Helgarpósturinn - 17.09.1987, Side 13

Helgarpósturinn - 17.09.1987, Side 13
IDAGBOKIN HENNAR DULLII Kæra dagbók. Það er alveg makalaust hvað glansinn fer fljótt af skólanum, þó maður hafi verið þrælspenntur að hitta allt liðið fyrir bara hálfum mánuði. Nokkrir krakkar í mínum bekk ætla að halda áfram að vinna í vetur og mig er farið að dauðlanga til þess líka, en pabbi og mamma al- gjörlega harðbanna mér það. Samt vántar ekki röflið í þeim þegar ég bið um pening og þau myndu alveg losna við það vesen! Ég held að þau séu nú SJALF komin á þennan mót- þróáaldur, sem alltaf er verið að ásaka mig um að vera á. Ég sé heil- margt sniðugt við þetta, a.m.k. ef það er rétt sem krakkarnir segja. Þau eru á næturvöktum í Hampiðj- unni og fá rosasniðug heyrnartæki á hausinn, sem eru með útvarpi í. (Þ.e.a.s. tækin, ekki hausarnir . . .) Krakkarnir rölta svo bara um og fylgjast með einhverjum vélum í ró- legheitunum, hlusta á næturútvarp- ið og fá helling af pening í hverjum mánuði. Æði, maður!!! Ragga í næsta húsi prufaði þetta í fyrra, en hún gafst upp. Hún sagði að það væri svo mikið að gera að hún hefði alveg verið að drepast. Það voru ógeðslega margar vélar þarna, sem hún átti að sjá um, og hún var víst á hlaupum alla nóttina. (Þetta hlýtur að hafa verið algjör undantekning. Annars eru krakk- arnir stundum með alls konar skurði og sár eftir beitta hnífa, sem þau nota. Þau þurfa greinilega eitt- hvad að gera þarna!) Hún var líka alltaf að sofna af þreytu í skólanum og kennarinn skammaði hana stundum fyrir framan allan bekk- inn. Grey Ragga, sem roðnar svo hryllilega! En hún gat bara ekkert að þessu gert. Mamma hennar er fyllibytta og á aldrei pening, svo stelpugreyið varð að redda sér. Núna er hún í einhverjum heima- vistarskóla. Kannski væri betra að vera í „ræstingum" eins og Stebba systir. Hún græðir rosalega á þessu. Það er víst fullt af stelpum í menntó, sem skúra svona hjá fínum lötum kell- ingum úti í bæ. (Mamma tryllist, þegar ég orða þetta svona. Hún seg- ir, að þetta séu vinnuþrælkaðar konur í ábyrgðarstöðum, sem búi við fullkomið skilningsleysi á heim- ilinu og verði að fá hjálp. Þá fær pabbi hláturskast.) Það er hins veg- ar soldið erfitt að vita hver á að hjálpa þessum útjöskuðu kellingum, ef allir hugsuðu eins og mamma. Hún er nefnilega algjörlega á móti því að „dætur hennar" séu í skúring- um. (Stebba er bara hætt að láta hana ráða yfir sér og gerir það sem henni sýnist!) Pabbi segir, að mamma vilji helst að litlir og sætir englastrákar svífi niður af himnum og reddi þessu, eins og öðrum vandamálum, sem konur ráða ekki við. Þetta er pottþétt leið til að tryggja rafmagnaða þögn á milli þeirra í marga klukkutíma! Bless, bless. Dúlla. PS Mamma var að koma inn til mín með lausn á málinu, sem ég held að verði að duga. Ég á að þrífa fyrir HANA og fá kaup fyrir. Það er auð- vitað ekki eins spennó og að fara í eitthvert annað hús, en samt soldið auðveldara á vissan hátt. Ég fæ 200 kall á tímann . . . Sölustaðir: Akranes —• Nína Akureyri — Sporthúsið Blönduós — Búöin Dalvík — Kotra Borgarnes — Borgarnes Egilsstaðir — Agla Eskifjörður — Sportv. Hákonar Sófussonar Grindavík — Bára Hornafjörður — KASK Húsavík — Skóbúð Húsavíkur ísafjörður — Eplið Neskaupstaður — Nesbær Reykjavík — Alsport hf. „Veiðivon" Sauðárkrókur — Sýn Siglufjörður — Rafbær Hverfisgötu 105, s. 91-23444. jr of Loncton frcemon/ greiðir burðargjaldið. POSTVERSLUN BÆJARHRAUNI 14 220 HAFNARFIRÐI SÍMI 53 900 mm 06 mHH/wi mmtotm HELGARPÓSTURINN 13

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.