Helgarpósturinn - 03.09.1987, Side 29

Helgarpósturinn - 03.09.1987, Side 29
4 Ert þú ,,out“? Eöa „in“? Pú kemst að raun um það eftir lestur þessarar greinar. Hressir landar rœða um það sem þykir smart nú til dags — en einkum þó það sem þykir hallœrislegt halda alltof margar konur að þær séu ,,in" með þennan háralit." „Mér finnst ósmekklega klætt fólk almennt vera ,,out“,“ segir Armann. „Skapa fötin ekki mann- inn? Föt þurfa ekki að vera frá ákveðnum framleiðanda til að þau séu ,,in“. Ég legg sjálfur áherslu á að merkið sjáist ekki. Ég nefni sem dæmi um ósmekklega klætt fólk pönkara, blómabörn, hippa og ýmsa íslenska hvitflibba. Varð- andi hárgreiðslu finnst mér druslu- legt og illa hirt hár vera „out". Hár- ið hefur allt að segja varðandi skúlptúrinn í andlitinu. llla hirt hár gerir fallega persónu ljóta. Hárgreiðslan á að fara eftir per- sónunni." EFTIRLÍKING AF „HARRIS TWEED" ALVEG VONLAUS Karlmaður sem er out: „Hann klæðir sig þannig að honum líði vel,“ segir Ólafur. „Hlýtt klæddur á veturna og létt klæddur á sumr- in. Hann hugsar ekki mikið um föt.“ „Það er ótrúlega erfitt að vera „in“ þessa dagana," segir Felix. „Eitt smáatriði og þú ert gjörsamlega úr stæl. Miklagarðs- klæðnaður, svo sem útvíðar galla- buxur, hettuúlpur og stígvél er alveg glataður fatnaður. En maður má heldur ekki vera of glæsileg- ur...“ „Karlmaður sem er out er með skrefsíddina í buxunum niður undir hnjám," segir Heidar. „Hann er í þröngum jakka, tvíhnepptum með tveimur klaufum að aftan. Hann þarf helst að vera frá gömlu jakkafötunum. Hvítir sókkar við þetta gera manninn alveg ,,out“. „Stakur jakki, eftirlíking af Harris Tweed, er vonlaus" segir Friðrik Þór. „Ef maður er svo glataður aö raka sig að fullu, þ.e. að skilja ekki eftir Don Johnson-broddana, fer lyktin að skipta máli," segir Felix. „Menn verða að vera með sama merkið á sér, til dæmis Kouros. Ef maður er með Yves Saint-Laurent undir höndunum en Kouros á andlitinu lyktar maður eins og myglaður ostur og er þar af leið- andi „out“. Hins vegar er maður með sama merkið um allan líkam- ann hrókur alls fagnaðar." Það virðist gilda eitthvað svipað um konur: „Chanel-merkið er ,,in“ en allar ódýrar snyrtivörur ,,out“,“ segir Heiðar. Nærföt skipta líka máli: „Nærföt frá Sævari Karli eru ,,in",“ segir Felix. „Hvítu Marks og Spencer- nærfötin orsaka hláturskast hjá þeim sem sér þig fara úr fötun- um.“ „Ég sé fyrir mér karlmann- inn í fótlaga skónum og galla- buxunum með uppábrotunum," segir Asdís. „Hann er samt fínn, verkfræðingur eða kennari. Þetta er fólkið sem lifir í gamla mis- skilningnum um að það þurfi að bylta þjóðfélaginu vegna þess að allir séu svo fátækir." Á hvernig tónlist hlusta þeir sem eru hallær- islegir? „Afríkanska tónlist" segir Friðrik Þór. „Heim í Búðardal," segir Heiðar. „Alveg örugglega tólf ára gömul lög,“ segir Ásdís ,,Það þykir ,,in“ að vera af týndu kynslóðinni. Það er sem sagt allt í lagi að vera í tískunni sem var fyrir 20 árum en að finnast eitthvað smart sem er svona 10-15 ára gamalt, fatnaður, tónlist og hvað sem er, það er „out“.“ UMRÆÐUR UM ÞJÓÐ- FÉLAGSBYLTINGU „OUT" Stjórnmálaskoðanir þeirra sem eru „out'? „Kommúnistinn með kapítalíska hugsunarháttinn er „out'V' segir Heiðar. „Ég held að þeir sem eru „out“ i dag standi fyrir margt af því sem þótti svo jákvætt á hippaárunum," segir Olafur. „Þú verður að hafa hug- sjón ef þú vilt vera í tískunni," segir Heiðar. „Þeir sem eru „out" hafa engar skoðanir á stjórnmál- um“ segir Friðrik Þór. Eins og fram kom áðan hjá Felix mun Kvennaframboðið vera toppurinn á hallærinu því konur eiga ekki að trana sér fram. „Þeir sem eru „out" tengja öll mál þjóðfélagsbylt- ingunni," segir Ásdís. „Þetta fólk hefur frá því í menntaskóla talað um að breyta þjóðfélaginu, en hef- ur aldrei nokkurn tíma gert annað en að tala. Það er algjörlega ,,out“. Þetta fólk drekkur ódýrt rauðvín og talar um þjóðfélagsbyltingu og kvennabaráttu." Ármann Reynisson segir: „Karl Marx-istar og ofstækismenn eru „out". Sjálfstæðisstefnan er ,,in“ í dag — en hvernig er komið fyrir Sjálfstæðisflokknum?" íþróttir skipta líka máli: „Hallær- isgæjar eru í körfubolta eða frjáls- um íþróttum," segir Felix. „Töffar- arnir leggja stund á bowling eða squash. Fótboltabygging er „in“, samanber Maradona." Varðandi það sem er „out" í menningu og listum segir Ár- mann: „Allt sem ekki er fagmann- lega unnið er „out". Það er ekki fagmannlegt að kalla sig lista- mann en standa ekki undir nafni. Það er fagmannlegt að standa upp úr meðalmennskunni." Eitt atriði nefndu bæði Ólafur Gunnarsson og Ásdís Loflsdóttir. Það var að þeim fyndist fólk í dag ekki horfa nægilega gagnrýnum augum á lífið: „Fólk lætur medí- una og peningabransann mata sig," segir Ólafur. „Það tekur gagn- rýnislaust við því sem blöðin boða þeim varðandi fatastil, hárgreiðslu og margt fleira. Það er engin and- spyrna eins og var á hippatíman- um. En í rauninni er hippabylgjan það sama og uppabylgjan — það kemur alltaf eitthvað nýtt." „Þetta fólk sem heldur alltaf að það sé ekki að eltast við ákveðna tísku en gerir það samt er „out". Það fólk fer í tískuverslanir og kaupir tilbúna vöru, lætur mata sig á því hvað er í tísku og hvað ekki. Eng- in sjálfstæð hugsun." Friðrik kom með fremur hressi- lega fullyrðingu i lokin: „Maður- inn sem er „out" er giftur handa- vinnukennara. Það er ekki hægt að vera meira ,,out“!“ Og Ármann á lokaorðin: „Hver og einn á að vera ánægður með tilveruna eins og hún er því flestir skapa sér hana sjálfir. Að vera „out" er að vera: með hendur í uösum, vera latur, lengi að hugsa, hugmyndasnauður, íhaldssamur í starfi og trúlaus í þess orðs fyllstu merkingu." HELGARPÓSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.