Helgarpósturinn - 03.03.1988, Blaðsíða 28
eru til ótal leiðir til að túlka Vetrar-
ferðina, en flutningur Andreasar og
Thomasar heillaði mig ,,upp úr
skónum". Túlkunin var innhverf,
hæglát, hljóð og sár. Lögð var
áhersla á heild alls bálksins, fram-
vinduna frá einu lagi til annars.
Enda er varla nokkur „slagari" í
allri Vetrarferðinni nema Linditréð.
Og þetta var leikið eins og kammer-
músík: hendingarnar skutust í milli
söngs og hljóðfæris, laglína sem
hófst á söngsviði dó út í hljóðfæri.
Og hvað bar allt þetta uppi? Text-
inn, ljóðið sjálft. Og söngur Andre-
asar virtist eðlilegt framhald af upp-
höfnum ljóðalestri. Mörk söngs og
tals máðust út. Og slíkur söngmáti
finnst mér hæfa vel þessum Schu-
bertslögum. Og hin leikræna túlkun
var mjög hófstillt og tempruð í sam-
ræmi við aðra túlkunarþætti.
Skilningur á ljóðinu er ekki síður
nauðsynlegur en gleðin yfir fegurð
laglínunnar í Ijóðasöng. Og oft er
samlífi ljóðs og lags svo náið að ekki
er gerlegt að þýða ljóðin. Efnisskrá-
in var því mjög til fyrirmyndar en
þar voru öll ljóðin þýdd á óbundið
mál af Þorsteini Gylfasyni og Krist-
jáni Árnasyni.
Það var vel til fundið að halda tón-
leika þessa í samvinnu við Styrktar-
félag íslensku óperunnar, því eru
ekki Schubertslögin einhvers konar
ópera, dramatísk tjáning, handan
og ofan sviðsins og leikbúning-
anna?
Atli Heimir Sveinsson
Elvis Costello —
Out of Our Idiot
★★★★
Fyrsta plata Elvis Costello, My
Aim Is True, leit dagsins Ijós árið
1977. Síðan hefur þessi stórgóði
lagasmiður og tónlistarmaður sent
frá sér 12 stórar plötur. Það er ekki
nóg með að margar góðar plötur
hafi komið frá honum á þessu tíma-
bili, heldur hefur honum aldrei fat-
ast flugið alvarlega. Plötur hans eru
vissulega misgóðar en þær geta þó
allar talist góðar.
Árið 1986 komu á markað tvær
plötur frá Costello. Fyrst var það
King of America og síðan Blood and
Chocolate. Þannig að það var varla
við því að búast að ný Costello-plata
kæmi út á árinu 1987. Það fór líka
svo að ekkert nýtt kom frá honum,
en rétt fyrir jólin kom þó út Costello-
plata og hún meira að segja alveg
ágæt. Já ég segi meira að segja al-
veg ágæt, vegna þess að á plötu
þessari er.nær eingöngu að finna
lög sem áður hafa komið út og helst
hefur verið að finna þessi lög á b-
hliðum lítilla platna til þessa.
Það eru ekki margir sem hefðu
getað safnað saman 17 b-hliðarlög-
um og lögum sem einhverra hluta
vegna hafa ekki þótt nógu góð til að
vera gefin út fyrr og gefið út jafn-
góða plötu og Out of Our Idiot er.
Eins og gefur að skilja svífa engar
nýjar hugmyndir hér yfir vötnum og
oft hafa komið út heilsteyptari Cost-
ello-plötur. Samt sem áður má hafa
hina bestu skemmtunaf að hlusta á
þessi lög. Tólf þeirra eru samin af
Costello, ýmist einum eða í félagi
við aðra. Hin fimm eru flest gömul
og góð, Af þeim hef ég mest gaman
af gamla Shirells-laginu Baby It's
You og From Head To Toe sem sam-
ið er af Smokey Robinson. Þá er Get
Yourself Another Fool lag sem Cost-
ello syng’ur sérlega vel.
Out of Our Idiot er ef til vill fyrst
og fremst plata sem á eftir að kæta
trygga Costello-aðdáendur, en ég sé
þó ekki neitt sem mælir gegn því að
aðrir gætu haft ánægju af henni.
Ry Cooder —
Get Rythm
★★★★
Ry Cooder er að mínu mati ein-
hver allra merkilegasti tónlistar-
maður sem starfandi hefur verið síð-
ustu 15 til 20 árin.
Á síðasta áratug sendi Cooder frá
sér margar stórmerkilegar plötur
þar sem hann tók oft á tíðum fyrir
gamla ameríska tónlist og færði í
nýjan búning, þar sem hinn stór-
kostlegi rennslu- (slide) gítarleikur
hans var oftast í aðalhlutverki,
ásamt hrjúfri og skemmtilegri rödd
hans.
Eftir útkomu plötunnar The Slide
Area, sem Cooder sendi frá sér
1982, hét hann því að gera ekki
fleiri sólóplötur og snúa sér þess í
stað eingöngu að kvikmyndatónlist.
Hann hefur m.a. tónskreytt myndir
eins og Paris Texas, Alamo Bay,
Crossroads og Blue City. Það skiptir
ekki máli hvort þessar myndir hafa
verið góðar eða ekki, tónlist
Cooders hefur aldrei svikið. Þó fer
ekki hjá því að tönlist þessi standi
misvel ein og sér á plötu.
Það er nú ánægjulegt til þess að
vita að Ry Cooder hefur brotið heit
sitt varðandi sólóplöturnar, því fyrir
skömmu sendi hann frá sér eina
slíka og heitir hún Get Rythm.
Cooder svíkur ekki fremur en fyrri
daginn. Eins og oftast áður eru flest
lögin gömul og samin af öðrum en
honum sjálfum. Ýmist eru þetta lítt
þekkt eða gömul vinsæl lög eins og
t.d. gamla Presley-lagið AIl Shook
Up. Þá er að finna á þessari plötu
þrjú frumsamin lög sem gefa gömlu
slögurunum ekkert eftir og hefðu
þessi frumsömdu lög að ósekju mátt
vera fleiri.
Get Rythm er ákaflega jöfn og góð
plata út í gegn. Ef til vill ekki það
besta sem frá Cooder hefur komið
en þó í hópi þess besta sem kom út
á síðasta ári.
The Stranglers —
Live andAll ofthe
Night
★★★★
Það hefur margt breyst á þeim tíu
árum sem liðin eru síðan hljóm-
sveitin Stranglers kom hingað til
lands til hljómleikahalds. Til að
mynda hefur orðið töluverð breyt-
ing á þeirri tónlist sem hljómsveitin
flytur. í stað hinnar fremur hörðu
Með 100 króna
VISA f ramlagi
á mánuði gerir þú
Krabbameinsfélaginu
kleift að vinna
nflugt
rannsðknarstarf
ng veita
sjúklingum
mikílvægan stuðning
Kæru korthafar VISA. Krabba-
meinsfélag íslands leitar tilykkar um
styrk. Vinsamlegast kynnið ykkur
bæklinginn sem barst með VISA
sendingu nú um mánaðamótin.
Framlag til baráttunnar gegn
krabbameini er í raun framlag til
okkar sjálfra, þviþriðji h ver ísiend-
ingur fær krabbamein einhvern-
tíma á lífsleiðinni!
Við væntum þess að margir
bregðist vel við erindi okkar og fylli út
VISA svarseðilinn eða hringi í síma
91-62 11 00.
S? Krabbameinsfélagið
Ofangremdir adilar styrkja birtmgu þessarar auglýsingar.
rokktónlistar sem þeir fluttu í upp-
hafi hafa þeir í auknum mæli fengist
við ljúfari tóna og þægilegar laglín-
ur. í stuttu máli hafa síðustu plötur
þeirra verið afskaplega þægilegar
poppplötur.
Live And All of the Night heitir ný
plata þeirra Kyrkjara og eins og
nafnið gefur til kynna er hér um
tónieikaplötu að ræða. Það fylgir þó
ein stúdíóupptaka en þar er um að
ræða ágæta útgáfu af gamla góða
Kinks-laginu AU Day and All of the
Night, sem þegar hefur náð vin-
sældum, þar sem það kom einnig út
á smáskífu fyrir nokkrum vikum.
Á Live And AU of the Night verða
fyrir manni Stranglers í fínu formi.
Þeir flytja blöndu af gömlu og nýrra
efni. Fimm af tólf lögum plötunnar
litu fyrst dagsins ljós á þremur fyrstu
breiðskífum hljómsyeitarinnar. Það
eru sígild lög eins og No More
Heroes, Nice ’n' Sleazy og London
Lady. Þessi lög í bland við nýrri lög
á borð við Golden Brown, Strange
Little Girl og Always The Sun gefa
raunsanna mynd af þessari einni
merkustu hljómsveit sem skaut upp
á stjörnuhimininn með nýbylgjunni
fyrir rúmum áratug.
Gunnlaugur Sigfússon
KVIKMYNDIR
Ævintýri
skopmynda-
teiknarans
Regnboginn
Örlagadans (Slam Dance)
Leikstj. Wayne Wang
irki(
í auglýsingu frá Regnboganum
segir að hér sé um nýbylgjuþriiler
að ræða. Satt að segja hef ég ekki
hugmynd um hvað nýbylgjuþriller
er og hef engan hitt sem getur
„definerað" fyrirbrigðið. í raun er
það líka síður en svo eðli þrillers að
fitja upp á nýjungum. Þvert á móti
lifir hann á endurtekningunni og
löngun mannsins til að sjá og lifa aft-
ur spennandi augnablik sem hann
minnist með velþóknun. Finna
kunnuglegan hroil en vita samt allt-
af að endirinn verður til þess að
menn fara, a.m.k. undir niðri,
ánægðir heim úr bíó. Örlagadans-
inn fylgir þessari formúlu fullkom-
lega — í henni er hreint ekkert sem
kemur á óvart. Vissulega eru kvik-
myndataka og klipping stundum
óvenjulegar — samt ekki þannig að
svipað hafi ekki sést áður, en ekki
alveg hefðbundið.
Það besta við Örlagadansinn er
leikarinn Tom Hulce, sem hlaut ein-
róma lof og aðdáun fyrir túlkun sína
á Mozart í Amadeus um árið. Hann
leikur skopmyndateiknara sem
grunaður er um morð sem hann
hefur ekki framið. Hreint bráðgóður
leikari og skyggir algerlega á ann-
ars öfluga mótleikara. Það versta er
hins vegar ómarkvisst handrit og
þarafleiðandi ómarkviss uppbygg-
ing spennunnar, sem á þó að vera
það sem heldur manni við efnið.
Vissulega eru í myndinni snjallir
kaflar en á móti kemur að hún dett-
ur niður á öðrum köflum. Verður
ofurlítið langdregin og stundum líka
langsótt því plottið er afar flókið.
Reyndar er engin tilraun gerð til að
svara mörgum þeim spurningum
sem kvikna hjá áhorfandanum og
ýmislegt svífur í lausu lofti í lok
myndarinnar. Slíkt er auðvitað
ágætt þegar listræn verk eru annars
vegar og verið er að setja áhorfend-
ur í einhvers konar siðferðislega
klípu. I þrillernum á slíkt þó tæpast
heima, virkar bara eins og mennirn-
ir hafi ekki náð því sem stefnt var
að. Burtséð frá þessu er myndin
spennandi lengst af og vel virði þess
að eyða með henni kvöldstund.
KK
------------Vj
Bflbeltin
hafa bjargað
28 HELGARPÓSTURINN