Helgarpósturinn - 03.09.1987, Side 18

Helgarpósturinn - 03.09.1987, Side 18
HÖNNUN Helgi Þorgils Fridjónsson Myndrænt eintal Helgi Þorgils Fridjónsson uerdur í sviösljósinu í íslenskum myndlistar- heimi um nœstu helgi. Þá opnar hann sýningu á olíumálverkum á Kjarvalsstödum, kl. 14.00 á laugar- daginn, en kvöldið áöur, föstudags- kvöldið, opnar hann sýningu í Gallerí Svörtu á hvítu v/Oðinstorg. Þar sýnir Helgi grafik og vatnslita- myndir. Hann er hér í stuttu spjalli við HP um lífið og listina. ,,Eg var búinn að panta Kjarvais- staði þegar þeir báðu mig um sýn- ingu í Svörtu á hvítu, þannig stendur nú á því að ég er með tvær sýningar í gangi í einu. Annars hefur það svo- sem komið fyrir áður, ég hef oft verið með sýningar hér heima um leið og erlendis. Eg býst við að verk mín séu öll svipuð, að vísu eru þetta ólíkir miðlar, allt frá akrýlmálverkum til skúlptúra, en kjarninn er sá sami. Hver kjarninn er? Það er erfitt að svara svona beinum spurningum. Við getum byrjað á því að segja að stór hluti er bara myndin, form og litir, en það er reyndar oft aukaatriði hjá mér. Ég er er meira að reyna að fjalla um manninn og umhverfi hans. Um mannleg samskipti og ýmis vandkvæði sem á þeim eru. Ég hef átt mínar myndir með sjálfum mér gegnum tíðina og það kemur til með að vera þannig áfram, umtal um þær og mig, sem ég hef reyndar ekki sjálfur heyrt, skiptir mig ekki máli. Það er gott að fólk viti af manni og ég held að það sé komin sæmileg vitneskja í Evrópu, ég hef verið þar óvenju mikið í vetur og þetta gengur sæmilega, salan er að aukast jafnt og þétt og hún er svo- sem að glæðast hér heima líka, lengst af hefur hún ekki verið nein. Nei, nei, það er ekki slæm tilfinning að vera að mála og selja ekki neitt. Ég lít á myndirnar mínar, reyndar þarf ekki að kalla þetta myndir held- ur eitt myndverk, sem samræmda heild og það er verið að rjúfa þessa heild með því að taka eina mynd úr. Myndirnar hafa altaf verið sam- tengdar — innihaldslega séð — allt aftur á unglingsár. Eg gæli að minnsta kosti við þá hugmynd. Jú, það er rétt, ég er reglusamur við mína vinnu, ég er kominn á vinnustofu utan heimilis kl. 7 á morgnana og er þar framyfir hádegi öllu jöfnu. Þá tek ég mér hlé en svo vinn ég síðdegis á vinnustofu sem ég er með heima. Þar dunda ég mér við bóklestur og skissugerð en það er ekki síður mikil vinna. Ég hef alltaf bók mér við hönd, sem ég skrifa í þegar ég er að vinna. Hugs- anirnar festast frekar þannig heldur en ef maður leyfir þeim að fjúka út um gluggann án þess að festa þær á blað. Ég skrifaði ekki minna en ég teiknaði þegar ég var yngri og hef reyndar haldið því áfram. Ég hef stundum sagt fólki að lesa skrifin til að skilja myndirnar betur og öfugt, en það hefur ekki alltaf hjálpað. Hvort þetta er svona torvelt, ég held ekki, það fer bara eftir þeim sem er að skoða hverju sinni. Annars hafa sumir sagt að þetta sé svo einfaldt að það sé ekkert í það spunnið. Þegar ég er að skrifa lít ég svo á að ég sitji á eintali við sjálfan mig og kannski má segja aö myndirnar séu af svipuðum meiði. Þetta eru sam- ræður sem ganga út frá umhverfi og þjóðfélaginu sem við lifum í með allri sinni sögu. Ég er þátttakandi í þessu samfélagi, hvort sem ég er að skrifa eða mála, og þegar ég vinn er ég með það sem gerst hefur í því á bak við eyrað. Nei, ég breyti ekki mínu vinnu- fyrirkomulagi þó svo ég sé með sýn- ingar. Jöfn vinna endurnýjar hug- ann jafnt og þétt, það er meiri hætta á að staðna ef maður vinnur í skorp- um, en auðvitað eru til undantekn- ingar á þessu. Samt held ég að vinn- an sé stór hluti af þróun hvers mynd- listarmanns og ég lít svo á að ég sé í stöðugri þróun, það má örugglega sjá blæbrigðamun á elstu verkunum og svo þeim yngstu sem ég verð með á þessari sýningu. Verkin eru unnin á tveimur síðustu árum, mest- megnis, og svo er ein ný mynd, venjulega sýni ég ekki splunkunýjar myndir en þessi tók svo á mig þegar ég var að vinna hana að ég varð að klára hana." Sýningar Helga Þorgils standa til 20. sept. á báðum stöðum, Kjarvals- stöðum og Gallerí Svörtu á hvítu. -kk Nýtt tímarit um hús- gögn og innréttingar Hönnun, húsgögn og innréttingar heitir nýtt tímarit sem hefur hafið göngu sína á íslenskum tímarita- markaði. Eins og nafnið ber með sér fjallar blaðið um hönnun hás- gagna, innréttinga og einnig list- muna. Ritstjóri og útgefandi er Kjartan Jónsson innanhússarkitekt, en hann er einnig annar af helstu greinahöfundum blaðsins, hinn er Trausti Valsson arkitekt. Kjartan er hér í stuttu viðtali við HP. Um tilgang blaðsins sagði Kjartan að meiningin væri að efla og ræða um islenska hönnun og nota blaðið sem vettvang til að standa fyrir um- ræðu, uppákomum og jafnvel sam- keppni þegar fram í sækti. Að efla tengslin milli hönnuða og al- mennings, en hann lagði einnig mikla áherslu á að blaðið ætti að höfða til almennings, ekki að verða innanhússvettvangur hönnuða, þó svo að fagmenn skrifuðu efni blaðs- ins. Kjartan sagði að íslensk hönnun væri vissulega í sókn á ákveðnum vígstöðvum, en hinsvegar þyrfti ærlegt átak ef fara ætti að selja og kynna íslenska hönnun erlendis. Kjartan sagði ennfremur að í kring- um blaðið vonaðist hann til að tak- ast mætti að virkja hóp manna, eins konar fastan kjarna sem léti sig þessi málefni varða, bæði hönnuði og framleiðendur sem sæju sér hag í að efla íslenska hönnun. Fyrsta tölublaðið er þegar komið út og í því er m.a. viðtal við hjónin Magnús Kjartansson listmálara og Koggu leirlistakonu, en þau reka saman gallerí á Vesturgötu 5, þar sem þau selja eigin verk. Grein er um nýja línu í húsgagnahönnun, svokallaða Memphis-línu, sem er upphaflega ítölsk, en í henni kemur fram ákveðin tilhneiging til að nota sterka liti og líta á húsögnin sem listaverk og skraut og hugmynda- flug látið njóta sín. Að auki má nefna greinar um íslensk húsgögn. lýsingu, fjallað er um nýafstaðna hönnunarsýningu á Kjarvalsstöðum og margt fleira má nefna. Blaðið er 84 síður að stærð og kostar í lausasölu 195 kr. DJASS Meistaraverk Um daginn var umræðuefni í út- varpsþætti llluga Jökulssonar, Sinnu, hvaða tónlist myndi lifa eft- ir tvö hundruð ár. Skoðanir voru skiptar. Margir töldu lög Bítlanna lifa, aðrir eitthvað af skrifum tón- skálda er nefnd eru „alvarleg" — hvað sem það nú þýðir. Sumir héldu að ekkert myndi lifa. Tækn- in yrði slík að allt frá okkar tímum yrði úrelt. Skoðanir voru skiptar. Það má vera að bestu ballöður Bítlanna lifi eftir tvö hundruð ár — en þá ekki í flutningi þeirra heldur eins og hver önnur þjóðlög. Sumt af ,,alvarlegra“ efni verður vafa- laust flutt á hátíðlegum stundum. Djassinn fór fyrir ofan garð og neðan í þessari umræðu en ég er sannfærður um að það besta sem Armstrong, Ellington og Parker hljóðrituðu verður leikið um langa framtíð. Upptökurnar voru ekki alltaf upp á það besta, en kannski verður tækni framtíðar- innar slík að hægt verður að end- urskapa gamlar hljóðritanir í upp- runalegri mynd. Framfarir hafa verið ótrúlegar á þessari öld og verða ábyggilega ekki minni á þeim næstu. Einhver mögnuðustu snilldar- verk djassins voru hljóðritanir stórsveitar Dukes Ellington á ár- unum 1940-1942. Þrjátíu og fjórar þessara hljóðritana hafa nú verið endurútgefnar á fjórum breiðskíf- um er bera nafnið: Duke Ellington — The Blanton-Webster Band — (RCA/Skífan) og eru herlegheitin „digital remastered". Ellington- aðdáendur eiga marga þessa ópusa á eldri breiðskífum s.s. At His Very Best, In A Mellowtone og Jumpin Punkins eða á frönsku RCA-útgáfunni The Indispensable Duke Ellington, en hljómgæði eru miklu meiri á þessari útgáfu en áð- ur þekkist. Því er hún fengur bæði þeim sem lítið eiga með Ellington og mikið. Bassi Blantons er vold- ugri og tenór Websters mýkri en áður hefur heyrst, altó Hodges léttari og trompet Cooties sterk- ari. Þegar Duke Ellington réð Jimmy Blanton til sín var bassa- leikarinn aðeins átján ára, en hann kveikti nýjan eld hjá drengj- unum í bandinu með bassaleik sín- um. Blanton skóp sér frelsi innan rýþmasveitarinnar og hann var fyrsti raunverulegi bassaeinleikari djassins. Það var því hörmulegt að hann skyldi falla frá í blóma lífsins — aðeins tuttugu og eins árs. Eins og fyrr segir geyma þessar skífur þrjátíu og fjórar hljóðritanir með stórsveit Dukes Ellington frá árunum 1940 til 1942 — semsagt allar „mastertökur" sveitarinnar utan Chelsea Bridge frá 2. des. 1941. Takan frá 26. september það sama ár var valin, enda var það í síðasta skipti er Blanton hljóðrit- aði með Ellington-bandinu. Píanó- sólóar Ellingtons, dúettar með Jimmy Blanton svo og smásveita- upptökur undir nöfnum Rex Stewart, Barneys Bigard og Johnnys Hodges eru heldur ekki á þessum skífum. Öllum sem eitthvað þekkja til djasssögunnar má vera ljóst hvílík- an fjársjóð þessar skífur geyma. Tæpum aðeins á perlunum: Jack the Bear með bassasólo Blantons, Ko-Ko, þar sem 12 takta blúsinn er gerður að tónaljóði — einhverju því áhrifamesta í tónlistarsögunni. Svo eru það öll meistaraverkin þar sem einleikararnir fá að njóta sín. Rex Stewart í Morning Glory, Cootie Williams í Concerto for Cootie, Ben Webster í Cotton Tail, Johnny Hodges í Warm Valley og Barney Bigard í Are You Sticking? Samban svellur í Conga Brava og sveiflan í Harlem Air Shaft þar sem styrkleikabreytingar eru not- aðar betur en nokkrir vatnslitir til að mála óviðjafnanlegt listaverk. Það má halda endalaust áfram að telja snilldarverkin og snilld þeirra. Flest hafa verið hluti af lífi mínu í áratugi og því ómetanlegt að heyra þau auka enn við sig með bættum tóngæðum. Djassplötu- safn án þeirra er harla fátæklegt. GALDRA-LOFTUR, eitt hið þekktasta verk íslenskra leikhús- bókmennta, verður sett upp í París í nóvember af tveimur ungum ís- lenskum konum. Verk Jóhanns Sig- urjónssonar, sem hlotið hefur marga og misjafna meðferð í gegn- um tíðina, mun semsagt berja á dyr Parísarbúa í haust í franskri þýðingu Gérard Lemarquis en að uppfærsl- unni standa þær stöllur Ragnheiður Ásgeirsdóttir og Sigríður Gunnars- dóttir. Sú fyrrnefnda leikstýrir verk- inu. Hún er leikhúsfræðingur að mennt, hefur stundað nám í leikhús- fræðum við 1‘Université de la Sorbonne Nouvelle i París frá haust- inu 1979 til 1986 en þá lauk hún þar prófi sem samsvarar fyrri hluta doktorsgráðu. Sigríður, sem fer með hlutverk Steinunnar í sýningunni, hefur numið leikhúsfræði og leiklist í París undanfarin ár. Báðar hafa þær tekið þátt í starfsemi franskra leikhúsa á þessum tíma, Ragnheið- ur m.a. sem aðstoðarleikstjóri við uppsetningu Glerdýranna eftir Tennessee Williams í Théatre de la Plaine-leikhúsinu í París og Sigríður hefur leikið í verki eftir Arthur Adamow sem sýnt var í leikhúsinu Chateau Rouge í júní síðastliðnum. Galdra-Loftur, hinn íslenski Fást, eins og hann hefur stundum verið nefndur, hefur þó áður til Parísar komið, því hann var þar settur á svið árið 1920 í leikhúsinu Comedíe des Champs-Elysées. Þýðing verks- ins var þá unnin úr dönsku en á þeirri þýðingu reyndust ýmsir ann- markar svo ákveðið var að ráðast í að þýða það á nýjan leik. Ragnheið- ur ætlar sem leikstjóri að fara nýja leið að verkinu og í því verða aðeins fjórir leikarar — í hlutverkum Lofts, Steinunnar, Dísu og Ólafs — en allir aukaleikarar og þar með stór atriði í upprunalegri gerð verksins verða niður felld. Auk Sigríðar fara þrír ungir franskir leikarar með hlutverk í sýningunni. Lárus Grímsson tón- skáld og fyrrum liðsmaður margra þekktra íslenskra poppsveita, svo sem Eikarinnar og Þursaflokksins, mun gera tónlist við verkið og Sig- rún Ulfarsdóttir gerir leikmynd og búninga. Fleiri Islendingar koma við sögu og m.a. má nefna að Hall- dór Ásgeirsson mun halda sýningu á nokkrum verka sinna í anddyri leikhússins meðan á sýningum stendur. Verkin verða unnin að miklu leyti út frá leikritinu og einnig mun Halldór gera plakat fyrir sýn- inguna. Til stendur að íslenskir tón- listarmenn verði með tónleika þar sem þeir leika íslenskar tónsmíðar og að haldið verði kynningarkvöld á íslenskum bókmenntum í tengsl- um við leiksýninguna, þar sem lesið yrði úr íslenskum bókmenntum á frönsku. Þær stöllur sem standa fyr- ir þessari miklu uppákomu og Is- landskynningu hafa einnig hugsað sér að gefa út með þessu veglega sýningarskrá þar sem m.a. verða greinar um skáldskap Jóhanns Sig- urjónssonar og um þá sem að sýn- ingunni standa. Fyrir þá sem verða á ferðinni verður verkið sýnt dag- ana 13.-26. nóvember í Théatre Arcane, 168 rue St. Maur, 75011 París alla dagana nema fimmtudag- inn 19. nóvember, en það kvöld er búist við að áðurnefnd bókmennta- kynning fari fram. OKKUR varð smávegis á í mess- unni þegar við sögðum i síðasta HP að Halldór Pálsson myndi blása í Heita pottinurn sl. sunnudagskvöld. Hið rétta er að Halldór Pálsson blæs í Hollywood í kvöld á einu miklu tónlistarkvöldi þar sem framúr- stefnuhljómsveitin gamla; Óðmenn, skipuð Jóhanni G„ Finni Torfa og Ólafi Garðarssyni, leikur að nýju svo og framúrstefnumenn af nýrri skóla; Sykurmolarnir. Sjón kemur og fram. Halldór hefur verið á landinu þessa viku og æft stíft með Birni Thoroddsen og félögum. Það verður gaman að heyra hvað Halldór hefur fram að færa, það er óratími síðan hann hefur blásið á íslandi. 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.