Helgarpósturinn - 03.03.1988, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 03.03.1988, Blaðsíða 25
GLERBROT Upptökum er nú lokið á sjónvarpsleikritinu Glerbrotum eftir Kristínu Jóhannesdóttur og byggir á leikriti Matthíasar Johannessen Fjaðrafoki. Kristín leikstýrir jafnframt verkinu. Aðalhlutverkið er í höndum óreyndr- ar leikkonu sem þó er alls ekki óþekkt; Bjarkar Guð- mundsdóttur Sykurmolasöngkonunnar með aðdráttar- aflið. En um hvað er leikritið. Ef ég hefdi... Sveitapiltsins draumur Litli leikklúbburinn á ísafirði frumsýnir nýtt íslenskt leik- rit á sunnudaginn, 6. mars, í húsnæði Menntaskólans á ísafirði. Höfundar eru Páll Ásgeirsson og Guðjón Ólafs- son og leikstjóri Hörður Torfason. Kristín Jóhannesdóttir: ,,t>etta er saga af straumhvörfum í lífi ungrar stúlku þegar foreldrarnir gefast upp á hlutverki sínu og senda hana á skólaheimili. Skólaheimiliö hefur eflaust í upphafi verið góð stofnun, en hlutirnir hafa kannski snúist við í höndunum á fólki. Það er farið að rugla saman forsjá og vaidbeitingu og ýmsum meðölum beitt til að halda uppi aga. Stúlkan ákveður að láta til skarar skríða og komast und- an þessu ofurvaldi sem þessi stofn- un er í hennar augum. Þá fara hlutir að gerast mjög spennandi. Glerbrot er um klukkutíma sjón- varpsmynd, en byggir á heilskvölds leikhúsverki Matthíasar. Breyting- arnar við slíka styttingu hljóta að vera þónokkrar, en ég hef reynt að vera verkinu og innihaldi þess trú eftir því sem frekast er kostur. Nafn- ið er sprottið úr my ndsýn leikritsins. Það er mikið gler í öllum myndum þess, is, vatn og rúður. Síðan er brotasýn mannsins sterkur eigin- leiki kvikmyndarinnar." Þú velur ekki atvinnuleikara í aðalhlutverkid. Kristín: „Björk er ekki atvinnu- leikari, en hún hefur mjög mikla þjálfun í sviðsframkomu sem söngkona. Strax og ég fór að skrifa Glerbrot sá ég Björk fyrir mér í aðal- hlutverkinu og reyni ekkert að skýra það frekar. Þegar kom svo að því að velja í hlutverk ákvað ég að bera þetta fyrst undir hana. Hún hefur alveg ótrúlega hæfileika, það er í raun alveg „fenómenalt‘‘.“ Hvaö með aðra leikara í verkinu? Kristín: „Það er vaiinn maður í hverju rúmi, Kristbjörg Kjeld, Margrét Guðmundsdóttir, Pétur Ein- arsson, Margrét Ákadóttir og Helgi Skúlason sem leikur afann." Hvenœr er áœtlað aö frumsýna Glerbrot? Kristín: „Ég veit ekki um ná- kvæman frumsýningardag, en ég skila myndinni tilbúinni með vor- inu.“ Þaðer mikið að gera í leikritagerð hjá ríkissjónvarpinu. Annað leik- Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri. verk er í upptökum um þessar mundir, en það er sjónvarpsmynd Egils Eðvarðssonar byggð á þjóð- sögunni um Djáknann á Myrká. Undirbúningur er hafinn að upptök- um á leikriti Birgis Sigurðssonar Degi vonar og innlend dagskrár- deild hefur hlotið úthlutun úr Menn- ingarsjóði útvarpsstöðva til að taka upp leikritið Nœturgöngu eftir Svövu Jakobsdóttur. Við bíðum hins vegar spennt eftir frumsýningu á Glerbrotum Kristínar Jóhannesdótt- ur, þar verður áreiðanlega í engu slakað á listrænum kröfum. Svo er ekki síður forvitnilegt að sjá hvernig Björk Guðmundsdóttir kemst frá krefjandi leiktúlkun, hún hefur sannað hæfileika sína á öðrum svið- um. FÞ Sveitapiltsins draumur fjallar um drauminn um frægðina. Kjarni leiksins er sá draumur sem blundar í okkur öllum að vera eitthvað ann- að og meira en við erum. Leikurinn gerist á tveimur plönum, annars vegar i raunveruleika nútimamanns og hins vegar í draumi, eilífum og tímalausum. Tíminn er sterkur þátt- ur i verkinu og hvernig hann endur- tekur sig. Rokkið, hippatíminn og pönkið virðast til dæmis hafa sömu formerki, aðeins í mismunandi um- gjörð og á mismunandi tímum. Sextán leikarar fara með hlutverk í leikritinu og sumir hafa fleira en eitt. Hér er því á feröinni stórt verk- efni þegar tekið er til þess að um áhugamennsku er að ræða. Nafnið gefur tilefni til vangaveltna um hvort hér sé ekki aðeins á ferðinni draumur lítils einstaklings, að eftir honurn sé tekið, heldur líka draum- ur lítils staðar um að verða stór og marktækur. Er hér á ferðinni lands- byggðarkomplex eða jafnvel minni- máttarkennd smárrar þjóðar? Páll Ásgeirsson, annar höfunda: ,,Ég veit það ekki, en söguhetjan í leikritinu, Lúðvík Rögnvaldsson, flýr frá Hornströndum til ísafjarðar, því Isafjörður er í hans augum stór- borgin. Þar ætlar hann að slá i gegn. Landsbyggðin hefur sáralítið með þetta að gera. Við höfundarnir er- um hvorugur af landsbyggðinni svo verkið hefur miklu sterkari skírskot- un en þetta. Einhver sagði að ein- kunnarorð leikritsins væru „ef ég hefði“, ef ég hefði, þá hefði þetta eða hitt farið öðruvísi. Þannig er svolítil nostalgía í verkinu. Tónlist er líka stór þáttur í stemmningunni og þá notuð meira eins og í kvikmynd, spiluð úr boxi í bæjarsjoppunni. Nafn leikritsins, Sveitapiltsins draumur, er fengið að láni frá Hljómum, en Sveitapiltsins draum- ur var einmitt stólpavinsælt lag hér á árum áður." Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Litli leikklúbburinn á Isafirði sýnir frumsamið verk. Hann hefur áður frumsýnt Aldaannál eftir Böðvar Guðmundsson, Hjálparsveitina eftir Jón Steinar Ragnarsson og árið 1985 sýndi klúbburinn frumsamda reviu i tilefni af tuttugu ára afmæli sínu. Það verður því sagt um leiklist- ina á ísafirði líkt og tónlistar- og myndlistarmenninguna þar að hún standi með miklum blóma. FÞ Glerbrot. Björk Guðmundsdóttir söngkona í aðalhlutverki. Sveitapiltsins draumur: Aðalleikararnir Guðmundur Matthíasson, Björn Garðarsson, Rósa Jónsdóttir, Gísli Gunnarsson og Jakob Falur Garðarsson. Hörður Torfason leikstjóri situr á syllunni TÍMANNA TÁKN Orkufrekja Þegar ég kom til íslands var fiskur 75% af verðmæti heildar- útflutnings. Allir flokkar voru sammála um nauðsyn þess að þróa orkufrekan iðnað í landinu, þótt þeir væru ekki einhuga um hvernig semja ætti við erlend fyrirtæki. Framtíðarhorfur í orku- framleiðslu virtust ótakmarkað- ar og maður hafði á tilfinning- unni að erlend fyrirtæki slægjust um að fjárfesta hér. íslendingar þyrftu bara að velja og hafna. Hugmyndin var að minnka hlut fisksins en auka um leið verðgildi hans með því að selja unnar vörur. í landbúnaði átti að auka fjölbreytni með því að fara út í nýjar búgreinar. Hvernig er ástandið svo í dag, tólf árum síðar? Fiskútflutningur nemur ennþá 75% af heildarútflutningi. Stjórnmálaflokkar rífast ekki lengur um samningsskilyrði við erlenda aðila. Nefndir eru ennþá jafnferðafrekar en eitt er víst; orkufrek erlend fyrirtæki slást ekki um að fjárfesta hér á íslandi. Hlutur fisksins hefur ekki minnkað. Það er bara hlutur fisk- vinnslunnar sem hefur dregist saman. íslendingar flytja út hrá- efni í ríkari mæli, í andstöðu við fyrri spár. Landbúnaður er fjöl- breyttari en nýju búgreinarnar standa fæstar undir sér. Hefur ekkert breyst? Þjóðfé- lagið hefur jú talsvert breyst. Bænda- og veiðimannaþjóðfé- lagið hefur vikið fyrir skrifstofu- mannaþjóðfélagi sem lifir á fiski. Landið hefur auðgast mjög hratt og það erfiskinum að þakka. All- ar ræðurnar og greinarnar sem skrifaðar voru um nauðsyn þess að — auka, efla, breyta, bæta, stækka, þróa, tölvuvæða, mennta — hafa litlu breytt. Það er orðalagið sem er öðruvísi í dag. Tímanna tákn: Nefndin sem iðnaðarráðuneytið ætlar að setja á fót í samvinnu við Landsvirkj- un heitir ekki þróunarnefnd eða stóriðjunefnd, heldur markaðs- skrifstofa. Fyrir tíu árum töluðu allir um þróa en nú eru þeir sömu sáttir með að markaðssetja. Mín grein getur ekki verið nema smánasasjón en sagn- fræðingur gæti gert ítarlega grein fyrir hvernig ímynd stóriðj- unnar hefur smám saman breyst. Fyrir tólf árum var tónn- inn: „Vantar ykkur orku? Við eig- um nóg af henni. Komiði bara með peningana og þið fáið 49%." Núna hljómar það svona: „Eruð þið alveg vissir um að ykk- ur vanti enga orku? Við getum lagt til einhverja peninga." Gald- ur 51% prósentsins er horfinn og hugmyndafræði vinstri manna að lítið sé fallegt. Stundum heyrir maður um samningaviðræður milli Nordals og Rio Tinto Sinc. Þetta er fallegt nafn sem minnir á Ríó Tríó og endar á orði sem klingir í eins og symbölum. Markaðshorfur fyrir ál eru slæmar. Maður undrast að nefndarmenn skuli ekki missa ferðagleðina. Smálönd við Persaflóa (Sameinuðu arabísku furstadæmin, Bahrain og Quat- ar) eru að byggja risastórar májmbræðslur; þau hugsa eins og íslendingargerðu. Þareródýr orka, olía og þjóðirnar vilja meiri fjölbreytni í atvinnumálum. Verð á áli kemur til með að hrynja á næsta ári vegna offramleiðslu. Hlutverk markaðsskrifstof- unnar verður að afla markaðs fyrir raforku til stóriðju eða út- flutnings á orku. Flytja út orku... Hugmyndin er m jög skemmtileg og sýnir að skriffinnar hafa auð- ugra ímyndunarafl og betri kímnigáfu en maður ætlar. En hvers vegna nota þeir ekki ímyndunaraflið til fulls. Við gæt- um til dæmis byggt brú á milli íslands og Hollands. Þá yrði lítið mál að flytja út ferskan fisk og raforku. Þar að auki yrði auðveld- ara að versla í Glasgow, þrátt fyrir nýju umferðarlögin Við undirbúnínginn gæfist tækifæri til að bjóða hingað fullt af Skot- um á vegum íslenska ríkisins. Við getum verið viss um að þeir myndu sýna þessu mikinn áhuga. Það er aldrei nóg gert af því að brúa bilið milli landa. Gérard Lemarquis HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.