Helgarpósturinn - 21.01.1988, Blaðsíða 39

Helgarpósturinn - 21.01.1988, Blaðsíða 39
FRETTAPOSTUR Matarskattur Nýlega breyttist verð á matvælum í samræmi við nýjar álögur, matarskattinn svonefnda. Gífurleg óánægja hefur risið upp meðal fólksins í landinu og svo virðist sem stjórn- völd hafi ekki fyllilega gert sér grein fyrir hverjar afleiðing- ar matarskattsins myndu verða. Kaupmenn hafa legið und- ir ámæli um að hafa notfært sér glundroðann sem skapaðist til þess að hækka vörur umfram það sem leyfilegt er, þ.e.a.s. auka álagninguna. Ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að hún muni beita sér fyrir öflugu verðlagseftirliti þannig að vörur hækki einungis til samræmis við matarskattinn en ekki verði hægt að hækka verð umfram það. í þessu sambandi má m.a. nefna að fiskur hefur sums staðar hækkað um 25%, sumir segja 35%, en samkvæmt heimildum verðlagsstofn- unar var leyfilegt að hækka álagningu á fisk um 15% og við hana bættist síðan 10% söluskattur. 25% hækkunin var því fullkomlega leyf ileg en hafi fiskur hækkað meira er það um- fram heimildir. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum þar sem mönnum ber ekki saman um áhrif matarskattsins á almennt verðlag. Bankastjóramálið Sverrir Hermannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi menntamálaráðherra, var í vikunni ráðinn bankastjóri Landsbanka íslands. Hann tekur við stöðu Jón- asar Haralz sem lætur af störfum í vor. Gifurlegar deilur hafa orðið um bankastjóraráðninguna. Bankamenn lögðu mikla áherslu á að fagleg sjónarmið yrðu látin ráða við ráðn- inguna og töldu að með ráðningu Sverris væri gengið fram hjá þeim sjónarmiðum. Þeirra kandidat í starfið var Tryggvi Pálsson, forstöðumaður fjármálasviðs bankans. Það kom þó fljótt í ljós að bankamenn höfðu lítið um málið að segja. Árni Vilhjálmsson, einn fulltrúi sjálfstæðismanna í bankaráði, hafði gert tillögu um Tryggva en neyddist til að segja af sér vegna þess að flokkurinn var á öndverðum meiði og á endan- um hafði Sjálfstæðisflokkurinn sitt fram og bankaráð sam- þykkti ráðningu Sverris. Pulltrúi framsóknarmanna í bankaráði studdi Sverri og er talið að hann hafi með því ver- ið að tryggja stuðning sjálfstæðismanna við Val Arnþórsson sem er talinn kandidat Framsóknarflokksins næst þegar bankastjórastaða losnar í Landsbankanum. Þetta mál allt hefur valdið miklum úlfaþyt og vakið upp umræðu um af- skipti stjórnmálaflokka af ráðningu bankastjóra. Fréttapunktar • íslenska landsliðið í handknattleik tók þátt í heimsbikar- keppninni í handbolta sem fram fór í Svíþjóð í síðustu viku. Liðið náði mjög góðum árangri, sigraði Júgóslava og Dani, en tapaði fyrir Austur-Þjóðverjum og síðan fyrir Svíum í úr- slitaleik um þriðja sætið. í keppninni tóku þátt þær þjóðir sem urðu í átta efstu sætunum í síðustu heimsmeistara- keppni og er árangur íslenska liðsins þvi mjög góður. Liðið hefur færst upp um tvö sæti miðað við HM 1986. • Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknar- flokksins og utanríkisráðherra, sagði í ræðu i vikunni að fjármagnsmarkaðurinn væri orðinn að ófreskju. Gerði hann um leið grein fyrir tillögum gagnvart f jármagnsmark- aðinum, sem ræddar hefðu verið innan Framsóknarflokks- ins. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra fagnaði ræðu Stein- gríms og sagði að hann hefði tekið af öll tvímæli um að Framsóknarflokkurinn stæði heils hugar með þeirri stefnumörkun sem lögð hefði verið af ríkisstjórninni og taldi forsætisráðherrann meiri líkur á samstöðu innan stjórnarinnar eftir ræðuna. • Umdeildur fundur hefst í dag, fimmtudag, hér í Reykja- vík. Er þar um að ræða fund nokkurra þjóða þar sem ræða á eðlilega nýtingu sjávarspendýra. Fundurinn hefur þegar verið gagnrýndur, hérlendis og erlendis, m.a. af þingmönn- um Alþýðubandalags og Kvennalista, sem fóru fram á sér- stakan fund í utanríkismálanefnd Alþingis út af málinu. Talið er að náttúruverndarsamtök muni nota fundinn til að vekja athygli á málstað sínum og hefur hinn vafasami papp- ír Paul Watson, forsprakki Sea Shepherd-samtakanna, m.a. boðað komu sína til landsins vegna þessa. Watson á reyndar yfir höfði sér kæru hérlendra yfirvalda, þar sem hann hefur játað að hafa staðið á bak við fræg skemmdarverk sem unn- in voru á bátum Hvals hf. fyrir nokkru. • Félagsmálaráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um lán- veitingar á vegum Byggingasjóðs ríkisins í samræmi við breytingar á lögum um húsnæðiskerfið sem samþykkt voru á Alþingi fyrir jól. í reglugerðinni er kveðið nánar á um röð- un forgangshópa innan kerfisins, heimild til að skerða eða fresta lánveitingu og um svarskyldu um lánsrétt. í reglu- gerðinni er kveðið á um að biðtími þeirra umsækjenda sem eru að kaupa eða byggja í fyrsta sinn verði að jafnaði helm- ingi styttri en þeirra sem eiga íbúð fyrir. Allt húsnæðiskerfið stendur nú og fellur með því að lífeyr- issjóðirnir kaupi skuldabréf af Húsnæðisstofnun en eitt- hvað hafa sumir orðið seinir til og hefur komið til karps milli félagsmálaráðherra og formanns samtaka lífeyris- sjóða um málið. • Læknar hafa deilt hart innbyrðis um það hvort Trygg- ingastofnun ríkisins eigi að hafa leyfi til að fara í sjúkra- skýrslur einstakra sjúklinga, í því skyni að kanna að full læknismeðferð hafi komið fyrir það sem greitt var. Allir vilja hafa eftirlit, jafnt þeir sem eiga að halda þvi uppi og svo hinir sem á að hafa eftirlit með, menn greinir hins vegar á um leið- lr til að framkvæma eftirlitið. Sumir læknar hafa alls ekki getað fellt sig við að aðrir menn væru að gramsa í sjúkra- skýrslum, þar með einkalífi fólks, sem þeir væru bundnir trúnaði við. Svo eru þeir sem telja slíkt eftirlit sjálfsagt, enda sé hér um fé skattborgaranna að ræða. HÁRTOPPAR HÁRTOPPAR Bylting frá TRENDMAN Hártoppur sem enginn sér nema þú. Komið, sjáið og sannfær- ist. Djúphreinsa og fríska upp hártoppa af öllum gerðum. Pantið tíma hjá Villa rakara í Aristókratanum, sími 687961. Opið á laugardögum. ARJSfflMlll \ Síðumúla 23 BÍIALEIGAN Sækjum og sendum Greíðsfukorta Langholtsvegi 109 þjónusta (í Fóstbræöraheimilinu) Símí 688177 HELGARPÓSTURINN 39

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.