Helgarpósturinn - 17.09.1987, Síða 29
IWk
0 W Bikil óánægja er nú meðal
kaupenda að íbúðum í húsinu á
Vesturgötu 69 vegna byggingar-
verktakans Hólabergs. Fyrirtækið
stendur illa við gerða samninga og
kemur það hart niður á íbúunum.
Þarna virðist sagan vera að endur-
taka sig. Fyrir stuttu riftu íbúar í fjöl-
býlishúsi við Miðleiti samningum
við Hólaberg eftir að fyrirtækið
hafði margsinnis brotið gegn samn-
ingnum. Alþýðubankinn tengdist
því máli. íbúarnir höfðu leitað upp-
lýsinga um stöðu fyrirtækisins hjá
bankanum og fengið mjög jákvæð
svör. Það kom hins vegar í ljós að
fyrirtækið gat ekki staðið við
greiðslur til undirverktaka og
kunnu íbúarnir bankanum því litlar
þakkir fyrir aðstoðina. Eftir að
samningum var rift önduðu íbúar
við Miðleiti léttar en Hólaberg sneri
sér að byggingarframkvæmdum við
Vesturgötu ...
fréttaritari ríkisútvarpsins í Brussel
í Belgíu, þar sem ekki sitja minni
valdastofnanir en Evrópubandalag-
ið og Nató. Nú auglýsir Stjarnan
hins vegar að Kristófer hafi tekið að
sér að flytja pistla frá Belgíu í morg-
unþætti, sem eru í umsjón Þorgeirs
Ástvaldssonar. Hingað til hefur
það verið stefna að menn tali bara í
eina útvarpsstöð í einu, en kannski
stendur það til breytinga og bóta.
Já, kannski væri ráð að láta sama
fólkið tala í allar útvarpsstöðv-
arnar. . .
Þ
__ ar sem Sambandið hefur nú
gert hundruð milljóna tilboð í Út-
vegsbankann velta menn því fyrir
sér hvers vegna það lætur ekki eitt-
hvað af þessu peningum í dótturfyr-
irtæki sín sem mörg hver eru með
öfugan höfuðstól. Listinn yfir slík
fyrirtæki er langur: Kirkjusandur,
Meitiilinn, Hraðfrystihús Kefla-
víkur, Grundarfjarðar og Pat-
reksfjarðar og Búlandstindur,
svo fyrirtæki í sjávarútvegi séu
nefnd. Þessi fyrirtæki eiga mörg í
miklum rekstrarerfiðleikum og
vantar tilfinnanlega aukið eigið fé til
þess að rétta höfuðstólinn við...
Þ
ólitískar stöðuveitingar eru fyr-
ir iöngu orðnar viðtekin venja sem
enginn kippir sér upp við. Ráðherr-
ar Alþýðuflokksins hafa að und-
anförnu gefið út yfirlýsingar þess
efnis að þeir ætli sér ekki að fylgja
ressari venju, heldur að velja hæf-
asta manninn í hvert sinn. Eftir um-
sækjendum um deildarstjórastöðu
ÁTVR á Akureyri að dæma virðist
almenningur taka þessum yfirlýs-
ingum rétt mátulega. Af 33 umsækj-
endum gengu flestir í Alþýðuflokk-
inn áður en þeir skiluðu inn um-
sóknum sínum. Þegar síðan Hauki
Torfasyni, sem aldrei hafði unnið
hjá ÁTVR, var úthlutað starfinu
framhjá ýmsum gamalreyndum
starfsmönnum fóru menn að reyna
að rekja hann til flokksins. Það
reyndist auðvelt. Haukur er tengda-
sonur Gunnars Gunnarssonar
sem aftur er tengdasonur Stein-
dórs Steindórssonar, skólastjóra
og stórkrata. Jón Baldvin Hanni-
balsson fjármálaráðherra virðist
því ekki hafa brugðið út af venjunni
sem hefur verið í heiðri höfð varð-
andi stöðuveitingar hjá ÁTVR frá
Ragnari Arnalds í gegnum Albert
Guðmundsson og Þorstein Páls-
son og Iöngu fyrir tíð þessara
manna...
Gisting
Veitingasala
Bar
Bíó
Fundarsalir
Ráöstefnur
Dans
HÖTEL
VALASKJALF
EGILSSTÖÐUMs 97-11500
Wm |
Laugav
67 S:12880
Vr ■
HELGARPÓSTURINN 29