Helgarpósturinn - 03.09.1987, Qupperneq 22
INNLEND YFIRSÝN
eftir Kristján Kristjánsson
HP hefur heimildir fyrir
því ad Svavar muni
styðja Steingrím í barátt-
unni fyrir formannssæti
og að hann muni beita
sér hart í slagnum sem
fyrirsjáanlegur er.
Formannsslagur í aðsigi
Eftir að Svavar Gestsson, formaður Al-
þýðubandalagsins, gaf út þá yfirlýsingu að
hann myndi ekki óska eftir að nýta sér und-
anþágu til þess að framlengja setu sínu í for-
mannsstóli flokksins hafa menn farið á stúf-
ana og ræða af mikilli alvöru um hugsanleg-
an eftirmann. Flokkurinn hefur átt nokkuð
erfitt uppdráttar að undanförnu, svo ekki sé
meira sagt, og skemmst er að minnast þess
að hann tapaði fylgi í síðustu skoðanakönn-
un HP, þrátt fyrir að hann væri í stjórnarand-
stöðu og hefði farið mjög halloka í síðustu al-
þingiskosningum.
Svavar gaf þá yfirlýsingu að hann teldi
ekki rétt að sitja áfram sökum þess að hann
væri einn þátttakenda í þeim hörðu átökum
sem verið hafa innan flokksins. Að það væri
rétt að þeir sem mest hefðu barist drægju sig
í hlé til að skemma ekki meira en skemmt
hefði verið. Ekki er hægt að skilja þessa yfir-
lýsingu formannsins öðruvísi en svo að það
sé réttast, að hans mati, að andstæðingar
hans, yfirlýstir sem og aðrir, Iáti það hjá
liggja að seilast til valda innan flokksins
meðan hann er í sárum, þar hlýtur fyrst og
fremst að vera átt við Ólaf Ragnar Grímsson.
Með þessu er formaðurinn að setja fram þá
hugmynd að eftirmaður hans verði einhver
sem ekki er brennimerktur af stríðandi fylk-
ingum og hópum, heldur hafi á sér blæ hlut-
leysis og sátta og möguleiki er að samkomu-
lag verði um. Þessi maður er að öllum líkind-
um Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður
flokksins af Norðurlandi eystra. HP hefur
heimildir fyrir því að Svavar muni styðja
Steingrím í baráttunni fyrir formannssæti og
að hann muni beita sér hart í slagnum sem
fyrirsjáanlegur er. Heimildir HP herma einn-
ig að Ragnar Arnalds hafi hug á að styðja
Steingrím og ef svo fer, þá hefur hann á bak
við sig tvo af helstu þungavigtarmönnum í
flokknum. Ekki er þó talið að Ragnar muni
ganga fram fyrir skjöldu fyrir Steingrím, en
stuðningur hans, bak við tjöldin, án þess að
vera þó bak við tjöldin, er talinn skipta
Steingrím miklu máli. Steingrímur er nokk-
uð óumdeildur í flokknum, þ.e.a.s. hann hef-
ur reynt að halda sig miðsvæðis og ekki látið
draga sig í dilka með neinni hreyfingu eða
afli innan flokksins. Að auki er hann ungur
og kemur utan af landi og talið er að í reynd
sé helsti styrkur hans að menn hafa í raun
fátt út á hann að setja. Það er þó ekki þar
með sagt að menn telji hann formannsefni,
enda þarf slíkt ekki að fara saman.
Ekki er líklegt að lýðræðiskynslóðin svo-
kallaða sætti sig við að Steingrímur verði for-
maður næstu 6 árin, enda hafa margir innan
hennar þá skoðun að hann sé það handgeng-
inn Svavari að hann verði jafnvel handbendi
hans. Ólafur Ragnar Grímsson hefur helst
verið nefndur til að ógna framboði Stein-
gríms, ef af því verður, en Ólafur hefur
reyndar ekki gefið svar um það hvort hann
ætlar í framboð. Ólafur nýtur nokkuð víð-
tæks stuðnings meðal yngra fólksins í
flokknum, einkum og sérílagi þeirra sem
taldir eru tilheyra lýðræðiskynslóðinni svo-
kölluðu. Samt er ekki einhugur um Ólaf inn-
an hennar, enda telja margir þar að helsti
andstæðingur flokksins sé Kvennalistinn og
það sé fyrst og fremst þaðan sem flokkurinn
þurfi að ná fylgi sínu til baka. Af þeim sökum
eru margir á þeirri skoðun að það þurfi konu
í formannsembættið. Þar ræða menn um
Guðrúnu Helgadóttur, alþingismann, og víst
er að hún nýtur einnig töluverðs fylgis en
ekki nærri nægs til að ógna Steingrimi,
nema að hún verði eina konan í framboði.
Guðrún hefur og oft rekist illa í flokknum og
flokkseigendafélagið hefur á henni illan bif-
ur, að því er heimildir okkar telja. Aðrar kon-
ur eru nefndar til sögunnar; Margrét Frí-
mannsdóttir, nýkjörin þingmaður Suður-
lands, og Sigrún Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi á
Akureyri. Hvorug þessara þykir líkleg til að
fara í framboð ef Steingrímur Sigfússon gefur
kost á sér. Nafn Kristínar Á. Ólafsdóttur hef-
ur einnig borið á góma, en ekki er talið lík-
legt að hún bjóði sig fram, en hinsvegar er
líklegt að hún muni styðja framboð Ólafs
Ragnars, ef hann fer fram. Hið sama má
segja um Guðrúnu Helgadóttur, hún er ekki
líkleg til að fara fram gegn Ólafi Ragnari.
Hinsvegar telja menn að hún muni ekki
sætta sig við að Steingrímur fái „rússneska
kosningu" og bjóði sig fram gegn honum ef
Ólafur Ragnar gerir það ekki.
Varðandi afstöðu Svavars og hans manna
til Ólafs Ragnars telja menn ekki að málið sé
það að þeir séu alfarið á móti því að hann
verði formaður flokksins. Þeir telja einfald-
lega að hann geti beðið. Hann þurfi ekki að
verða formaður strax heldur geti beðið eftir
því að Steingrímur ljúki kjörtímabili sínu.
Þegar því lyki, eftir 6 ár, yrði Ólafur fimm-
tugur og menn telja að þá gæti hann vel axl-
að þá ábyrgð að leiða flokkinn. Vafalítið eru
þó stuðningsmenn Ólafs ekki sammála því
að hann geti beðið, enda telja þeir að flokk-
urinn hafi goldið afhroð í kosningum m.a.
vegna þess að forystumenn hans gátu ekki
tekið afstöðu í veigamiklum verkalýðsmál-
um, forystan sé ólýðræðisleg og afturhalds-
söm í baráttuaðferðum sínum. Olafur Ragn-
ar muni hinsvegar geta lagt upp aðrar bar-
áttuaðferðir sem dugi betur.
ERLEND YFIRSYN
Leikni Mikhails Gorbatsjoffs sovétleiðtoga
á sviði alþjóðamála hefði sómt Machiavelli,
segir Alton Fryes hjá bandarísku utanríkis-
málastofnuninni Council on Foreign Relali-
ons. „Þessi maður skorar slíkan stigafjölda á
svo mörgum mismunandi leikvöngum, að
erfitt er að hafa reiðu á þeim,“ er niðurstaða
Fryes. Fréttamaður Washington Fbst skýrir
frá því, að ræða Reagans forseta um utanrík-
ismál í miðju orlofi í Kaliforníu í síðustu viku
hafi verið tilraun Bandaríkjaforseta til að
rétta hlut sinn gagnvart sovétleiðtoganum,
eftir að skoðanakönnun í Vestur-Evrópu
leiddi i Ijós að Evrópumenn telja Gorbatsjoff
miklu fremri Reagan og álíta hann sér í lagi
þarfari heimsfriði.
Þessi er staðan, þegar dregur að úrslitum
í tilraunum risaveldanna til að ganga í Genf
frá samkomulagi um fyrstu ráðstöfun sem
um getur til raunverulegrar kjarnorkuaf-
vopnunar. Yrði hún í því fólgin, að þau út-
rýmdu úr vopnabúrum sínum kjarnorku-
skeytum á landi sem kallast skammdræg og
meðaldræg, draga 500 til 5.700 kílómetra. A
lokaspretti samningaviðræðnanna hefur
staða sovétmanna enn styrkst, eftir að kansl-
ari Vestur-Þýskalands ákvað á sitt eindæmi
að leggja í púkkið 72 eldflaugar af gerðinni
Pershing-IA og Reagan forseti sá sig tilknú-
inn að taka aftur tillögur um eftirlit með eyð-
ingu flauganna, eftir að sovétstjórnin hafði
gert honum þann grikk að fallast á þær.
Þegar vestur-þýska stjórnin ákvað, eftir
innbyrðis deilur og togstreitu samstarfs-
flokka, að standa ekki í vegi fyrir að önnur
ríki NATÓ legðu blessun sína yfir samþykki
Bandaríkjanna við tvöfaldri núll-lausn, eyð-
ingu skammdrægra og langdrægra skeyta
risaveldanna, fylgdi sá skilmáli að undan
yrðu dregnar 72 PersiTÍng-ílatlgar í eigu Vest-
ur-Þýskalands. Kjarnorkusprengjurnar í þær
eru í eigu og umsjá Bandaríkjamanna. Sovét-
menn tóku því strax fjarri, að þeir gætu sam-
þykkt fyrirkomulag, sem eftir þeirra túlkun
þýddi að Vestur-Þýskaland væri viðurkennt
kjarnorkuveldi til jafns við Bretland og
Frakkland, en vopnabúnaður þeirra er und-
an núll-lausninni skilinn. Hófust þá nýjar erj-
ur í Bonn. Stjórnarandstaðan kvað fjarstæðu
að Vestur-Þýskaland léti um sig spyrjast að
það legði stein í götu afvopnunar. Martin
Bangemann, formaður frjálsra demókrata,
eins stjórnarflokksins, tók í sama streng.
Reynsla fékkst af því í kosningum til fylk-
eftir Magnús Torfa Ólafssoa
Vestur-þýski kanslarinn á Strauss að
mæta hvað sem fylkisþingakosning-
um líður.
Reagan og Kohl féllu bádir á
eigin brögðum í afvopnunartafli
isþinga fyrr á árinu, að frjálsir demókratar
græddu atvkæði á eindregnu fylgi við tvö-
földu núll-lausnina á kostnað kristilegra
demókrata, flokks Helmuts Kohl kanslara,
sem þá var svo klofinn i málinu að þvældist
fyrir samkomulagi i NATÓ. Reynslan þá í
Hamborg og Rinarlöndum-Pfaíz var þess
valdandi, að Kohl sá sér nú ekki annað fært
en að taka af skarið og fallast á eyðingu eld-
flauganna 72 fyrir fylkisþingskosningar ann-
an sunnudag. Þá ganga kjósendur í Bremen
og Slésvík-Holtsetalandi að kjörborði. Síðar-
nefndu fylki hafa kristilegir demókratar
stjórnað í 37 ár samfleytt, en standa nú höll-
um fæti. Óánægja bænda hefur fætt af sér
framboð óháðs lista, sem er líklegur til að
taka einhver prósent frá kristilegum demó-
krötum, án þess þó að koma mönnum á fylk-
isþingið. Svo getur einnig farið, að frjálsir
demókratar nái ekki þeim 5% sem tilskilin
eru til þingsetu, og kæmi þá fyrir ekkert
fyrirheit þeirra um að mynda samsteypu-
stjórn með kristilegum.
Kosningarnar í Siésvi'k-Hoiiseiaiandi erii
þeim mun mikilvægari fyrir Kohl og flokk
hans, að ósigur þar væri verulegt áfall fyrir
Gerhard Stoltenberg fjármálaráðherra.
Hann var fyrir fylkisstjórninni í Kiel um
langa hríð við mikinn orðstír. í Bonn hefur
hann svo gerst hægri hönd Kohls og er talinn
standa næst því að verða eftirmaður kanslar-
ans, þegar hann dregur sig í hlé.
En einn aðili að vestur-þýsku stjórninni
lætur sig engu varða kosningahorfur í fylkj-
um við Norðursjó né gengi þeirra Kohls og
Stoltenbergs. Það er Franz-Josef Strauss, for-
ingi Kristilega félagsmálabandalagsins. Ríki
hans er suður í Bajern, og gamlar væringar
eru með þeim kanslara. Þar að auki eru þeir
erkiféndur Strauss og Hans-Dietrich Gensch-
er utanríkisráðherra, sem stýrt hefur Kohl
með lagni, fyrst til samþykkis við núll-lausn-
ina og nú afsal Pershing-flauganna.
Strauss reis því upp í öllu sínu veldi, áfelld-
ist Kohl harðlega, bæði fyrir efni ákvörðunar
hans og þó ekki síður fyrir að hafa ekki sam-
ráð fyrirfram við sinn flokk, heldur einvörð-
ungu frjálsa demókrata. Bannar Strauss full-
trúum Kristilega félagsmálabandalagsins að
sækja boðaða samráðsfundi stjórnarflokk-
anna, sem áttu að gerast tíðir nú í lok sumar-
leyfis Sambandsþingsins.
Þegar þessi rimma bætist ofan á það sem
á undan er gengið, hriktir svo um munar í
innviðum vestur-þýska stjórnarsamstarfsins.
Fyrir var hörð deila um örlög 15 pólitískra
fanga í Chile, sem óskað hafa flóttamanna-
hælis í Vestur-Þýskalandi. Norbert Blúm,
einn af varaformönnum Kristilega demó-
krataflokksins og verkalýðsmálaráðherra,
hefttr kyiillt sér má! fanganna á vettvangi og
hvetur eindregið til að Vestur-Þjóðveijar
bjargi lífi fólksins með því að veita því hæli.
Friedrich Zimmermann innanríkisráðherra
úr Kristilega félagsmálabandalaginu segir
hins vegar, að um sé að ræða réttdræpa
hermdarverkamenn, og vill ekki hlýða á
vitnisburði sem Blúm aflaði um að svokall-
aðar játningar fanganna séu fengnar með
pyndingum.
í ræðu sinni sem áður er getið fagnaði
Reagan forseti boði Kohls kanslara um að
fórna eldflaugunum 72 fyrir samkomulag í
Genf. Við annan tón kvað hjá embættis-
mönnum í Washington og samningamönn-
um Bandaríkjanna í Genf. Þessir aðilar
höfðu allt á hornum sér. Kvörtuðu þeir yfir
að vestur-þýski kanslarinn hefði ekki haft til-
hlýðilegt samráð við bandamenn sína vestan
hafs. Sér í lagi lýstu þeir þó gremju yfir að
Kohl hefði veikt samningsstöðu Bandaríkj-
anna í Genf, nú væri ekki kostur lengur að
toga tilslakanir út úr sovétmönnum fyrir að
láta samkomulag ná einnig til vestur-þýsku
flauganna.
Sovétmenn kvarta fyrir sitt leyti um að
ákvörðunar Kohls sjái enn engan stað i af-
stöðu bandarísku samninganefndarinnar.
' Hún láti eins og allt sitji við sama og áður en
vestur-þýski kanslarinn lét frá sér heyra. Það
sé þeim mun bagalegra, þar sem tilboðið frá
Bonn sé bundið skilmálum varðandi tíma-
setningu og gildistöku, sem fá þurfi á nánari
skýringar.
En mest eru vandræði bandarísku samn-
. inganefndarinnar út af þvi, að hún hefur orð-
ið að taka aftur fyrri kröfu sína um eftirlit
með eyðingu kjarnaeldflauga, af því sovét-
menn gerðust svo ónærgætnir að fallast á
hana. Var þar um að ræða aðgang að eld-
flaugasmiðjum og samsetningar- og
geymsluskálum auk fyrirvaralausra skoðun-
arferða á hverja þá staði, sem öðrum aðiia
þætti ástæða til að kanna hjá hinum.
Nú er bandarísku samninganefndinni í
Genf falið að segja sovétmönnum, að þarna
sé alltof langt gengið í gagnkvæmri hnýsni
risaveldanna. Takmarkaður eftirlitsréttur
nægi og hann þurfi ekki að standa nema
fimm til tíu ár. Bandaríkjastjórn réttlætir kú-
vendinguna með að auðveldara sé að fylgj-
2SÍ með framkvæmd núll-lausnar en samn-
ings sem heimilað hefði hvoru veiui að uaida
eftir 100 flaugum. Bandarísk blöð kalla þessa
skýringu fyrirslátt. Þau segja að leyniþjón-
ustur Bandaríkjanna hafi rokið upp til handa
og fóta, þegar sovétmenn samþykktu
stranga eftirlitið, og krafist þess að tillögurn-
ar yrðu teknar aftur, því ráðamenn í ríkis-
stjórninni hafi fullvissað sig um að sovét-
stjórnin gengi aldrei að þeim. Á þeirri for-
sendu hafi leyniþjónustumenn með tregðu
gefið samþykki sitt, en við það sé ómögulegt
að standa í raun.
22 HELGARPÓSTURINN