Helgarpósturinn - 17.09.1987, Page 11

Helgarpósturinn - 17.09.1987, Page 11
gamalla þingmanna (sem raunar eru ekki allir svo ýkja gamlir) hélt mikið hóf fyrir viku og var því valinn staður í helsta helgi- reit íslensku þjóðarinnar, í þjóð- garðinum á Þingvöllum. Líkt og margsinnis komið hefur fram í frétt- um standa nú til margháttaðar breytingar í þjóðgarðinum, sam- kvæmt tillögum Þingvallanefndar og arkítekta hennar. Þar ber einna hæst að til stendur að rífa Hótel Valhöll, eða einmitt húsið þar sem þingmennirnir gömlu sátu hinn dýr- lega fögnuð. Hugmyndir Þingvalla- nefndar voru enda mjög til umræðu þá um kvöldið. Þórarinn Sigur- jónsson, gamall framsóknarþing- maður af Suðurlandi og formaður Þingvallanefndar, ávarpaði sam- komuna og útlistaði framtíðarskipu- lag Þingvalla ítarlega og í miklum smáatriðum. Varð honum meðal annars mjög tíðrætt um salernisað- stöðu þarna fyrir austan, en hún hefur löngum þótt til vansa, sem og skolplagnir. Munu ekki allir þing- skörungarnir hafa verið jafnhrifnir þegar ræða Þórarins tók að dragast á langinn og er sagt að einn þeirra hafi haft á orði að máski hefði hann getað skrifað undir framtíðarplön Þingvallanefndar áður en Þórarinn hóf tölu sína, en nú hefði hann tekið algjörum og fullkomnum sinna- skiptum. . . s ^^^parnaður 1 rikisrekstri er nokkuð sem allir vilja berjast fyrir. Þetta getur þó farið út í öfgar. Þann- ig mun nýi og hraðskreiði tollbát- urinn ekki vera tryggður nema út að Gróttu. Þetta setur tollyfirvöld að sjálfsögðu í nokkurn vanda. . . VORUÞROUN • • ATAK IÐNTÆKNISTOFNUNAR ISLANDS Vöruþróunarátaki Iðntæknistofnunar íslands er ætlað að efla nýsköpun í atvinnulífinu. Unnið verður að afmörkuðu verkefni og er megináhersla lögð á að þátttakendur markaðsfæri afurð í verkefnislok. Verkefnið er styrkt af Iðnaðarráðuneytinu og Iðnlánasjóði. Kynningarfundur um verkefnið verður haldinn 22. september næstkomandi kl. 15.00 hjá Iðntæknistofnun íslands, Keldnaholti. Fyrirtækjum og einstaklingum sem óska eftir að gerast þátttakendur í verkefninu er bent á að hafa samband við stjórnanda þess, Karl Friðriksson, ísíma (91) 687000. ^ Umsóknareyðublöð fást hjá Iðntæknistofnun íslands og öðrum aðilum verkefnisins. Einnig munu þau liggja frammi á kynningarfundinum. Umsóknarfrestur rennur út 15. október 1987. Í1 Iðntæknistofnun íslands Keldnaholti, 112 Reykjavík. Sími (91) 687000. í verkefnisstjórn silja fulltrúar Félags íslenskra iðnrekenda, Landssambands iðnaðarmanna, Iðnlánasjóðs, Alþýðusambands íslands og Iðntæknistofnunar íslands. . 4: HELGARPÓSTURINN 11

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.