Helgarpósturinn - 21.01.1988, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 21.01.1988, Blaðsíða 28
hjá líða að brenna óæskilega list að hætti annarra hreintrúaðra nafla- skoðara. Því er það svo að uppgjafa vestrænum músíkdjöflum á borð við Guðmund Thoroddsen gefst kostur á að taka bakföll yfir þykkt smurðum geislabaugum frá þessu landi opinbers guðleysis. Um síðast- liðna helgi lauk í Gallerí Svörtu á hvítu við Óðinstorg sýningu Guð- mundar Thoroddsen á vatnslitamynd- um þar sem dýrlingar koma mjög við sögu. Þeir eru dregnir upp and- litslausir að naumhyggjusið og halda á ýmsum vestrænum nafla- trúartáknum einsog leikfangabíl og hljóðnema. í kirkjurúðum Guð- mundar gefur að líta hinn vestræna dýrling og drottin; viðskiptafrömuð með bindi og stresstösku. Annars virðist sjávarútvegur Guðmundi ekki síður hugleikinn. Hann ferðast á akkeri um undirdjúpin og kippir sér ekki upp við neðansjávargos eða sverðfiska. Guðmundur virðist einnig hafa yndi af flugvélum, en undirrituðum þótti að því nokkur löstur á sýningunni að ofhleðsla virtist stangast á við naumhyggju í myndum eins og Fuglafiti. Mynd án titils númer tólf er andstætt þessu dreifð á fjóra ramma. Fyrir utan að vera þykkt smurð og beitt ýmsum grafískum brögðum er hún í raun fjórar myndir sem í nokkurri fjar- lægð eru eitt. í sýningarskrá getur Halldór Björn Runólfsson Italans Francescos Clemente, en líkt og hann fer Guðmundur berserksgang á pappírnum og kannar ókunna stigu í vatnslitun. Efnistök þeirra eru samt sem áður harla ólík. Clem- ente býr oftast til pappírinn sjálfur og skeytir saman í stóra fláka svo groddaleg samskeytin ganga eins og hryggsúlur uppúr myndinni þvers og kruss. Með hliðsjón af því gæti vel hugsast að groddaskapur Guðmundar fengi meiri fyllingu á slíkum heimabrugguðum pappa- massa en á sléttri og felldri færi- bandaörk. E.t.v. er Guðmundur meiri olíumaður, en þessi sýning ber þó með sér að hann hefur einnig viðkvæmari miðla í hendi sér. Slík litbrigði eru fáséð á sýningum hér- lendis enda efnistökin fágæt. Vatns- liturinn, sem hingað til hefur verið obláta stóískra meinlætamanna, hefur nú fengið vínveitingaleyfi í listinni. Ólafur Engilbertsson TÓNLIST Djass a.d. 1987 Síðasta ár var gott djassár þó það skipti ekki sköpum í djasssögunni. Flestar bestu hljóðritanir ársins boð- uðu afturhvarf til hefðarinnar eða voru í bræðingsstíl hinum þyngri. Á íslandi var komið á laggirnar djass- klúbbi, Heila pottinum í Duus-húsi, þar sem íslenskir djassleikarar spinna hvert sunnudagskvöld. Er það mikil gæfa íslensku djasslífi. Léttsveit Ríkisútvarpsins var breytt í stórsveit og á Djassdögum Ríkisút- varpsins kom Svíinn Mikael Ráberg til landsins og stjórnaði sveitinni svo og Jazzbandi Kópavogs og Stórsveit Tónlistarskólans á Akureyri. Tvær djassskífur innlendar komu út síð- asta ár. Plús með kvartett Björns Thoroddsen og Hinsegin blús með samnefndu tríói auk Jens Winthers trompetleikara frá Danmörku og Rúnars Georgssonar. Eina heims- þekkta djassbandið sem gisti ísland á síðasta ári var kvartett Georgs Adams og Dons Pullen. Einn af fyrstu djassleikurum fslands, Sueinn Olafsson, lést í fyrra. Vert er að nefna tíu athyglisverðar skífur er út komu á árinu. Sex bandarískar nýútgáfur, tvær endur- útgáfur og eina evrópska og eina ís- lenska. Af þeim djassskífum er ég fékk til umfjöllunar á árinu þótti mér mest til þessara koma: Wynton Marsh- alis: Marshalis Standard Time. Þarna fer trompetleikarinn ungi á kostum og hugleiðir klassíska efnis- skrá djassins. Henry Threadgill: You Know the Number. Saxófónleikar- inn úr Air blandar sveiflu og blús í léttan framúrstefnukokkteil við flestra hæfi. Tony Williams: Civiliz- ation. Trommuleikarinn makalausi með harða boppsveit í hörkusveiflu. Wayne Shorter: Phantom Navi- gator. Saxófónleikarinn hugmynda- ríki með litskrúðuga tónaflóru raf- knúna og magnþrungna. Mich- ael Brecker. Samnefnd skífa með saxófónleikaranum vinsæla. Ótrú- legt en satt: fyrsta skífa er hann gef- ur út undir eigin nafni. Draumfögur og svifkennd. Out of the Blue: Live at Mt. Fuji. Ungmennin í OTB með píanistann Harry Pickens í farar- broddi. Ferskur boðberadjass. Ungir menn feta í fótspor Blakeys. Af endurútgáfum ársins báru tvær af flestum. BBC-útgáfur í röðinni Sí- gildur djass í stafrœnu steríói. Þetta eru skífur með upptökum hljóm- sveitar Dukes Ellington frá árunum 1927 til 1934 og hljómsveit fiðlarans Joes Venuti og gítaristans Eddies Lang frá 1926 til 1933. Þar má líka finna upptökur með hljómsveitum Rees Nicol, Frankies Trumbauer og Reds McKenzie. Vert er að geta tríóskífu með danska píanistanum Niels Lan Doky: The Target. Hann er af kín- verskum ættum og starfar nú í New York. Niels-Henning slær bassann á þessari skífu og Jack DeJohnette trommur (Storyville SLP 4140). Svo má ekki gleyma Hinsegin blús, sem var fagmannlega unnin skífa. Altistinn Benny Carter og söngv- arinn Cab Calloway urðu áttræðir á árinu og Dizzy Gillespie sjötugur. Allir eru þeir í fullu fjöri og fóru á kostum sl. sumar í Evrópuferðalagi. Djassinn er kominn til ára sinna og á hverju ári falla margir félagar alheimshreyfingarinnar í valinn. Þeirra helstu er létust á síðasta ári skal hér getið: Eddie Durham, er lék m.a. með Count Basie, einn fyrsti rafgítaristinn, básúnuleikari og út- setjari. Victor Feldman, víbrator- leikari og píanisti. Var undrabarn í Bretlandi, þá trommari. Flutti til Bandaríkjanna og lék ma. með Mil- es Davies og Cannonbal! Adderley. Vann mikið í stúdíóum og kom m.a. við sögu á skífu Jakobs Magnússon- ar: Special Treatment. Freddie Green rýþmagítaristi Basies, kall- aður Mr. Rhythm. Önnur orð óþörf. John Hammond, einn af áhrifa- mestu skipuleggjendum djasslífsins. Kom m.a. Count Basie og Benny Goodman á framfæri. Hljóðritaði Bessie Smith, Billie Holliday og aðra. Woddy Herman, einn af meist- urum stórsveitardjassins. Wilbur Little, bassaleikari með J.J. John- sons, Elvin Jone o.fl. Kom til íslands 1978 með tríói Horaces Parlan. Alfred Lions, annar stofnandi Blue Note. Albert McCarty, höfundur undirstöðurits djassskífufræðinnar. Howard McGhee, einn af helstu trompetleikurum bíboppsins. Hljóð- ritaði með Parker. John Malachi, lengi píanisti Söru Vaughan. Turk Murphy, básúnuleikari af hvíta ný- dixílandskólanum. Jaco Pastorius, einn af helstu rafbassasnillingum tónlistarsögunnar. Frank Rehak, básúnuleikarinn ástsæli, er hljóðrit- aði um 4.000 skífur. Buddy Rich, teknískasti trommari allra tíma og frábær hljómsveitarstjóri. BolaSete, gítaristi af latneska skólanum. Slam Stewart, bassaleikarinn er söng sól- óana áttund ofar en hann strauk þá. Maxie Sullivan, söngkona stærstu litlu hljómsveitarinnar i heimi, John K'irfty-sextettsins. Kid Thomas Val- entine, einn af trompetleikurunum frá New Orleans er yfirgáfu borgina ekki fyrr en á elliárum. Dick Well- stood, fáir hvítir píanistar skálmuðu sem hann. Betty Wood, básúnuleik- ari með Ellington og Basie, sérfræð- ingur í vava-blæstri. Svo má ekki gleyma því að Round Midnight með Dexter Gordon var sýnd í Reykjavík á árinu. Að lokum ætla ég að geta þess sem kom mér sjálfum mest á óvart í djassinum síðastliðið ár. 1. Að vera á Miles Davies-tónleikum þar sem kappinn blés í þrjá tíma án hlés og þar af tvö aukalög. 2. Að sitja á djassklúbbi í Osló og hlusta á gaml- an tenórista blása svo brosið vék ekki af vörunum allt kvöldið (Bjarne Nerem, er m.a. var samtíða Gunnari Ormslev hjá Símoni Brehm). 3. Að heyra Stórsveit Ríkisútvarpsins blása þakið af Hótel Borg undir stjórn Mikaels Ráberg. Vernharður Linnet Semball og slagverk Musica nova lætur ekki deigan síga. Sunnudaginn 10. janúar sl. voru tón- leikar í Norræna húsinu. Þar lék Þóra Johansen á sembal og með henni Maarten van der Valk á slag- verk. Þóra hefur búið í Hollandi um árabil og getið sér gott nafn fyrir list sína, en hún iðkar einkum samtíma- tónlist, og Maarten er hollenskur, þekktur slagverksmaður heima hjá sér og víðar, og er hann kvæntur okkar ágætu ballerínu og dansstjóra Hlíf Svavarsdóttur. Þau höfðu fengið Þorkel Sigurbjörnsson til að semja fyrir sig verk, og nefnist það Hoqu- etus minor, en hóketus er gömul tónsmíða- og flutningsaðferð. Orðið merkir hiksti. Þetta var prýðileg skemmti- og tækifæristónsmíð. Hrynkennd eða rýþmísk hugleiðing um samband tóns og hljóðs. Þorkell er alltaf flinkur og aðlagar auðveld- lega hugarflug sitt óvanalegum hljóðfærasamsetningum og form- hugsunin er skýr og afdráttarlaus. Þá heyrðum við Deux Esquisses eft- ir Enrique Raxach, Katalóníumann sem gerðist Hollendingur. Hann er víðþekkt tónskáld, var leiðbeinandi Lárusar H. Grímssonar um hríð. Hann semur í meginlandsstíl sjö- 'tefán Jökulsson er morgunmaður Bylgjunnar í loftinu frá klukkan 7—9 með fréttir, viðtöl, veður og umferðarútvarp. áll Þorsteinsson fer nú aftur á sinn stað í dagskránni milli klukkan 9 og 12 á virkum dögum. Tónlist og spjall fyrir fólk í vinnu, fólk heima, fólk alls staðar. sgeir Tómasson fer nú í hádegisstað í dagskrá Bylgjunnar. Hádegistónlist firá 12-15, getraunir og glitrandi perlur. . étur Steinn lýkur vinnudeginum með hlustendum með tónlist og fróðleiksmolum frá klukkan 15 til 18. .allgrímur Thorsteinsson og Reykjavík síðdegis, punkturinn yfir i-ið í dagskrá Bylgjunnar á virkum dögum í nýjum búningi firá klukkan 18—19. Meiri áhersla á vandaðar og góðar fréttir. Fa réttir á Bylgjunni eru sendar út á heila tímanum firá klukkan 7 á morgnana til 19. Um helgar eru fréttir sendar út annan hvern klukkutíma frá klukkan 8. Æá 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.