Helgarpósturinn - 17.09.1987, Page 15

Helgarpósturinn - 17.09.1987, Page 15
BILEIGENDUR BODDÍHLUTIR! ÓDÝR TREFJAPLASTBRETTI O.FL. AR GERÐIR BÍLA, ÁSETNING STAÐNUM. Á FLEST- FÆST Á BÍLPLAST tognhöfte 19, •fmi 688233. PóstMfidum. ódýrir sturtubotnar. Tökum aö okkur tr*f)aplMtvinnu. Valjlð iatanakt. 9 PENINGAPLOKK alveg við þessa lýsingu. Einn slíkur aðili, sem við ræddum við, taldi fyrirtækið „gefa nemendunum of mikið undir fótinn og láta þá fá bólgnar hug- myndir um framtíðiná'. Þessar „falsvonir" sagði hann m.a. fólgnar í því, að fólk stæði í þeirri trú að það gæti krafist tiltekinna lágmarkslauna eða gengið beint inn í ákveðin störf að námskeiðinu loknu. Þetta reyndist hins vegar oft fjarri sannleikanum, samanber lítið, grátbroslegt dæmi um konu, sem taldi sig geta sparað vinnuveitandanum ráðgjöf við tölvuvæðingu fyrirtækisins. Hún væri nefnilega útskrifaður skrifstofutæknir og gæti hæglega séð um málið! Það er óvíst að sprenglærðir verkfræðingar, sem starfa á sviði tölvuráðgjafar, tækju undir þetta með konunni. SMÍÐANÁMSKEIÐ FYRIR KONUR Sem betur fer er dæmið um skrifstofutækninámskeiðið undan- tekningin en ekki reglan, því full- orðinsfræðsla er víða rekin með miklum sóma. Tómstundaskólinn hefur nýverið auglýst haustnám- skeið, þar sem boðið er upp á kennslu í öllu milli himins og jarðar, allt frá bílaviðgerðum til aðventukransagerðar. „Trésmíði fyrir konur" heitir líka eitt námskeiðið. Ekki svo að skilja að konur hafi einhverjar sérþarfir í þeim efnum, heldur mun orðið kona í þessu tilviki tákna „byrjandi", samkvæmt upplýsingum skólastjórans. Er þá gengið út frá því að fullorðnar konur hafi átt leið um skólakerfið á þeim tíma þegar stelpur prjónuðu utan um herðatré og saumuðu svuntur, en strákarnir smíðuðu hinar klassísku skútur. Tæplega þúsund nemendur sóttu námskeið Tómstundaskólans á síðasta vetri og líklegt er að einhver aukning verði í ár. Kostar hver kennslustund um 260 krónur, þó það sé svolítið misjafnt eftir greinum. (Meðlimir verkalýðs- félaganna VR og Ibju hafa mögu- leika á að sækja um styrk til greiðslu skólagjalda í Tómstundaskólanum, upp að ákveðinni hámarksfjárhæð.) NÍTJÁN TUNGUMÁL, HÚSGAGNAVIÐGERÐIR OG FLEIRA Það kennir líka ýmissa grasa hjá Námsflokkum Reykjautkur. Gubrún Halldórsdóttir skólastjóri bjóst við því að um 200 manns yrðu við nám í svokallaðri prófadeild í vetur. í Námsflokkunum er hins vegar líka boðið upp á almenna kennslu fyrir fólk, sem ekki er að „safna punktum" eða keppa að tilteknum áfanga. Þar er hægt að nema hvorki meira né minna en 19 tungumál, fyrir utan nám í vélritun, bókfærslu, myndbandagerð og ferðamanna- þjónustu — svo eitthvað sé nefnt. Sagði Guðrún, að tungumálin og verklegu greinarnar væru alltaf í efsta sæti vinsældalistans og benti blaðamanni t.d. á nýtt og áhugavert námskeið í húsgagnaviðgerð. En svo skemmtilega vill til að smíða- kennarinn er kona, Aubur Odd- geirsdóttió. Eitthvað hlýtur hún að kunna meira fyrir sér í handmennt en að sauma svuntur! Þegar Námsflokkar Reykjavíkur voru stofnaðir var fólk ekki byrjað að „safna punktum", heldur litu menn á þetta sem styrkingar- námskeið fyrir viðkomandi nemendur. Það var sem sagt ekki endilega verið að sækjast eftir vinnumarkaðsviðurkenningu, eins og nú er svo algengt. Eða eins og Guðrún Halldórsdóttir orðar það: „Nú nægir ekki eigin styrkur, heldur þurfum við að hafa punkta upp á allt sem við kunnum! íslendingar eru orðnir svo uppteknir af vinnukapphlaupinu og þá vill mannræktin gleymast. Það er mjög hættuleg þróun." Aðspurð um álit sitt á göllum fullorðinsfræðslu þeirrar, sem nú er starfrækt á landinu, sagði Guðrún m.a.: „Það skortir t.d. samhæfingu og síðan mætti stuðningur ríkisvaldsins að ósekju vera meiri. Núna gerir ríkið lítið annað en greiða laun kennara í öldungadeildum fram- haldsskólanna. Námsflokkar Reykjavíkur hafa að undanförnu fengið árlegan ríkisstyrk sem nemur um 100 þúsund krónum á núvirði. Samt erum við hér m.a. að aðstoða fólk, sem af einhverjum orsökum missti af kennslunni í ríkiskerfinu. Ég á þó ekki við að það hafi endilega verið kerfinu að kenna. Það geta ýmsar ástæður legið þarna að baki.“ Og varðandi framtíðina sagði Guðrún Halldórsdóttir: „Næstu árin er nauðsynlegt að stórefla starfsnám hvers konar, sérstaklega fyrir ófaglærða fólkið í þjóðfélaginu. Ég á þó ekki einungis við þjálfun, sem nýtist á hagnýtan hátt í starfinu. Við megum líka til að halda mann- eflingarsjónarmiðin í heiðri og vinnuveitendur verða að gera sér grein fyrir þeim „gróða", sem felst í starfsmönnum sem orðnir eru sterkari og sjálfsöruggari persónur." í ÖLDUNGADEILD TIL AÐ SPARA FÉ Kostnaður við þátttöku í Náms- flokkunum er svolítið mismunandi eftir kennslustundafjölda og í hvorri deildinni numið er. I prófadeild getur fólk lokið grunnskólaprófi, hafi það af einhverjum ástæðum ekki komið því við fyrr á lífsleiðinni. Einnig geta menn lokið þarna forskóla fyrir sjúkraliðanám og lært hagnýta verslunar- og skrifstofu- fræði, svo sem vélritun, tölvufræði, bókfærslu og fleira. Skólagjöld eru 2.400 krónur á mánuði fyrir þá sem eru í 16 tímum á viku, en 3 þúsund krónur á mánuði fyrir 20 stundir á viku. í almennu flokkunum eru kennslugjöldin frá 2.600 krónum og upp í 5 þúsund, eftir því hve löng viðkomandi námskeið eru. Öldungadeildir framhalds- skólanna fullnægja þörfum fjölda fólks, sem af einhverjum ástæðum fór ekki í framhaldsnám fyrir tvítugsaldurinn. Flestir hafa heyrt sögur um margra barna útivinnandi mæður, sem lagt hafa á sig mikið erfiði til þess að ná stúdentsprófi og komast í háskóla. Aðrir fara í öldungadeild „fyrir sjálfa sig", án þess að stefna endilega á háskólanám eða betri stöðu á vinnumarkaðnum. Og til eru þeir, sem setjast á skólabekk í öldungadeildum landsins til að spara peninga! Skólagjaldið er nefnilega 5.500 krónur á önn, hvað svo sem nemandinn stundar nám í mörgum greinum. Fyrir þá upphæð getur viðkomandi þannig fengið heilmikla kennslu, sem hann þyrfti að borga mun meira fyrir, ef hann borgaði sig inn á námskeið í hverju fagi sérstaklega. ALLT FRÁ BROSNÁMSKEIÐUM TIL ÁRUTEIKNINGA Fjöldi allra hinna ólíku nám- skeiða, sem nú eru að hefja göngu sína, er slíkur, að ógjörningur er að henda reiður á þeim öllum. Líkamsrækt af ýmsu tagi hefur í síauknum mæli rutt sér til rúms á undanförnum árum og á þeim vettvangi er boðið upp á lengri og styttri námskeið í eróbikk, megrunarleikfimi, jassballett, kvennaleikfimi, fimleikum, öldungaleikfimi, dansi, karate, júdó, lyftingum og hvað þetta heitir nú allt saman. Vilji fólk bæta málakunnáttuna eru bæði í boði einkatímar, mála- skólar, námsflokkar, bréfaskólar og eflaust enn aðrir möguleikar. Svo eru það tölvurnar sívinsælu. Tölvunámskeið eru víða á boðstólum, bæði fyrir byrjendur og lengra komna, almenn námskeið og sérhæfð. Stjórnunarfélagib er síðan með alls kyns námskeið fyrir skrif- stofufólk, stjórnendur og fleiri aðila. Svokölluð brosnámskeið Flugleiða voru t.d. á þeirra vegum. Þeir sem eru handlagnir geta líka fundið ýmislegt við sitt hæfi. Auglýst hafa verið námskeið í leir- list, körfugerð, saumum, smíðum, matreiðslu og ýmsu í þeim dúr, fyrir utan alls kyns myndlistarnámskeið fyrir fólk með áhuga á listum. Hinir andlega sinnuðu ættu heldur ekki að vera í vandræðum. Þeir geta lært að lesa í lófa, spá í stjörnurnar og teikna árur, svo eitthvað sé nefnt. Það er greinilegt, að enginn þarf að vera í vandræðum með að finna námskeið við sitt hæfi, því komið er til móts við hinar fjölbreytilegustu þarfir. Tími og peningar eru eflaust meiri Þrándur í Götu fyrir margan manninn en skortur á framboði fræðslu. En jafnvel þeir erfiðleikar eru yfirstíganlegir, ef marka má þann gífurlega fjölda fólks sem á hverju ári nýtir frístundir sínar til þess að bæta við þekkingu sína og hæfni á einhverju sviði. Eða eins og segir í greinargerð með tillögu til þingsályktunar um fullorðins- fræðslulög sem Guðrún Halldórs- dóttir lagði fram á næstsíðasta löggjafarþingi: „Eftirspurn eftir fullorðinsfræðslu vex ár frá ári. Þó að nýjar fullorðinsfræðslustofnanir rísi minnkar sjaldan aðsókn að þeim sem fyrir eru og sýnir það best hina miklu þörf sem er fyrir þessa fræðslustarfsemi. Sívaxandi kröfur um próf og réttindi eru að hluta uppspretta þessarar eftirspurnar en fullorðinsfræðslan sinnir einnig öðrum námsþörfum fólks, sprottnum af margs konar efnahagslegum og félagslegum rótum." Sfmi 27644 box 1464 121 Reykjavík Handmenntaskóli fslands er sex óra gömul stofnun, sem yfir 1250 fslendingar alls staöar a landinu og einnig erlendis, hafa stundað nam við. Skolinn býður uppó kennslu i teikningu,skrautskrift og barn- ateikningu^É BRÉFASKÖLAFORMI. Þu fœrð send verkefni fró okkur og lausnir þinar verða leiðrettar og sencbr til baka. Innritun \ skólann fer fram fyrstu tvœr vikur hvers mónaðar.- Biðjið um kynningarrit skólans með þvf að senda nafn og heimilisfang til okkar eða hringið i 27644 milli kl 17 og 19 (Ath„ breyttur sfmatrmi). Þetta er tœkifœrið^ fyrir þig að reyna þig við ofannefndar jgreinar \ ró og nœði heima hjó þér,hvar sem þu byrð a landinu. Þu getur þetta líka,einaskilyrðið er ahugi þinn. ÉG ÓSKA EFTIR AD FA SENT KYNNINGARRIT HMÍ MÉR AÐ KOSTNADARLAUSU NAFN. I I ^HEIMILISF.. KÉRASIASE 'FRÁ L’ORÉAL PARÍS ÁTT ÞÚ í ERFIÐLEIKUM MEÐ HÁRIÐ. LEITAÐU RÁÐA HJÁ HÁRGREIÐSLU- MEISTARANUM. SPURÐU HANN UM KERASTASE. FÆST AÐEINS Á HÁRSNYRTISTOFUM. HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.