Helgarpósturinn - 17.09.1987, Síða 33
E^ki er ráð nema í tíma sé tek-
ið. Knattspyrnufélögin í öllum
deildum eru strax farin að huga al-
varlega að þjálfaramálum sínum
fyrir næsta sumar. Náttúrlega fjúka
flestir þeir þjálfarar sem náðu léleg-
um árangri en hinir sem fögnuðu
betra gengi fá væntanlega meira
kaup. KR-liðið í Vesturbænum stóð
alls ekki við gefin fyrirheit í sumar,
þrátt fyrir góðan mannskap og
ágætis frammistöðu framan af móti.
Hneigjast margir til að kenna
Gordon Lee, Breta sem þjálfað hef-
ur liðið í þrjú ár, um. Hann vanti
hörku, hann hafi ekki nógu góðan
aga á mannskapnum, en þó láist
honum fyrst og fremst að blása
keppnisanda og baráttu í leikmenn.
Því er talið líklegt að Lee taki pok-
ann sinn, enda þótt hann hafi kennt
KR-ingum að spila skemmtilegri
knattspyrnu en sést hefur í Vestur-
bænum um árabil. Þær raddir heyr-
ast að arftaki hans verði enginn
annar en Hólmbert Friðjónsson,
sem áður hefur þjálfað KR, en líka
Fram og Keflavík. Hólmbert þykir
með afbrigðum grimmur og harður
þjálfari og sagt að þótt lið undir
hans stjórn vinni aldrei meistara-
titla, þá fari hann létt með að skila
miðlungsliðum efsta hluta deildar-
innar og í Evrópukeppnir. Hins veg-
ar getur verið að KR-ingar setji það
fyrir sig að lið undir stjórn Hólm-
berts þykja hvorki spila skemmti-
lega né áferðarfallega knatt-
spyrnu . . .
c
stendur eru hátt í tuttugu
evrópskir blaðamenn á ferð um
Bandaríkin i boði menningarstofn-
ana Bandaríkjanna í nokkrum Evr-
ópulöndum. Um er að ræða hálfs-
mánaðarferð og verður blaða-
mönnum kynnt það sem efst er á
baugi á hernaðarsviðinu þar í
landi — og ekki er það lítið. Einn ís-
lenskur blaðamaður er í ferðinni,
Ingólfur Margeirsson, ritstjóri
Alþýðublaðsins, og er það mikil
upphefð fyrir Ingólf að hafa verið
kosinn til þessarar ferðar — eða
þannig...
l^ins og margir vita er álagning
á Coca Cola frjáls hér á landi. Drop-
inn getur hins vegar orðið nokkuð
dýr, gleymi fólk að versla inn til
helgarinnar. Þannig kostar eins og
hálfs lítra kókflaska út úr verslun 98
kr. — en í nætursölu BSÍ ,,aðeins“
180 krónur. Þetta er ekki nema
eitthvað nálægt 85% álagning ...
HAUSTLAUKARNIR KOMNIR
Geysilegt úrval af ýmsum tegundum
t.d. garðhýasintur, jólatúlípanar
liljur, krókusar, jólahýasintur.
SENDUM UM ALLT LAND
OPIÐ 10-22
^^^lóTnaslíálinri
Nýbýlavegi 14, á horni Nýbýlavegar og Audbrekku. Sími 40980.
OPNUNARTILBOÐ 4
20 TOMMU
SAMSUNG
LITSJONVARRSIÆKI
MEÐ ÞRAÐLAUSRI
FJARSTYRINGU
FYRIR AÐEINS
KR. 33.900
Monitor útlit Tvöfalt hátalarakerfi Sjálfvirkur stöðvarleitari
48 rásir 6 stöðva minni Heyrnartólsútgangur
Bein vídeótenging (monitor eiginleikar) Hlífðargler fyrir skermi
JAPISS
BRAUTARHOLT 2 KRINGLAN SiMI 27133
HELGARPÓSTURINN 33
jurii sf.