Helgarpósturinn - 21.01.1988, Blaðsíða 18
EFTIR ÖNHU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYND JIM SMART
Tómas Árnason Seölabankastjóri
í opnuuiötali HP
barnabornin aga
Beiti
„Hann er grimmur í dag,“ sagði Tómas Árnason Seölabankastjóri og
horfði út á sjóinn úr glugganum á skrifstofu sinni. „En mér finnst hann alltaf
fallegur,“ bætti hann við. Enda á hafið sterk ítök í Tómasi. Hann er alinn upp
við sjávarsíðuna og vandist því snemma störfum sem tengdust hafinu.
Tómas Árnason er af hinni þekktu Hánefsstaðaætt, fæddur á Hánefsstöðum
í Seyðisfjarðarhreppi árið 1923, einn af fjórum systkinum. Hann hefur
komið víða við á starfsævinni; sat á þingi í nærri þrjátíu ár, fyrst sem
varaþingmaður og síðar þingmaður, og var fjármálaráðherra og
viðskiptaráðherra — enda segist hann alltaf hafa haft mikinn áhuga á
stjórnmálum.
Eftir að við höfðum virt fyrir okkur útsýnið úr
glugganum, að vísu klætt grárri slæðu, og rætt
þær breytingar sem í vændum eru við Skúlagöt-
una sagði Tómas að sér hefði alltaf þótt Reykja-
vík falleg borg: „Mörgum sem flytjast utan af
landi til Reykjavíkur þykir hún ekki falleg. Mér
hefur hins vegar alltaf fundist borgin og um-
hverfi hennar falleg."
En við byrjuðum á að ræða æsku Tómasar
austur á fjörðum: ,,Ég fæddist við sjávarsíðuna
og vandist því snemma störfum til sjávar, en líka
sveitastörfum, og byrjaði snemma að vinna eins
og flestir gerðu á þeim árum. Ég ólst upp í litlu
fiskiþorpi og gekk þar í barnaskóla. Faðir minn
gerði út 15 tonna bát og ég vann við bátinn, í
landi, eins og kallað var. Beitti, stokkaði upp og
þegar ég varð eldri fór ég í aðgerð líka. Tólf ára
vann ég eins og fullorðinn maður frá því
snemma á morgnana fram á kvöld. Fjórtán ára
varð ég sjómaður á línu eitt sumar."
Og fékkstu eitthvert kaup?
,,Nei, nei, þá tíðkaðist ekki að börn fengju
laun.“
Breyttir tímar finnst þér?
„Já, það er víst óhætt að segja," svarar hann
og brosir. „En þetta var siður þá og menn kvört-
uðu ekki.“
Finnst þér kannski börn nútímans vera of
dekrud?
„Þau hafa alltof mikla peninga," svarar hann
án umhugsunar og bætir við: „Og ég held þau séu
varla hamingjusamari en við vorum sem aldrei
sáum pening. Það efast ég um. En það hefur
náttúrulega orðið mikil framför. Móðir mín var
heima við og stjórnaði heimilinu, sem oft var
mannmargt, allt upp í 14—15 manns á sumrin.
Faðir minn fór með bátinn á vertíð á vetrum til
Hornafjarðar og þá vorum við systkinin heima
með móður okkar. Bræður mínir fóru svo síðar
á vertíðir í alit að þrjá mánuði."
ÆTLAÐI ALDREI í
LANGSKÓLANÁM
Hann segir að hann hafi aldrei ætlað að fara
í langskólanám: ,,Ég ætlaði að verða íþrótta-
kennari. Áhugi á íþróttum vaknaði snemma hjá
mér en þá var ekki við svo margt að vera og það
var í rauninni ekki fyrr en ég fór á Alþýðuskól-
ann á Eiðum, 16 ára, að ég fór að iðka íþróttir að
einhverju ráði. Að vísu hafði ég áður tekið þátt
í íþróttakeppnum nokkrum sinnum. Á Eiðum tók
ég ákvörðun um að verða íþróttakennari. Ætl-
unin var að fara til Danmerkur til íþróttakenn-
aranáms en stríðið kom og lokaði þeim mögu-
Ieika.“
Tómas segist þá hafa tekið ákvörðun um að
fara til Akureyrar, einkum fyrir hvatningu Vil-
hjálms bróður síns, sem þar var við nám: „Þann-
ig að ég var ekki alveg einn á báti við komuna
til Akureyrar," segir Tómas. „Fyrsta árið bjó ég
úti í bæ en síðustu þrjú árin á heimavist Mennta-
skólans."
Þar hljóta nú skemmtilegir atburdir ad hafa
gerst?
Hann skellihlær og segir: „Það var auðvitað
alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast. Þetta var
mjög skemmtilegt iíf þótt maður sjái það
kannski ennþá betur núna, svona eftir á.“
HELD ÉG HAFI VERIÐ
HOLLUR ÞEGN
Geröirdu aldrei prakkarastrik sem eru ein-
kennandi fyrir nemendur á heimavistum?
„Jú, ég var alltaf til í að gera prakkarastrik!"
segir hann brosandi. „Ég var kannski ekki beint
leiðtogi en þegar prakkarastrik annarra komu
niður á mér hefndi ég fyrir mig — með öðrum
prakkarastrikum. Annars var ég hollur þegn
held ég, reyndi að minnsta kosti að vera það!
Mestur tími minn fór þó í félagslíf. Ég var for-
maður íþróttafélagsins og tók mikinn þátt í mál-
fundum. Ennfremur var mikið teflt þar og ég hef
alltaf haft gaman af að tefla. Það fór verulegur
tími hjá mér í félagslífið en ég hef aldrei séð eftir
því. Það tel ég hafa verið ekkert síður þroskandi
en námið. Ennfremur iðkaði ég mikið íþróttir."
Hvernig fannst þér svo ad vera kominn í
menntaskóla, madur sem aldrei hafði œtlad sér
í framhaldsskólanám?
„Mér líkaði ákaflega vel í Menntaskólanum á
Akureyri. Naut hverrar mínútu — nema kannski
próftimans!" bætir hann við og kímir.
Fannst þér einhver námsgrein skemmtilegri
en aðrar?
„Já, ég hafði mestan áhuga á sögu og enn-
fremur á stærðfræðigreinum, enda var ég i
stærðfræðideild. Einnig hafði ég gaman af að
skrifa íslenska stíla," segir hann og þessi setning
vekur greinilega upp skemmtilega endurminn-
ingu:
„Þannig var að ég hafði ágætan íslenskukenn-
ara, sem eitt sinn setti okkur fyrir að skrifa stíi.
Það var hins vegar skíðamót í nánd og ég hafði
lítinn tíma til að skrifa. Skilaði einni blaðsíðu af
stil. Þegar stillinn kom til baka eftir nokkra daga
hafði kennarinn nokkur orð um að þetta væri
ekki langur stíll — og heldur ekki vel gerður. Ég
hugsaði með mér að ég skyldi bæta úr þessu og
þegar að næsta stíl kom, sem átti að fjalla um
Abraham Lincoln, fór ég niður á Amtsbókasafn
og náði mér í allar bækur sem ég fann um Lin-
coln. Skrifaði þrjár stílabækur og skilaði þeim.
Þetta var hugsað sem hefnd á kennarann, sem
auðvitað þurfti að fara yfir allar bækurnar og
leiðrétta. Hann skilaði þessum þremur bókum
nokkru síðar — og sagði ekki eitt einasta orð! Ég
hafði mikið fyrir þessari hefnd, lá yfir stílnum i
að minnsta kosti þrjá daga!“
Skíðamót sagðirðu. Keppliröu sjálfur?
„Já ég keppti dálítið. Að vísu átti ég engin
skíði og fékk þau að láni hjá herbergisfélaga
mínum. Hann heitir Karl Guðmundsson verk-
fræðingur og er frægur fyrir það að vera faðir
Hófíar. Við vorum saman á herbergi í þrjá vetur.
Ágætur og traustur maður."
SPJÓTKASTIÐ VAR EFTIRLÆTIS-
ÍÞRÓTTAGREININ
Tómas stundaði aðallega frjálsar íþróttir,
fimleika og knattspyrnu á þessum tíma og eftir
að hann kom til Reykjavíkur var hann í Fim-
leikaflokki Ármanns: „Þá voru einstaklings-
keppnir ekki byrjaðar í fimleikum en ég tók þátt
í ferðalagi með Ármenningum til Svíþjóðar og
Finnlands 1947. Ferðin var undir stjórn Jóns
Þorsteinssonar, þess mæta manns, og þetta var
eins konar íþróttahátíð sem haldin var í Finn-
landi. Þar komu fram flokkar frá Norðurlöndun-
um og sýndu."
Tómas segist hafa iðkað fimleika fyrst á Eiðum
„hjá Þórarni Sveinssyni, sem var mætur maður,
og á Akureyri var ég hjá Tryggva Þorsteinssyni.
Síðan hjá Jóni Þorsteinssyni en alls held ég að ég
hafi verið í fimleikum í tíu ár“.
Það voru íþróttirnar sem voru ástæða þess að
Tómas kom til Reykjavikur árið 1942: „Þá var
haldið Drengjameistaramót íslands, sem kallað
var, og KR bauð mér suður til að keppa." Ekki
viðurkennir hann að hann hafi verið orðinn
landsþekktur og orðar það svo að KR hafi bara
frétt af honum. Tómas tók þátt í nokkrum grein-
um á þessu móti og varð drengjameistari í
tveimur greinum, spjótkasti og stangarstökki:
„Spjótkast var uppáhaldsgreinin mín,“ segir
hann.
Hefur þér einhvern tíma þótt erfitt að sœtta
þig við að stríðið skyldi koma í veg fyrir að þú
yröir íþróttakennari?
„Nei, það held ég ekki. Ég var alveg sáttur við
mitt hlutskipti þegar lengra leið."
En á þeim tíma sem hugur þinn stefndi til
þessa náms. Varðstu bitur að ná ekki takmark-
inu?
„Nei, það þýddi ekkert. Það gerðist af sjálfu
sér að ekki var um það að ræða og ég fór bara
að hugsa um annað."
Tómas rak um tima málflutningsstofu á Akur-
eyri, jafnhliða því sem hann sinnti stunda-
kennslu við Gagnfræðaskóla Akureyrar og skrif-
aði sem blaðamaður í vikublaðið Dag. Hvernig'
fannst honum að kenna við gagnfræðaskóla?
„Ég hafði gaman af því. Að vísu var það dálítið
erfitt en ég komst ágætlega af við nemendurna.
Ég kenndi reikning og meðal nemenda minna
var Ingimar Eydal, kannski dálítið latur en bráð-
greindur nemandi! En ég hef gaman af ungu
fólki og hef ánægju af að umgangast það.”
SKRIFAÐI NAFNLAUSAR
GREINAR í DAG
Um blaðamannsferil sinn á Degi segir Tómas:
„Ég skrifaði að mestu leyti um pólitík — og
minnst undir nafni! Það var ekki siður þá þegar
menn unnu við blöð að skrifa undir nafni."
Hvort honum finnist miklar breytingar hafa orð-
ið á pólitískum blaðaskrifum frá þeim tíma svar-
ar hann án umhugsunar: „Óskaplega miklar. Ef
ég segi að mér finnist þær hafa versnað segir
fólk að ég sé gamaldags og úreltur! Blöðin búa
auðvitað við mun meiri samkeppni núna við
aðra fjölmiðla og það setur mark á blöðin. Hrað-
inn er meiri í öllum hlutum sem þýðir að
kannski er ekki eins mikill tími til að koma við
vandvirknislegum vinnubrögðum. Svo hefur