Helgarpósturinn - 21.01.1988, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 21.01.1988, Blaðsíða 12
Að vera eða vera ekki fangavörður, það er spurningin sem fangaverðir við Hverfisstein hafa velt fyrir sér. Dómsmálaráðuneytið vill að þeir teljist til lög- reglumanna — lögreglan að þeir teljist til fangavaröa. Dómsmálaráðuneytið neitar þeim um skólavist — lögreglan neitar þeim um stöðuhækkun. FANGARIKERFINU Fangaverðir sem starfa við fangageymslur lögreglunn- ar í Reykjavík við Hverfisgötu hafa lent í nokkuð sér- kennilegri klemmu, vegna deilu dómsmálaráðuneytisins og lögreglustjóraembættisins í Reykjavík. Lögreglu- stjóraembættið vill telja Hverfissteinsfangaverði til fangavarða, þó það setji þeim stólinn fyrir dyrnar með stöðuhækkun, en dómsmálaráðuneytið segir að það sé hlutverk lögreglumanna að sjá um vörslu skammtíma- fanga. Rví hafa fangaverðir í Hverfissteini ekki fengið aðgang að fangavarðaskólanum sem dómsmálaráðu- neytið sér um, en nám þar veitir hærri laun og eykur hæfni í starfi. EFTIR PÁl HANNESSON MYND: JIM SMART Fangaverðir sem starfa við fanga- geymslur lögreglunnar við Hverfis- götu eru átta talsins og hafa allir unnið þar sem fangaverðir, enda eru þeir félagar í Fangavarðafélagi íslands. í Fangavarðafélagi íslands eru 60 fangaverðir. Upphaf þessa máls má rekja tvö ár aftur í tímann, þegar dómsmálaráðuneytið ákvað að draga markalínu milli fangelsa eftir eðli fangavistar og þeirri tíma- lengd sem fangar dvelja í svarthol- inu. Þorsteinn A. Jónsson, deildar- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, sagði í viðtali við Helgarpóstinn að skipu- lagslegar ástæður hefðu legið að baki þessari ákvörðun. Sagði Þor- steinn að fangavist drukkinna manna og þeirra sem aðeins hafa mjög stutta viðdvöl í fangageymsl- um væri alls staðar á landinu í hönd- um lögreglunnar, nema í Reykjavík. Dómsmálaráðuneytið hefði því álit- ið og ákveðið að sami háttur skyldi hafður á í Hverfissteini og sam- kvæmt skilningi þess ættu fangar þar því að vera í umsjá lögregluyfir- 12 HELGARPÓSTURINN valda og gæslumenn ættu að vera lögreglumenn. Þetta væri einungis hluti af almennri löggæslu. ,,Þar af leiðandi töldum við ekki ástæöu til þess að fara að þjálfa þarna upp fangaverði ef ætti að breyta fyrir- komulagi, sem að vísu hefur ekki verið gert ennþá,“ sagði Þorsteinn. EKKI FANGELSI Á FJÁR- LÖGUM Samkvæmt skilningi dómsmála- ráðuneytisins eru fangaverðir við Hverfisstein því ekki á vegum þess og ráðuneytinu óviðkomandi. „Þessir menn hafa verið ráðnir af lögreglustjóraembættinu og heyra alfarið undir það. Fangageymslurn- ar við Hverfisgötu eru ekki skii- greindar sem „fangelsi" á fjárlög- um, heldur sem hluti af starfsemi lögreglustjóraembættisins í Reykja- vík,“ sagði Þorsteinn. Á grundvelli þessa skilnings hefur ráðuneytið síðan neitað fangavörðum við Hverfisstein um aðgang að fanga- varðaskólanum svokallaða, en það er þriggja mánaða námskeið haldið á vegum ráðuneytisins, ætlað til þess að gera fangaverði hæfari í starfi. Eru þar kennd íslenska, skýrslugerð, sálfræði, afbrotafræði, auk fræðslu um fíkniefni, líkamsæf- ingar og fang(a)brögð og mönnum kennd lög og reglur um aðbúnað og meðferð fanga auk annars. „Námið gengur út á að þjálfa fangaverði sem annast gæslu afplánunarfanga og gæsluvarðhaldsfanga. Þetta er gjör- ólíkt starf að okkar áliti," sagði Þor- steinn A. Jónsson. Hjá lögreglunni kveður hins veg- ar við annan tón. Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn sagði að lögreglu- stjóraembættið viðurkenndi ekki þá línu sem dómsmálaráðuneytið vildi draga á milli fangelsa og fanga- varða. „Við höfum alltaf litið svo á að þessir menn væru fangaverðir jafnt og aðrir sem gæta fanga. Síðan kom þessi skilgreining frá dóms- málaráðuneytinu um að þeir ætluðu að gera þessa fangaverði að lög- reglumönnum. Það rann nú út í sandinn og hefur ekkert verið talað um það síðan, því það var hvorki talað við stéttarfélag lögreglu- manna né fangavarða. Þetta átti að vera ákvörðun dómsmálaráðuneyt- isins. Menn voru óánægðir með að fangaverðir hér skyldu ekki teknir inn í fangavarðaskólann. Sumir sem hjá okkur starfa ættu að gera það þar sem þetta er bæði launamál og fræðslumál. En einhvers staðar hef- ur þetta setið fast í kerfinu því það hefur ekki fengist á hreint ennþá hver þeirra staða ætti að vera, en þeir eru fangaverðir enn í dag. Það er vegna þess að það var andstaða við þetta frá ýmsum sem hér starfa, en ráðuneytið hefur ekki sagt sitt síðasta orð í þessu," sagði Bjarki. Bjarki sagði ennfremur að margir af þessum mönnum sem starfa í Hverfissteini uppfylltu ekki þau skil- yrði sem sett væru fyrir lögreglu- menn, ýmist vegna aldurs, mennt- unar eða annarra þátta. Ástandið væri því enn óbreytt, nema hvað dómsmálaráðuneytið vildi ekki taka þessa menn í fangavarðaskólann. Þeir sem hafa lokið námi við skól- ann hækka við það í launum um einn launaflokk. EINNAR NÆTUR GESTIR Um þá röksemd dómsmálaráðu- neytisins að „einnar nætur gestir'* væru alls staðar á landinu í höndum lögregluyfirvalda á hverjum stað sagði Bjarki að það væri ekki sam- bærilegt. „Við erum með miklu meira af fólki hér sem þarf að hafa í gæslu nokkurn tíma, t.d. vegna fíkniefnamála. Hins vegar höfum við einnig meira af drykkjusjúkling- um og jafnvel geðsjúklingum og hingað fáum við fólk sem aðrir hafa ekki ráðið við, jafnvel utan af landi. Þannig að fangageymslan hérna hjá okkur er með sérstöðu miðað við allar aðrar fangastofnanir á landinu og viðTeljum að umönnum þeirra manna sem hér eru sé síst vanda- minni en þeirra sem eru í hinum eiginlegu fangelsum. Þar eru menn oftast allsgáðir, hér eru menn oft í æstu skapi, ölvaðir, geðtruflaðir og undir áhrifum fíkniefna og það er oft á tíðum miklu vandasamara að fylgjast með og passa upp á þessa menn en hina eiginlegu fanga. Á síðasta ári vorum við hér með um 6.500 gistingar, en annars staðar á landinu er þetta talið í tugum eða hundruðum gistinga," sagði Bjarki Elíasson. Um þjálfun þeirra fanga- varða sem starfa við Hverfisstein sagði Bjarki að þeir hefðu fengið þjálfun í meðferð á föngum, lífgun auk annars, hjá lögreglunni, en ekki í hinum eiginlega fangavarðaskóla. STOÐUHÆKKUN Björk Bjarkadóttir er formaður Fangavarðafélag íslands. Hún segir að dómsmálaráðuneytið hafi ætlað að gera fangaverði við Hverfisstein aö lögreglumönnum með tilskipun einni. Afstaða ráðuneytisins væri óskiljanleg því umræddir fanga- verðir væru í raun í engu frábrugðn- ir öðrum fangavörðum á landinu. Sagði Björg að mótrök ráðuneytis- ins við að taka fangaverði við Hverfisstein inn í fangavarðaskól- ann hefðu verið þau að þar væri ekki pláss, ekki að þeim væri seta þar óheimil, eins og reyndar mátti skilja á máli Þorsteins A. Jónssonar í við- tali við HP. Á hinn bóginn sagði Björk að þessir átta fangaverðir ættu einnig undir högg að sækja af hálfu lögreglustjóraembættisins. Yfirmannsstöður við fangageymsl- una við Hverfisgötu væru ætlaðar lögreglumönnum, þannig að fanga- verðir þar gætu aldrei orðið neitt meira en aðstoðarvarðstjórar. Þá virtust allar stöðuhækkanir til þess- ara manna ganga seinna fyrir sig en tíðkaðist annars staðar og þyrfti jafnan að sækja um þær sérstak- lega. Þannig væru fangaverðir milli tveggja elda. Fangaverðir við Hverfisstein eru með öðrum orðum fangaverðir í augum lögreglustjóraembættisins, þó þeim sé þar takmarkaður frami ætlaður, en trauðla í augum dóms- málaráðuneytisins. Þeir taka laun sem fangaverðir, eru í Félagi Fanga- varða, en njóta ekki sömu réttinda og starfsfélagar þeirra. Væri einhver önnur stétt opinberra starfsmanna í þessari stöðu dytti mönnum eflaust í hug að skjóta málinu til dóms; málaráðuneytisins til úrskurðar. í þessu tilfelli er ekki talið líklegt að hinir átta fangaverðir við Hverfis- stein telji það vænlegt til árangurs.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.