Helgarpósturinn - 17.09.1987, Qupperneq 30
MAL OG MENNING
Hvalamál (1)
Fyrirsögn þessa þáttar er tvíræð. Ég hefi
ekki hugsað mér að fjalla um þær deilur, sem
íslendingar hafa átt í vegna hvalveiða sinna
nú undanfarið, heldur um ýmiss konar orða-
far, sem tengist hvölum. Það má meðai ann-
ars sjá á ýmsum örnefnum, t.d. Hualfjördur
og Hvalsnes, að íslendingum hafa verið
hvalir hugstæðir allt frá upphafi. Einnig
mætti minna á örnefnið Reydarfjörður, en að
því vík ég betur í næsta þætti.
Hvort sem mönnum líkar betur eða verr
leikur ekki vafi á því, að íslendingar hafa
hagnýtt sér hval til matar allt frá landnáms-
öld. Þennan sið hafa þeir flutt með sér úr
heimahögum sínum í Noregi. Orðasamband-
ið að skjóta hval er kunnugt þegar í norskum
lögum. Og í lögum þjóðveldisins (Grágás)
eru ákvæði um hvalveiðar og hvalreka. Víð-
tæk löggjöf um þessi efni sýnir, að mikilvægt
hefir þótt, að nákvæm ákvæði væru i lögum
um þessi mál. Svo er að sjá sem veiðiaðferðir
forfeðra okkar hafi einkum verið tvenns
konar. Ýmist voru hvalir veiddir með skutli
eða þeir voru reknir á land. Orðið skutull,
sem í fornmáíi var skutilt, kom einnig fyrir í
samsetta orðinu selskutill. Táknar það orð
vafalaust skutul, sem notaður var við sel-
veiðar. Orðið *hvalskutill finnst hins vegar
ekki í fornum orðabókum, en fyrir kemur
orðið hvaljárn, sem flestir telja, að verið hafi
veiðarfæri notað við hvalveiðar. Orðin sel-
skutill og hvaljárn koma bæði fyrir í lýsingu
á Flóamannabardaga (1244) í Sturlungu: Þá
var ok skotit selskutlum ok hvaljárnum.
Sturl. II, 60 (útg. 1946). Enginn vafi leikur þó
á um, að skutill var einnig notað um veiðar-
færi hvalveiðimanna. Örnefnið Skutulsfjörö-
ur er án efa dregið af veiðarfæri til selveiða
eða hvalveiða. Svo segir í Landnámu (Sturlu-
bók): Hann fann fjörð einn ok hitti þar skutil
t flœðarmáli. Þat kallaði hann Skutilsfjörö.
ísl. fornr. 1,187.
í fornsögum segir ekki af hvalveiðum. Yfir-
leitt gefa sögurnar ekki góða mynd af at-
vinnuháttum landsmanna. Þær greina frem-
ur frá því, sem deilum olli og hafði eitthvað
sögulegt í för með sér. Þannig var því háttað
um hvalreka. Frá því segir t.d. í 12. kafla
Grettlu, að hallæri mikið hafi komið á ís-
landi. Vera má, að átt sé við óaldarveturinn
975. í GretUiyegir m.a.: Þorsteinn hét maðr,
er bjó á BT^^esi; hann fann hval rekinn
innan frab^^tinu. ísl.fornr. VII, 29. Út af
þessum hvSMta urðu síðan miklar deilur,
sem hér verða ekki raktar. Hvalreki hefir
verið mikið happ matfangasnauðu heimili,
enda hefir orðið fengið merkinguna „óvænt
stórhapp" (sbr. Orðabók Menningarsjóðs,
undir hvalreki). Frá síðari öldum er orðið
hvalreki kunnugt í ýmsum föstum orðasam-
böndum eða orðtökum, t.d. þetta var nú eins
og hvalreki fyrir okkur, eitthvað er hvalreki
á fjörur einhvers og eitthvað er hvalreki fyrir
einhvern (eitthvað), t.d. fyrirtæki, flokk, mál-
stað o.s.frv.
Til hvalreka vísar einnig málshátturinn
Það kemur ekki hvört ár hvalur til lands, en
hann er kunnur frá 17du öld úr málshátta-
safni Guðmundar Ólafssonar (GOThes. 169).
í Orðabók Menningarsjóðs er tilgreint
orðið hvalsaga og þýtt „stórfrétt (um hvað
sem er)“, en einnig „frétt um hvalreka". Síðar
greinda merkingin er vitanlega uppruna-
legri. Orðið er kunnugt úr gömlum máls-
hætti: fer fiskisaga, flýgur hvalsaga, sbr. fyrr
greint málsháttasafn Guðmundar Ólafssonar
(GOThes. 53). Málshátturinn merkir greini-
lega, að fréttir um fiskgengd og hvalreka ber-
ist fljótt. Orðasambandið flýgur hvalsagan
mun ekki tiðkast í nútímamáli, en enn segja
menn, að fiskisagan fljúgi, og er þá átt við,
að fréttir, ekki sízt hviksögur, berist fljótt.
Þegar rætt er um hvalamál má ekki
gleyma orðinu hverfihvalur. Það er kunnugt
úr orðtakinu eitthvað verður hverfihvalur,
sem merkir „eitthvað reynist ódrjúgt, eyðist,
fyrr en ætlað er“. Blöndal hefir af Austur-
landi eftirfarandi dæmi: Það vill ná verða
hverfihvalur hjá manni á vorin þetta blessað
smjör. Einnig þekki ég af Austurlandi af-
brigðið eitthvað er eins og hverfihvalur.
Theódór Friðriksson rithöfundur segir svo í
skáldsögu sinni Valur. Brot. Sögur úr ís-
lenzku þjóðlífi(Rvk. 1916): ,,Éghefi heyrt það
sagt, aö efmenn svíkjast um að vaka á hval-
fjöru, gœti hvalurinn horfið og vœru það
nefndir hverfihvalir" (bls. 69). Eg hygg, að
þetta sé aðeins skýring Theódórs og fái hún
ekki staðizt. Ég fékk fróðleik um orðið
hverfihvalur 1958 og birti hann í þætti, sem
ég skrifaði fyrir Tímann (sbr. Tímann 19/10
1958,5). Samkvæmt því, sem heimildarmað-
ur minn sagði mér, er orðtakið dregið af því,
að við bræðslu á gömlu hvalspiki verður lýs-
ið ódrjúgt vegna sápumyndunar, froðan vell-
ur út úr bræðslupottinum.
Þá er ekki úr vegi að minnast á, að orðið
hvalablástur merkir ekki aðeins „blástur
hvala“, heldur er orðið einnig notað í mynd-
hverfri merkingu um „mikinn blástur, mik-
inn hávaðá'.
A þessari öld hefir orðið til orötakið að
taka einhvern á hvalbeiniö, einnig í mynd-
inni taka einhvern á beinið. Þetta merkir „að
taka einhvern til yfirheyrslu og áminningar".
Sú saga liggur til þessa, að Sigurður Guð-
mundsson skólameistari hafði hvalbein á
skrifstofu sinni. Upp kom sá kvittur, að Sig-
urður léti nemendur, sem til yfirheyrslu
voru, sitja á hvalbeininu, meðan hann læsi
þeim pistilinn. Enginn fótur var þó fyrir
þessu, en skólafólk í MA vildi gjarna hafa
þetta fyrir satt, og því var það kallað að fara
á hvalbeinið (beinið) eða vera tekinn á hval-
beinið (beinið), þegar einhver var kallaður
fyrir skólameistara. Síðan hefir þetta dreifzt
út frá MA.
HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA?
GUÐMUNDUR JÓNSSON
STARFSMAÐUR I HLJÓMPLÖTUVERSLUNINNI
STEINAR, GLÆSIBÆ
„Ég verð að vinna til klukkan fjögur á laug-
ardaginn. I sumar lék ég með hljómsveit
Siggu Beinteins í Broadway um hverja helgi
og þess vegna er öruggt að ég fer ekki í
Broadway til að skemmta mér! Ef ég fer á
ball verður Borgin sennilega fyrir valinu en ég
hefekkert farið út að skemmta mér í allt sum-
ar og nota líklega tœkifœrið núna. Að öðru
leyti er helgin óráðin. Ætli ég reyni ekki aö
slappa eitthvað af og svo fer ég á œfingar
með nýrri hljómsveit sem er að fœðast um
þessar mundir. Það fara flestöll kvöld og
helgar í œfingar og þessi helgi verður engin
undantekning."
STJÖRNUSPÁ
HELGIN 18.-20.9.
HRUTURINN 121/3-20/4
Taktu enga áhættu á næstunni varðandi fiármál.
Einkum skaltu varast að fjárfesta i dýrum hlutum. Nú
er rétti tíminn til að breyta til og farðu eftir innsæi
þínu í þeim efnum sem öðrum. Ástamálin eru við-
kvæmog þú verðuraðtaka ákvörðun um hvernig þú
ætlar að láta þau þróast. Það gerist ekki af sjálfu sér.
Njóttu þeirra breytinga sem verða í lífi þínu þessa
dagana. Það er óþarfi að hafa áhyggjur, jafnvel þótt
þínum nánustu finnist þú of kærulaus varðandi mál-
efni. Þú þarft að koma skoðunum þinum til skila og
skalt gera það, jafnvel þótt þú þurfir að notfæra þér
ákveðna persónu i þeim tilgangi. Fjárhagsstaða þín
fer batnandi.
TVÍBURARNIR (22/5-21/6!
Núna, þegar öllum áhyggjum varðandi heimilislifið
hefur verið af þér létt, er rétti tíminn til að endur-
skipuleggja lífið. Þú veist nokkuð vel hvar þér hefur
mistekist og ætti ekki að verða skotaskuld úr að
bæta það sem þarf. Gerðu þér grein fyrir óskum þin-
um og skipuleggðu út frá þeim. Það er allt hægt ef
viljinn er fyrir hendi.
KRABBINN (22/6-20/71
Enn einu sinni gerirðu þau mistök að eyða um efni
fram. Þú ætlar seint að læra en í þetta skipti geturðu
beðið með ákveðnar framkvæmdir sem munu kosta
þig stórfé. Þótt þér bjóðist freistandi starf sem gefur
af sér góðar tekjur ættirðu að hugsa þinn gang vel.
Það er ekki allt gull sem glóir.
Þér líður óvenjulega vel um þessar mundir enda hef-
urðu tamið þér að líta framhjá vandamálum sem þú
veist að þú getur ekki leyst á þessari stundu. Allir
vilja vera vinir þínir en framtiðarsambandið sem þú
óskar eftir virðist ekki í sjónmáli. Þú rekur þig einnig
á að fólk sem þú treystir á að fá stuðning frá bregst
þér, jafnvel þótt þú eigir aðstoð inni hjá þeim.
Um þessar mundir ertu ekki í nokkurri aðstöðu til að
segja fólki fyrir verkum. Sýndu þolinmæði því það
líður ekki á löngu þar til fólk uppgötvar hæfileika
þína. Þótt eitthvað haf i valdið þér miklum vonbrigð-
um nýlega og þú sért enn í sárum veistu innst inni
að þú ert á réttri braut. Það er betra að standa einn
en treysta á einhvern sem er ekki þess virði.
Vinur þinn leitar eftir aðstoð þinni, sennilega varð-
andi peningamál. Sýndu ákveðni í þetta eina skipti,
því aðstoðin á ekki eftir að leiða gott af sér. Þér veitir
enda ekkert af peningunum um helgina þvi hún á eft-
ir að verða þér kostnaðarsamari en þú gerðir ráð fyrir.
Þú kynnist nýrri hlið á persónu sem hefur verið þér
kunnug árum saman.
SPORÐDREKINN (23/10-22/11
Einhver reynir að hindra að þú náir fram markmiðum
þínum. Þú verður uppstökkur af þessum sökum en
ekki er æskilegt að þú beitir ákveðni í þessu tilviki.
Slakaðu á kröfunum og þá mun vel fara. Þér eldri per-
sóna sýnir velvilja sem kemur þér á óvart. Það er lík-
legt að þú farir í stutt ferðalag á sunnudaginn sem
hressir upp á skapið.
BOGMAÐURINN (23/11-21/12
Allt bendir til að síðustu dagarnir í september verði
þér fremur erfiðir og það verður krafist mikils af þér.
Ástvinur þinn er einmana vegna starfs þíns og þú
verður að beita sterkum rökum til að halda áfram á
þeirri braut sem þú hefur kosið. Með örlitlum skiln-
ingi og þolinmæði ætti þér að takast að komast hjá
alvarlegu ósamkomulagi.
STEINGEITIN (22/12-21/1
Vandamál skýtur upp kollinum en það er ekki eins
alvarlegt og lítur út fyrir í fyrstu. Þú ættir að sinna
fjölskyldunni af kostgæfni enda hefur þér gefist lítill
tími til þess að undanförnu. Einhver þér kærkominn
særir tilfinningar þínar. Það er ekki með vilja gert og
þú verður að muna að fleiri eru í heiminum en þú.
VATNSBERINN (22/1-19/2
Ákvörðun sem þú tekur verður tilefni til afskiptasemi
vina þinna. Svo virðist sem þeir álíti að þú sért að
flýja af hólmi og gera h vað þeir geta til að stöðva þig.
Þú skalt halda þínu striki enda munu þessir vinir
skipta um skoðun þegar þeir sjá hvað breytingarnar
leiða af sér. Varaðu þig á að draga rangar ályktanir og
gerðu ekki of miklar kröfur til annarra.
FISKARNIR (20/2-20/3;
Nú reynir á hæfileika Fiskanna vilji þeir ekki láta kaf-
færa sig af þeim sem eru óreyndari. Þú veður i óvissu
varðandi framtíðina og verður að taka þig á, viljirðu
ekki láta spilla heilsunni. Þótt allt virðist hafa gengið
þér í haginn upp á síðkastið ke mur einhver afturkipp-
ur næstu dagana. Það er undir sjálfum þér komið
hversu lengi óviðunandi ástand varir.
30 HELGARPÓSTURINN