Helgarpósturinn - 21.01.1988, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 21.01.1988, Blaðsíða 21
bróðir minn var alltaf aðalmaðurinn í þessum ísverslunum og því eðlilegt að hann tæki við mínum hlut." HÉR VANTAR ALMENNAN ÞJÓÐFÉLAGSAGA Tómas og kona hans eiga fjóra syni og ,,sjö og hálft barnabarn" eins og hann segir og svarar játandi þegar ég spyr hvort hann sé mikið með þeim: ,,Ég hef mjög gaman af barnabörnunum — en reyni samt að beita þau aga!“ segir hann og hlær. ,,Ég held það sé ágætt að hafa svolít- inn aga á börnum. Annars held ég að mín harnabörn þurfi ekkert meiri aga en önnur börn. Það sem vantar hér fyrst og fremst er þjóðfé- lagsagi. Ég er ekki að tala um ein- ræðisaga heldur bara þennan venju- lega aga sem flestar þjóðir virðast hafa meira af en við, almennan þjóöfélagsaga." Breyttist fjölskyldulífid eftir aö þú byrjaöir hér í Seölabankanum? ,,Já, mikið. Ég hef verið miklu meira heima við eftir að ég tók við þessu starfi. Stjórnmálamenn vinna nefnilega mjög mikið og það er mjög mikill misskilningur sem mað- ur heyrir stundum að þeir séu bara að slæpast og fái laun fyrir að gera ekki neitt. Vinna stjórnmálamanna er mjög mikil og sérstaklega þeirra sem stjórna flokkum, geysileg vinna, þreytandi oft, en áhugaverð." Saknaröu stjórnmálanna? „Nei, ekki segi ég það. Ég hafði fljótt þá skoðun að menn ættu ekki að vera of lengi í stjórnmálum. Ég var ákveðinn í því og var ákaflega heppinn að mínu mati að fara út úr stjórnmálunum í annað ábyrgðar- starf meðan ég var á sæmilegum aldri. Ég held það hljóti að vera mik- ið tómarúm fyrir stjórnmálamenn sem hafa verið virkir í stjórnmálum að hætta í þeim og hætta alveg að vinna og setjast í helgan stein." ÓSÁTTUR VIÐ BREYTINGARNAR I BANKAMÁLUM Ertu sáttur viö þœr breytingar sem oröiö hafa á bankamálum síö- ustu árin? „Nei ég hef ekki verið fyllilega sáttur við þær, þó horfir margt til bóta. Tökum sem dæmi breytingu á lögum um viðskiptabanka sem gengu í gildi fyrir rúmu ári. Þá var bankaráðum viðskiptabankanna fengið ákvörðunarvald í vaxtamál- um í stað Seðlabanka. Ég var mót- fallinn þessari ákvörðun, nema heimildarákvæði væri áfram í lög- um um Seðlabankann, um að Seðla- bankinn gæti ákveðið hámark og lágmark vaxta. Ennfremur var ég mótfallinn því að afnema okur- ákvæði vaxtalaga og taldi og tel enn að Seðlabankinn eigi að ákveða hámarksvexti. Ég rökstyð þessa skoðun mína með því, að nægilegt jafnvægi í efnahagsmálum hefur alls ekki náðst og þess vegna nauð- synlegt að geta gripið til þessarar heimildar. Annars er fólk varnar- laust. Ég álít ákvæði í núverandi Seðlabankalögum um íhlutun Seðlabankans um vexti ófullnægj- andi, enda mjög afslepp og hægt aö túlka þau með ýmsum hætti. Sam- þykki ráðherra þarf og til. Sama er að segja um íhlutunarrétt Seðla- flísalímíð, því það er ÖRUGGT og þjált í notkun. Fúgusement í litum. j C|K> fli W’Jfy gj? %jgt r BYGGINGAMARKAÐUR SKÚTUVOGI 4 - SfMI 686755 bankans varðandi vaxtamun inn- og útlána. Þau ákvæði eru einnig óljós. Það þarf að beita vaxtaákvörðunum nú samhliða öðrum ákvörðunum í efnahagsmálum." Hvaö um bankakerfiö? Er þaö of stórt fyrir þetta þjóöfélag? „Já ég er þeirrar skoðunar að bankakerfið sé alltof stórt, viðamik- ið og dýrt, vaxtamunur inn- og út- lána of mikill. Við erum með yfir 3.000 manns sem starfa í bönkum og sparisjóðum, nokkrar stofnanir sem starfa að verðbréfaviðskiptum og fjármálastarfsemi og ég álít að þetta sé einfaldlega alltof mikið fyr- ir svona fámenna þjóð. Ég álít að það þurfi að fækka bönkum en hins vegar er ég mótfallinn því að af- nema þjóðbanka. Ég vil hafa banka bæði í ríkiseign og einkaeign og vildi gjarnan sjá tvo ríkisbanka og tvo einkabanka hér, ekki fleiri. Ég held að þessi mikli vaxtamunur sem er á milli inn- og útlána sé kannski fyrst og fremst af því að þetta er allt- of stórt og viðamikið kerfi" V7ð endum viötaliö viö Tómas Árnason á sama hátt og þaö byrjaöi — ræöum um sjóinn. Skiptir hann miklu aö vera í námunda viö sjó? „Já,“ segir hann og brosir hlýlega. „Mér finnst afskaplega mikils vert að vera í nágrenni við sjóinn. Hann er nánast hluti af mér." úr vör fréttablaði, sem á að þjóna Hafnfirðingum sérstaklega. Núna er gefinn út í Hafnarfirði Fjarðarpóst- urinn, en nú á hann semsé von á harðri samkeppni. Þrír skeleggir fréttamenn eru orðaðir við nýja blaðið, en þeir eru Sigurður Sverr- isson, Guðni Kjærbo og Fríða Proppé, öll reyndir fréttamenn. Sig- urður gefur reyndar út Skagablað- ið og mun sennilega halda því áfram, Guðni var blaðamaður áður en hefur starfað undanfarið sem út- litsteiknari hjá Morgunblaðinu og Fríða starfaði til skamms tíma hjá Mogganum og gat sér gott orð sem fréttahaukur. . . Athugasemd Mistök urðu í jólablaði HP. Þar var sagt að Olafur Hannibalsson væri höfundur greinarinnar Hirðfíflið er bróðir vitringsins. Sú grein var að uppistöðu til þýðing greinar eftir Arthur Koestler. Þá féll niður höf- undarnafn Ólafs við greinina Líkt er himnaríki kaupmanni einum. Þetta leiðréttist hér með. Ritstj. Leidrétting I grein í síðasta tölublaði um ,,Landsbankamálið“ var sagt að Árdís Þórðardóttir, varabankaráðs- maður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ætti sæti í framkvæmdaráði Stofn- unar Jóns Þorlákssonar, en hún mun hafa sagt sig úr ráðinu í haust. Þá var greint frá afurð hennar „Frjáls hugsun — frjáls þjóð“, sem ekki er sjálfstæð bók, heldur grein í greinasafni Hvatar. Þetta leiðréttist hér með. -Ritstj. Er vegurinn háll? Vertu því viöbúin/n að vetrarlagi. SEM VALIÐ HAFA MAZDA 323 HUOTA AÐ HAFA RETT FYRIR SER!! MAZDA 323 hefur jafnan verið ímynd hins fullkomna fjölskyldubíls því hann býður upp á fullkomnun þeirra þátta, sem skipta mestu máli í slíkum bíl. Hann er fallegur, lipur í akstri, aflmikill, sparneytinn og óvenju rúmgóður. 1988 árgerðin af þessum geysivinsæla bíl er með ýmsum útlitsbreytingum, fjölmörgum tæknileg- um nýjungum og nýrri luxusinnréttingu. MAZDA 323 fæst í yfir 20 gerðum: 3, 4, 5 dyra eða Station. Einn þeirra hentar þér örugglega! MAZDA 323 kostar nú frá aðeins kr. 430.000 (stgr.verð 1.3 LX 3 dyra) (gengisskr. 13.1.88) BILABORG HF. FOSSHÁLSI 1, S. 68 12 99 II í0m»Ém má 1. Mr fjys&t'pii j ■ HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.