Helgarpósturinn - 03.09.1987, Síða 8

Helgarpósturinn - 03.09.1987, Síða 8
GISLA A Á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund er rými fyrir tæp- lega þrjú hundruð vistmenn. Á vistheimilinu Asi í Hvera- gerdi er rými fyrir tæplega tvö hundruð vistmenn. Sam- anlagt er á þessum heimilum um þriðjungur af öllu vist- rými á dvalarheimilum fyrir aldraða á landinu. Pessum heimilum hefur Gísli Sigurbjörnsson stjórnað um ára- tugaskeið. Undir hans stjórn hafa þessar stofnanir vaxið hreint ótrúlega, þrátt fyrir að aðhlynning aldraðra flokk- ist varla undir arðsöm viðskipti. FÆR 500 MILLJÓNIR ÁÁRI Á hverju ári fær Gísli með þessum hætti um 400 milljónir króna til þess að reka vistheimili sem rúma rétt tæplega 500 vistmenn. Það þarf út- sjónarsemi til þess að láta enda ná saman með þessari innkomu. Hvað þá að eiga fé afgangs til þess að allar sjálfseignar- og einkastofnanir í heilbrigðiskerfinu. Daggjalda- nefnd sjúkrahúsa metur rekstrar- daggjald hverrar stofnunar fyrir sig og miðast það við einn sjúkling eða vistmann. Grund og Ás hafa alltaf verið mjög lágt metnar, en öfugt við flestar aðrar stofnanir sækja þær aldrei um svokölluð halladaggjöld. Þeir aðilar sem reka stofnanir fyrir aldraða í eigu sveitarfélaga og fá greidd sams konar daggjöld hafa löngum kvartað yfir því hvaö Gísli á Grund kemst af með lág daggjöld. Það er álit þessara aðila að með þessu haldi Gísli daggjöldunum niðri og þar með öldrunarþjónust- unni, ekki bara á sínum stofnunum heldur einnig á öðrum sambærileg- um stofnunum. Til þess að gefa mynd af því hversu lág daggjöldin á Grund og Ási eru skulu tekin nokkur dæmi. Daggjöldin á Grund eru rétt rúmur heimingur þeirra daggjalda er - Hrafnista t Hafnarfiröi fær og rúm 60 prósent af daggjöldum Hrafnistu í Reykjavík. Þó er Grund ekki síður þung í rekstri en þessar stofnanir. Á Grund er mikið af hjúkrunarsjúkl- ingum. Þegar heilsu vistmanna á Ási fer að hraka eru þeir iðulega fluttir á Grund til að létta undir starf- seminni á Ási. Ef tekið er annað dæmi, þá eru daggjöldin á Grund ekki nema um þriðjungur af þeim daggjöldum sem SAA fær vegna rekstrar á sjúkrastöðinni Vbgi'. Gísli á Grund rekur elliheimili sem hafa um þriðjung af öllu vistunarrými fyrir aldraða á landinu. Hann fœr lœgri daggjöld til þess en nokkur annar rekstraraðili. Samt hefur honum tekist að kaupa yfir áttatíu fasteignir í Hveragerði, auk uppbyggingarinnar í Reykjavík. í grein hér í opnunni kemur fram að þessar stofnanir eru skráðar fyrir rúmlega áttatíu fasteignum í Hvera- gerði. Þar eiga þær mikinn fjölda íbúðarhúsa, lóða, gróðurhúsa og skúrbygginga, en einnig iðnaðar- húsnæði og jarðhitaland. Eignir Grundar í Reykjavík eru einnig um- talsverðar. Fyrir utan elliheimilið við Hringbraut á Grund nokkrar húseignir í næsta nágrenni. Grund og Ás eru rekin eftir svo- kölluðu daggjaldakerfi, eins og flest- EFTIRLITSLAUS Sjálfseignarstofnanir reka öfluga atvinnustarfsemi. Eftirlitskerfiö meö þeim er þó sniöiö aö smáum minngarsjóöum. Eins og fram kemur hér á opn- unni eru elli- og hjúkrunarheimil- ið Grund og vistheimilið Ás sjálfs- eignarstofnanir. Sjálfseignarstofn- anir, eöa opinberir sjódir eins og þœr heita samkvœmt lögum, eiga rœtur sínar ad rekja til einveldis- ins. í lögum er kvedid á um ad konungur þurfi ad samþykkja stofnskrá þessara sjóda til þess ad þeir fái að starfa. Forseti Islands hefur tekid yfir þetta hlutverk kon- ungs. Það eru um eitt þúsund opinber- ir sjóðir skráðir á íslandi. Margir þeirra eru ekki iengur til nema að nafninu til. Flestir þessara sjóða eru ýmiskonar minningasjóðir sem ætlað var að styrkja menn og félög til góðra verka. I verðbólgu og annarri óáran hafa þessir sjóðir síðan étist upp. Einn þessara sjóða er Grímseyjarsjódur, sem Heígar- pósturinn greindi frá síöastliðið sumar. Á hverju ári er veitt úr hon- um til eflingar mannlífs í eyjunni og hefur framlagið hlaupið á fáein- um krónum á undanförnum árum. En þó margir opinberir sjóðir séu orðnir að nær engu standa sumir þeirra fyrir öflugri atvinnu- starfsemi. Dvalarheimili aldradra sjómanna í Reykjavík og Hafnar- firdi, ásamt Happdrœtti DAS er þannig sjálfseignarstofnun. SÍBS og öll sú starfsemi sem tengist því; Múlalundur, Reykjalundur, Vífils- stadir og Happdrœtti SÍBS, er sömuleiðis sjálfseignarstofnun. Af öðrum slíkum stofnunum má nefna Krabbameinsfélagid, Hjálp- arstofnun kirkjunnar, Rauda krossinn og SAA. Opinbera sjóði má einnig finna á ólíklegustu stöðum. Þannig heitir einn Sigfúsarsjóður og er ásamt nokkrum öðrum mjög tengdur Alþýðubandalaginu. Ekkert opinbert eftirlit er með sjálfseignarstofnunum. Þær þurfa ekki að skila skattaframtali. Að vísu skila þær stofnanir sem eru atvinnurekendur upplýsingum um launakostnað til skattayfir- valda og þær stofnanir sem starfa að heilbrigðismálum eru að hluta til undir eftirliti heilbrigðisráðu- neytisins. En að öðru leyti er ekk- ert opinbert eftirlit með þessum stofnunum. Árið 1964 voru sett lög áAlþingi um eftirlitsskyldu Ríkisendurskoð- unar með sjálfseignarstofnunum. Það eftirlit fer þó ekki fram á ann- an hátt en þann, að stofnanirnar senda Ríkisendurskoðun ársreikn- inga sína þar sem þeim er raðað í skjalaskrár. Engin endurskoðun á reikningunum fer fram. Þetta eftirlitsleysi með sjálfs- eignarstofnunum hefur margsinn- is verið gagnrýnt. Þess eru mörg dæmi að innra eftirlit þeirra sé í molum. Þær eru mun verr undir slíkt eftirlit búnar en til dæmis hlutafélög. Hlutafélög takmarka ábyrgð einstaklinga á sama hátt og sjálfseignarstofnanir. En þau eru skattskyld og framtalsskyld, öfugt við opinberu sjóðina. Víðast á Norðurlöndunum hafa verið sett ný lög um sjálfseignar- stofnanir til að girða fyrir þetta eftirlitsleysi. Þegar málefni Hjálp- arstofnunar kirkjunnar voru hvað mest til umræðu lýsti Baldur Möller, fyrrverandi ráðuneytis- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, þeirri skoðun sinn að löngu væri orðið tímabært að setja slík lög hér. Hann benti á nokkrar sjálfs- eignarstofnanir sem standa í um- talsverði atvinnustarfsemi máli sínu til stuðnings. Meðal þeirra var elli- og hjúkrunarheimilið Grund. 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.