Helgarpósturinn - 17.09.1987, Side 12
TROMPREIKNIN GUR
SPARISJÓÐANNA
»ÖRUGGUR
með raunvöxtum
og verðtryggður reikningur
» VEXTIR trompreiknings og verðtrygging er
borin saman við sérstaka trompvexti á 3ja mánað
fresti og U& ífeafö Iþau lteemii omi
^ EKKERTúttektargjald
‘3’©' EUgrípur til peninganna hvenær
sem þú þarft á þeim að halda því
HiPömpFeíkninguiiinn -er;álltáf ilaus
ÚTRÝMINGARBÚÐIR
Aids-búðir
Við birlum ísumar opnuviðtal við
Leif Muller, eina Islendinginn sem
dvaldi í Sachsenhausen-fangabúð-
unum í síðari heimsstyrjöldinni. Ný-
lega rákumst við á heilmikla grein
sem fjallaði um þessar fangabúðir,
en þó ekki á þann hátt sem fólk á að
venjast.
Tveir blaðamenn frá danska blað-
inu Press brugðu á leik um daginn
og fengu til liðs við sig arkitekt til að
teikna upp Sachsenhausen-búðirn-
ar í nýtískulegri útgáfu. í rauninni
var teikningin næstum alveg eins og
gömlu teikningarnar af búðunum,
nema hvað nýtískulegri nöfn voru
sett inn á. Blaðamennirnir útbjuggu
því næst fyrirtækjakort með nafni
„fyrirtækis" síns Medlnvest í Belgíu.
Þeir lögðu síðan leið sína til Þýska-
lands þar sem þeir hittu að máli tíu
menn sem voru í forsvari fyrir jafn-
mörg bæjarfélög. Tilgangurinn var
að kanna undirtektir við því að reist
yrði lokuð sjúkrastöð fyrir Aids-
sjúkiinga í viðkomandi bæjarfélagi
eða nágrenni þess. Sjúkrastöðin átti
að geta tekið á móti 1.000 Aids-
sjúklingum í einangrun, kosta á bil-
inu frá 2,1 milljarði króna upp í 6,5
milljarða en geta í staðinn veitt 700
manns atvinnu.
Til að gera söguna trúverðugri
urðu blaðamennirnir sér úti um að-
stoðarmann innan heilbrigðisráðu-
neytisins, aðeins til að fyrirbyggja
að leikurinn yrði eyðilagður, óskaði
einhver eftir að ná tali af ráðuneyt-
inu og fá byggingu Aids-stöðvarinn-
ar staðfesta. Af þeim tíu sem talað
var við var aðeins einn sem spurði
hvort heilbrigðisráðuneytið tengd-
ist þessu, allir hinir tóku söguna trú-
anlega í fyrstu atrennu, án þess að
efast nokkru sinni. Einn borgarstjór-
inn sagðist ekki vilja fá þessa stöð
nálægt sinni borg af „prinsipp-
ástæðum, sem hann skýrði ekki
nánar, og annar borgarstjóri, sem
samþykkt hafði hugmyndina, var
stöðvaður af samstarfsmanni sín-
um.
í nágrenni einnar borgarinnar
hafði verið fyrirhugað að reisa golf-
völl, en borgarstjórinn þar skipti
strax um skoðun þegar hann heyrði
af Aids-stöðinni upp á 6,5 milljarða,
sem honum fannst mun betri fjár-
festing í! Forsvarsmenn bæjarfélag-
anna létu sig ekki muna um að eyða
drjúgum tíma í að leita að hentugu
byggingarstæði á umráðasvæði
sínu, leita ráðlegginga símleiðis og
þar fram eftir götunum. Það eina
sem strandaði á hjá öllum sem sam-
þykktu að byggt væri Aids-sjúkra-
hús í þeirra bæjarfélagi var kirkju-
garður. Þeir samþykktu ekki að not-
aður yrði borgarkirkjugarður undir
lík þeirra sem ættu eftir að látast úr
Aids inni á stöðinni.
NÝJA ELDAVÉLIN
FRÁ
vörumerki hvers heimilis i 50 ár.
LÆKJARGÖTU 22 HAFNARFIRÐI SÍMI 50022
12 HELGARPÓSTURINN