Helgarpósturinn - 17.09.1987, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 17.09.1987, Blaðsíða 6
✓ A sama tíma og velta Sólar og Smjörlíkis hefur staðid í stað hafa fyrirtœkin farið út í mikla fjárfestingu. Á síðasta hálfu öðru ári hafa þau stofnað til 190 milljón króna skulda. Auk þess koma til skuldir vegna fjármögnunarleigu vegna vélakaupa. Verður Sólgosið banabiti Davíðs Scheving Thorsteinssonar? Tangarsókn Davíðs Scheving Thorsteinssonar inn á gosmarkaðinn var hrundið. Drykkirnir þóttu ekki nógu góðir. Mörg þúsund lítrum af þessum drykkjum var hent á haugana. Nú reynir Davíð í annað sinn að smeygja sér á milli risanna á markaðinum með endurbætta drykki. Að margra dómi er Davíð að berjast fyrir lífi sínu og fyrir- tækja sinna. Sumir halda að „sólkóngur“ viðskiptalífsins sé að lækka á lofti. EFTIR GUNNAR SMÁRA EGILSSON ÁSAMT FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSYNI MYNDIR JIM SMART Það urðu miklar breytingar á gos- markaðinum þegar Sanitas, um- boðsaðili Pepsi, byrjaði að tappa drykkjum sínum á einnota áldósir. Sanitas jók framleiðslu sína umtals- vert og þar með hlutdeild sína á markaðinum. Aðrir framleiðendur vilja þó ekki kannast við samdrátt hjá sér. Skýringin felst meðal annars í því að aukin sala á Sanitas-gosinu kom niður á öðrum drykkjarvörum. En sjálfsagt er skýringuna einnig að finna í þeirri staðreynd að í við- kvæmnri samkeppni getur verið hættulegt að viðurkenna upp á sig áföli. Bæði Vífilfell, umboðsaðili Coca- Cola Company, og Ölgerd Egils Skallagrímssonar hafa nú fest kaup á verksmiðjum sem fylla gos á ál- dósir. Það lýsir kannski best hvaða byltingu dósirnar hafa valdið á markaðnum. Gler hrannast upp í verksmiðjunum og þær eiga í raun einskis annars úrkosta en skipta yfir í áldósir. HÁLFU ÁRI OF SEINT í ljósi þessa má segja að Davíð Scheving Thorsteinsson hafi komið hálfu ári of seint á markaðinn. Ef Sólgosid hans á plastdósunum hefði komið á undan Sanitasdósunum má reikna með að hann hefði fengið eitthvað af uppsveiflu Sanitas á þessu ári. Svo varð ekki. Þegar Sól- gosið kom á markaðinn voru allir gosframleiðendur komnir með ál- dósir í einhverjum mæli, ýmist inn- fluttar eða dósir áfylltar hérlendis. En Davíð virðist hafa verið óhepp- inn með fleira en tímasetninguna. Vegna mistaka við framleiðslu í upp- hafi höfnuðu_neytendur drykkjun- um hans. Davíð rekur þetta annars vegar til kolsýru frá Sjóefnavinnsl- unni á Reykjanesi og hins vegar tii mistaka við hönnun á drykkjunum. Hann hefur nú betrumbætt suma og tekið aðra at markaðinum. Nýju drykkirnir verða því bæði að reka af sér slyðruorðið, sem forverar þeirra skildu eftir sig, og einnig að berjast við risana, sem fyrir eru á markað- inum. Eins og áður sagði kom aukin gos- sala niður á öðrum drykkjarvörum. JÖFN OG MIKIL SÖLUAUKNING Á GOSMARKAÐINUM Sala á gos- drykkjum hefur aukist jafnt og þétt á síðustu tuttugu og fimm árum. Eftir sölunni, sem af er þessu ári, að dæma virðist allt benda til þess að það sé síður en svo að hægja á þessari þróun. Upplýsingar frá Hagstofu íslands um framleiöslu og innflutning á gosdrykkjum á árunum 1961 til 1986, Viö súluritiö er bœtt áœtlaöri sölu á árinu 1987 samkvœmt upplýsingum söluaöila. Sólgosiö sem kom og hvarf Davíð Scheving Thorsteinsson henti um 80 þúsund dósum af fyrstu framleiðslu Sólgossins. Stuttu eftir að framleiðsla á nýju og betrumbættu gosi kom á markaðinn biluðu vélarnar. Eftir stóðu auðar hillur. Harðast kom hún niður á Soda Stream, sem Sól hf. er umboðsaðili fyrir og framleiðir. Það hefur nánast hrunið í sölu. Sala á annarri afurð Sólar, Svala, dróst einnig saman um tíma, en virðist nú vera að ná sér á strik. Af einstökum fyrirtækjum hef- ur aukin gossala komið einna harð- ast niður á Sól hf. Davíð var því kominn í varnar- stöðu á þeim tíma sem framleiðsla á Sólgosi hófst. Undirbúningur þess- arar framleiðslu hófst 1984. Lands- lagið á markaðnum hefur mikið breyst síðan. Dósagosið frá Sanitas hlýtur því að hafa haft alvarlegar af- leiðingar fyrir áætlanagerð Sólar. 190 MILUÓN KRÓNA LÁN Á 18 MÁNUÐUM Sól hf. er dótturfyrirtæki Smjör- Itkis hf. og er eignaraðiid sú sama að báðum fyrirtækjunum. Þau eru í eigu þriggja fjölskyldna, sem stofn- uðu Smjörlíki upp úr seinna stríði. Með láti stofnfélaga hafa hlutabréfin skipst á milli margra aðila og eru þar fáir stórir. Davíð Scheving Thor- steinsson á til dæmis ekki nema 5 prósent í fyrirtækjunum. Fyrirtækin hafa verið í miklum vexti á undanförnum árum. Þau hafa stofnað til mikilla fjárfestinga og sífellt lagt inn á nýjar brautir í framleiðslu. Samkvæmt upplýsing- um Davíðs Scheving Thorsteinsson- ar virðist veltuaukningin hins vegar hafa stöðvast á árinu 1985 og heldur hallað undan fæti síðan þá. Davíð var hins vegar ófáanlegur til þess að greina nákvæmar frá stöðu fyrir- tækjanna, þar sem hér væri um einkafyrirtæki að ræða. Samkvæmt heimildum Helgar- póstsins skiluðu fy rirtækin hins veg- ar tapi í fyrra. Slíkt getur fyrirtækið vart þolað lengi samhliða auknum fjárfestingum og minnkandi veltu. Umtal um erfiðleika fyrirtækisins er því vart úr lausu lofti gripið. Þegar veðbókarvottorð fyrir hús- eignir fyrirtækjanna eru skoðuð kemur í Ijós mikil skuldasöfnun á stuttum tíma. Á síðasta einu og hálfa ári eru þannig skráð lán á nafnverði tæplega 190 milljónir króna. Þar af 130 milljónir króna á síðustu tólf mánuðum. Um síðustu mánaðamót voru rúmlega 50 millj- ón króna lán frá Idnlánasjódi skráð í veðmálabækur. VÉLARNAR KEYPTAR Á FJÁRMÖGNUNARLEIGU Á veðbókarvottorði kemur ekki fram að hversu stórum hluta tækja- kaup verksmiðjunnar eru fjármögn- uð með fjármögnunarleigu. Helgar- pósturinn hefur heimildir fyrir því að Golíat og nýju dósa- og gossam- stæðurnar voru fjármagnaðar, að hluta eða öllu leyti, af Glitni, fjár- mögnunarfyrirtæki í eigu lönadar- bankans og erlendra aðila. Sam- kvæmt upplýsingum Davíðs kost- uðu dósa- og gosverksmiðjurnar uppsettar samanlagt um 105 millj- ónir króna. Þegar lán sem tekin hafa verið á síðasta einu og hálfa árinu eru lögð saman við kaup á vélum með fjár- mögnunarleigusamningum kemur í ljós skuldastaða sem er umtalsvert hlutfall af veltu. Á síðasta ári var velta fyrirtækjanna 542 milljónir króna. Davíð gerir ráð fyrir um 600 milljón króna veltu á þessu ári. Brunabótamat á húseignum fyrir- tækjanna er hinsvegar 644 milljónir króna og vélar og tæki þeirra eru metin á 330 milljónir króna. Eigið fé Sólar hf. og Smjörlíkis hf. er því rétt tæpur milljarður króna. Þó Sól og Smjörlíki séu stöndug fyrirtæki má þó ljóst vera að ein- hverjir greiðsluerfiðleikar eru fram- undan í rekstrinum. Eins og áður sagði hefur orðið hrun í sölu á Soda Stream. Samdráttur hefur verið í sölu á smjörlíki og Svalinn hefur einnig orðið fyrir áföllum. Hins veg- ar hefur söluaukning orðið í Tropí og Sólar-grœnmeti er viðbót frá fyrri árum. Sú viðbót ætti þó lítið að hafa að segja ef fjárfestingin í dósa- og gosverksmiðjunum skilar ekki arði. Eins og fram hefur komið segist Davíð stefna á um 10 prósent af gos- markaðinum. Það eru rúmlega 8 milljón dósir. Ef þetta dæmi fellur, eins og menn hafa heyrst spá, þýðir það að Davíð þarf að skera um 10—20 prósent af veltu verksmiðj- anna í bjartsýnustu spám um fram- tíðina. STANDAST DÓSIRNAR SAMKEPPNI? Spurning sem vaknar í kjölfar þessarar sóknar Davíðs á gosmark- aðinn er: Hversu góð uppfinning eru plastdósirnar? Hér er ekki um nýja hugmynd að ræða. Coca-Cola Company hefur nýverið dregið sig út úr tilraunasam- starfi við plastverksmiðju í Atlanta í Bandaríkjunum. Ástæðan var sú að þessar dósir höfðu minna geymslu- þol og í raun var erfiðara að eyða þeim en áldósunum. Davíð Scheving Thorsteinsson sagði í samtali við Helgarpóstinn, að sínar dósir væru gerðar úr öðru efni en þær bandarísku og því ekki sambærilegar. Því til sönnunar dró hann eina slíka merkta Coca-Cola Classic upp úr pússi sínu. Sú dós reyndist mun þyngri en sambærileg dós frá SÓl hf. Davíð sagði þessar dósir eiga fátt annað sameiginlegt en að þær væru báðar úr plasti. En plastdósir eru víðar í þróun en á íslandi. í Kanada er unnið að gerð plastdósa sem eiga að eyðast af sjálfu sér eftir ákveðinn tíma frá framleiðslu. í ljósi aukinnar áherslu á umhverfismál er ekki ólíklegt að þarna sé á leiðinni erfiður keppi- nautur. Sóldósirnar hafa állok og því má segja að þeim fylgi frekar tvöfalt vandamál en að þær leysi umhverf- ismengunina af gosumbúðunum. Eins og fram hefur komið í frétt- um bindur Davíð miklar vonir við þessar dósir. í viðtali hér á opnunni lýsir hann þeirri skoðun sinni, að ef ekki sé hægt að selja íslenskt vatn í þessum dósum verði það aldrei mögulegt. Hann stendur nú í samn- ingaviðræðum við erlenda aðila um útflutning á vatni í dósunum. Á næstu mánuðum mun koma í ljós hvað úr þeim viðræðum kemur. Tvær dósaverksmiðjur á leið til landsins Á myndinni má sjá glerfjall fyrir utan verksmiðju Vífilfells við Stuðlaháls. Með tilkomu einnota umbúða hafa glerbirgð- ir hrannast upp í gosverksmiðjunum. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.