Helgarpósturinn - 21.01.1988, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 21.01.1988, Blaðsíða 27
MYNDLIST * Ar spíra Nýjar tölur benda til þess að á liðnu ári hafi fleiri ungir listamenn sýnt verk sín en áður. Því er það sem þessi pistill tileinkast fólki með grænan fiðring. Sá grái verður að bíða. Segja má að IBM hafi gefið tóninn að ári yngislista með því að efna til mikillar sýningar á verkum lista- manna 35 ára og yngri á Kjarvals- stöðum í mars. Slíkar samsýningar eru alltof fátíðar miðað við þá grósku sem ríkir hjá þessum aldurs- hópi. Það eru heil fjögur ár liðin frá því sýningin „Ungir myndlistar- menn" var haldin á Kjarvalsstöðum og það sýndi sig á IBM-sýningunni að þörfin á slíkum samkundum er brýn og áhugi mikill. Sem dæmi um gróskuna má nefna að einungis 10 af þeim 60 sem þátt tóku í UM ‘83 voru einnig með verk á IBM-sýning- unni, þó svo að einir 70 hafi átt þar verk. Nú stuttu eftir að nema í Myndlista- og handíðaskólanum hefur verið vikið frá námi fyrir að hafa haldið sýningu á verkum sín- um virðist skjóta skökku við að þó nokkrir sýnenda á IBM-sýningunni voru þá enn við nám jafnt hérlendis sem ytra. Þó ekki verði farið náið út í þá sálma hér, þá er degi ljósara að fjöldi hérlendra myndlistarnema hefur haldið sýningu á verkum sín- um, enda þykir sýningahald mikil- vægur hluti myndlistarnáms í mörg- um helstu þróunarríkjum heims. Síðastliðið vor var opnað nýtt gallerí á púlsi borgarinnar sem úð- aði fiðringinn talsvert. Þar var kom- ið Hafnargallerí og hafnaði yfir Snæbirni. Frá því að sá salur var opnaður hefur rúmur tugur útskrift- arnema frá MHÍ haldið þar sýning- ar. Ýmist einn, tveir, þrír eða fjórir í senn. Meðal einkasýnenda í Hafnar- galleríi var Haraldur Jónsson, sem sýndi „erótíská' skúlptúra og bók- verk í byrjun september, en hann lauk námi við MHÍ í vor sem leið. Sömu sögu má segja um þær Guð- björgu Hjartardóttur og Kristínu Reynisdóttur, en sýningu þeirrar síðarnefndu á skúlptúrum og teikn- ingum lauk nú 12. janúar. Téð gallerí við Hafnarstræti hefur sannarlega verið lyftistöng lítt stöndugum spír- um, því þar hefur einungis verið innheimtur skattur af seldum verk- um. Þó mun í bígerð að breyta því fyrirkomulagi, grænfjöðrungum til ómælds útláts og ama. Nýlistasafnið hefur á undanförn- um árum verið nær eini raunveru- legi vettvangur ferskra strauma og tilrauna í listum og þótt Hafnargall- erí og að sumu leyti Gallerí Svart á hvítu hafi borið með sér kærkominn gust, þá blésu frjóir vindar um „Nýl- hestinn", nú sem endranær. Halldór Ásgeirsson hélt þar sýningu „Þaö er til marks um breytt viöhorf í rýmislistum aö konsept og uppsetningar voru allar utan ein útfœröar í hinar tvœr píddir málverks og teikningar. Sýning Rúríar á Kjarvalsstööum sl. sumar var e.t.v. á skjön viö þetta afturhvarf til tvívíddar. Þar var katakombustemmning erkisafnsins kölluö fram á einkar mein- hœöinn hátt.“ Sjá: Ár spira SJONVARP Karlar í fagurfrœdi ÚTVARP * I sjoppu. Kvöld. Já, hvernig er það með þessar útvarpsstöðvar, allar eins. Er það ekki spurði maður í sjoppu um daginn. Nei nei, sagði afgreiðslu- stúlkan, sumar soldið diffrent. Setti svo totu á munninn sinn og hugsaði, hugsaði. Já sumar soldið diffrent, öðruvísi sagði hún svo. Hafði komist að þessu eftir um- hugsun. Já sagði maðurinn, greinilega skotinn í stúlkunni og vildi tala. Bætti svo við varfærnis- lega. Mér hefur nú skilist að það sé ekki svo mikill munur. Jú jú sagði hún þá, tók af öll tvímæli. Hm hugsaði maðurinn upphátt en hún byrjaði aftur. Sko, það er ekki sama hvaða lög eru spiluð, bara alls ekki sama. Nei auðvitað sagði maðurinn og gramdist að hafa fitj- að upp á þessu. Þeir eru víst eitt- hvað að barma sér sagði maður- inn, fá ekki auglýsingar. Hnussaði í stúlkunni, hélt sér væri sama. Heyrði um daginn að ein væri að fara á hausinn og lét ekki hnussið fara með sig, fastur fyrir þessi maður. Kjaftæði sagði stúlkan og vitnaði í grein í blaði eftir útvarps- stjóra. Allt rikisútvarpinu að kenna, eru ekki heiðarlegir í sam- keppninni. Láta fólk borga þó það hlusti ekki hafði stúlkan eftir út- varpsstjóranum, skattur, hvað er það annað en skattur. Æst. Mann- inum ekki sama. Ég hlusta sko aldrei á rás 1, sinfóníur og sögur sem enginn hefur gaman af. Og á ég þá að borga? Nei sagði maður- inn, iúpulegur, átti ekkert svar. Rétti svo úr sér. Þeir segja nú samt upp fólkinu. Ætlaði greinilega ekki að gefa sig. Hvað, bara hag- ræðing sagði stúlkan þá. Of dýrt að hafa allt þetta fólk í vinnu skýrði hún. Já, sagði hann. Það hiýtur að vera erfitt að reka út- varpsstöð sem ekkert má kosta og á bara að gefa af sér. Gefa af sér át stúlkan eftir honum. Þetta er hug- sjón, prinsipp. Að sýna fram á að einstaklingurinn geti gert það sem ríkið gerir og gera betur. Að snúa plötum hraðar og oftar sagði þá maðurinn hæðnislega og færði sig upp á skaftið. Hló svo afsakandi til að segja stúlkunni að hann væri bara að gantast. Hún skildi. Svo var það ekki meir. Kristján Kristjánsson Leiðari Jóns Óttars Ragnarsson- ar var á dagskrá Stöðvar 2 sl. mánudagskvöld í umsjá Páls Magnússonar. Þar voru þeir mætt- ir, Davíð Oddsson og Jón Óttar Ragnarsson, talsmenn byggingar ráðhúss í tveimur prósentum Tjarnarinnar. Andvígar byggingu ráðhúss í prósentunum tveimur voru þær Guðrún Pétursdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Þetta var skringilegur „leiðari". Þátttakandinn Jón Óttar hóf þátt- inn með því að setja fram rök- semdir með byggingurmi og móti. Mótrökin voru, að hætti Jóns, frekar léttvæg og hafa menn vafa- laust saknað í þeirri upptalningu margs sem andstæðingar bygging- ar hafa borið fram. En hvað um- það. Verkið lofar meistara sinn. Þarna sátu tvær konur og þrír karlar. Um stund leit út fyrir að umræðurnar ætluðu að þróast út í venjulegt pex, en urðu skyndilega að óvenjulegum skoðanaskiptum. Rökstuðningur kvennanna byggð- ist nefnilega á kostnaðartölum og staðreyndum, og voru þær fastar fyrir í skoðunum. Virtist þetta koma þremenningunum mjög á óvart, enda fór svo að þeir beittu sér harðast á sviði fagurfræðinnar — á tilfinningaplaninu sem svo er kallað. Af því sjónvarp er sjónleikur í aðra röndina, þar sem leikurinn skiptir ekki minna máli en hið tal- aða orð og frammistaða manna metin eftir því hversu vel þeim tekst upp, þá þótti mér þær Guð- rún og Ingibjörg Sólrún standa sig afburðavel. Þær voru sannfær- andi, vel að sér og fordómalausar í málflutningi sínum. Og ég er ekki frá því að í Guðrúnu Pétursdóttur gæti verið efniviður í góðan stjórnmálaforingja. Hún hefur ýmislegt það til að bera sem suma aðra foringja vantar. í kompaníi við andstæðingana komu kon- urnar skemmtilega á óvart. Helgi Már Arthursson snemma árs á allrahanda frásagnar- mynstrum, tótemum og tálísmen- um, skírskotunum í Mexíkó May- anna. Sýning Halldórs var á margan hátt einkennandi fyrir hinn alþjóð- lega eftirmóð sem nú speglast æ greinilegar í verkum þeirra sem eitt- hvað fieira vilja sjá en eigin mæðu. Þorvaldi Þorsteinssyni svall móður yfir æsku sinni á sýningu í ágúst og til að undirstrika það hengdi Húbert Nói upp skuggalega mynd af Austur- bæjarskólanum í neðri sal. Undirrit- aður er og þeirrar skoðunar að nefndur Húbert sé ekki síðri túlk- andi íslenskrar birtu en Matthías- dóttir sú sem monníngagalleríin hafa að undanförnu keppst við að hampa. Er það síður en svo sagt Nýju-Jórvíkurbúum til hnjóðs, enda héldu versturfarar innreið í sali Nýló á haustdögum. Arngunnur Ýr kom fljúgandi frá San Francisco með eilífðarsnáka og hitabelti í fartesk- inu. Rímnaskáldið Hallgrímur Helgason flaug hins vegar bara frá New York en lenti norður á landi, hrúgaði þar upp uppblásnum kyrra- lífsmyndum á nótæm og sýndi suðrí jsafni i ágúst ásamt öðrum vestur- fara, Hjördísi Frímann. Nýlistasafn- ið skartaði fleiri spírum úr sólseturs- áttinni á liðnu hausti, því HP-teikn- arinn Helgi Sig. viðhafði þar fingra- leikfimi í október. í nóvember kom svo aftur sérstæð smásýning í Nýló þar sem voru leikmyndahönnuð- urnir Grétar Reynisson og Þórunn S. Þorgrímsdóttir. Það er til marks um ;breytt viðhorf í rýmislistum að kon- isept og uppsetningar voru allar utan ein útfærðar í hinar tvær víddir málverks og teikningar. Sýning Rúríar á Kjarvalsstöðum sl. sumar ■ var e.t.v. á skjön við þetta afturhvarf til tvívíddar. Þar var katakombu- stemmning erkisafnsins kölluð fram á einkar meinhæðinn hátt. Fyrsta sýning ársins 1987 í Gallerí Svörtu á hvítu var einnig í þessum sjónhverf- ingadúr. Jón Sigurpálsson stillti þar upp dyrum inn í aðrar víddir og braut rúður eins og hann hefði aldrei gert annað. Þá kom Sigurður Guðmundsson og hélt sýningu á flæmskum kartöflum, Steingrímur Eyfjörð mundaði loftburstann þegar tók að vora og Helgi Þorgils ætti, aldrei þessu vant, upp á fleiri stjörn- ur. Georg Guðni hélt svo stóíska sýn- ingu á smásmugulandslagi í októ- ber. Meðal annarra eftirminnilegra sýninga liðins árs má nefna deStijlís- eraða sýningu Lars Emils í Lang- brók, myndræn vandræði Kristjáns Steingríms á Kjarvalsstöðum og madonnumyndir Guðjóns Ketils- sonar í FÍM-sal. Jóhanna Kristín Yngvadóttir hljóp í skarðið fyrir Louisu Matthíasdóttur á Gallerí Borg í nóvember með sérstæðum nítjándu aldar vettlingatökum. Tryggvi Hansen og Sigríður Eyþórs- dóttir ákölluðu móður Jörð í Ás- mundarsal á aðventu í torfskurði, ljósmyndum, skinntrommum, mál- verkum og gosbrunnum. Loks má nefna silkimálverk Elínar Magnús- dóttur í Gallerí List. Hér hefur aragrúi verið nefndur á nafn og er þó ljóst að margfaldur sá grúi hélt boðlegar sýningar á árinu. Undirritaður hyggst I þessum pistl- um hvorki gefa stjörnur né sólir fyr- ir pensilspretthörku eða nýjunga- girni. Pistill sem þessi er aftur á móti hálfmáni gerður úr bilinu á milli þess sem sýnilegt er á sýningum. Hann er ekki mælistika á flóðöldur. Ólafur Engilbertsson Geislabaugar í Svörtu á hvítu Um sýningu Guömundar Thoroddsen Indverski hagfræðingurinn Ravi Batra, sem sá fyrir hrun dalsins og minnkandi fjárgrænku, sér í hendi sér að Sovétríkin verði orðin að Iklerkaveldi innan tíðar. Það er e.t.v. ekki svo óvitlaus tilgáta i ljósi þess !að dýrlingasafn Vesturlanda er llöngu fullmettað af kauphallar- jhéðnum og kvikmyndaleikurum. Þar fyrir utan eiga Rússar sterka helgimyndahefð sem hefur staðið af sér ýmiskonar ofsóknir í þau þús- und ár sem kristni hefur tollað í þjóðinni. En þrátt fyrir að bolsévikk- um hafi ekki þótt ástæða til að vera með guðatildur hafa þeir þó látið HELGARPÓSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.