Helgarpósturinn - 03.09.1987, Qupperneq 28
EFTIR ÖNNUR KRINSTINE MAGNÚSDÓTTUR
TEIKNING JÓN ÓSKAR
A snaga fatahengis fyrir framan
skrifstofudyrnar mínar hangir
svört alpahúfa. Hún hangir þar
vegna þess ad hún er ,,out‘‘. í
nœsta herbergi vid mig situr eig-
andi alpahúfunnar. Hann er ,,in‘‘
eða að minnsta kosti „in his
room". Hann segist ekki geta not-
að alpahúfuna lengur því hún sé
,,out" gjörsamlega komin úr tísku
og vonlaust að sýna sig með
hana. A snaganum hangir líka
úlpa. Þröng, hneppt úlpa, sem eig-
andinn lœtur ekki sjú sig í lengur.
Hann gekk heim d skyrtunni dag-
inn sem hann uppgötvaði aö það
vceri ,,out‘‘ að sýna sig i slíkri yfir-
höfn. Og fékk sér frakka.
Hvaða „in“ og „out-tal er þetta?
Hvað er verið að sletta ensku á
prenti? Jú, þetta eru orð sem not-
uð eru dags daglega um það hvort
fólk sé í tískunni eða ekki. Hvort
fólk kunni yfirleitt að fylgjast með.
Það er mikið fjallað um hvað sé
smart og þess vegna ætlum við í
þessari grein að taka fyrir það
sem er ekki smart. Það köllum við
að vera „out“. Við leituðum til
nokkurra aðila og báðum þá að
draga upp mynd fyrir okkur af
fólki sem væri gjörsamlega „out“
nú til dags, ásamt því sem við
skjótum hér inn öðrum athuga-
semdum sem okkur hafa borist.
Þetta eru bæði okkar skoðanir og
annarra sem álit höfðu á þessum
málum en vildu ekki láta nafns
síns getið. Báru því jafnvel við að
verið væri að leggja dóm á fólk og
í þessari umfjöllun fælist ákveðin
mannfyrirlitning. EN — til þess að
enginn hætti að lesa núna og
hugsi með sér að við séum að
setja okkur á háan hest og dæma
aðra skal þess strax getið að sam-
kvæmt lýsingum er greinarhöf-
undur alveg hundrað prósent
„out"! Þannig að ef lesendur
þekkja sjálfa sig af lýsingunum
býð ég þá bara velkomna í hóp-
inn! „Hópurinn" sem við tilheyr-
um er nokkuð stór og virðast satt
að segja 90% íslensku þjóðarinnar
tilheyra honum!
MEST „IN" AÐ VERA
KALLAÐUR UPP í KALL-
KERFI FLUGSTÖÐVAR
Meðal þess sem er greinilega í
tísku um þessar mundir er að
eignast barn um fertugt. Því fleiri
börn sem fólk á, því meira „in" er
það. Það þykir alveg meiriháttar í
dag að hitta karlmenn sem eiga
svona þrjú, fjögur börn. Og ef þeir
eignast barn um eða eftir fertugt,
þá er það „it“. En ef kona á þrjú,
fjögur börn er það ,,out“. Hvað er
manneskjan eiginlega að hugsa?
Ætlar hún að binda sig yfir börn-
um og bleium næstu árin? Sím-
svararnir eru líka ,,in“ þessa dag-
ana, en þó ekki næstum eins
mikið og bílasímarnir. Bílasímar
eru svo 'gjörsamlega „in“ að það
skiptir ekki máli þótt enginn þurfi
að ná í þig í bílnum. Bara það að
eiga símann er málið. „Ég tel að
símsvarar séu „out". Sjálfur er ég
með símsvara og finnst það fer-
lega hallærislegt," sagði Heiöar
Jónsson snyrtir, sem eðlilega var
leitað til, maðurinn sem kennir
fólki að hanna sjálfsmyndina dag-
inn út og inn. „Hins vegar eru
28 HELGARPÓSTURINN
bílasímar í tísku, á því er enginn
vafi."
„OUT" AÐ TALA UM
HAFSKIPSMÁLIÐ
En hvað talar fólk um nú til
dags? Það er ljóst að það er gjör-
samlega ,,out“ að tala um Haf-
skipsmáliö, það er löngu komið úr
tísku. Útvegsbankamálið er ,,in“
þessa dagana, en varir sjálfsagt
ekki lengi. Gæti þess vegna verið
orðið hallærislegt þegar blaðið
kemur út. Það er líka „in“ að tala
um húsleiguna í Kringlunni og
þeir sem hafa ekki myndað sér
skoðun á þeim málum eru „out".
Svo eru það reykingar. Auðvitað
eru þeir sem reykja sígarettur
gjörsamlega úr öllu samhengi við
tiskuna. Það er nefnilega ekkert
smart að reykja og er langt síðan
það fór úr tísku. Smávindlar eru
þó svolítið ,,in“, einkum ef fólk
reykir í hófi, til dæmis bara „soci-
elt“. Sá sem hefur aldrei verið kall-
aður upp í kallkerfi á flugstöð er
algjörlega „out“ því slíkur við-
burður hendir einungis þá sem
eru mikilvægir...! Að vísu kom
einn með þá skýringu að ef fólk
vissi hvað væri verið að segja
þeim sem kallaðir eru upp í kall-
kerfinu, þá þætti það ekki lengur
smart. Yfirleitt væri verið að til-
kynna þeim að þeir hefðu gleymt
einni ferðatöskunni heima eða að
þeir hefðu gleymt að skilja bíl-
lyklana eftir.
„Það er mín skoðun að útilokað
sé að fastákveða hvernig fólk eigi
að hegða sér í daglega lífinu,"
sagði Armann Reynisson forstjóri
hjá Ávöxtun sf. þegar HP leitaði
svars við því hvað væri að vera
„out“. „Hver einstaklingur verður
að vera frjáls og sjálfstæður í
hegðan og gjörðum innan marka
laga og siðferðis. Eðlilegt er að
einstaklingurinn njóti sín til fulls.
Einstaklingur sem breytir ekki eft-
ir eðli sínu og er stöðugt á varð-
bergi verður þvingaður, óeðlilegur
og leiðinlegur. Þvílíkt fólk er hall-
ærislegt."
Ármann segist persónulega
mynda sér skoðanir á flestum
sviðum. „Mínar skoðanir eru
óháðar því hvað aðrir hugsa og
gera. Þó tek ég strax rökum þegar
ég uppgötva að ég hafi á röngu að
standa. Ég legg áherslu á hegðan
og hluti sem kallast tíðlaus. Skoð-
anir þróast og breytast með árun-
um, bæði vegna aukinnar þekk-
ingar og reynslu."
Varðandi það hvort hann myndi
sér skoðanir ájrví sem er ,,in“ og
„out" svaraði Ármann: „Auðvitað
flýgur það í hug mér hvort mér
þykir eitthvað ,,in“ eða „out“ eins
og það er oft orðað. Þá er átt við
tíðarandann á þeim tímum sem
við lifum. Þegar ég hugsa um
þessa hluti þá fer það eftir eðli
aðstæðna, stað og stund. Eitt get-
ur verið hallærislegt við ákveðið
tækifæri en glæsilegt við aðrar
aðstæður. Hver og einn þarf að
hafa næmt auga fyrir slíku, það
skiptir sköpum."
KJUKLINGUR MEÐ
TÓMATSÓSU
Eitt af því sem er ,,in“ núna er
að kaupa tilbúinn kvöldmat, eink-
um um helgar. Þá er ekki sama
hvar verslað er. Allir sem fylgjast
eitthvað með bæjarlífinu kaupa að
sjálfsögðu pizzu í Eldsmiðjunni.
Óg vita hvar Eldsmiðjan er. Þurfa
ekki að spyrja, bara laumast í
símaskrána þegar lítið ber á. En
hvað borða þeir sem eru ,,out“?
„Eftirlætisréttir þeirra sem eru
„out“ eru kjöt í karríi, saltfiskur
með sinnepi og vellingur með
kanil," sagði Olafur Gunnarsson
rithöfundur um það atriði. „Og
kjúklingur með frönskum og mik-
illi tómatssósu en þeir sleppa hrá-
salati," segir Heiðar Jónsson. „Þeir
drekka maltöl og appelsín með
matnum og fá sér vodka í kók á
eftir." Ólafur hélt að sá sem væri
„out“ fengi sér örugglega „tvöfald-
an sjenna í kók eða bacardi í kók,
biður um „cuba libra“. „Já, gæi
sem er „out" býður dömu út að
borða á Torfuna eða Lækjar-
brekku," segir Felix Bergsson í
Greifunum. „Þau borða rollukjöt
og skola því niður með Anháuser-
hvítvíni. Á eftir drekka þau lrish
coffee. Að sjálfsögðu hefði steik á
Hard Rock Café verið allt annað
mál. Það er ,,in“.“ Bára Kemp hár-
greiðslukona sagði sitt framlag til
þessarar umræðu vera: „Sumir eru
,,out“ en aðrir reyna æðislega
mikið til að vera „in“ — en ná því
aldrei. Verða þar af leiðandi
ennþá meira „out“. Til dæmis allt
þetta gervi sem fólk setur á sig.
Sumum er alveg sama þótt þeir
þyki hallærislegir. Þeir hafa bara
uppgötvað önnur verðmæti í lífinu
en þau að vera ,,in“ eða ,,out“. Ég
held satt að segja að þeir sem eru
„out“ borði bara heima hjá sér,
fari ekki út á veitingastaði. Það er
hins vegar alveg Ijóst að þeir
þykja „out“ nú til dags sem eiga
ekki nýjan Benz eða amerískan
jeppa."
„Þeir sem eru ,,out“ fara örugg-
lega í Þjóðleikhúskjallarann. Þeir
vilja borða á sama stað og þeir
skemmta sér á,“ segir Asdís Lofts-
dóttir fatahönnuður. Friðrik Þór
Friðriksson kvikmyndagerðarmað-
ur tekur undir orð Báru og segist
telja að þeir sem eru „out“ fari
ekki á veitingahús að borða. Ar-
mann Reynisson leggur hins vegar
ekki dóm á ákveðna veitingastaði
en segist persónulega telja að
óholl fæða almennt sé „out':
„Sjálfur legg ég áherslu á heilsu-
fæði, grænmeti, ávexti, ferskan
fisk og ferskt kjöt," segir hann.
Um hvaða drykkir séu „out“ segir
Ármann: „Long drinks. Þeir eru til
þess að fólk finni á sér sem fyrst.
Ég legg áherslu á góð, létt vín.“
SÓLARSTRENDURNAR
„OUT" — ÞRIGGJA
DAGA FERÐIR „IN"
Talandi um gervihluti. Gerviúrin
sem seld voru hér á landi til
skamms tima, eftirlíkingar af fræg-
ustu úrum heims, þóttu svo mikið
„out" hjá vissum hópi fólks, að
það tók því ekki að tala um þau.
Stöðutáknið er nefnilega „in“
núna. Maður sem er með Rolex-
eða Cartier-úr, í peysu merktri
„Boss“ eða öðru þekktu merki,
hann er ,,in“. Á því leikur enginn
vafi. Sá maður á líka bíl af bestu
gerð og í fríum skreppur hann til
ad vera giftur
haridavinnukennara
heimsborga — en aðeins í nokkra
daga. Hann hefur alltof mikið að
gera í vinnunni til að mega vera
að því að slappa virkilega af.
Hann bregður sér til dæmis til
Parísar þar sem hann snæðir á
Maxim’s, eitthvað sem ,,out“fólkið
myndi aldrei gera. Hann ferðast
um á Saga Class og staðgreiðir
ferðina sína. Það er „in“.
Við hin sem erum ,,out“ reynum
auðvitað að greiða ferðina með
Visa-kortinu okkar, á eins löngum
tíma og hægt er. Við förum á sol-
arströnd, eina staðinn sem vinn-
andi íslendingar hafa í rauninni
ráð á að heimsækja: „Þeir sem
eru ,,out“ fara alltaf á sama stað-
inn í frí “ segir Heiðar Jónsson.
„Þeir fara til Costa del Sol og
dvelja á Santa Clara á Torremolin-
os. Þeir vilja fremur fara á staði
sem þeir þekkja og vita að þeim
líður vel á heldur en að skreppa í
nokkurra daga ferðir í ys og þys
stórborganna- en verða með því
móti „out“.“
Ólafur Gunnarsson segist halda
að sá sem er ,,out“ fari í sumarbú-
stað í fríinu sínu. Hann passi sig á
að hafa nóg af nesti með sér og
myndi aldrei detta í hug að kaupa
matinn í kaupfélagi á leiðinni.
Felix Bergsson segist aftur á móti
halda að þeir sem eru ,,out“ hafi
aldrei komið á sólarströnd: „Þeir
eru hvítir," segir hann. Friðrik Þór
Friðriksson kvikmyndagerðarmað-
ur sagðist telja best að lýsa sjálf-
um sér, hann væri svo „out': „Sá
sem er „out“ fer til Cannes í sum-
arfrí. Er þar í heilan mánuð — á
móteli." Armann Reynisson segir
um þetta atriði: ‘Sólarlandaferðir
eru ,,out“ sem og dvöl í orlofshús-
um hér og þar.“ Asdís segist telja
að allar pakkaferðir séu „out".
„Það held ég hljóti að vera," segir
hún. „Svo finnst mér alltaf Skandi-
navíudýrkandi fólk ferlega púkó.
En ég held það hljóti að vera út í
hött að fara í sólarlandaferðir, það
er ábyggilega far out\“
En hvert er farið á dansleiki: „1
Þjóðleikhúskjallarann," segir Frið-
rik Þór qg í sama streng tekur
Ásdís. „í Abracadabra eða Þórs-
café," segir Felix. „Það er algjör-
lega ,,out“ að fara á ball í Ártúni,"
segir Heiðar. „Annars má benda á
að það er algjörlega „in“ þessa
dagana að fara alls ekki á ball,
heldur vera í heimaklúbb þar sem
er skipst á að bjóða vinum heim.
Svo virðist vera ,,in“ fyrir konur
að vera fráskildar og fara á Sögu.“
Armanni finnst ,,out“ að fara á
diskótek: „Ég skil ekki í öðru en
fólk sé orðið hundleitt á því. Eru
þau ekki að verða tuttugu ára
gömul lumma?"
„OUT" AÐ EINBLÍNA
EKKI Á BENZINN
„Maðurinn sem er „out'? Er það
ekki bara gæinn sem hættir í
skóla, fer að vinna og eignast
barn um tvítugt?" segir Ölafur
Gunnarsson. „Er það ekki gæinn
með síða hárið sem er með pósi-
tíva lífssýn á önnur verðmæti en
hasarinn að djöflast áfram yfir í
Mercedes Benzinn og að eignast
peninga?
Hann er ábyggilega menningar-
sinnaður, situr yfir kaffibolla og
les menningarsíður dagblaðanna."
Heiðar Jónsson segir þá sem eru
,,out“ lesa „Samúel og Rapport.
Hinir eru með Heimsmynd í hönd-
unum — en eru stundum með
fyrrnefndu blöðin innan í svo eng-
inn sjái'! Friðrik Þór: „Þeir sem
eru „out" lesa yfirleitt ekkert,
liggja í mesta lagi yfir landakort-
um...“ „Vikan er gjörsamlega „out"
um þessar mundir," segir Asdís
„en hún gæti verið orðin mest
,,in“ eftir nokkra mánuði." Ar-
mann tekur ekki svo djúpt í árinni
að tiltaka eitt blað eða tímarit sem
er ekki í tísku: „Hins vegar finnst
mér tímarit sem fjalla um fólk
almennt vera „out" segir hann.
„Slík timarit villa um fyrir fólki og
gera oft lífið að glansmynd sem
það alls ekki er. Sjaldnast er les-
andinn nokkru nær um þær per-
sónur sem fjallað er um.“
PLAKÖT OG EFTIR-
PRENTANIR „OUT"
Varðandi innanhússtíl segir
Heiðar að það sé ,,in“ núna hjá
þeim sem eru að setja á stofn
heimili að eyða öllum peningun-
um í listaverk: „Það er lögð meiri
áhersla á að eiga ekta listaverk
heldur en húsgögn. Þar af leiðandi
er „out“ að hafa eftirprentanir á
veggjum og plaköt eru „out out“.
Það er líka orðið ,,out“ að kaupa
allt innbúið í sömu versluninni. Nú
gildir að blanda saman gömlu og
nýju.“ „Mér virðist sem 80% þjóð-
arinnar einblíni á að vera „in“
það er að eiga svört leðurhús-
gögn, grænar plöntur og grafík-
myndir upp um alla veggi," segir
Ásdís. „Sjálfri finnst mér slík
heimili ,,out“.“
„OUT" AÐ VERA GÁFUÐ
Um konur sem eru „out“ segir
Felix: „Það er hallærislegt að vera
gáfuð nú til dags. Konur eiga alls
ekki að trana sér fram og Kvenna-
framboðið er toppurinn á hallæris-
mennskunni. Kona sem vill vera
„in“ verður að gæta þess að tapa
alltaf í Trivial Pursuit og hún verð-
ur að kunna að elda kínverskan
mat. Að öðru leyti má hún vera
eins og hún vill!“
Heiðar segir að sjötug kona í
minipilsi sé „in': ,,1 rauninni er
það ,,in“ að vera hallærislegur svo
fremi sem fólk hefur sinn eigin
stíl. Ung stúlka í peysufötum er
líka ,,in“. Hins vegar er konan sem
fer í svarta huggulega kokkteil-
kjólinn sinn, blæs hárið vel og
vandlega, setur á sig bláan augn-
skugga og bleikan varalit „out".
Öll meðalmennska í fatavali og
andlitsförðun er ,,out“ núna. Lit-
greining er „in“ — en ég held að
hún verði orðin „out" eftir svona
þrjá mánuði."
Felix nefnir að konur sem eru
„out" klæðist til dæmis ekki fötum
frá Company: „Föt sem fela kven-
leikann svo sem buxur og víðar
mussur eru „kapút". Heimasaum-
uð föt eru hins vegar ,,in“, saman-
ber keppnina um Ungfrú ísland."
„Konur í gallabuxum eru ,,out“,
segir Friðrik Þór. „Kona í snjó-
þvegnum gallabuxum, háhæluðum
skóm og með legghlífar er alveg
„out“,“ segir Ásdís. „Rauði háralit-
urinn sem var í tísku í fyrra er
líka alveg ,,out“ núna. Hins vegar