Helgarpósturinn - 21.01.1988, Blaðsíða 22
A
tímum matarskatta og auk-
innar skattheimtu vegna staö-
greiðslu er skemmtilegt að velta fyr-
ir sér tekjum fyrirtækja í örum
vexti. Eins og allir vita eru Heimil-
istæki með einkarétt á sölu afrugl-
ara Stöðvar 2. Heimildarmenn HP
fullyrða aö hingað komin kosti þessi
tæki innan við tíu þúsund krónur.
Þau eru undanþegin söluskatti og
ekki tolluð, en seld fyrir um fimm-
tán þúsund kr. stykkið. Sagt er að
seldir hafi verið yfir 30 þúsund af-
ruglarar. Ef við gefum okkur að
álagning Heimilistækja sé fjögur
þúsund kr. á hvern ruglara, þá er
heildarálagningin nettar 120 millj-
ónlr af þessari einu vörutegund — á
fimmtán mánaða tímabili. Nettó-
hagnaðurinn er umtalsverður af af-
ruglurum og spurning hve mikill
hagnaður er af rekstri svona fyrir-
tækja í heild — eða til dæmis hve
mikla skatta þau greiða af þessum
miklu peningum nú á tímum auk-
innar skattheimtu. ..
fM
■ ú þegar bankastjórafárið er
gengið yfir í Landsbankanum að
sinni velta menn því fyrir sér hvort
næsta álag ríði yfir Búnaðarbank-
ann. Hefur Kjartan Jóhannsson,
alþingismaður fyrir Alþýðuflokk,
verið nefndur í því sambandi, og
mun hafa áhuga á bankastjórastóli.
I æðstu stjórn bankans mun hins
vegar vera veruleg fyrirstaða gegn
því að Kjartan fái þennan stól. Hefur
afstaða bankaráðsmanna Sjálf-
stæðisflokksins, þeirra Friðjóns
Þórðarsonar og Halldórs
Blöndal, komið mest á óvart, en ildir HP herma að andstaðan við
þeir munu sjá ýmis tormerki á að Kjartan sé ekki af persónulegum
styðja Kjartan Jóhannsson. Heim- toga heldur vegna þess að Búnaðar-
bankinn er á lista Alþýðuflokksins
yfir þau fyrirtæki sem fjármálaráð-
herra og viðskiptaráðherra vilja
selja og telja óþarft að sé í ríkiseign.
Það eru m.ö.o. ýmis Ijón í veginum
fyrir Kjartani. . .
Þ
að kom óneitanlega á óvart
að sjá og heyra hvernig staðið var að
lýsingu leikja frá heimsbikarkeppn-
inni í handbolta í sjónvarpinu og á
rás 2.1 leiknum við Svía um bronsið
lýsti Samúel Orn Erlingsson á rás
2 beint frá leikvanginum í Stokk-
hólmi, og fórst vel úr hendi, en á
sama tíma sat Bjarni Felixson í
sjónvarpshúsinu við Laugaveg og
lýsti því sem hann sá á sjónvarps-
skerminum og var vitaskuld ekki í
neinu sambandi við leikinn. Það
sem er skondnast í mátinu, svona í
Ijósi sparnaðaraðgerða Ríkisút-
varpsins, er að Samúel Örn var
með annan íþróttafréttaritara sjón-
varpsins sér við hlið, Jón Óskar
Sólnes, og spurði hann m.a. hvern-
ig honum þætti leikurinn. Skilja
menn lítið í því af hverju Bjarni Fel.
lýsti leiknum í sjónvarpi og ekki Jón
Óskar, eða þá að láta Samúel Örn
lýsa í samtengdri útsendingu í sjón-
varpinu og á rás 2. . .
Pll.il
AFS
L
HAFNARSTRÆTI
12180
ÍOf
simi
22 HELGARPÓSTURINN