Helgarpósturinn - 03.09.1987, Qupperneq 12
EFTIR GUNNAR SMÁRA EGILSSON
Hús Snorra Jónssonar snemma í morgun — heilt en meö brotnum rúöum og
klaeðningu utan á útveggjum.
Byrjaö aö maska húsiö — gekk hægt i fyrstu.
1m/pli íllifc
fij '"■■"i 'V--^ Áv>. ,"r- jp. Tfe
— sagöi Sverrir Hermannsson eöalsmiöur
„Ég nærri grét, þegar ég horfði á hamarinn dynja á húsinu,“ sagði Sverrir
Hermannsson húsasmíðameistari á Akureyri í samtali við Helgarpóstinn,
en hann varð ásamt fjölda manns vitni að því, þegar verktakar á vegum
Dags á Akureyri hófu að brjóta niður Strandgötu 29 í gærmorgun.
„Maður fékk sting i hjartað við hvert högg,“ sagði Sverrir og bætti við, að
svo vel hefði þetta hús verið byggt og innviðir sterkir, að það hefði þráast
lengi við þrátt fyrir bylmingshöggin, sem látin voru dynja á húsinu. „Þetta
minnir mann á það, þegar þeir aka 300 lestum af nautakjöti á haugana,"
sagði Sverrir.
Hann sagði við Helgarpóstinn, að viðurinn í húsi Snorra Jónssonar væri
fyrsta flokks, ófúinn, og panellinn eihs og nýr. Um er að ræða verðmæti upp
á hundruð þúsunda króna.
„Hús Snorra Jónssonar var reisulegasta húsið á Eyrinni," sagði Sverrir
Hermannsson, sem er kunnur fyrir endursmíði sína og viðgerðir á t.d. Lax-
dalshúsi og Grundarkirkju.
Snorrahús var reist að Ííkindum árið 1897, en Snorri Jónsson var útgerð-
armaður og byggingarmeistari. Hann lést 1918.
Samkvæmt heimildum Helgarpóstsins var það nær samdóma álit þeirra,
sem fylgdust með niðurbroti húss Snorra Jónssonar í dag, að þarna væri
unnið óþurftarverk.
„ÉG NÆRRIGRÉT"
Innheimtuaöferöir ríkisútvarpsins
Úr öskunni
i eldinn?
Þessa dagana er verið að bera út mikinn fjölda af uppboðstil-
kynningum frá Borgarfógetaembættinu. /tilkynningunni kemur
fram aö þar sem vidkomandi hafi ekki greitt afnotagjöld Ríkis-
útvarpsins verdi sjónvarpstœki hans flutt á uppboösstad til-
greindan dag þar sem þaö veröi boöiö upp.
Þetta er aöferö viö innheimtuna sem tekin var upp í kjölfar
kœru vegna innheimtuaögeröa Ríkisútvarpsins frá því í des-
ember síöastliönum. Þá kœröi kona ein innheimtudeild Ríkisút-
varpsins og Sigurmar K. Albertsson, héraösdómslögmann, fyrir
ólöglega gjaldtöku vegna innheimtu afnotagjaldanna.
Helgarpósturinn greindi ítar-
lega frá þessu máli í greihum um
síðustu áramót. Ástæðan að baki
kæru konunnar er sú skoðun
hennar að óheimilt sé að krefja
hana um að greiða lögmanni
þóknun samkvæmt taxta Lög-
mannafélags íslands vegna inn-
heimtu á áfnotagjöldum Ríkisút-
varpsins. Afnotagjöldunum fylgir,
eins og mörgum opinberum gjöld-
um, lögveðs- og lögtaksréttur.
Samkvæmt lögum eru þau því að-
fararhæf og því hægt að inn-
heimta veðið með aðstoð fógeta,
án þess að málið þurfi að hafa við-
komu á skrifstofu lögmanns.
Við rannsókn málsins hjá Rann-
sóknarlögreglunni kom fram að
Ólafur Sigurgeirsson, aðalfulltrúi
borgarfógetans í Reykjavík, hafði
krafist þóknunar vegna vörslu-
sviptingar sem konan taldi að
aldrei hefði farið fram. Sá þáttur
málsins er enn til meðferðar hjá
Rannsóknarlögreglunni.
Hins vegar vísaði ríkissaksóknari
hluta af kærunni frá. Hann taldi
það ekki brjóta í bága við lög að
lögmaður notaðist við taxta Lög-
mannafélagsins þegar hann
ákvarðaði verð á þeirri þjónustu
er hann veitti við aðstoð við inn-
heimtu á afnotagjöldunum, jafn-
vel þó að þeim fylgdi lögveðs- og
lögtaksréttur. Hins vegar hefur
embættið enn ekki úrskurðað um
það hvort löglegt sé að krefja
skuldarann um andvirði reikn-
ingsins frá lögmanninum.
Tveir dómar hafa gengið í svip-
uðum málum á því tímabili sem
liðið er síðan kæran var lögð fram.
í bæjarþingi Ólafsvíkur kvað Jón
Magnússon upp dóm um að
óheimilt væri að krefja skuldara
um greiðslu vegna þóknunar lög-
manns þegar kröfunni fylgdi lög-
taksréttur. Þá neitaði Þuríður Kr.
Halldórsdóttir, fulltrúi fógeta á ísa-
firði, að framkvæma lögtak til
tryggingar innheimtulaunum lög-
manns og kostnaðar vegna ritun-
ar lögtaksbeiðni, vegna inn-
heimtu hans á afnotagjöldum Rík-
isútvarpsins. Báðir þessir dómarar
komust að sömu niðurstöðu og
komið hefur fram í greinum Helg-
arpóstsins; það er óheirnilt að
krefja skuldara um greiðslu á
þóknun til lögmanns vegna inn-
heimtu á lögtaks- og lögveðs-
kröfum.
VÖRSLUSVIPTINGAR
LAGÐAR AF
Það virðist því margt benda til
þess að sá skilningur sem Helgar-
pósturinn hefur lagt í þetta mál
eigi sér æ fleiri fylgismenn. Það er
athyglisvert, þar sem stjórn Lög-
mannafélags íslands hafði úr-
skurðað þveröfugt fyrir nokkrum
misserum.
Áðan var minnst á þátt Ólafs
Sigurgeirssonar, sem nú er til með-
ferðar hjá Rannsóknarlögregl-
unni. Þegar Helgarpósturinn
greindi frá þeirri staðreynd og
einnig því að um tugur kraftlyft-
ingamanna hafði aflað sér fjár til
utanlandsferðar með því að vinna
að vörslusviptingum með Ólafi
brást Ólafur við á þann hátt að
hann sendi öllum lögmönnum í
Reykjavík bréf þar sem hann til-
kynnti að hann hefði hætt vörslu-
sviptingum. í bréfi sínu tilgreinir
Ólafur kæru fyrrnefndrar konu
sem ástæðuna fyrir þessari
ákvörðun sinni. Frá þeim tíma
hafa engar vörslusviptingar verið
framkvæmdar í Reykjavík.
Þar sem vörslusvipting er
ákveðið stig á þeirri leið lánar-
drottna að tryggja sig fyrir fjár-
hagstjóni vegna lána sinna hefur
þessi ákvörðun Ólafs að sjálfsögðu
mælst misjafnlega fyrir. Það kann
líka mörgum að þykja einkenni-
legt að eitt af dómstigum landsins
skuli gefa út tilkynningu um að
það hafi lagt af framkvæmd
ákveðinnar dómsgerðar.
En þar sem vörslusviptingar
hafa verið aflagðar í Reykjavík
hafa lögmenn og aðrir þeir sem
stunda innheimtu þurft að finna
nýja leið til þess að knýja á um
greiðslu krafna sem eru aðfarar-
hæfar beint.
HÆSTIRÉTTUR HEFUR
ÚRSKURÐAÐ
Eins og áður sagði hafa skuldar-
ar afnotagjalda Ríkisútvarpsins nú
fengið sendar uppboðstilkynning-
ar, þar sem tilgreint er að ef þeir
greiði ekki afnotagjöld sín muni
sjónvarpstæki þeirra verða flutt á
uppboðsstað og boðin upp.
Én þessi uppboðstilkynning er
um margt einkennileg. í henni er
til dæmis ekki tilgreint hver upp-
boðsheimildin er. Vanalega er þa.ð
íiigreint á slíkum tilkynningum
hvort uppboðsheimildin er sam-
kvæmt veðskuldabréfi, fjárnámi,
lögtaki eða einhverju slíku. Upp-
boð getur ekki farið fram nema
fógeti kanni uppboðsheimildina,
en af þessum uppboðstilkynning-
um er ekki að sjá að hann hafi
kannað hvort hún var fyrir hendi
eða ekki. Þá er dálítið einkenni-
legt að prentað er á tilkynninguna
að skuldarar geti gert upp skuld
sína á lögmannsstofu Sigurmars
K. Albertssonar á Klapparstíg.
Enn furðulegra er að plaggið er
ekki undirritað. Það er aðeins
hringlaga stimpill frá borgar-
fógetaembættinu undir bréfinu,
ekkert nafn.
En það sem er kannski furðuleg-
ast við þessa innheimtuaðgerð er
að Hæstiréttur hefur kveðið upp
dóm í svipuðu máli, þar sem upp-
boði á lögtakskröfu var hafnað.
Mál þetta kom upp þegar Bæjar-
sjóður Eskifjarðar ætlaði að bjóða
einn íbúa bæjarins upp vegna van-
goldinna gatnagerðargjalda.
Gatnagerðargjöldum fylgir lög-
veðsréttur. íbúinn sætti sig ekki
við úrskurð Boga Nilssonar, bæjar-
fógeta á Eskifirði, og áfrýjaði upp-
boðsúrskurðinum til Hæstaréttar.
Hæstiréttur komst að þeirri niður-
stöðu að til þess að beita lögveðs-
aðferðinni þyrfti að fara eftir lög-
um þar um. I þeim er tilgreint að
fyrst skuli birta almenna áskorun
um greiðslu gjaldanna í dagblöð-
um með mánaðarfyrirvara og
einnig að senda viðkomandi
ábyrgðarbréf þar sem tilkynnt
væri að veðið yrði boðið upp ef
greiðsla yrði ekki innt af hendi
innan þrjátíu daga. Eftir þessum
tilrnælum laganna fór bæjarstjórn
Eskifjarðar ekki og því dæmdi
Hæstiréttur uppboðið ólöglegt.
FÓGETAR FUNDA
Lögmenn á lögmannsstofu Sig-
urmars K. Albertssonar hafa ekki
farið eftir þessum tilmælum lag-
anna heldur og þar sem þeir hafa
sömu stöðu fyrir lögum og bæjar-
stjórn Eskifjarðar er jafnranglega
staðið að uppboðsbeiðni þeirra og
bæjarstjórnarinnar fyrir sex ár-
um. Það virðist því sem inn-
heimtumenn Ríkisútvarpsins hafi
farið úr öskunni í eldinn þegar
þeir tóku upp þessa aðferð, eftir að
sú eldri hafði lokast.
Þrátt fyrir að þetta mál hafi ekki
farið ýkja hátt hefur það dregið
ýmislegt fram í dagsljósið sem bet-
ur mætti fara. Þannig hafa fógetar
á Stór-Reykjavíkursvæðinu haldið
fundi með fulltrúum dómsmála-
ráðuneytisins og reynt að komast
að niðurstöðu um hvernig vörslu-
sviptingum væri best háttað í
framtíðinni. Þær hafa löngum ver-
ið hálfgert olnbogabarn í fógeta-
réttinum, þar sem lagaákvæði um
þær eru afskaplega loðin.
En, eins og áður sagði, er þetta
eijn ti! meðferðar hjá Rannsóknar-
lögreglunni og ríkissaksóknara.
Það hefur því enn ekki fengist úr
því skorið hvort hið opinbera
ákæruvald sér ástæðu til þess að
beita sér í málinu. Af fyrrgreind-
um dómum í einkamálum má þó
ráða að fólk hafi möguleika á að
endurheimta fjármuni sína með
endurkröfumálum.
Byrjað að ganga á húsið og kylfan á fullri ferð. Ljósm. Rúnar Þór Björnsson.
12 HELGARPÖSTURINN