Helgarpósturinn - 03.09.1987, Síða 10

Helgarpósturinn - 03.09.1987, Síða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Halldór Halldórsson Helgi Már Arthursson Ritstjórnarfulltrúar: Egill Helgason Blaðamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir, Friðrik Þór Guðmundsson, Gunnar Smári Egilsson, Jónína Leósdóttir, Kristján Kristjánsson, Sigríður H. Gunnarsdóttir Prófarkir: Sigríður H. Gunnarsd. Ljósmyndir: Jim Smart Utlit: Jón Óskar Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Skrifstofustjóri: Garðar Jensson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Auglýsingar: Bergþóra Sigurbjörnsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir Dreifing: Garðar Jensson Guðrún Geirsdóttir Afgreiðsla: Bryndís Hilmarsdóttir Sendingar: Ástríður Helga Jónsd. Ritstjórn og auglýsingar eru í Ármúla 36, Reykjavík, sími 68-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru í Ármúla 36, sími 68-15-11 Útgefandi: Goðgá h/f. Setning og umbrot: Leturval s/f. Prentun: Blaðaprent h/f. LEIÐARI Skemmdarverk á Akureyri Verndun húsa og heilla íbúöarhverfa er merki um heilbrigöa íhaldssemi, holla rækt við fortíð og sögu liöinnar tíðar, um leiö og viöhaldið er tengslum fortíðar og nútíöar. I húsaverndunarmálum hafa sjónarmiö manna yfirleitt ekki farið eftir flokkslegum línum, eins og flest á íslandi. Þó má e.t.v. segja, að húsafriðun hafi fremur verið fólki á vinstra kanti stjórnmálanna hugleikin, en hægri menn svokallaðir fremur verið kenndir við „jarðýtuhugsunarháttinn". Eitt er þó víst. Húsafriðunarmenn komu úr öllum áttum, en hi ns vegar voru vinstri menn mest áberandi í opinberri baráttu. En hvað svo sem líður flokkunum af þessu tagi, þá er það ekki pólitísk lífsskoðun, sem ræður í þessu efni, heldur aðallega peninga- legir hagsmunir. Þannig tókst að eyðileggja Austurstrætið í Reykjavík á sjötta áratugnum og raunar nánasta umhverfi, þegar reist voru mörg verslunarhúsin þar auk Morgunblaðs- hallarinnar, sem eyðileggur ekki einvörðungu götumynd Aðalstrætis, heldur allt svipmót miðbæjarins. Og nú hefur Fjalakötturinn ver- ið rifinn fyrir nútímalegra hús, í jaðri heilleg- asta „þorpsins" í Reykjavík, Grjótaþorpsins. Það væri hægt að nefna mörg dæmi um niðurrifs- og eyðileggingarstarfsemi í Reykjavík á liðnum árum. En Reykjavík er ekki miðdepill alheimsins. Á Akureyri eru mörg gömul, falleg og heil- leg hús. Þar hafa bæjaryfirvöld stundum séð ástæðu til þess að vernda gömul hús, eink- um af sögulegum ástæðum, eins og t.d. Lax- dalshús, Nonnahús og Eyrarlandsstofu. Önnur hafa verið rifin eins og Carolina Rest og Rosenborg og mörg önnur. Allt vegna skipulagsins. Innbærinn á Akureyri og Fjaran hafa hing- að til fengið að vera í friði og stafar það senni- lega fyrst og fremst af því, að í þeim bæjar- hluta, hefur búið fólk, sem haldið hefur tryggð við bæjarhlutann, auk þess, sem at- vinnu- og þjónustufyrirtæki hafa ekki sótt þangað. Raunar rekur KEA útibú í Innbæn- um, nánar tiltekið í Hoephners-húsi, og á kaupfélagið hrós skilið fyrir einstaka ræktar- semi við þau gömlu hús, sem eru í eigu þess. Vegna 125 ára afmælis Akureyrar sem kaupstaðar kom frú Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands norður. Hún flutti ræðu, þar sem hún vék að ræktarsemi Akureyringa við umhverfi sitt og hús. í gærmorgun, miðviku- dag, varð slys á Akureyri. Þá var hafist handa við að jafna við jörðu gamalt og tignarlegt hús við Strandgötu 29 þar í bæ. Eigandi hússins er Dagur, sem ætlar að fara að stækka við sig í nútímastíl. Nokkuð hefur dregist, að Dagsmenn munduðu kylfuna, þrátt fyrirósk(l) bæjaryfir- valda um að klára verkið áður en að 125 ára afmælinu kæmi. Þessi niðurrifsstarfsemi verður vart talin til ræktarsemi við umhverfi sitt. Raunar mætti líkja maskinu á Snorra-húsi við það, að dregin væri nær heil framtönn úr manni. Sverrir Hermannsson eðalsnikkari norðan- manna hefur lýst yfir því, að viðurinn í Snorra-húsi nægi í 4 einbýlishús eða 20 sumarbústaði, Finnur Birgisson skipulags- stjóri Akureyrar hefur lýst sig persónulega andvígan niðurbrotinu og Þór Magnússon þjóðminjavörður hefur sagt það skoðun sína, að húsið eigi að standa. Götumynd Strand- götunnar er nær óskemmd og kemst Helgar- pósturinn ekki hjá því að lýsa vanþóknun sinni á aðgerð Dags og bæjaryfirvalda á Ak- ureyri. Niðurbrot húss Snorra Jónssonar er Akureyrarbæ til skammar. Það er ekki að spyrja að peningaöflunum. Samvinnumenn hafa löngum verið sterkir á Akureyri og nú birtist styrkur þeirra heldur betur. í bæjarráði, þar sem íhald og kratar eru í meirihluta, tekst KEA að fá samþykkt skemmdarverk. ^i BRÉF TIL RITSTJÓRNAR SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN AFTUR KOMINN í 40% FYLGI A-flokkarnir tapa báöir. Alþýöubandalagiö minnstur þingflokka. Fram- sókn og Kuennalisti halda sínu. Borgaraflokkurinn tapar litillega. Þjóöarflokkurinn meö mann inni. VALUR KR — JAFNTEFLI AIMENNINGUR VILl EKKI SEIJA BUN AÐARBANKANN h^r" hnfifu h f’-i y m .• |.. „.. j Uignði.'no. J»>h» oð.u.1 UppboA Siglingamála- stjóra svarad í HP 13. þ.m., undir „bréf til rit- stjórnar", lætur Magnús Jóhannes- son, siglingamálastjóri, hafa eftir sér fullyrðingar varðandi deilur þær, sem stofnun þessi stendur í vegna húsnæðis í JL-húsinu, sem stofnunin hefur tekið leigunámi; og undirr. neyðist til að svara nokkrum orðum. Ekki var ætlun undirr. að setja deilur þessar í fjölmiðla, en siglingamálastjóri byrjaði á því, í Þjóðviljanum, snemma sumars. Húsnæðið var upphaflega leigt Siglingamálastofnun skv. tilboði þeirra að loknum eigin mælingum og athugunum í margar vikur. Hús- næðið hafði ekki verið auglýst til leigu, en stofnunin gekk hart eftir að fá leigt og væri þeim „lífsspurs- mál“ að vera við sjóinn. Ekki þótti ástæða til að vantreysta mælingum svo „virtrar" stofnunar og var því til- boði þeirra tekiö og leigt frá 1.10. ’80. Fyrirvari var gerður um endur- skoðun 460 m2 „geymsluhúsnæðis” til hækkunar, þar sem grunnflötur var yfir 700 m2, og skyldi slíkt gert af báðum aðilum saman. Greiða átti 18 mánuði fyrirfram og er sú greiðsla loks kom, ca. 75 dögum eft- ir eindaga, var neitað greiðslu dr.vaxta og samningur hafði verið „falsaður" í 316,9 m2 fyrir geymslu- húsnæðið svo og engu bætt við í „sameign" og var því kvittað fyrir með fyrirvara. — Að liðnum um 7 árum af 12 ára leigutíma hefur „stofnun" þessi enn ekki leiðrétt „fermetrafalsanir" og að auki ekki staðið við verðtrygg- ingarákvæði svo og ekki greitt krónu í „öryggisgjald”, sem um var samið á sínum tíma að greitt yrði fyrir húsvörzlu og afnot af bruna- skynjarakerfi, sem tengt var beint á slökkvistöð og er enn. Borið var við í mörg ár, að sífellt væri sótt um LAIISNIR Á SKÁKÞRAUTUM 69 Tuxen. Hér eru skemmtilegar leppanir á ferðinni. Eftir 1 Dc2! er svartur í leikþröng: 1 - Dxa3 2 Hd3 tvískák og mát. 1 • De3 2 Hg5 (mát)# 1 - Ke3 2 Hxb3 (mát) # 70 Zepler 1 Re3l Kd8 2 Rd5 og 3Hf8# Ke7 2 Hf8 Ke6 3 He8# 10 HELGARPÓSTURINN sama ,,á fjárlögum”, en síðan sent bréf og sagt að „umsókn á fjárlögum hefði verið neitað". Þetta eru nú helztu atriði baráttu undirr. við skrímsli þetta, sem hefir mörg „höf- uð“, en sýnir sig í andliti „lítilla” manna og kvenna, sem fá þarna kjörið tækifæri að sýna valdahroka og fá útrás fyrir afbrigðilegar tii- hneigingar sínar; að því er bezt verður séð. Er svo komið, að leigu- samningi hefur verið rift á löglegan hátt með stefnum pr. 1. maí sl., en staðfesta þarf með málssókn, enda fógeti neitað löglega umbeðnum út- burði í þriðja sinn nú nýlega. Undirr. telur fógeta ekki hafa farið að húsa- leigulögunum með þessari neitun útburðar og þarf þar því til sérstaka „málaþvælu" í viðbót við riftunar- mál og matsmál. — Er því svo komið, að „stofnun- in“ situr húsnæðið leigunámi og skammtar sér sjálf mánaðargreiðsl- ur, sem hún „deponerar" eftir hent- ugleikum, og þar sem verðtrygging er hundsuð nemur sú greiðsla ca. 175.00 á m2 í stað t.d. 420.00 á m2 sem auglýst er í næsta nágrenni fyr- ir húsnæði á 4. hæð. Sjá því allir því- líkt gjörræði er hér í gangi af hálfu „skrímslisins”. Ymislegt fleira mætti upp telja, en því verða gerð betri skil í viðtali við undirr., sem birtast mun í bók, sem til stendur að komi út með haustinu, og verður þá send þeim, sem þess óska; meðan upplag leyfir og skv. auglýsingu í HP síðar. 28. ágúst 1987, Loftur Jónsson. Leiðrétting með viðauka Mistök urðu í framsetningu á nið- urstöðum skoðanakönnunar í síð- asta Helgarpósti. I töflunni „Ef kosið yrði til alþingiskosninga núna, hvaða flokk myndir þú kjósa?” eru tölurnar í dálkinum „% af þeim sem tóku afstöðu" rangar. Réttar tölur eru: Alþýðuflokkur 11,9% Framsóknarflokkur 18,8% Bandalag jafnaðarm. 0,3% Sjálfstæðisflokkur 39,9% Alþýðubandalag 8,2% Kvennalisti 9,8% Flokkur mannsins 0,5% Borgaraflokkur 8,5% Þjóðarflokkur 2,1% Munurinn á þessum tölum og þeim sem birtust fyrir viku felst í því að í þær vantaði svör tíu manna á Reykjanesi, sem aðspurðir sögðust ætla að kjósa Framsóknarflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú. Hlut- aðeigandi eru beðnir velvirðingar og þá einkum framsóknarmenn. Villan hafði það í för með sér að sá flokkur var skráður með tveimur prósentustigum minna fylgi í könn- uninni en hann hafði í raun. Aðrir flokkar skiptu síðan þessum prósentustigum á milli sín, hver eftir sínum styrk. Þar sem Dagblaðið Tíminn hefur í fréttaskrifum haldiö því fram að niðurstöður skoðunarkönnunar Helgarpóstsins séu rangar er rétt að taka fram eftirfarandi: Allar niðurstöður könnunarinnar voru réttar og könnunin sjálf unnin á óaðfinnanlegan hátt. Hins vegar urðu mistök í vinnslu blaðsins sem höfðu það í för með sér að leiðréttar tölur frá SKAIS komust ekki á síður blaðsins. Allar aðrar tölur eru réttar eins og þær birtast í Helgarpóstin- um. Ef grein blaðamanns Helgar- póstsins sem fylgir niðurstöðum könnunarinnar er lesin má sjá að þar er vitnað til réttra og óbrengl- aðra talna. Sömuleiðis eru aðrar töl- ur sem túlka niðurstöður könnunar- innar réttar, bæði í þessari tilteknu töflu og eins í hinum fjórum töflun- um á síðunni. Tíminn virðist því hafa látið reiði sína yfir hinum „týndu" prósentu- stigum hlaupa með sig í gönur. A.m.k. er erfitt að sjá að þau mistök sem Helgarpósturinn hefur orðið uppvís að gefi tilefni til jafnharka- legrar niðurstöðu og þeir Tíma- menn komast að. Svo mikil hefur heift starfsmanna Tímans verið að þeir klúðruðu útskýringum sínum sem fylgdu skrifunum svo að eftir- minnilegt hlýtur að teljast. Samkvæmt þeim voru í úrtaki SKÁÍS í þessari könnun 559.100 manns! Til samanburðar má geta þess að fjöldi íslendinga allra er nærri því helmingi minni. Sam- kvæmt Tímanum myndu 11,9% að- spurða í könnuninni kjósa Bandalag jafnaðarmanna ef gengið yrði til kosninga í dag. Því fer að sjálfsögðu fjarri að niðurstaða könnunarinnar hafi verið í þá veru. Lengi mætti þannig telja upp vill- urnar í fréttaskrifum Tímans, en eins og Helgarpósturinn hefur nú viðurkennt upp á sig mistök í vinnslu blaðsins má ætla að sama hafi verið upp á teningnum þegar þeir Tímamenn gengu frá sínu blaði í prentun. Þó er ekki hægt að skrifa alla vit- leysuna í Tímanum á mistök í frá- gangi blaðsins. Þannig kemst Þórð- ur Ævar Ólafsson, sem skrifar frétt- ina, að því að Framsóknarflokkur- inn haldi sínu samkvæmt könnun- inni. Hann kemst sömuleiðis að því að Sjálfstæðisflókkurinn vinni ekki á, heldur standi í stað. í fyrrgreinda tilfellinu miðar hann við þá sem tóku afstöðu. í því síðara miðar hann við alla sem spurðir voru, jafnt þá sem gert höfðu upp hug sinn og eins þá sem enn voru óákveðnir. Svona vinnubrögð flokkast ekki undir blaðamennsku, heldur ósk- hyggju. Ef þessari rökleiðslu blaða- mannsins á Tímanum er snúið kem- ur í ljós að Framsókn á að hafa tapað fimm prósentustigum, en Sjálfstæð- isflokkurinn hins vegar unnið ein þrettán. Það er ekki furða að Þórður hafi lýst því yfir í Hringiðunni á rás tvö að beita ætti einhvers konar tak- mörkunum svo hverjum sem er væri ekki hleypt í það að túlka nið- urstöður skoðanakannana. Að lokum skal eftirfarandi tekið fram: Þar sem Helgarpósturinn er viku- blað og fréttir eldast á skemmri tíma en þeim kom til tals þegar ofan- greind mistök urðu ljós að senda öll- um fréttamiðlum leiðréttar tölur. En þar sem allar hreyfingar á fylgi flokkanna voru réttar, þrátt fyrir mistökin, þótti ekki ástæða til þess. Það var ekki fyrr en í gær við lestur Tímans að ritstjórn Helgarpóstsins varð Ijóst hversu alvarlegar afleið- ingar þessi mistök gætu haft. Gunnar Smári Egilsson, blaöamaður.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.