Helgarpósturinn - 17.09.1987, Page 14
EFTIR JÓNÍNU LEÓSDÓTTUR TEIKNING JÓN ÓSKAR
UNKTASÖFNUN 0
Þeir eru ófáir, fuliorðnu íslendingarnir sem nú í vetrar-
byrjun eru að setjast á skólabekk. Og námið sem þeim
stendur til boða er afar fjölbreytt, svo ekki sé meira sagt.
Allt frá undirstöðuatriðum í lestri og málfræði til flókins
sérnáms á ýmsum sviðum, bæði bóklegum og verkleg-
um. Að maður tali ekki um þær lexíur, sem kroppar kyrr-
setufólks eiga eftir að læra á næstu mánuðum í líkams-
ræktartímum af ýmsu tagi. Kostnaðurinn er líka mjög
mismunandi; allt upp í að vera 80 þúsund krónur fyrir
skrifstofutækninámskeið. Ráðningarstjórar fullyrða hins
vegar, að þetta dýra námskeið skili nemendunum engan
veginn jafnglæstri framtíð og þeim hefur verið talin trú
um að tæki við að námi loknu.
ÝTT UNDIR FALSVONIR
HJÁ NEMENDUM
Umrætt skrifstofutækninámskeið
er haldið á vegum tölvufyrirtækis
í Reykjavík og, eins og fyrr segir,
kostar hvern þátttakanda litlar 80
þúsund krónur. Námskeiðið tekur
þrjá mánuði, en kennt er í fjóra
tíma á dag og getur fólk valið um
morgun-, eftirmiðdags- og kvöld-
námskeið. Kenndar eru tólf náms-
greinar, m.a. ýmislegt varðandi
tölvur, íslenska, viðskiptaenska,
verslunarreikningur, bókfærsla og
almenn skrifstofutækni.
Allt er þetta auðvitað virðingar-
vert og enginn mótmælir því, að
skrifstofufólki ætti að gagnast
þekking á þessum fræðum. Þegar
við hringdum til tölvufyrirtækisins
og spurðumst fyrir um hvaða
undirstöðu maður þyrfti að hafa til
að sækja námskeiðið var svarið
hins vegar: „Engin undirstaða
nauðsynleg!" Það eru skrítnar
fréttir, þó ekki væri nema sökum
þess að viðkomandi á m.a. að
nema viðskiptaensku þar sem
lögð er „áhersla á tæknileg orð úr
viðskiptalífinu og tölvufræðum".
Einnig má spyrja sig að því hvaða
tilgangi það þjónar að kenna
manneskju með enga undir-
stöðumenntun stjórnun. Hún
kemur tæpast til með að fara í
stjórnunarstöðu eftir þriggja
mánaða kvöldnámskeið í
skrifstofutækni.
Aðspurður um hvað
nemendurnir gætu búist við að
,,fá út úr“ námskeiðinu sagði
starfsmaður fyrirtækisins það vera
„öryggi og sjálfstraust". Síðan
bætti hann því við, að allir
útskrifaðir nemendur væru búnir
að fá góða vinnu og þeir, sem
hefðu verið í vinnu fyrir, hefðu
fengið nokkurra launaflokka
hækkun að námskeiðinu loknu.
Þetta hljómar vissulega vel, en
því miður kannast fólk, sem
starfar við mannaráðningar, ekki
Tugþúsundir fullorðinna þgóðfélacfsþegna eru um
þessar mundir að skrá sig á námskeið eða i skóla,
sem þeir hyggjast stunda i vetur, ásamt þvi að vera
í vinnu. Það er hins vegar afar misjafnt efftir hverju
fólk er að sækjast og hvað það „græðir" á stritinu.
14 HELGARPÓSTURINN