Helgarpósturinn - 21.01.1988, Blaðsíða 26
Með á nótunum
Um lagasmíöar í sjórwarpsauglýsingum. 77^\
„Með á nótunum, með á nótunum og ...bankinn er
með á nótunum.“ Þessar línur sungu ungir jafnt sem
aldnir hér um árið. Og hverslags slagari var þetta? Þetta
var ekki einu sinni dægurlag heldur auglýsingatexti sem
almenningur hafði lært af sjónvarpinu. Hver samdi þetta
og hvers vegna fékk fólk þetta lag svona á heilann?
EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR
’Að-uf fyrr vw fiðr-u-vft-l M-15 þó' té Ukl og fyrr-um var. Slrék-sr lll-u tl«lp-ur hýr-u tug-a . ' við
F#m I D A Mm ' ' D
jJTTJil T | * ^IJTH./Wrg
slekk-lnn. ed-a bar-a hér og þsr . • En þö að ytr-l a&staed-um-Ar breyl-lsl og and lll llrp-ans l«-l ný| an Ml.
w
Hm C
Em A' Em A’ D
fljúg-a söm-u lugl-am-ir og lorð-um og l*r-a sunn-an-vtnd-inn tér I nyl. Ált a-tl-u ér er-u rer-lnn llml' og lang-ur.
Mað ur vlll lé mal tlnn þeg-ar mað-ur verð-ur tvang-ur . * 'j' S S S 5
Syngjmn' SS lagið
slArjrfélag
SUÐURLANDS
Bjami Arason látúnsbarki söng í auglýsingu vegna afmælis sláturfélagsins.
Sjálfsagt kunna margir textann, líkt og tíökast hefur með auglýsingalög gegn-
Frá því þessi bankaauglýsing „sló
í gegn“ hafa aðrar auglýsingar gert
nákvæmlega það sama. Oft er
spurning hvers vegna akkúrat
„þessi' auglýsing er góð en „hirí
virðist ekki skilja neitt eftir sig.
Hvers vegna eru stef eða sungin lög
með nokkrum auglýsingum en ekki
öðrum?
„KARPÖLLUR OG
FLUGUBÍLL"
Þessum spurningum verður ekki
svarað svo vel sé í fljótu bragði. Á
hitt ber þó að líta að það er ekki til-
viljun sem ræður því hvort lög eru
gerð við auglýsingar eða hvort talað
mál ræður ferðinni. Meðal nýjustu
söngvaauglýsinganna má nefna
fataauglýsingu frá tískuverslun hér í
borg en lagið sem notað er við hana
er fimmtán ára gamalt lag með
Stuðmönnum. Auglýsingin um
ákveðna tegund kartafjna virðist
líka hafa náð tilgangi sínum, í það
minnsta hefur sama lagið, lag eftir
Gunnar Þórðarson, verið notað ár
eftir ár þótt texta hafi verið breytt
hverju sinni. Börn sem horfa gjarn-
an á auglýsingar eru líka fljót að
grípa auglýsingalög — og það að
fara til útlanda í sól, sand og sjó hét
lengi vel hjá þeim yngstu ,,að fara í
flugubíl".
Einn þeirra sem unnið hafa að
fjölda auglýsinga er Ágúst Baldurs-
son. Hann vann m.a. að umræddri
kartöfluauglýsingu, flugfélagsaug-
lýsingu og fataauglýsingu, sem allar
eiga það sameiginlegt að byggjast
upp á söng, ásamt afmælisauglýs-
ingu ákveðins sláturfélags hér á
landi. Ágúst segir aldrei hægt að
ákveða í upphafi hvort henti betur
að hafa lag eða talaðan texta við
auglýsingar og segir það ráðast af
því hvað verið sé að auglýsa. Hann
nefnir að þegar hann hafi stolist inn
í Hlégarð, 15 ára gamall, hafi hann
fyrst heyrt lag Stuðmanna „She
broke my heart“: „Þá var ég ekki
einu sinni kominn -með drauma um
að vinna að kvikmyndagerð en
ákvað samt fljótlega eftir að ég
heyrði þetta lag fyrst, að nota það
einhvern tíma ef tækifæri byðist. Ég
var því búinn að falast eftir því við
höfund lagsins, Valgeir Guöjónsson,
að fá að nota lagið og þegar mér
bauðst að hafa frjálsar hendur við
gerð þessarar auglýsingar mundi ég
auðvitað strax eftjr laginu."
ÞÆGILEGT LAG =
JÁKVÆTT VIÐHORF
Ágúst segist þó ekki hafa unnið
einn að handriti auglýsingérinnar,
heldur til jafns við auglýsingastof-
una Gott fólk. „Þetta er ímyndar-
auglýsing fyrir fyrirtækið og verið
að höfða til breiðs hóps. Ég held að
ef við hefðum farið þá leið að láta
þylja upp það sem við vildum láta
koma fram hefðum við aðeins náð
til örfárra. Með því að koma frekar
með þægilegt lag verður viðhorf
fólks jákvæðara. Valgeir Guðjóns-
son fékk ákveðin stikkorð úr sögu
fyrirtækisins og gerði textann út frá
þeim, þ.e. að sögð var áttatíu ára
saga fyrirtækisins og ennfremur
horft fram á veginn."
Hvort það sé dýrt að láta semja
sérstök lög fyrir auglýsingar segir
Ágúst að í rauninni sé lagasmíði
ekki stór hluti af þeim kostnaði sem
fylgir því að gera auglýsingu: „Þeg-
ar þarf að gera leikmynd, kvik-
mynda í einn, tvo eða fleiri daga,
búa ti búninga og annað sem máli
skiptir verður kostnaðurinn við
lagasmíðarnar ekki stór miöað við
annað,“ segir hann.
TÓNLIST GETUR LÍKA
VERIÐ TRUFLANDI
Önnur auglýsing sem vakið hefur
mikla athygli nýverið er auglýsing á
drykkjarvöru, þar sem píanóleikur
gegnir stóru hlutverki. Það er Hall-
dór Gudmundsson hjá auglýsinga-
stofu GBB sem hafði yfirumsjón
með umræddri auglýsingu og að-
spurður um hvort honum fyndist
þýðingarmikið að hafa lög í auglýs-
ingum svaraði hann: „Það fer auð-
vitað eftir eðli þeirrar vöru sem ver-
ið er að auglýsa hvort hentugt er að
hafa tónlist í auglýsingunni. Það er
ekki sjálfgefið að tónlist sé höfð með
þótt oft sé hún til staðar í einhverj-
um mæli. Þegar verið er að auglýsa
daglega neysluvöru eins og þennan
ákveðna drykk þarf lítið að segja og
ekki nauðsynlegt að koma á fram-
færi ítarlegum upplýsingum um
vöruna. Slík dæmi þekkjum við úr
auglýsingum um marga þekkta
drykki.Tónlist getur oft verið trufl-
andi þegar þarf aö koma ákveðnum
upplýsingum um vöruna á fram-
færi.“
Um það atriði að höfundar lags og
texta séu aldrei kynntir þegar um
auglýsingar er að ræða og hvort
slíkt sé feimnismá! voru þeir Agúst
og Halldór sammála: „Egill Ólafs-
son gerði lagið við auglýsinguna
sem hann leikur í, en hvar hefði það
átt að koma frarn?" spurði Halldór.
„Það er varan sem verið er að aug-
lýsa sem skiptir máli, ekki það hver
gerir texta eða hver tók myndina. Ef
auglýsing er hins vegar send í sam-
keppni er að sjálfsögðu gerð grein
fyrir öllum þeim sem að henni
unnu.“
Ágúst svaraði á svipaðan hátt:
„Hvar ætti að setja nafn höfundar?
Það er aldrei tekið fram hverjir
gerðu auglýsinguna, enda er ekki
verið að auglýsa þá, heldur ákveðna
vöru."
INN Á VINSÆLDALISTA?
Þeir viðurkenna að óneitanlega
hafi hvarflað að þeim að búa til
dægurlag við auglýsingar, eitthvað
sem gæti orðið vinsæll slagari, en
slíkt mun víst ekki leyfilegt, enda
auglýsingalög til dæmis aldrei gefin
út á hljómplötum. Þeir nefna ýmis
auglýsingalög sem hafa náð gífur-
legum vinsældum, þ.á m. lög eftir
Valgeir Guðjónsson: „Lag við aug-
lýsingu frá ferðaskrifstofu sem við
unnum að varð til dæmis mjög vin-
sælt," segir Halldór. „„Við vinnum og
vinnum" var sungið þar, lag sem
fólk átti auðvelt með aö læra. Auð-
vitað vekja lög í auglýsingum at-
hygli á þeim, enda hefur sýnt sig að
mörg þeirra hafa orðið vinsæl."
Ágúst segir að lag við flugfélags-
auglýsingu hafi orðið það vinsælt
að sóst hafi verið eftir að koma því
inn á vinsældalista, „en slíkt er ekki
leyfilegt", segir hann. Hann nefnir
að í fyrra hafi hann gert þátt fyrir
sjónvarp sem var á líkum nótum og
þessi grein, „og það kom í Ijós að
ótalmargir kunnu lög við auglýsing-
ar. Fólk stóð niðri i bæ og söng há-
stöfum fyrir okkur og eldra fólk til
dæmis kunni margt hvert textann
við bankaauglýsinguna.....er með á
nótunum", fór með heilu laglínurnar
án þess að hugsa sig um“.
„...kartöflur þykja kjarnafæöa" o.s.frv. Sama lagiö
hefur veriö flutt við nýja og nýja auglýsingu,
nema hvaö texta er breytt. Umrætt lag geröi
Gunnar Þóröarson. En hvar á aö kynna höfunda
laga?
S'-'X* ’
RUNNI
26 HELGARPÓSTURINN
Jón ef- a//a.ff day/f 7/7
a fíljtísi vi</
ý>/ ó /ft r /jCLCý //7/7. . .
a
S'q./9/t Ae/áfc /ló yeéqj !
sak.at tq/zA-.. *