Helgarpósturinn - 03.09.1987, Qupperneq 17

Helgarpósturinn - 03.09.1987, Qupperneq 17
LISTAP UNG NORDISK MUSIK Hróðmar Mist Jóhanna Ung nordisk musik, tónlistarhálíd ungs fólks á Nordurlöndum, stend- ur nú fyrir dyrum í þriöja sinn á fs- landi 13.-19. september. íslendingar tóku fyrst virkan þátt í þessu sam- starfi Nordurlandanna áriö 1974 en Danir, Svíar, Norömenn og Finnar höföu þá staöiö fyrir árlegu tón- leikahaldi í tæpa þrjá áratugi, eöa allt frá stríöslokum áriö 1945. Á há- tíö þessari er œvinlega flutt nýsamin tónlist eftir ung norrœn tónskáld meö aöstoö ungs tónlistarfólks og -nemenda. Hátíöin hefur reynst ís- lensku tónlsitarfólki mikil hvatning til dáöa, sem marka má m.a. af því aö öll þau tónskáld okkar af yngri kynslóöinni, sem nú eru óöum aö vinna sér sess í tónlistarlífi okkar, hófu þarna feril sinn ef svo má segja. Þetta var sá stökkpallur sem þau þurftu. ■ Þetta er eins og fyrr segir í þriðja sinn sem hátíðin er haldin á íslandi, síðast var UNM-hátíðin haldin í Reykjavík árið 1982 og röðin því komin aftur að okkur núna. Að þessu sinni hefur hún óopinberan undirtitil, Norðanvindurinn, og sýnir veggspjald hátíðarinnar, sem Signý Kjartansdóttir gerði, Kalais, son norðanvindsins, blása á flautu. í samræmi við það verður mikil áhersla lögð á blástur og hafa m.a. verið fengnir tveir heimsfrægir blás- arar til að halda námskeið. Það eru flautuleikarinn og tónskáldið Robert Aitken frá Kanada og tromp- etsnillingurinn György Geiger frá Ungverjalandi. Sérstakt tónskáld hátíðarinnar verður Ungverjinn László Dubrovay og frá Finnlandi kemur hljómsveitarstjórinn Osmo Vánská til að stjórna tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar íslands. Auk fyrr- nefndra gesta flytur Atli Heimir Sveinsson fyrirlestur sem ber yfir- skriftina „Óperan — frá Monteverdi til Sveinssonar". A hverjum degi hátíðarinnar verða tónleikar með verkum þátt- takenda og flutt af þeim sjálfum. Alls verða flutt verk eftir 42 norræn tónskáld undir þrítugu, þar af 11 ís- lensk, en heildar fjöldi þátttakenda er hátt á annað hundrað. Fyrstu tón- leikarnir verða haldnir í Langholts- kirkju að kvöldi 14. september, aðrir kvöldið eftir einnig í Langholts- kirkju, á miðvikudag verða tónleik- ar í sal Tónlistarskólans í Reykjavík og aðrir sama kvöld á Hótel Borg, fimmtudaginn 17. sept. ísal Mennta- skólans við Hamrahlíð, á föstudag í tónlistarskólanum og sama kvöld í Langholtskirkju og hátíðinni lýkur svo með tónleikum í Skálholtskirkju laugardaginn 19. september, þar sem gestir vikunnar koma fram. M.a. munu György Geiger og sam- norræn strengjasveit undir stjórn Marks Reedman flytja konsert nr. 3 fyrir trompet og strengi eftir Dubro- vay hinn ungverska. Islendingarnir sem að þessu sinni eru með á hátíðinni eru Hróðmar I. Sigurbjörnsson, Eiríkur Örn Páls- son, Haukur Tómasson, Helgi Pét- ursson, Þorgrímur Þorgrimsson, Þórólfur Eiríksson, Kjartan Ólafs- son, Tryggvi M. Baldvinsson, Atli lngólfsson, Guðni Ágústsson og Ríkharður H. Friðriksson. ... Við byrjuðum að undir- búa þetta í nóvember... Þeir sem höfðu veg og vanda af undirbúningi hátíðarinnar voru þau Mist Þorkelsdóttir og Árni Harðar- son, bæði tónskáld. Mist sagði: „Við tókum strax í upphafi þann pól í hæðina að vera ekki sjálf með verk. Við vorum í þeirri aðstöðu að þurfa að velja og hafna — þó að vísu hafi það ekki verið nema í litlum mæli — svo þú sérð að það hefði ekki verið hægt að við værum sjálf með um leið og aðrir hefðu ekki komist að. Annars hefur þetta verið geysilega mikil vinna. Við byrjuðum að undir- búa þetta í nóvember á síðasta ári; þurftum að fá alls konar leyfi til að fá að bjóða erlendu gestunum hing- að o.s.frv., en þetta hefur líka verið mjög skemmtileg vinna. Ég er þó ekki viss um að ég vildi gera þetta á hverju ári!“ .. .Held ég sé í mjög góðum höndum. .. Hróömar Ingi Sigurbjörnsson á fyrsta verk tónleikanna — klarinett- kvartett. Þaö eru Danir sem flytja verkiö. „Ja, það er nú bara vegna þess að það er erfitt að koma fólki saman á sumrin til að æfa, menn eru hver í sínu horni að fást við sitt og geta ekki bara allt í einu stokkið til og flutt konsert. Það vantar svosem ekki góða íslenska klarinettleikara, þeir eru margir til mjög góðir — það er bara samæfing sem vantar. Þessi danski kvartett er „prófessjónal" kvartett, þeir fjórmenningarnir hafa ekki gert annað síðastliðin sjö ár en spila saman svo ég held ég sé í mjög góðum höndum. Já, þetta er mjög góð lausn fyrir mig og kannski auglýsing um leið. Vonandi spila þeir verkið í Danmörku — það gæti komið sér vel. — Ég samdi þetta verk árið 1985 í Hollandi fyrir Ebony-kvartettinn og þeir spiluðu það dálítið þar.“ — Segðu mér meira um UNM. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir þátttakendur? „Það kemur þarna svo skemmti- lega breiður hópur fólks, bæði byrj- endur og lengra komnir, og taka þátt í þessu saman, það er mjög góð stemmning. Svo má segja að hátíð eins og þessi sé eina tækifærið fyrir ungt tónlistarfólk hérna að komast á fjölþjóðamót, koma sér á fram- færi, skapa sér nafn. Þetta er í fjórða skiptið sem ég er með á svona hátíð og þessi fyrri skipti hafa alltaf verið mjög skemmtileg og lærdómsrík líka, því þetta er eiginiega eins og eitt stórt námskeið." — Hvaða fólk búist þið við að komi á tónleikana? „Allir. Hér er nefnilega mikill áhugi á nútímatóniist — allt annað en á Norðurlöndunum og líka jafn- vel í Hollandi, þar sem ég þekki til. Hérna fara allir mikið í leikhús, á sýningar og reyndar allt sem er í gangi hverju sinni. Á Ung nordisk musik '82 var fullt á öllum tónleik- unum — við skulum vona að það verði svipað núna!“ .. .Það fyndnasta við þetta er að þurfa að syngja á dönsku... Jóhanna Valgeröur Þórhallsdóttir er einn af flytjendunum á UNM. Viö báöum hana aö segja okkur afverk- inu sem hún tekur þátt í aö flytja. „Þetta er kammerverk sem heitir Lapidariske landskaber og er eftir dansk tónskáld, Jesper Koch. Hann er einn af yngstu þátttakendunum, fæddur 1967, og hefur verið að læra hjá Ib Nörhoim. Ljóðið er valið úr ljóðaflokknum Poetomatic eftir Ivan Malinovski, sem líka er Dani. — Þetta er dálítið skemmtilegt sam- safn, því verkið er fyrir altflautu, klarinett, marimbu, víbrafón, gítar, víólu, selló og svo messósópran. Óvanaleg og skemmtileg samsetn- ing.“ — Hvað fæstu svo við annars, Jó- hanna? „Ja, ég er nú búin að vera úti í fjögur ár núna, í Royal College of Music í Manchester og stefni svo að því að fara til London í haust. — En þetta er náttúrulega mjög spenn- andi að fást við nýja tónlist og ekki á hverjum degi sem maður frumflyt- ur verk. Svo er maður þarna með fólki sem spekúlerar í svipuðum hlutum og maður sjálfur og líka er gaman að hitta fólk frá hinum Norð- urlöndunum og sjá á hvaða róli það er. Ég hef ekki sungið nógu mikið af nútímamúsík, ég vildi hafa gert miklu meira af því — það er mjög skemmtilegt. Þó hef ég sungið verk Hróðmars Sigurbjörnssonar Eins og skepnan deyr með íslensku hljóm- sveitinni og á þeim sömu tónleikum söng ég alt-rapsódíuna eftir Brahms. Mér finnst ný tónlist krefjast annars og hún gerir allt aðrar kröfur til flytj- andans, þetta er mjög spennandi að fást við. Reyndar er það fyndnasta í þessu öllu saman að ég þarf að syngja á dönsku — það bjargar mér að ég kenndi dönsku einn vetur, það kem- ur sér vel núna. En þessir tónleikar eru semsagt þann 15. september í Langholtskirkju og ég hlakka mikið til." -shg MYNDLIST Ofsafengna málverkiö, art deco og einkum frumgáfan Ef ykkur langar að sjá einhvern vott af þessu, bregðið ykkur þá í Nýlistasafnið og Listasafn Alþýðu. Ef ykkur langar ekki að sjá neitt af þessu, þá er ykkur ekki við bjargandi og best að sjónvarpið sjái um útför ykkar. í Nýlistasafninu er það kraftur Hjördísar Frímann sem kemur manni talsvert á óvart, hvað hún er samstæð og heilleg, bæði í mál- verkum sínum og andlitsmyndum (sem eru líka málverk og meira en andlitsmyndir, vegna þess að það sést á þeim langt niður fyrir höku þess sem myndin er af). Tími myndanna er hraðfleygur og hann aukinn með sterkum litum, sem skera samt aldrei í augun. Það sést næstum því hvergi andartak á myndfletinum, hvergi bið, en samt eru þar engin ólm læti eða óþreyja. Vegna öruggs myndskyns veit Hjördís alltaf hvað hún er að gera, og því sem er ómeðvitað er haldið í skefjum af myndvísi henn- ar sjálfrar. Og ég segi það, vegna þess að hún er ekki undir áhrifum neins sérstaks, svo áberandi sé. Verk hennar eru i hæfilegum tengslum við umhverfi okkar, hérna heima, og umheiminn. ís- lenskir listmálarar eru fyrir löngu hættir að halda til útlanda til að „viða að sér efni". Hið erlenda og innlenda á orðið sameiginlegt tungutak og er í samflotLhvort við annað, án þess að úr verði veru- lega mikið alþjóðlegt gutl. Það er versta gutlið sem listamaður getur drukkið, og miklu betra að bergja heldur bara á íslenskum svarta- dauða. í verkum Hallgríms Helgasonar, sem hanga í efri sal Nýlistasafns- ins, er fínleikinn „uppmálaður". Verklag Hallgríms er stundum svo finlegt að málverkin virðast vera máluð af ljósálfum, enda er art deco — ellegar skreytilistin — að miklu leyti upprunnin undan pensli og frá myndum Otto Rung- es. Og hjá Hallgrími bregður fyrir sömu blómum og hjá Runge. Þau klofna og vaxa upp um hliðar eins málverksins; liljur. Runge máiaði heilmikið málverk um liljuna og kallaði „Morguninn mikla". En hjá Hallgrími er myndbyggingin miklu einfaldari og hann er ekki eins þrunginn hugljómun og hinn þýski málari. Báðir eru samt afar rómantískir. Ég held að feillinn hjá Hallgrími sé fólginn í því, að hann hefur ekki næga yfirsýn yfir myndverkin, og þau taka þar af leiðandi ráðin af honum. Og að mínu viti ætti hann að setja þau upp sem andlega altaristöflu, í fjöl- mörgum liðum sem mynda heild, í stað þess að raða þeim í röð. Teiknimyndunum raðar hann upp sem „altaristafla" væri. En þær mættu hins vegar vera í röð á veggjunum, hver á eftir annarri, vegna þess að þær segja enga heii- lega sögu: eru allar á langveginn án ákveðins kjarna. Frá honum ætti að stafa birtu í allar áttir — til hverrar einstakrar myndar. Slíkt vantar. Og þetta er umhugsunar- leysi að kenna fremur en getu- leysi. í verkum frístundamálaranna í Listasafni Alþýðu er andi hand- anna í fyrirrúmi. Myndirnar eru búnar til í þeim eina tilgangi að þær séu verk sem segja einhverja sögu — eða brot úr sögu. Sumum er ætlað það hlutverk að vera heimildir um látna menn, hina svo nefndu skrýtnu karla sem lífguðu upp hversdagslífið fram eftir þess- ari öld. En núna yrði þeim „hjálp- að“ með því að fá á sig konur sem vinna úti og þykjast ala upp fólk sem er fullmótað í vitleysu sinni og verður ekki upp alið af þeim, sem stunda uppeldisstörf á „upptöku- heimilum" eftir að uppeldisleysinu er lokið á æskuheimilunum. Með því að heimildirnar eru glataðar og kynlegu kvistirnir dánir, verða málverkin að ímynduðum heim- ildum, sem skráð heimild fylgir á miða við hvert málverk, svo úr verður skemmtilegur tilbúningur. Þannig eru verk Jóns Haraldsson- ar. Verk Péturs Hraunfjörð eru í svipuðum anda en hann leikur sér eftir Guðberg Bergsson fremur að hugtökum, ímynduðu fólki og bara því að sjá form í efni sem býður upp á formskyn. Og siðan sviptir hann verkið og efnið nafnleysi sínu með því að skýra þau: Auöunn stolti eða KarlMarx. En eins og hjá Jóni (og í list al- mennt séð) er lögð áhersla á hið einstæða en ekki hið almenna: það sem er sameiginlegt öllum mönnum og maður tekur því ekki eftir því hversdagslega. Eini málarinn í Listasafni Al- þýðu, sem málar í bernskum stíl, er Eggert Magnússon, þ.e. stíl sem minnir á verk barna en er magn- aður af lífsreynslu eða vissri ósk- hyggju. Eggert er ekkert í ósk- hyggjunni og þar af leiðandi eru verk hans íburðarlaus og tengd minningum og laus við smáatriði. í þeim mætti bera meira á lífsvið- horfi en raun ber vitni. Hið list- ræna hlutleysi þeirra er algert. Það sama er að segja um verk eftir Birgi Nurmann Jónsson, hann mætti þröngva meira sínum eigin lit upp á landslagið, tala bet- ur í gegnum það en hann gerir. Því að þegar allt kemur til alls eru fjöllin og náttúran fremur í anda manns sjálfs en náttúrunnar, að minnsta kosti ef hann ætlar að færa hvort tveggja á striga. Nú er bara að koma upp veru- lega vandaðri sýningu á íslenskri alþýðulist. BETRI BÆKUR nefnist bóka- klúbbur einn nýlegur sem verið hefur hljótt um. Þeir sem standa að þessum klúbbi eru forlögin Svart á hvítu, Mál og menning, Hiö íslenska bókmenntafélagogbögberg. í hverj- um mánuði er boðið upp á fjórar bækur, eina svokallaða mánaðar- bók og þrjár valbækur. Engar kvað- ir eru lagðar á meðlimi — þeir þurfa ekki að kaupa bækur frekar en þeir vilja — og afsláttur er alltaf minnst 25%. Bækurnar sem koma núna í septembermánuði eru Sögur, leik- rit, Ijóö eftir Samuel Beckett í þýð- ingu Árna Ibsen, Ljóöasafn Jóhann- esar ú'Kötlum, alls níu bækur, Ástin á tímum kólerunnar eftir Gabríel García Márquez og mánaðarbókin er svo Islenskar gátur, vikivakar og þulur, sem kom fyrst út vel fyrir síð- ustu aldamót og er vafalaust skemmtileg og fróðleg lesning. Að sögn forráðamanna er þetta bóka- klúbbur hinna vandlátu. „Við hlaup- um ekki á eftir einhverjum hundrað króna tilboðum heldur eru þetta góðar og nýjar bækur sem við reyn- um að selja okkar fólki á viðráðan- legu verði." í GALLERÍ Hallgerði á Bók- hlöðustíg sýnir um þessar mundir Kristján Kristjánsson. Á sýningunni, sem ber yfirskriftina „Dreams that money can buy“, eru tuttugu klippi- myndir og að sögn listamannsins sækir hann efni myndanna í heim draums og veruleika. Hann segist safna hugarmyndunum saman og finna síðan myndir sem gefa hugs- unum þessum tákn og form, klippa þær til og skeyta saman. Kristján stundaði nám í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands frá 1969-1973 og svo við listaháskólann í Stokkhólmi 1977-1981. Þetta er sjötta einkasýning Kristjáns. HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.