Helgarpósturinn - 03.09.1987, Side 30
DAGSSCRARMEÐMÆLI
Föstudagur 4. september kl. 20.40
Lifi polkinn. Tékknesk mynd án oröa
um upphaf polkans og fyrstu viö-
brögö við honum fyrir 150 árum. —
Hljómar mjög skemmtilega. — Þar
strax á eftir er svo Derrick sem klikk-
ar aldrei.
Laugardagur 5. september kl. 15.00
Endursýndur þáttur Guöna Braga
um Nicaragua og svo kl. sex þáttur
um slavneskar þjööir. Þættir eins og
þessir oftast nær mjög góöir. — Kl.
23.05 þetta sama kvöld viðtal viö
bandaríska skáldiö Kurt Vonnegut í
tilefni af komu hans hingaö til lands
v. bókmenntahátíöarinnar. Þaö verö-
ur gaman aö sjá og heyra og strax á
eftir er sýnd myndin Slaughter-
house Five eftir samnefndri skáld-
sögu Vonneguts. Þaö verður enn
betra.
Sunnudagur 6. september kl. 16.35
Sænsk heimildamynd um Inúíta,
grænlenska íbúa Thule. — Ein af
þessum góöu.
Kl. 20.55 er svo sýndur þáttur frá
Norðurlandakeppni ungra einleik-
ara. Þar brillerar Sigrún Eðvaldsdótt-
irá fiölu og aö öðru ólöstuðu held ég
aö þaö veröi rjóminn af því sem er í
boöi þessa vikuna. — Á eftir Sigrúnu
er þátturinn Borgarvirkiö —
skemmtilega breskur — og svo Lát-
únsbarkaveislan hans Jakobs
Magg. Hvort tveggja veröur gaman
að sjá.
í sjónvarpi á sunnudagskvöld er sýnt frá Norðurlanda-
keppni ungra einleikara. Sigrún Eðvaldsdóttir er verðugur
fulltrúi okkar þar.
Sophia Loren og Richard Burton saman í mynd eftir leikriti
Noels Coward, Leynifundum (Brief Encounter). Á Stöð tvö
á sunnudagskvöld.
Sunnudagur 6. september kl. 21.15
Þá erá dagskrá myndin Leynifundir
(Brief Encounter). Söguþráöurinn er
kannski ekkert til aö hrópa húrra fyrir,
en aöstandendur eru góðir; myndin
byggö á leikriti eftir Noel Coward og
aöalhlutverk í höndum þeirra Sophiu
Loren og Richard Burton. Og þó aö
annað klikki má alltjent njóta þess aö
heyra hina velsku bassarödd Burt-
ons hljóma.
Kl. 22.55 strax á eftir Leynifundum
er breski myndaflokkurinn Vanir
menn (The Professionals). — Bretar
alltaf skemmtilegir og sérstakt aö-
dráttarafl í hugum íslendinga hlýtur
aö vera leikarinn Gordon Jackson,
sem lék eftirminnilega yfirþjóninn í
framhaldsþáttunum um Húsbænd-
ur og hjú.
©
Fimmtudagurinn 3. sept. kl. 21.30
Þá er á dagskrá Þátturinn Leikur aö
Ijóðum og fjallar um Ijóöagerö Hall-
dórs Laxness. Að vísu er þetta fjóröi
þáttur, en hlýtur samt aö vera gam-
an aö fylgjast meö honum, þar sem
þjóöin er ekki nærri eins kunnug
Ijóöum Laxness og öörum verkum
hans. Þátturinn er í umsjón Símonar
Fimmtudaginn 3. september
kl. 22.20 er þáttur í ríkisútvarp-
inu þar sem Sigurður Hróarsson
ræðir við sænska bókmennta-
manninn Peter Hallberg. Við
báðum Sigurð segja okkur að-
eins af efni þáttarins. „Hallberg
er auðvitað fyrst og fremst
þekktur fyrir að vera mikill
Laxness-fræðingur, en í þessum
þætti horfum við vísvitandi
framhjá Laxness, spjöllum um
Hallberg sjálfan, iíf hans og list.
Hann tengist nefnilega íslandi á
margvíslegan hátt. Hann hefur
unnið að rannsóknum á íslensk-
um bókmenntum og kennt þær
í Svíþjóð, hefur búið hér á landi
og er mikill íslandsvinur, í bestu
merkingu þess orðs. — Þetta er
semsagt bara almennt spjall um
störf Hallbergs tengd íslandi og
reyndar allt sem hann hefur tek-
ið sér fyrir hendur — allt nema
Laxness!
-shg
J. Jóhannssonar og lesari meö hon-
um er Ragnheiður Steindórsdóttir.
Kl. 22.20 sama kvöld er svo viö-
talsþáttur viö sænska bókmennta-
fræöinginn Peter Hallberg, sem er
helstur Laxness-fræöingur þessa
heims. Siguröur Hróarsson ræöir við
Hallberg um allt nema Laxness.
Laugardagur 5. september.
Klukkan 15 er þáttur Eddu Þórarins-
dóttur, Nóngestir, á dagskrá. Þar
kemur og spjallar við hana enginn
annar en Stefán íslandi. Þaö verður
gaman aö heyra í þessum aldna
meistarasöngvara þar sem veriö
hefur hljótt um hann þó nokkurn
tíma. Hann velur tónlistina í þættin-
um og bregöur vonandi skífum meö
sjálfum sér á fóninn.
í útvarpinu á rás 1 eru svo alltaf
alls konar vökur; kvöldvökur, sumar-
vökur, morgunvökur og hvaö þetta
nú heitir allt saman. Það er ótrúlega
gaman aö hlusta einstaka sinnum á
þessa þætti og verður enginn verri
fyrir vikið. — Þá eru alltaf ógrynnin
öll af góðri klassískri tónlist flutt á
þessum vettvangi, þó flestir vilji
heldur hlusta á þessa sömu tónlist
heima hjá sér í rólegheitum en í út-
varpinu.
Rás tvö, Bylgjan, Stjarnan
Mest viö þaö sama — allt í léttari
kantinum og allt í lagi með þaö. Þó
standa breytingar fyrir dyrum á
Bylgjunni, nýrri rás bætt við, og
veröur gaman aö vita hvort sú verö-
ur öðruvísi eöa al veg eins og allt hitt.
— Ýmsir góöir þættir innan um á öll-
um þessum stöðvum.
ÚTVARP
eftir Kristján Kristjánsson
Af kínverskum spurningaleik
— Góðan daginn. Þetta er Hringiðan. A
rás 2. Veist þú hvað lagið heitir og höfund-
ur þess?
— Nei, það veit ég ekki. En ég er með
nafnið á þessum kínverska utanríkisráð-
herra. (Barnung stúlka í símanum og um-
sjónarmenn taka upp voðaertudugleg-tón-
inn.)
— Jæja, já, ertu með það, láttu okkur
heyra.
— Hann heitir (ofanskráðan brestur
minni).
— Það er bara alveg hárrétt, en þú veist
ekki hver samdi lagið og flytur?
— Nei, ég veit það ekki.
— Þakka þér samt kærlega fyrir. — Góð-
an daginn, þetta er Hringiðan á rás 2. Veist
þú hver flytur lagið?
—■ Nei, ég veit það ekki, ég var aftur á
móti með nafnið á þessum Kínverja, en nú
er búið að svara þvi. (Eldri maður í síman-
um og umsjónarmenn koma me„ð heimsk-
urgamallkall-varíasjónina.)
— Já, en ertu ljóðaunnandi? Veistu hver
orti þessa vísu og af hvaða tilefni hún birt-
ist nýlega í blöðum? (Umsjónarmaður fer
með vísu eftir alþekkt skáld.)
— Ég hef gaman af vel ortum vísum en
þetta hefur örugglega ekki verið Skagfirð-
ingur, ég veit ekki eftir hvern hún er.
— Það þrengir hringinn (umsjónarkonu
þrýtur örendi af hlátri yfir þessari hnittnu
athugasemd sinni.)
— Nei, þetta var ekki Skagfirðingur en
þakka þér fyrir að hringja.
— Næsti hlustandi gjörðu svo vel, veist
þú hver samdi lagið sem við erum að spila
hér undir?
— Nei, það veit ég ekki, en ég veit hvern-
ig á að stafa nafn kínverska utanríkisráð-
herrans. (Hróðugur Reykvíkingur, hefur á
að giska fjóra um tvítugt.)
— Jæja (umsjónarmaðurinn orðinn hálf-
leiður, vill fara að komast burt frá þessum
Kínverja), en eftir að hróðugi drengurinn
hefur stafað nafn Kínverjans gellur í um-
sjónarkonunni: Nei, þetta er bara alveg rétt
skrifað hjá mér.
Þessi símaleikur á rás 2 leiddi hugann að
því hvaða tilgangi slíkir leikir þjónuðu. Að
vera í góðu sambandi við hlustendur verð-
ur sjálfsagt svarað, og það er mikilvægt
slíkum útvarpsstöðvum verður bætt við
með þjósti. Það eru þó tæplega nein rök
fyrir þessari endaleysu sem hringingar
hlustenda inn á stöðvarnar eru orðnar.
Þetta er í besta falli orðið ódýr leið til að
komast hjá því að sinna dagskrárgerðinni
þannig að viðunandi geti talist, enda er
það Ijóst að fólk hringir bara til að hringja,
tekur ekki eftir spurningunum eða efninu
sem það á að ræða um og er þannig alveg
út í hött í útsendingunni. Einhver útvarps-
maðurinn komst þó snilldarlega frá þessu
þegar hann auglýsti að fólk mætti hringja
ef því lægi eitthvað á hjarta! Annar gerðist
sálusorgari og auglýsti eftir einmana fólki
sem hefði engan að tala við! Þetta — í
bland við spurningaleiki, óskalög, afmælis-
kveðjur, brúðkaupskveðjur, ferðasögur,
brandara og almennt nöldur — er orðið
eins og ef Velvakandi fyllti þriðju hverja
síðu í Morgunblaðinu og er þá mál að linni.
SJÓNVARP
Tuttugu fimmtíu
Þessa dagana botna ég hvorki upp né
niður í niðurröðun efnis á Stöð 2. Mér sýn-
ist sem morðmyndir og annað sem er ,,ekki
við hæfi barna" sé nú sýnt klukkan 20.50
á kvöldin, eða með öðrum orðum að sýn-
ing á slíkum myndum hefjist þó nokkru fyr-
ir áætlaðan svefntíma þeirra barna sem
farin eru að nálgast táningaaldurinn. Þessi
„tuttugu fimmtíu“tími er jafn fáránlegur
fyrir sýningar á bönnuðum myndum og
þegar verið er að sýna þær klukkan fimmt-
án mínútum fyrir fimm á daginn þegar for-
eldrarnir eru í vinnunni og börnin geta
„stolist" til að horfa á sjónvarpið. Á þriðju-
dagskvöldið var til að mynda kvikmynd
með Elizabeth Taylor sem mun hafa flokk-
ast undir „óæskilega barnamynd". Að vísu
sá ég hana ekki sjálf en að sögn félaga
minna sem horfðu á hana árið 1973 sváfu
þau þrjú saman uppi í rúmi næstu vikuna.
Voru þau þó engin börn. Nýorðin fimmtán
minnir mig. Þessi mynd kom beint á eftir
englinum Michael Landon og setti úr
skorðum þá mynd sem blessuð litlu börnin
hafa af englum sem ganga um á jörðinni og
gera góðverk. Annað sem hefur setið fast
í mér í þó nokkuð langan tíma er dagskrár-
kynning Stöðvar tvö. Það er ekki aðeins
fyrir ofan minn skilning heldur fjölda ann-
arra hver tilgangurinn er með því að sjón-
varpa dagskrárkynningu alla leið frá Ibiza.
Að auki var kynningin sú ekki einu sinni
rétt.
Það heyrir til algjörrar undantekningar
að stillt sé á ríkissjónvarpið hjá mér (nema
þá fréttir sem ég horfi á á báðum stöðvun-
um). Derrick vin minn hef ég ekki einu
sinni séð svo vikum skiptir vegna þess að
þá er á Stöð 2 þáttur sem kallast „Moon-
lightning". Prinsessan á heimilinu sem á
sjónvarpið og á afruglarann telur nefnilega
flestallt efni á Stöðinni sérstaklega valið
fyrir sig og sér beri skylda til að horfa á það
meðan hún er í sumarfríi. Málið mun fara
að vandast strax í næstu viku þegar skól-
inn byrjar og slökkt verður á sjónvarpinu
fyrir klukkan tíu öll kvöld virka daga hvort
sem það er Dallas sem verður á dag-
skránni undir miðnætti eða eitthvað ann-
að. Þó er eitt efni í ríkissjónvarpinu sem ég
missi aldrei af. Það er lottóið. Þar af leið-
andi fá auglýsingarnar alltaf að fljóta með
vegna þess að alltaf heldur maður að núna
gerist það. En það gerist auðvitað aldrei.
Annars sakna ég þess að sjá vandaða við-
talsþætti í sjónvarpi — svona þætti eins og
voru vinsælir í „gamla daga“, hm hm. Sem
minnir mig á að helmingurinn af þessari
grein er ósannur. Ég horfði nefnilega á
þáttinn um Akureyri í umsjón Sigrúnar
Stefánsdóttur á laugardagskvöldið og
fannst mikið til koma. Einkum og sér í lagi
að sjá það verðmæta myndasafn sem varð-
veist hefur. Skyldi maður virkilega vera
orðinn svo gamall í sinni að aðeins það sem
er ,,gamalt“ gleddi mann? Það getur meira
en verið.
30 HELGARPÓSTURINN