Helgarpósturinn - 21.01.1988, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 21.01.1988, Blaðsíða 24
UM HELGINA Fyrir suma eru Háskólatónleikar fastur liöur í tilverunni. Jafnfastur og uppáhaldsþátturinn í sjónvarpinu. Enda rekast þessir tónleikar yfirleitt ekki á neitt annaö þvi þeir eru alla jafna haldnir í Norræna húsinu i há- deginu á miövikudögum og veröur svo einnig þann 27. janúar. Þá ætla þeir félagarnir Örn Magnússon og Robert Birchall, báöir píanóleikarar, að leika verk eftir Ravel og Brahms. Örn þessi er Ólafsfirðingur að upp- lagi en ekki verri fyri r þaö, hann hefur lengstum stundað nám í Bretlandi en fór þaöan fyrir einhverjum árum og flutti sig á meginlandið. Örn er mikiö snjall píanisti en um Birchall þennan vitum viö lítið. Tónleikarnir hefjast klukkan 12.30 Eftir því sem fréttir herma hefur Ljósvakinn gengið barasta ágæt- lega þaö sem af er. Fasti punkturinn í helgardagskránni er hin góökunna Heiga Thorberg sem sér um þátt bæöi laugardaga og sunnudaga eftir hádegiö og fram á siðdegið. Helga er hinn Ijúfasti útvarpsmaður, vin í eyöimörk dagskrárgeröarmanna. Ekki er síður ástæöa til aö benda á þátt Hjálmars H. Ragnarssonar sem hann nefnir Fagurtónlist á síð- kvöldi. Þar leikur hann klassíska tón- list og djass, væntanlega eitthvaö sem varir lengur en þrjár mínútur í senn, en væntanlega rekur einhverja minni til þess að fyrr í vetur hélt Hjálmar því fram i viðtali viö HP aö fólk væri orðið þreytt á þriggja mín- útna smálögum endalaust. Þeir sem mega missa einhverjar þúsundir króna gætu hugsanlega brugöiö sér i Broadway og séö þar sýningu sem kallast Allt vitlaust, en sýning þessi verður sett upp i janúar og feþrúar, annaö áriö í röö, vegna gífurlegra vinsælda aö því er heyrist. Fyrsta sýningin er á laugardags- kvöldiö næstkomandi og sam- kvæmt þeim sem aö þessu standa er þetta ástarsaga rokksins, hvaö svo sem þaö merkir. í sýningunni leikur stórhljómsveit Gunnars Þórðarson- ar, hann var í Hljómum um áriö, og einir sautján dansarar taka sporiö undir hljóöfæraslættinum. Þá eru bara ónefndir söngvararnir, Björgvin Halldórsson, Eiríkur Hauksson, Eyj- ólfur Kristjánsson og Sigríður Bein- teinsdóttir. Um þessar mundir stendur yfir sýning i galleríi þeirra akureyringa, Glugganum, og sýna þar þeir Jón Axel og Sverrir Ólafsson verk sín. Báöir eru þeir kappar löngu lands- kunnir fyrir myndverk sin, sá fyrr- nefndi einkum málverk, en lika höggmyndir og sá síðarnefndi sér- staklega fyrir höggmyndir sínar, andlit úr járni. Einhversstaðar var kveöiö Heimurinn gæti verið verri en hann á þó enn menn eins og Sverri sem allt lýsa upp, eöa eitthvað í þá áttina en það var víst viö annað tæki- færi. þeir félagar munu þó vafalaust lýsa upp hugi þeirra noröanmanna sem heimsækja sýningu þeirra í Glugganum en henni lýkur á sunnu- daginn kemur. Danskar bækur Um bœkur og bóksölu í landi frœnda vorra Fyrir skömmu kom sú spurning upp í Trivial Pursuit- spilinu, í hvaöa landi bókasöfn lánuðu flestar bækur pr. haus. Islendingurinn sagði strax ísland en Daninn skaut á Danmörku. Samkvæmt hinum óskeikula dómara er rétta svarið Danmörk en samt stendur bókin alls ekki of vel þar, hvorki á bókasöfnum né heldur á almennum markaði. Þurrar staðreyndirnar eru til vitnis um það. Á 7da áratugnum jókst bóksala og -lestur mjög mikið í Dan- mörku. Á árunum 1958—1967 jókst bóksalan um 120% og bóklestur um 4—5% á ári til 1979. Fjöldi nýútgefinna bóka þrefaldaðist og útlán bókasafna næstum fimmföld- uðust 1956—1982. Þegar best lét var helmingurinn af dönsku þjóðinni virkir lesendur og einn af hverjum þremur keypti reglulega bækur eða var í bókaklúbbi. Fólk sem ekki taldist vanalega til þessa hóps hafði einnig bæst við; verkafólk, dreifbýlingar, lítt menntaðar konur. EFTIR KELD GALL J0RGENSEN Á Bylgjunni er hafið eitthvaö sem kallast Svakamálaleikrit og þaö eru þeir lagsbræöur Sigurður Sigur- jónsson, Örn Árnason og Karl Ágúst Úlfsson sem standa fyrir þessu, semja væntanlega og leika allt sjálfir aö venju. Eftir því sem sag- an segir er alvaran víösfjarri hjá þessum mönnum þegar þeir setjast niður og skrifa svakamálaleikrit um einkaspæjarann Harry Röggvals og aðstoðarmann hans, Heimi Schnitc- hel, og er þarna auðvitað komiö hiö klassíska uppljóstraradúó sem gengið hefur í gegnum bókmennt- irnar allt frá öndverðum Holmes og vini hans Watson. Svakamálaleikrit- iö erflutt á sunnudögum kl. 13.00 og endurflutt næsta laugardag kl. 17.00 Síðustu áskriftartónleikar fyrra misseris hjá Sinfóníuhljómsveit ís- lands veröa á fimmtudagskvöldiö og aö vanda i Háskólabíói, þar sem tónleikagestir veröa reyndar aö vaöa aur þegar þeir yfirgefa húsiö vegna þess aö verið er aö byggja fleiri bíó- sali og eitthvaö meira. Stjórnandi þessara tónleika veröur Bandaríkja- maöurinn Guido Aimone-Marshan og einleikari er sellóleikarinn Ralph Kirschbaum sem fer eitthvað ná- lægt því aö útleggjast kirsuberjartré, a.m.k. meö góöum vilja. Ralph ætlar aö spila sellókonsert eftir Edward Elgar en einnig veröa á efnisskránni verk eftir sjálfan Amadeus Mozart, Júpítersinfónía hans, og er svo smekklega komist aö oröi í fréttatil- kynningu aö sú sinfónía sé talin þriöja besta sinfónía hans. Síöast má telja verk eftir Frederick Delius en þau eru reyndar tvö og skrifuð fyrir smærri hljómsveit. Tónleikarnir hefj- ast að venju kl. 20.30. Eitthvað fyrir sjónvarpssjúklinga sem ekkert vita betra en liggja í sóf- anum fyrir framan imbann og láta streyma inn um skynfæri engilsax- neskan hroöa. Afsakið oröalagiö, sem er varla í anda árarnótaávarpa, en sami boðskapur engu að siöur. Þannig býöur Stöö 2 upp á mynd sem heitir Geðveikur morðingi og ku ekki vera fyrir börn, enda er hún sýnd kl. eitt eftir miönætti á laugar- dagskvöldiö. Fyrr sama dag býöur hún líka upp á Dynasty, vinsælan amerískan framhaldsflokk, og þaö sem gerist er aö Joseph telur dóttur sína hafa eyðilagt framtíö sína er hann fréttir af brúðkaupi hennar og einhverjum gengur líka illa aö ná sáttum viö annan. Engar fréttir eru jú góðarfréttir. Svo er amerískur körfu- bolti, útlenskur poppvinsældalisti, valinn af íslendingum, og heitir þess vegna íslenski listinn. Allt þetta og meira til á einum laugardegi. Hin heiöarlega undantekning er svo mynd eftir Frakkann Jacques Tati, Frændi minn heitir sú og tilheyrir kvikmyndaklúbbi stöðvarinnar og veröur sýnd kl. 2 eftir hádegi. Sunnudagurinn ber meðal annars í skauti sér þrjá ameríska framhalds- þætti, fyrst Eiginkonur í Hollywood, svo Lagakróka og síöast Hina vammlausu. í Ríkissjónvarpinu veröur dregiö í lottóinu. í kvöld, fimmtudagskvöld, heldur hljómsveitin SÚLD tónleika á Hótel Borg og hefjast þeir, nákvæmlega, hálftíu um kvöldiö. Súldin hefur vak- iö nokkra athygli hérlendis sem er- lendis fyrir tónsmíöar sínar og hljóö- færaleik. Lék t.d. síðastliðið sumar á miklu djassfestivali í Montreal i Kan- ada. Fremstur í fríöum flokki súldar- manna er aðstoðarkonsertmeistari Sinfóníunnar, fiöluleikarinn pólski Szymon Kuran en aðrir eru þeir Lár- us Halldór Grímsson hljómborös- leikari, Steingrímur Guðmundsson trommari og síöast en ekki síst skal nefndur Stefán Ingólfsson sem leik- ur á bassa. Þess má og geta að Súld- in vinnur aö plötu um þessar mundir. Og aö lokum: 'Ásarrft Súld kemur fram hin skemmtilega blúshljóm- sveit Centaur. Hér eru punktar úr dagskrá ný- stofnaðrar útvarpsstöövar — út- varps Rótar. Kl. 13.00 Haltu hátíð ... Húllumhæ í tilefni þess, aö bætt hefur veriö úr brýnum skorti á útvarpsstöðvum. Rætt veröur viö tilvonandi dagskrár- aöila um þætti þeirra, gestir af ýmsu tagi syngja, lesa upp, spila á hljóö- færi og fara meö gamanmál; viðtöl og stuttir samtalsþættir. Umsjón: Guörún Ögmundsdóttir, Jóhannes Kristjánsson, Jón Helgi Þórarinsson og Kristján Ari Arason. Aö auki má nefna. Dreka og smá- fugla. í umsjá íslensku friöarnefnd- arinnar. Vikulega á mán. kl. 18.30— 18.55. Blandað innlent og þýtt erlent efni frá friöarsamtökum og þjóö- frelsishreyfingum og fréttir. Rauð- hettu. í umsjá Æskulýðsfylkingar Al- þýöubandalagsins. Hálfsmánaöar- lega á þri. kl. 18.00—18.50. Byrjar í 1. viku. í Miðnesheiði. í umsjá Sam- taka herstöðvaandstæöinga. Hálfs- mánaöarlega á þri. kl. 18.00—18.50. Byrjar í 2. viku 1. þáttur verður um sögu baráttunnar og baráttuna nú. Hér í borg hefur veriö opnaöur nýr skemmtistaöur og heitir sá Lækjar- tungl og er staðsettur viö Lækjar- götu númer 2. Fyrir sögufróöa má þess geta aö þar var áöur til húsa Nýja bíó og til ákaflega skamms tima Bíó-húsið ef að líkum lætur. Forráðamenn Lækjartungls ætla sér aö reynast lifandi tónlistarflutningi „betri en enginn" svo gripiö sé til al- kunnrar klisju. Á fimmtudags- og sunnudagskvöldum veröur flutt lif- andi tónlist, fyrrnefnda kvöldiö verö- ur boðið upp á hrárri og hávaðasam- ari tónlist en mildari þaö síöar- nefnda. í kvöld munu Bleiku bast- arnir skipa öndvegi, en þeir voru ný- lega kosnir bjartasta vonin í íslensku popplífi. Ásamt þeim munu síðan leika hljómsveitirnar EX og Bláa bíl- skúrsbandið. Á fimmtudagskvöld-’ um er Lækjartungl opið frá 22—01 en lengur aö sjálfsögöu föstu- og laugardagskvöld. Á föstudagskvöld- iö mun einmitt bandarískur djass- og látbragösdansari sýna þætti úr frumsömdu verki sem heitir Moving Men en þaö verður síöan sýnt í heild sinni rúmri viku siðar. Og á sunnu- dagskvöldiö ætlar Valgeir Guðjóns- son aö troöa upp meö kassagítarinn sinn, einn síns liös og taka nokkur kunn lög og ókunn og segja kímni- sögur í bland án efa. Frá 1980 sýna staðreyndirnar að menningarútbreiðslan hefur vaxið eins og kostur er. Á næstu árum er því ekki hægt að tala um að standa í stað, heldur beina afturför, sérstak- lega hjá ungu fólki, 15—24 ára, sem í vaxandi mæli sleppir algerlega bóklestri. Um þessar mundir hækk- ar meðalaldur bókakaupenda næst- um um eitt ár á hverju ári! Unga fólkið snýr sér frekar að öðrum miðlum. Og hin almenna mynd verður ekki glæsilegri þegar litið er til skóla og bókasafna. Niðurskurð- ur fjármagns þessara stofnana til bókakaupa nemur 30% frá árinu 1982. Meðalsala skáldsögu hefur t.d. minnkað úr 2.500—3.000 eintökum í 1.500—2.000, sem er ekkimeiraen meðalsala á íslandi, þrátt fyrir að það séu nú um fimm milljónir íbúa í Danmörku. Þetta hefur gert að verkum að bækur hafa hækkað í verði og upplögin eru minni; frá 1979 til 1986 hafa bækur hækkað um 100%, á meðan aðrar vörur hafa ,,aðeins“ hækkað um 70%. Til þess að halda í við þróunina hafa forlög- in aukið útgáfuna, gefa út fleiri titla, en sú þróun getur ekki staðist til langframa. SAMKEPPNISHÆFNI Það er ekki bara hvað varðar fjölda bóka sem breytingar hafa orðið á dönskum bókamarkaði. Gæðalega séð hefur einnig orðið breyting á. í fyrsta lagi er það athygli vert að nú koma miklu fleiri bækur út fyrir jól, eins og á íslandi. Auðvit- að vegna þess að forlögin beina spjótum sínum að þeirri árstíð þegar fólk er líklegast til að kaupa bækur. í öðru lagi er það dæmigert að for- lögin í Danmörku sérhæfa sig stöð- ugt meira og meira. Menn taka næstum enga áhættu við að gefa út eitthvað sem þeir eru ekki vissir um að seljist. Þá frekar gefa þeir út meira af því sem alltaf hefur selst, þar er þó alltaf öruggur markaður fyrir hendi. Þetta þýðir að markað- urinn, sem slíkur, endurnýjar sig sjálfur og þess vegna eru möguleik- ar á nýsköpun takmarkaðir. Þ.e. þeg- ar litið er framhjá tískufyrirbærum sem eiga takmarkaða lífdaga fyrir höndum, en í Danmörku hafa það t.d. verið á síðustu árum tómstunda- bækur fyrir uppa, módernísk ljóða- gerð, bækur um hátækni, bækur um póst-módernisma. Til að gera langa sögu mjög stutta hefur það sama gerst í Danmörku og í flestum löndum Vestur-Evrópu, samkeppnishæfnin er orðin að heilagri kú. Bæði á innanlands- markaði og með tilliti til annarra landa snýst allt um hvað er hægt að selja, ekki það sem að lokum telst gott eða áhugavert, nytsamt og var- anlegt. Ef þetta tvennt fer saman er það auðvitað mjög gott, en því mið- ur er það ekki alltaf tilfellið. Sam- keppnisspurningin er þannig núm- er 1, 2 og 3. Dönsk yfirvöld hafa ekki frekar en annarra landa yfirvöld mótað neina stefnu varðandi bækur. Þar eru hin svokölluðu frjálsu markaðs- öfl allsráðandi og ef dönsk menning getur selt danskar vörur erlendis eru stjórnvöld ánægð en þau hafa hins vegar enga stefnu eða „prins- ipp“ þar að lútandi. Það er t.d. mót- sagnakennt að á síðustu árum skuli Karen Blixen hafa orðið þekkt er- lendis undir nafninu Meryl Streep, og það er sömuleiðis mótsagna- kennt að alls staðar í heiminum lýsa mönnum PH-ljós, án þess þeir hinir sömu viti hið minnsta um hagyrð- inginn og menningarskríbentinn Poul Henningsen (1894—1967). HEFÐIN Um þessar mundir er danskt sam- félag að breytast ógnarlega og það er erfitt að segja fyrir um hvaða stefnu það tekur á endanum. Ef ein- ungis er horft til tveggja síðustu ára- tuga er það dæmigert að söguleg og gagnrýnin vitund á 8da áratugnum var sennilega meiri en nokkru sinni fyrr, en sama vitund nálgast núllið á 9da áratugnum. Þetta er kúvending sem erfitt er að skýra en verður greinilega vart í menntastofnunum og menningunni. Það er þó varla vafi á að þessi þró- un helst í hendur við kreppuna í danska velferðarríkinu sem hófst í upphafi 8da áratugarins og náði há- marki um 1980. Hið gríðarlega at- vinnuleysi hefur leitt til þess að ungt fólk, sem harðast hefur orðið úti, á erfitt með að finna sér tilgang í líf- inu. Ungir atvinnuleysingjar leita ekki til dansks menningararfs eftir skilningi á sögulegum mistökum, heldur snúa þeir sér að öðrum miðl- um og tafarlausri fullnægju. Það sem skiptir máli er fullnæging augnabliksins, skammtímasæla, til- finningin fyrir nútíðinni. Hvaða svör er hægt að finna í norrænni sögu, norrænni goðafræði, hjá Saxo eða Grundtvig, eða hjá hinum mikla fjölda snjallra rithöfunda sem Dan- mörk hefur alið? Svar: Núll og nix. í gær voru hetjurnar Rambó og E.T., í dag eru það Madonna og danska fótboltalandsliðið. Enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Annað sem vert er að minnast á í þessu samhengi eru hinir mörgu innflytjendur sem flust hafa til Dan- merkur á síðastliðnum árum. Það er ekki alveg ljóst á hvern hátt innflytj- endurnir hafa sett mark sitt á danskt 1 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.