Helgarpósturinn - 17.09.1987, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 17.09.1987, Blaðsíða 10
VETTVANGUR HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ritstjórnarfulitrúi: Blaðamenn: Prófarkir: Ljósmyndir: Útlit: Framkvæmdastjóri: Skrifstofustjóri: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Dreifing: Afgreiðsla: Sendingar: Ritstjórn og auglýsingar Útgefandi: Setning og umbrot: Prentun: Halldór Halldórsson, Helgi Már Arthursson Egill Helgason Anna Kristine Magnúsdóttir, Friðrik Þór Guðmundsson, Gunnar Smári Egilsson, Jónína Leósdóttir, Kristján Kristjánsson, Sigríður H. Gunnarsdóttir Sigríður H. Gunnarsdóttir Jim Smart Jón Óskar Hákon Hákonarson Garðar Jensson Hinrik Gunnar Hilmarsson Bergþóra Sigurbjörnsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir Garðar Jensson, Guðrún Geirsdóttir Bryndís Hilmarsdóttir Ástríður Helga Jónsdóttir eru í Ármúla 36, Reykjavík, sími 68-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru í Ármúla 36, sími 68-15-11 Goðgá hf. Leturval sf. Blaðaprent hf. Tekjuskattsstjórn? Fjármálaráöherra og ríkisstjórn standa frammi fyrir um rúmlega 3.500 milljóna fjárlagahalla. Talan gæti hæglega orðið fjögur þúsund milljónir króna. í gerð fjár- laga fyrir árið 1988 hefur fjármálaráðherra lagt fram hugmyndir um það hvernig skera megi fjárlagahalla nið- ur með aukinni skattheimtu upp á hálfan þriðja milljarð, en er tilbúinn til að fallast á tólf hundruð milljón króna fjárlagahalla á næsta ári. Nú takast menn á um það innan ríkisstjórnar hvernig skera megi niður ríkisútgjöld til að koma í veg fyrir aukna skattheimtu ríkissjóðs. Enn sem komið er hljóða tillögur um niðurskurð aðeins upp á um eitt þúsund milljónir og miðað við þetta má gera ráð fyrir að ríkisstjórn neyðist til að auka skattheimtu í landinu um hálfan annan milljarð króna á næsta ári. Eins og mál standa nú er líklegast talið að ríkisstjórn kjósi, m.a. vegna ágreinings um niðurskurð, að fara hefðbundna leið og hækka tekjuskatt einstaklinga. Það má með þungum rökum halda því fram að nú fari fram stjórnarmyndunarviðræður — hinar síðari á þessu ári. Óútkljáð ágreiningsmál stjórnarflokkanna þriggja um útfærslu þeirra almennu markmiða sem menn settu sér í stjórnarsáttmála eru nú aftur komin upp á borð for- ystumanna flokkanna. Og ef marka má orð fjármálaráð- herra verður að leysa þann ágreining fyrir mánudag, en þá er stefnt að því að senda fjárlagafrumvarp til prentun- ar. Sérfræðingar í peningamálum hafa á undanförnum misserum gagnrýnt þá stefnu stjórnvalda að reka ríkis- sjóð með halla. Rökin gegn hallarekstri eru þau, að hann skapi óeðlilega þenslu í efnahagslífinu og að ríkisfjármál séu við þessar aðstæður ekki það hagstjórnartæki, sem þau gætu verið. Sjálfvirkni í fjárlagagerð hefur sömuleið- is verið gagnrýnd og eins það að réttur manna til opin- berrar þjónustu skuli vera rýmkaður án þess að gert sé ráð fyrir því við lagasetningu hvernig fjármagna skuli þessa veittu þjónustu. Sá ágreiningur sem nú er risinn með stjórnarflokkun- um er annars vegar afstaðan til róttækra breytinga á fjár- málakerfi ríkisins og hins vegar ágreiningur um leiðir til að ná niður fjárlagahalla fyrir næsta ár. í fljótu bragði virðist það nær óframkvæmanlegt að skera niður nú í verulegum mæli ríkisútgjöld sem að mestu leyti eru lög- bundin og sjálfvirk. Afnám sjálfvirkni skilar sér ekki nema að litlu leyti strax og er í rauninni ekki inni í mynd- inni nú. Það sama má reyndar segja um sölu ríkisfyrir- tækja. Merkjanlegra áhrifa vegna sölu ríkisfyrirtækja og annarra eigna ríkisins gætir ekki þegar í stað. Þar sem ríkjandi er ágreiningur um skattlagningu at- vinnufyrirtækja og ágreiningur um niðurskurð á sjálf- virkum framlögum til landbúnaðar má gera ráð fyrir, a.m.k. eins og mál standa í dag, að forystumenn stjórnar- flokkanna komi sér upp samkomulagi um aukna skatt- heimtu á almenning — launamenn. Fari svo að ríkis- stjórn kjósi að fara þessa leið sver hún sig í ætt við fyrri stjórnir. I sjónmáli er staðgreiðslukerfi skatta. Margir launa- menn binda við það miklar vonir, enda þótt bæði Sjálf- stæðisflokkur og Alþýðuflokkur hafi á stundum heitið því að afnema tekjuskatt á almennum launatekjum. Verði niðurstaða fjárlagadæmisins sú að tekjuskattur hækki á næsta ári má búast við mikilli óánægju meðal almennings og jafnvel að hrikta taki í ríkisstjórnarsam- starfinu. 10 HELGARPÓSTURINN Grun(n)laus háskóli? Háskólinn á Akureyri ,,byggðapólitík“ til að fá menntamenn norður? Þörf fyrir aukna menntun vex ört og kröfur um bætta þjónustu á þessu sviði fara vaxandi. Aukin að- sókn er að fullorðinsfræðslu, eða öldungadeildum, æ fleiri fara í end- urmenntun og þjóðin öll virðist haldin miklum menntunarþorsta. Markmið menntunar er að efla þroska nemenda, auka þekkingu þeirra og færni til þess að takast á við lífið í leik og starfi. Hér á landi er skólaskylda með því lengsta sem þekkist í heiminum í dag og er það vel, því vissulega er mennt máttur og sterk þjóð má sín lítils ef grunn- urinn er veikur. Háskóli íslands er ein þeirra menntastofnana í landinu sem eiga að sinna menntun þjóðarinnar. Hlutverk hans er að efla menntun og vísindarannsóknir í landinu. Há- skólinn á að efla æðri menntun og þá um leið að styrkja þá undirstöðu- menntun sem háskólanámið byggir á. Jafnframt er hlutverk háskóla að varðveita menningararf liðinna kynslóða. Meginhlutverk háskóla hefur reyndar verið óbreytt um aldir en það hlutverk er varðveisla, öflun og miðlun þekkingar. Til þess þarf miklar rannsóknir. Undirstaða í slíku háskólastarfi er frjáls hugsun og gagnrýni, rannsóknafrelsi og virðing fyrir vísindalegum vinnu- brögðum. Til að háskóli geti staðið undir nafni með réttu þurfa að vera fyrir hendi aðstaða og fjármagn til rannsókna, því rannsóknir eru und- irstaða hverrar þeirrar stofnunar sem vill telja sig í hópi háskóla. A síðustu áratugum hafa sprottið upp adrar tegundir háskóla, eða há- skólastiga, sem leggja megináherslu á kennslu en litla eða enga áherslu á vísindalegar rannsóknir. Hér má Ijóst vera að hugtakið háskóli hefur tekið verulegum breytingum á síð- ustu áratugum, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku. Hér á landi hefur áþekk breyting átt sér stað þegar rætt er um skóla á háskólastigi án þess að vera háskóli í hefðbundnum skilningi. Þegar talað er um þessa skóla sem „háskóla" eða skóla á „háskóla- stigi", er komið langan veg frá há- skóla í eiginlegum skilningi. Fátt eitt er þeim sameiginlegt annað en gamla góða stúdentsprófið. Sumir þessara skóla hafa mikinn metnað í að stunda rannsóknir samhliða kennslunni, en hafa ekki bolmagn til þess þar sem ríkisvaldið, eða aðr- ir fjárveitingaraðilar, hafa gjörsam- lega brugðist hlutverki sínu. Skortur á fjármagni, húsnæði og tækjum hefur algjörlega staðið í vegi fyrir því að hugsjón og metnaður þessara skóla yrðu að veruleika. Samt er reynt með litlum efnum og árangur- inn er eftir því, lítill en nauðsynleg- ur. Aherslan í öðrum þessara ,,nýju“ skóla er öll orðin á kennsluna, til að undirbúa nemendur eftir þörfum at- vinnuveganna. Grundvallarþættin- um er sleppt, sjálfstæðar grunn- rannsóknir gleymast, og eftir stend- ur fótalaust skrípi sem vill telja sig æðri menntastofnun, eða háskóla. Háskóli íslands hefur lengi mátt búa við fjárskort. Erfiðlega hefur reynst að fá fjölgað stöðugildum við skólann og hann því rekinn að mjög miklu leyti með stundakennslu, en hlutur hennar hefur aukist mjög hin síðari ár. Erfiðlega hefur gengið að fá kennara til starfa vegna lágra launa og fé til rannsókna hefur verið af skornum skammti. Þrátt fyrir þetta hefur ríkt mikill metnaður inn- an skólans um að búa svo um hnút- ana að skólinn stæði ekki öðrum á erlendri grund að baki hvað varðar kennslu og rannsóknir. Til að stunda fræðistörf þurfa bækur að vera fyrir hendi. Oftar en ekki þarf að panta fjölmargar bæk- ur frá útlöndum með svokölluðu millisafnaláni. Þessum bókum þarf auðvitað að skila aftur og oftast að skömmum tíma liðnum. Háskóla- bókasafnið hefur gjörsamlega farið á mis við nægilegt fjármagn til að standa undir merkjum. Til að geta talist færðistofnun þarf háskólinn að eiga gott og vel búið bókasafn, en hér sem víða annars staðar hefur ríkisvaldinu gjörsamlega sést yfir gildi bókanna. Það er eins og stjórn- málamenn hafi ekki hugmynd um út á hvað menntun gengur. Fræðimennskan er ekki þægileg leit að nýrri vitneskju um eitt og annað sem gaman væri að vita. Hún er barátta fyrir þekkingu og gegn hleypidómum og hindurvitnum. Það er ekki laust við að manni finn- ist stjórnmálamennirnir okkar blessaðir þvælast fyrir framförum. Hverjum hefði dottið það í hug að gefa þjóðinni Þjóðarbókhlöðu og láta svo vera að byggja hana? Við sjáum að upp rís virki með skotrauf- argluggum og síki í kring svo að þekkingin leki nú ekki á braut. Þeg- ar loks verður lokið við að „gera hana klára að innan" verður hún orðin of lítil með langa byggingar- sögu og peninga að baki. Til að kór- óna heimskuna í menntamálum landsins á síðan að byggja upp ann- an háskóla á íslandi. Já, það er stórhuga þjóð sem byggir þetta land. Stjórnviska og byggðapólitík stjórnmálanna hafa komist að þeirri niðurstöðu að það sé lífsnauðsynlegt fyrir þær 250 þúsund hræður sem búa á þessu landi að hafa tvo háskóla, eða jafn- vel fleiri. Þegar háskólinn suðrá Melum hefur lengi verið í fjársvelti, mikið af húsnæði hans stendur hálf- karað og annað löngu sprungið und- an starfseminni, rannsókna- og vís- indastörf sem tengjast háskólanum eru meira og minna á hrakhólum, þá finnst stjórnmálamönnum og öðrum „menntagoðum" þörf á nýj- um háskóla. Nær hefði verið að full- nægja grundvallarþörfum Háskóla íslands. Nei, um það má ekki ræða. Þessum vitringum finnst réttara að „stela matnum frá sveltandi barni“, eins og einn viðmælenda komst að orði. Þó að fyrrverandi „riddari menntagyðjunnar", Sverrir Her- mannsson, sé stóryrtur maður og hafi löngum látið gamminn geisa í stjórnmálum er ekki þar með sagt að sömu braut þurfi að feta. Það ger- ir þó núverandi ráðherra mennta- mála, Birgir ísleifur Gunnarsson. Hann virðist hins vegar gera sér aðeins meiri grein fyrir því hversu margir búa á Islandi, eða lætur í það skína að minnsta kosti. í ræðu sinni við setningu háskól- ans á Akureyri komu öfugmæii ráð- herrans berlega í ljós: „Við skulum þó gera okkur fulla grein fyrir því að fámenni þjóðarinnar og fjárhagsleg geta setur miklum hugsjónum á vettvangi skólastarfs, háskólastigs sem annars, verulegar skorður. Við getum ekki vænst þess að búa við jafn öflugt og gróskumikið háskóla- líf og nágrannaþjóðirnar, þar sem margir sjálfstæðir kennslu- og rann- sóknarháskólar starfa. Við hljótum að sníða okkur stakk eftir vexti.“ Ekki virðist ráðherrann gera sér mikla grein fyrir þjóðarvextinum eða þeim stakki sem Háskóla ls- lands er búinn. Hann er í fjársvelti en skrimtir enn. Eðlilega var leitað til Háskóla ís- lands við uppbyggingu skólans á Akureyri. Skoðun manna þar á bæ var öll á einn veg, að ekki ætti að byggja upp samskonar nám og boð- ið er upp á fyrir sunnan. Nú er hins vegar hafin kennsla á Akureyri í hjúkrunarfræði og iðnrekstrar- fræði. Hjúkrunarfræði er kennd í Háskóla íslands, iðnrekstarfræði er kennd í Tækniskóla íslands og þar með er gengið þvert á álit háskóla- manna. 1 áliti læknadeildar HÍ, frá 5. des. 1985, kemur fram að „aðstaða læknadeildar, bæði hvað snertir stöðuheimildir til kennslu og rann- sókna, tækjabúnað og aðrar kring- umstæður, væri það bágborin að fá- sinna væri að dreifa þeim iitlu kröft- um til að koma upp kennsluútibúi í læknisfræðigreinum á Akureyri um- fram það sem þegar er“. Þetta var einróma og samdóma skoðun allra deildarráðsmanna. Háskólaráð komst að svipaðri niðurstöðu, að óráðlegt væri að vera með sams- konar nám og stundað væri í HI. Engin rannsóknaaðstaða er fyrir hendi í hinum ,,nýja“ háskóla á Ak- ureyri. „Hana verður að að byggja smátt og smátt upp,“ segja starfs- menn skólans, „þetta er byggðapóli- tík sem gengur út á það að fá menntafólk norður." Hér er ætt af stað í einhverjum tilfinningahita og að lítt athuguðu máli. Grundvallar- forsenda háskóla stendur enn, það eru rannsóknir. Enn einu sinni koma öfugmæli ráðherra í Ijós. „Að því er rannsóknaþáttinn snertir er þörf á mikilli aðgát. Sá þáttur er kostnaðarmestur í starfi hvers há- skóla og því ríður á að rannsókna- starfsemin í landinu sé skipulögð á þann hátt að ekki sé um tvítekningu að ræða og kröftunum sé ekki dreift um of.“ Þegar er búið að dreifa kröft- unum með stofnun þessa skóla. Ef skipulag rannsóknastarfseminnar felst í fjársvelti þá er háskólinn á Ak- ureyri andvana fæddur. Háskóli Is- lands fær ekki einu sinni nægilegt fjármagn til að sinna sínum skyld- um. Háskóli á Akureyri er hrein og bein móðgun við H áskóla íslands og það starf sem þar er verið að reyna að inna af hendi. „Alveg fáránlegt að stofna háskóla á Akureyri," segir einn háskólamanna. Ríkisstjórninni hefði verið nær að gangast við eigin afkvæmi og búa því örugga framtíð áður en farið var að búa til annað. Með þessum nýja getnaði er verið að seinka eðlilegri þróun Háskóla ís- lands og gera honum enn erfiðara en nú er að sinna þörfum nemenda sinna og standast þær kröfur sem gerðar eru til háskóla. Jón Gunnar Grjetarsson * „Aherslan í þessum „nýju háskólum“ er öll orðin á kennsluna til að sinna þörfum atvinnurekenda“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.