Menn hafa ekki viljað horf- ast í augu við þennan vanda og það er líka ljóst að auknar fjárveit- ingar eru einn hluti þeirra að- gerða sem grípa verður til auk þess sem greina verður á milii almenns rekstrar og viðhalds á húsinu um leið og leitað verður nýrra leiða.“ tima um að húsið og búnaður þess séu úr sér gengin. VERÐUR REKSTURINN STOKKAÐUR UPP? Af þessu má ljóst vera að illa horf- ir í málefnum Þjóðleikhússins. Eng- inn getur hugsað þá hugsun til enda ef það gerist að aukafé til rekstrar- ins verður ekki veitt að þessu sinni. Líklegast verður þó að telja að það verði, enda vill líklega engin ríkis- stjórn hafa það á samviskunni að loka leikhúsinu, þó ekki sé nema með óbeinum hætti. Auðvitað má segja sem svo að leikhúsið hafi til ráðstöfunar ákveðna fjárhæð á hverju ári og það sé ráðamanna inn- anhúss að fara ekki fram úr þeirri fjárhæð. Leikhúsmenn benda hins- vegar á að sú fjárhæð sem þeir hafa til umráða sé svo lág að það sé ekki möguleiki að reka leikhús þessarar gerðar innan marka hennar. Miða- verð ieikhússins er t.d. lágt, enda er það bundið í lögum, sem og önnur starfsemi þess, þannig að ef dregið væri saman í rekstrinum væri verið að fara í kringum lögin um leikhús- ið, þar sem kveðið er á um að það skuli sinna fjölbreyttu menningar- hlutverki, sýna óperur, söngleiki, balletta — hvaðeina. Það er hins- vegar ljóst að vanda leikhússins verður að leysa, engum er greiði gerður með óbreyttu ástandi. Hvaða leið er hægt að fara er hins- vegar spurningin, en það liggur á borðinu að leikhúsmenn vilja að tekið verði meira tillit til krafna sinna, en að undangenginni reynslu er greinilegt að fjárveitingavaldið hefur ekki ýkja miklar áhyggjur af þeim kröfum. Reyndar má segja að málið snúist kannski ekki síður um þekkingu á leikhúsrekstri, en greini- legt er að hún virðist vera af skorn- um skammti hjá þeim sem fara með málefni leikhússins innan embættis- mannakerfisins. Það er því Ijóst, hvað sem öðru líð- ur, að eitthvað verður að gerast í leikhúsinu. Hvað það verður skal ósagt látið en þær tillögur sem helst hafa heyrst eru stytting leikárs og þar með fækkun starfsfólks og verk- efna annarsvegar, en ljóst er að leik- húsmenn eru ekki hrifnir af slíku tali. Hinsvegar er það sú leið að rík- ið komi til móts við leikhúsið og taki meiri þátt í rekstri leikhússins með því að færa framlög sín nær því sem leikhúsmenn telja að sé raunhæft. Þriðja leiðin er síðan sú að rekstur leikhússins verði tekinn til gagn- gerðrar endurskoðunar og stokkað- ur upp frá grunni, og raddir þess efnis að slíkar tillögur séu í burðar- liðnum hafa heyrst, þó þær fari ekki hátt enn sem komið er. Hvað sem verður er því greinilegt að eitthvað verður að gerast í málefnum húss- ins, en eins og venjulega er síðasta orðið hjá ríkisstjórninni og fjármála- ráðuneytinu. Það er því í höndum ráðamanna hvort leikhúsið dregur saman seglin, og verður þar með nafnið tómt, eða hvort það stendur undir nafni, fer eftir lögum og verð- ur sannkallað leikhús þjóðarinnar og framvörður íslenskrar leiklistar. Tímarit hestamanna í 10 ár í hverjum mánuði kemur Eiðfaxi út stútfullur af fréttum og fræðslu af öllum sviðum hestamennskunnar. Fylgist meö — gerist áskrifendur Áskriftarsími 91-685316 mm ORÐ I TÍMA TÖLUÐ ÁSKRIFTARSÍMI 62 18 80 HELGARPOSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.