Helgarpósturinn - 03.09.1987, Síða 9
ÉG, HVERAGERÐI
/ Hverageröi eru Grund og Ás skráö fyrir rúmlega áttatíu fasteignum.
Þaö er talið uera nálœgt tíunda hluta þorpsins.
í Hveragerði eru elli- og hjúkr-
unarheimilið Grund og dvalar-
heimilið Ás skráö fyrir áttatíu og
þremur fasteignum. Meöal fast-
eignanna eru vistheimili, en auk
þess um fjörutíu íbúdarhús. Hinn
helmingurinn af skrádum fast-
eignum stofnananna er gródur-
hús, idnaðarhúsnœdi, trésmíða-
verkstœði, geymslur, bílskúrar og
lóðir. Meðal annars á elliheimið
Grund fjóra og hálfan hektara af
jarðhitalandi. Það er álit yfirvalda
í Hveragerði að eignir stofnan-
anna sem Gísli á Grund veitir for-
stöðu eigi um 10% af bœnum.
Gisli upp ákveðinn hluta af Hvera-
gerði. Þetta eru hús í elsta hluta
þorpsins, byggð á þeim tíma þegar
gert var ráð fyrir að íbúar Hvera-
gerðis gætu haft gróðurhús í garð-
inum til búdrýginda. Lóðir við
þessi hús eru því hátt á annað
hundrað fermetra.
KEYPTI UPP HJARTA
HVERAGERÐIS
Til þess að gefa mynd af því
hversu skipulega Gísli hefur keypt
fasteignir í Hveragerði er sjálfsagt
auðveldast að nefna þær fasteign-
ir sem stofnanir Gísla eiga við
standa í umfangsmiklum fjárfesting-
um.
ísjöunda tölublaði Helgarpóstsins
1979 birtist úrdráttur úr minnisblöð-
um fyrrverandi starfsmanns á elli-
og hjúkrunarheimilinu Grund undir
fyrirsögninni „Gaukshreiður ellinn-
ar“. Þar var vísað til bókar Kens
Kesey um fylkissjúkrahús fyrir geð-
sjúka í Bandaríkjunum og kvik-
myndar sem gerð var eftir bókinni.
í þessum minnisblöðum er farið
hörðum orðum um aðbúnað gamla
fólksins á Grund. Á eftir fylgdu
harðar deilur í fjölmiðlum og skipt-
ust menn nokkuð í tvö horn; töldu
stofnunina sinna vel sínu starfi eða
að þar væri aðbúnaður aldraðra
vistmanna fyrir neðan allar hellur. í
þessari umræðu kom fram að Skúli
Johnsen, borgarlæknir, hygðist
standa fyrir opinberri rannsókn á
þjónustu elliheimilisins.
Sú rannsókn fór ekki fram á ann-
an hátt en þann að Skúli og Ólafur
Ólafsson, landlæknir, heimsóttu
Grund og gerðu athugasemdir við
nokkur atriði sem auðvelt reyndist
að kippa í liðinn. Að þeirra dómi var
megnið af þeim ásökunum sem
fram höfðu komið í blaðaskrifunum
ekki á rökum reist.
ÞJOÐSAGNA-
PERSÓNAN GÍSLI
Hin lágu daggjöld sem Grund fær
hafa sjálfsagt ýtt undir þá trú
margra að aðbúnaðurinn þar væri
slæmur. Eins og áður sagði hefur
Gísli aldrei sótt um halladaggjöld.
Daggjaldanefnd hefur því aldrei séð
ástæðu til þess að hækka daggjöldin
til Grundar. Að þessu leyti sker Gísli
sig frá flestum öðrum sem reka
stofnanir á daggjöldum og í raun
flestum fyrirtækjum sem eru komin
upp á framlög frá hinu opinbera.
Þetta kerfi hefur að miklu leyti verið
byggt upp með hliðsjón af því að
rekstraraðilarnir geti fengið halla-
rekstur sinn greiddan. Það hefur
leitt til þess að margir taka þann pól
í hæðina að betra sé að skila af sér
hallarekstri en láta enda ná saman.
Með því fær viðkomandi stofnun
hærri fjárframlög frá ríkinu. Gísli
hefur hins vegar miðað reksturinn
við fjárframlögin og skipulagt hann
út frá því.
Önnur ástæða fyrir því hversu
margir lögðu trúnað á ásakanir á
hendur Grundar og Gísla er sjálfsagt
sú að Gísli hefur farið einförum í
þann dag í dag reynst ófáanlegur til
að selja eitt einasta frímerki af öll-
um forðanum, þrátt fyrir töluverðan
,ágang frímerkjakaupmanna.
starfi sínu og mikil þoka hvílir yfir
aðferðum hans. Á sama tíma og
hann rekur um 30 prósent af vist-
rými aldraðra fyrir mjög lítil fjár-
framlög ríkisins stendur hann í fjár-
festingum, gefur stórgjafir til líknar-
félaga og er sagður eiga stóran hluta
af inneigninni í útibúi Búnaðar-
bankans í Hveragerði. Gísli er því
nokkurs konar þjóðsagnapersóna.
ÁHUGAMÁLIN: VÍSINDI
OG FRÍMERKI
Þá þykir fortíð hans nokkuð dul-
arfull. Hann var fylgismaður þjóð-
ernissósíalismans á yngri árum.
Hann hefur átt mikil samskipti við
Þýskaland. Margir þeirra erlendu
vísindamannasem Gísli hefur boðið
að starfa á rannsóknarstofu sinni í
Hveragerði eru Þjóðverjar. Rann-
sóknarstofan er síðan enn eitt dæm-
ið um hversu illa Gísli rúmast i mót-
inu af meðalmanninum. Það að
standa fyrir rannsóknum í náttúru-
vísindum og gefa út langa ritröð af
niðurstöðum þeirra er ekki dæmi-
gert áhugamál.
Meðal annars hefur Gísli verið
sagður eiga feiknadýrmætt frí-
merkjasafn. Áður en hann tók við
rekstri Grundar var hann frímerkja-
kaupmaður, sá eini á landinu í þann
tíma. Frá þessum tíma á hann gríð-
arlega mikið af frímerkjum, en fróð-
ir menn um þau mál telja þau þó
ekki verðmæt. Gísli á til dæmis eng-
in verðmæt söfn. Það er kannski lýs-
andi fyrir Gísla að hann hefur enn
Gísli á Grund hefur takmarkað eignakaup sín í Hveragerði við það svæði sem
merkt er með hring á myndinni.
HREPPSNEFND
STÖÐVAÐI FREKARI
KAUP GÍSLA
Dvalarheimilið Ás var stofnað á
sjötta áratugnum af Gísla Sigur-
björnssyni. Allt frá stofnun þess og
fram til 1978 stóð Gísli fyrir kaup-
um á fasteignum í Hveragerði,
ýmist í nafni Áss eða Grundar.
1978 samþykkti hreppsnefnd
Hveragerðishrepps að sveitarfé-
lagið hefði forkaupsrétt að öllum
lóðum í landi Hveragerðis. Hvorki
á þeim tíma né síðar hefur það
verið launungarmál að þessi sam-
þykkt var gerð fyrst og fremst til
þess að sporna við frekari kaupum
Gísla á húsum og lóðum. Eftir
þessa samþykkt hefur dregið úr
vexti Áss og Grundar í Hvera-
gerði.
Eins og áður sagði eignuðust
Grund og Ás um fjörutíu hús á
þeim aldarfjórðungi sem leið frá
stofnun Áss og þar til sveitarstjórn
Hveragerðis setti Gísla stólinn fyr-
ir dyrnar. Þessar eignir eru ekki
dreifðar um bæinn, heldur keypti
fimm götur í þorpinu. Við Blá-
skóga eru þessar stofnanir skráðar
fyrir eignum númer 6, 11, 13, 15
og 17. Grund og Ás eru eiga hús
við Bröttuhlíð númer 9, 11, 13, 14,
15, 16, 17, 18, 20 og 22. Við Frum-
skóga númer 1, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10,
12, 13, 14 og 16. Þá eiga þessar
stofnanir fasteignir við Heiðmörk
númer 23, 30, 32, 34 og 36 og við
Hverahlíð eru Ás og Grund skráð-
ar fyrir einunum númer 4, 7, 8,15,
17, 19, 21 og 23. Fyrir utan þessar
fimm götur eiga stofnanirnar tvö
hús við sitt hvora götuna og auk
þess fyrrgreint jarðhitaland. Eins
og sjá má af upptalningunni hér að
ofan eiga Ás og Hveragerði bróð-
urpartinn af hjarta Hveragerðis.
Ástæðan sem hreppsnefnd
Hveragerðishrepps gaf fyrir þeirri
ákvörðun sinni að eigna sér for-
kaupsrétt að öllum lóðum í þorp-
inu á sínum tíma var meðal annars
rökstudd með þvi að kaup og eign-
arhald Gísla á Grund á lóðum og
húsum stæðu í veginum fyrir end-
urnýjun á skipulagi þorpsins. Það
getur þó varla verið eina ástæðan,
Elli- og hjúkrunarheimilið Grund við Hringbraut.
VELFERÐARRÍKIÐ
OG GI'SLI
En að persónu Gísla slepptri, þá er
það aftur lýsandi fyrir íslenska vel-
ferðarkerfið að sjálfseignarstofnan-
irnar sem Gísli veitir forstöðu skuli
vera svo umfangsmikill hluti af öldr-
unarþjónustunni. Þrátt fyrir um-
kvartanir margra um mikil ríkisum-
svif er stór hluti heilbrigðiskerfisins
undir slíkum stofnunum. Dvalar-
heimili aldraðra sjómanna, SÍBS og
Krabbameinsfélagið eru allt sjálfs-
eignarstofnanir. Frumkvæðið að
starfsemi þessara stofnana hefur
komið frá einstaklingum, en ekki úr
ríkisgeiranum, þó flestar þeirra fái
rekstrarfé sitt þaðan. Fjármuni til
GRUND
því Gísli keypti einungis hús í
grónum kjarna Hveragerðis. Það
er allt eins líklegt að sú staðreynd
hafi spilað inn í ákvörðun hrepps-
nefndarinnar, að Gísli greiðir lítil
gjöld til hreppsins. Ás og Grund
greiða ekki aðstöðugjöld og öðr-
um opinberum gjöldum er haldið
í lágmarki, vegna eðlis starfsem-
innar. Vistmenn Gísla sem hafa
lögheimili í Hveragerði greiða og
fæstir útsvar. í Hveragerði er einn-
ig heilsuhæli Náttúrulœkningafé-
lags Islands sem býr við sömu að-
stöðu og Ás og Grund. Það er því
ekki ólíklegt að hreppsnefndin
hafi með þessari ákvörðun verið
að tryggja sig fyrir fjölgun skatt-
lausra íbúa og stofnana sem skila
litlu til sveitarfélagsins. Það er rétt
að geta þess að Gísli heldur fjöl-
mennt starfslið, sem að sjálfsögðu
greiðir skatta sina og skyldur til
hreppsins.
ALÞJÓÐLEG RANN-
SÓKNARSTOFA EIN AF
TÓMSTU N DAIÐJ U N UM
Það ber vott um ítök Gísla í
Hveragerði, að þegar þessi
ákvörðun hreppsnefndar var tek-
in gekk sú saga um þorpið að Gísli
hygðist beita Búriaðarbankanum
fyrir sig í þessu máli. Útibú Búnað-
arbankans í Hveragerði er stórt.
Umdæmi þess spannar nokkrar
nágrannasveitir þar sem landbún-
aður er stundaður af myndarskap.
Flestir bændur þar eiga í viðskipt-
um við útibúið í Hveragerði. Þeg-
ar íorkaupsréttur hreppsins var til
umræðu var sagt að Gísli hefði
hótað því að taka út peninga sína
í bankanum, sem væri um þriðj-
ungur af heildarinnstæðu útibús-
ins.
Þrátt fyrir öfluga starfsemi vist-
heimilisins Áss fyllir hún ekki allar
húseignir Gísla. Á hverjum tíma
standa nokkur húsanna tóm. Gísli
hefur í vinnu sinni trésmiði, raf-
virkja og aðra iðnaðarmenn til
þess að halda húsunum við. Vist-
mennirnir eru fluttir um set reglu-
lega svo endurnýjun og viðhald
geti farið fram. Auk vistmanna
hýsir Gílsi stóran hluta af starfs-
fólki sínu.
Þá er í Hveragerði rannsóknar-
stofa í náttúruvísindum á vegum
Gísla. í fjöldamörg ár hefur hann
boðið hingað erlendum vísinda-
mönnum til starfa. Þeir skrifa síð-
an ritgerðir um rannsóknir sínar
sem gefnar eru út í ritröð á vegum
Gísla.
Þeir Hveragerðisbúar sem Helg-
arpósturinn ræddi við sögðust
ekki skilja fyllilega hvað Gísli
hygðist fyrir með allar eignir sínar
í þorpinu. Eins og áður sagði
standa nokkur húsa hans auð á
hverjum tíma. Það húsnæði sem
hann ræður yfir er mun meira en
starfsemin kallar á. Þá á hann fjóra
og hálfan hektara af jarðhitalandi,
en Hitaveita Hveragerðis hefur
einkarétt á öflun og sölu hitaveitu.
Það land nýtist honum því á engan
hátt.
uppyggingar verða þær hins vegar
að finna annars staðar.
Eins og fram kemur hér í opnunni
eru sjálfseignarstofnanir ekki undir
neinu opinberu eftirliti. Þetta hefur
verið gagnrýnt, einkum þegar þær
eru með jafnumfangsmikla starf-
semi og áðurnefndar stofnanir. Upp-
bygging þeirra býður heldur ekki
upp á mikið innra eftirlit. Það hefur
því oft gerst að einstakir menn reki
þessar stofnanir eins og einkafyrir-
tæki sitt. Sá sem einna helst hefur
verið gagnrýndur fyrir það er ein-
mitt Gísli á Grund. Sem dæmi um
það má nefna að dætur hans tvær,
Helga og Guðrún Gísladætur, ganga
næst Gísla að völdum á Grund og í
Ási. Það er engu líkara en hann hafi
alið þær upp til að taka við konungs-
ríkinu eftir sinn dag, á sama hátt og
Gísli tók við af föður sínum, sr. Sig-
urbirni í Ási, sem stofnaði Grund.
HELGARPÓSTURINN 9