Helgarpósturinn - 17.09.1987, Síða 34
DAGSKRÁRMEÐMÆLI
Föstudaginn 18. september kl.
20.40. Á einum klukkutíma fá unn-
endur kvikmyndalistarinnar smáinn-
sýn í þaö sem í boöi er á Kvikmynda-
hátíð Listahátíðar.
Efni bíómyndar kvöldsins er at-
hyglisvert. Myndin, Arftakinn (The
Chosen), gerist skömmu eftir siöari
heimsstyrjöld, en þá var Ísraelsríki
stofnaö. Ólikar skoðanir feðra
tveggja gyðingspilta stofna vináttu
drengjanna í hættu.
Laugardaginn 19. september kl.
16.00 hefst spænskukennsla á ný.
Fyrst verður upprifjun á fyrra efni en
síðan hefst ný þáttaröð.
Bíómyndir kvöldsins eru tvær. Sú
fyrri, Glaðbeittar gengilbeinur (The
Harvey Girls), hefst kl. 21.25. í aðal-
hlutverkum eru þokkadísirnar Judy
Garland og Angela Lansbury. Seinni
biómynd kvöldsins, Stríðsrakkar
(Dog Soldiers), hefst kl. 23.05. Aðal-
hetjan er stríðsfréttaritari sem leik-
inn er af Nick Nolte. Hann reynir að
smygla heróíni heim til Bandaríkj-
anna að loknum hildarleiknum í
Víetnam. Lofar góðu.
Hin sígilda kvikmynd Akira
Kurosawa, Rashomon, verður sýnd
sunnudaginn 20. september kl.
16.30. Það má eng inn missa af þessu
gullkorni kvikmyndanna.
Sunnudaginn 20. september kl.
17.05 fáum við að kynnast myndun
flókinna tilfinningatengsla hjá ung-
börnum í þættinum Unduralheims-
ins (Nova). Er hægt að komast fyrir
vandamál á tilfinningasviðinu síðar á
ævinni með fyrirbyggjandi aðgerð-
um? Góð mynd fyrir borgarstjórann.
Um kvöldiö kl. 22.05 hefst siðan
framhaldsmyndaflokkur í sex þátt-
Nick Nolte leikur aöalhlutverkiö í seinni laugar- Þarfasti þjónninn í myndinni Ást í austurvegi á
dagsmynd sjónvarpsins „Hvar faldi ég nú Stöð 2 sunnudaginn 20. september kl. 22:05.
aftur...
áíf
um, Ástir í austurvegi (The Far Pavil-
lions). Ástarsaga með svikum, prett-
um og hetjudáðum. Aðalhlutverkin
eru í góðum höndum þeirra Bens
Cross, Omars Sharif og Johns Giel-
gud. Lofar góðu.
Þriðjudaginn 22. september kl.
23.25 leikstýrir Jack Nicholson sjálf-
um sér og John Belushi í myndinni
Haldið suður á bóginn (Goin'
South). Gamansamur vestri. Hjóna-
bandið bjargar mörgu!
wmmmmmm
19.19
1 kvöld hefst nýr þáttur í sjón-
varpsmálum landsmanna.
Fréttaþyrstir ættu að verða
ánægðir. Þá hefur göngu sína
fréttamagasín á Stöö 2. Frétta-
þátturinn hefur fengið nafnið
19.19, en það er sá tími sem
hann hefst á hverju sinni.
„Þetta verða fréttir og frétta-
tengt efni. Þátturinn verður
byggður á fréttum dagsins,
fréttaskýringum og umfjöllun
um menningu og listir. Þetta
verður ekki fyrirfram unnið
eins og Kastljós sjónvarpsins,
©
í kvöld, fimmtudag 17. septem-
ber, kl. 20.00 heimsækjum við land
kondórsins, Bólivíu, með leiðsögn
Ara Trausta Guðmundssonar.
Örugglega skemmtilegt og fræðandi
ferðalag. Skömmu síðar eða kl. 23.00
kynnumst við arabískri tónlist.
Spennandi.
kannski eitt slíkt innslag. Þetta
verður önnur blanda og meira
beint. Hugmyndir að þessum
þætti eru dregnar að víða og
reynsla okkar hér nýtist að
auki. Öll stöðin verður undir-
lögð við þetta og við munum
einnig fá utanaðkomandi
gagnrýnendur til liðs við okk-
ur,“ sagði Helgi Pétursson um-
sjónarmaður 19.19. Honum til
aðstoðar við kynningu verður
Valgerður Matthíasdóttir og
svo Páll með fréttirnar á sínum
stað. - JGG
Föstudaginn 18. september kl.
19.30 leitum við svara við spurning-
unni hvort suðurlandsskjálftinn á
upptök sín á Reykjanesi. Við skulum
skreppa í Náttúruskoðun með
Sveini Jakobssyni jarðfræðingi. Fyrir
foreldra skólabarna er rétt að benda
á athyglisverðan þátt um skólabyrj-
un, en hann kemur frá Akureyri
sunnudaginn 20. september kl.
8.35. Drífið ykkur nú einu sinni
snemma fram úr.
Fyrir þá sem vilja vera „in", eða
þannig, má benda þeim hinum
sömu á tískuþátt Katrínar Pálsdóttur
fimmtudaginn 17. september kl.
22.05. Þeir sem ætla Út á lífið ættu
að hlusta á Andreu Jónsdóttur laug-
ardagskvöldið 19. september kl.
22.07. Tónlist og fleira hnossgæti.
Annars er allt við það sama á rásinni,
létt tónlist og rokkbomsa.
Laugardaginn 19. september kl.
15.00 byrjar Pétur Steinn að kynna
40 vinsælustu lög vikunnar en úrval
þeirra má síðan hlusta á og virða
flytjendur fyrir sér á Stöð 2 eftir
kvöldfréttirnar. Hressum upp á til-
veruna og bregðum okkur í Óláta-
garð með Erni Árnasyni spaugara
sunnudaginn 20. september kl.
13.00.
Laugardagsljónið lífgar upp á
daginn ki. 10.00 laugardaginn 19.
september. Kristján söngvari kemur
í heimsókn til Randvers í Stjörnu-
klassik sunnudagsins 20. septem-
berkl. 21.00. Tónlistin ífyrirrúmi eins
og vanalega.
ÚTVARP
eftir Jón Gunnar Grjetarsson
Umferðarútvarpssaga
SJÓNVARP
Enn um ofnotkun
Sumarið er að baki og grámóska hausts-
ins hefur tekið við. Litadýrð trjágarðanna
læðist fram og við fáum að njóta fjölskrúð-
ugra laufblaða í andarslitrunum, en sú
dýrð stendur ekki lengi. Áður en varir
standa trén eftir í allri sinni nekt. Dagurinn
styttist og skammdegið hellist yfir.
Upp að hlið mér skýst hvítur sportbíll.
„Kappakstursbíll," segir sonur minn, en ég
neita. í útvarpinu má heyra fréttamann
segja frá alvariegu umferðarslysi gærdags-
ins. „Gáleysislegur akstur er orsök flestra
umferðarslysa," segir viðmælandi frétta-
mannsins. Hvíti sportbíllinn brunar nú
fram úr mér, bætir tveimur bílum til viðbót-
ar fyrir aftan sig og er kominn að rauðu
ljósi. Þar verður hann að snögghemla.
„Það verður að draga úr umferðarhraðan-
um,“ heyrist sagt í fréttunum.
Ökumaður sportbílsins trommar með
fingrunum á stýrið og höfuð hans hvílist á
öxlunum til skiptis, í takt við tónlist. Tón-
listin hefur tekið við að loknum fréttum og
ég færist í annarlegt ástand. Gleymi stund
og stað. „Ég skal sýna þessum drjóla,"
hugsa ég með mér. Kitla pinnann rækilega
og fyrir aftan mig stígur hvítur reykur til
himins þegar ég æði af stað við græna Ijós-
ið. Ég hækka útvarpið og er búinn að
gleyma litla farþeganum mínum. „Pabbi,
erum við á kappakstursbíl?" Ég slæ snar-
lega af. Hvað var ég eiginlega að hugsa?
„Það má ekki keyra hratt. Það er hættu-
legt,“ heyrist sagt fyrir aftan mig. Ég lækka
í útvarpinu og skipti um rás. Kemst inn í
raunveruleikann á ný og önnur ljós fram-
undan. „Kappakstursbíllinn komst yfir
pabbi. Má hann keyra svona hratt?“ Ég
dreg seiminn þegar ég segi langt og hægt
neeeiii.
Rigningin er farin að banka á framrúð-
una og þurrkurnar eru settar í gang. I út-
varpinu er sungið angurvært um eirðar-
lausan vind og suðræðna pálmalundi. Ég
verð dreyminn og Ijósastaurinn breytist í
pálma fyrir framan mig. Mér var kippt inn
í raunveruleikann á ný þegar ég hrökk við
við rödd sonarins: „Pabbi, slökktu bara á
útvarpinu."
I síðustu viku reit ég pistil fyrir þennan
sjónvarpsþátt blaðsins. Hann fjallaði um of-
notkun sjónvarpsmanna á tilteknum sjón-
varpsfréttamönnum, þeim Ómari Ragnars-
syni og Sigrúnu Stefánsdóttur. (Að auki
minntist ég lítillega á að mér þætti frétta-
flutningur Ómars vera ansi hreint undar-
legur oft á tíðum.) Þegar ég var búinn með
þennan pistil fór ég niður á Laugardalsvöll
og horfði á íslenska knattspyrnumenn
vinna einskonar varnarsigur á norskum
kollegum sínum. Þessi leikur var eiginlega
ekki mjög fyrir augað, íslendingarnir virt-
ust á stundum ekki vita á hvort markið þeir
ættu að sækja, sem var undarlegt, því í þau
tvö skipti sem þeir komust að marki and-
stæðinganna gerðu þeir mark og fögnuðu
því ákaft. Hvað um það. Þegar ég kom
heim af vellinum, kaldur nokkuð, kveikti
ég á sjónvarpinu. Það voru fréttir, ég nennti
ekki að horfa á þær og veit þess vegna ekki
hvort Sigrún Stefánsdóttir las þær eða
ekki. Hitt veit ég, vegna þess að ég náði
ekki að slökkva, að Ómar Ragnarsson var
þar. Hann var að segja sjónvarpsáhorfend-
um að það væri ekki bílnum að kenna að
slys yrðu í umferð. Þetta var mjög merki-
legt og undarlegt að menn skuli ekki hafa
komist að þessari niðurstöðu fyrr. Til skýr-
ingar gekk Ómar á gangstéttarbrún og
spurði síðan áhorfendur hvort þeir héldu
að þetta hefði verið að kenna skónum sem
hann klæddist. Þetta var bara býsna vel
leikið hjá títtnefndum Ómari, hann var
svona næstum dottinn — samt ekki alveg
— enda ekki hægt að fara fram á við frétta-
menn á þessu kaupi að þeir fórni lífi og lim-
um fyrir fréttina. Ég hef síðan hugsað
nokkuð um þessa frétt, tilurð hennar og til-
gang. Eftir þá umhugsun hef ég komist að
eftirfarandi niðurstöðu sem hér birtist i
fimm liðum.
1) Fréttastofuna vantaði efni í fréttatímann.
2) Fréttastofan taldi Ómar hafa gert merka
uppgötvun með því að sýna fram á að
bílar, einir sér, yllu ekki umferðarslysum
og skóm væri ekki um að kenna að
menn gengju á gangstéttarbrúnir.
3) Fréttastofan taldi sig vanta létt efni í
fréttatímann og hver er þá betri en Óm-
ar?
4) Fréttin sem Ómar átti að vera með hefur
fallið og þess vegna hefur fréttastjórinn
aumkað sig yfir hann og leyft birtingu á
einhverju öðru.
5) Fréttastofan hefur af einhverjum sökum
ekki talið að almenningur (lýðurinn)
gerði sér grein fyrir því að bílar keyrðu
ekki sjálfir, né því að skór stjórnuðu ekki
ferðum manna.
Lesendur geta valið þá skýringu sem
þeir telja réttasta en geta síðan sjálfir velt
fyrir sér fréttagildi viðkomandi fréttar. Ef
þeir hinsvegar leiðast inn í það völundar-
hús er það á eigin ábyrgð.
Hér er nóg komið um þessa frétt, enda
vafasamt að eyða öðru eins plássi á jafn lit-
ilsigldan atburð. Þegar fréttunum var svo
lokið byrjaði spurningaþáttur — í umsjón
Ómars Ragnarssonar. Um miðbik þáttarins
kallaði hann til sín gest. Átti við hann stutt
spjall og gesturinn bar fram spurningar.
Viðkomandi gestur var — Sigrún Stefáns-
dóttir.
34 HELGARPÓSTURINN