Helgarpósturinn - 03.03.1988, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 03.03.1988, Blaðsíða 24
■ UM HELGINA Mynd mónaöarins í Listasafni Is- lands er að þessu sinni Sumarnótt eftir Gunnlaug Scheving. Leiðsögn um „Mynd mánaðarins'' fer fram i fylgd sérfræðings alla þriðjudaga kl. 13.30— 13.45. í marsmánuði verður Listasafnið opið alla virka daga kl. 11.30— 16.30 nema mánudaga og um helgar er opið frá kl. 11.30— 18.00. Kaffistofa hússins hefur mælst vel fyrir hjá gestum, en hún er opin á sama tíma og safnið. I gallerí Glugganum á Akureyri stendur nú yfir sýning á verkum Har- alds Inga Haraldssonar. Nú stendur yfir norræn kvik- myndahátíð í borginni Rouen í Frakklandi. Þar er verið að sýna nokkrar íslenskar kvikmyndir og í tveimur þeirra fer Arnar Jónsson með aðalhlutverkið. Þetta eru mynd- irnar Útlaginn og Á hjara veraldar. Arnar er að sjálfsögðu gestur á kvik- myndahátíðinni og af þeim sökum hefur verið gert hlé á sýningum á Bilaverkstæöi Badda þessa vikuna. Sýningarnar hafjast að nýju nk. þriðjudag, 8. mars. Sjötugasta sýn- ingin á Bílaverkstæði Badda var s I. laugardag en fram til þessa hefur verið uppselt á allar sýnlngar. Bíla- verkstæöi Badda hefur verið valið ásamt Degi vonar til að vera framlag Islands á Norrænu leiklistarhátíðinní sem haldin verður i Helsinki i maí. Sýningum á verkinu lýkur hér á landi í apríl. Um helgina er það að gerast í Þjóöleikhúsinu að söngleikurinn Vesalingarnir verður sýndur á föstu- dags- og laugardagskvöldið og síð- an á fimmtudagskvöld í næstu viku. Uppselt hefur verið á allar sýningar til þessa og tekiðrer nú á móti pönt- unum fram yfir þ^ska. Síðasta sýn- ing á ballettverkunum Ég þekki þig, þú ekki mig verður á sunnudags- kvöldiö og einsíbg getið er um í pistlinum hér að'rofan verður Bíla- verkstæði Badda næst á fjölum Litla sviðsins á þriöjudagskvöldiö kl. 20.30. Á sunnudagimi 6. mars, hefst hjá Ríkisútvarpinu tðttaröð um Einar Benediktsson skáld. Þættirnir verða fjórir, hver um Sig klukkustundar- langur, og verða fluttir á sunnudög- um klukkan 13. n Gils Guðmunds- son samdi handritið en Klemens Jónsson stjórnar flutningi og sögu- maöur er Hjörtur Pálsson. Flytjendur eru Hjalti Rögnvaldsson, Herdís Þor- valdsdóttir, Pálmi Gestsson, Róbert Arnfinnsson og Klemens Jónsson. í þáttunum verður leikið og lesið og leitast við að bregða upp lifandi svip- myndum af Einari Benediktssyni. í kvöld frumflytur Sinfóníuhljóm- sveit Islands óperuna Don Carlos eftir Verdi á áskriftartónleikum i Há- skólabíói. Auk hljómsveitarinnar syngur kór íslensku óperunnar ásamt sex einsöngvurum. Stjórn- andi hljómsveitarinnar er Þjóðverj- inn Klauspeter Seibel, en kórstjóri Peter Locke. Óperan Don Carlos var frumflutt í París í marsmánuði árið 1867 og hlaut þá fremur dræmar viðtökur. Á þriðja áratug þessarar aldar var farið aö sýna Don Carlos í óperuhúsum og meta verkið að verðleikum. Þessi ópera hefur þó aldrei verið flutt hérlendis áður í einni heild, heldur aðeins einstaka aríur. Tónleikarnir í kvöld hefjast BÍÓ Stjörnugjöf: 0 faröu ekki ★ sæmileg ** góö *** ágæt *★*★! Regnboginn Síðasti keisarinn (The Last Emperor) ★*** Morð í myrkri (Mord i mprke) *** Örlagadans (Slam dance) *★ Háskólabíó Hættuleg kynni (Fatal Attraction) *** Laugarásbíó Öll sund lokuð (No Way Out) *** Hrollur 2 (Creepshow 2) 0 Bíóhöllin Spaceball *★* Bíóborgin Wall Street ★* Stjörnubíó Roxanne *** klukkan 20.00 og verða endurfluttir í Háskólabíói á laugardaginn 5. mars kl. 14.00. Daöi Guöbjörnsson opnaði á fimmtudaginn var sýningu í Gallerí Borg viö Pósthússtræti. Sýning Daða er opin fram á þriðjudag, 8. mars, og er opið í Gallerí Borg virka daga kl. 12—18 og kl. 14—18 um helgar. Nú er vika eftir af sýningu Belindu Hughes sem haldin er í List- stofu Bókasafns Kópavogs en þar sýnir Belinda grafík- og vatnslita- myndir og myndir unnar með bland- aðri tækni. i FÍM-salnum við Garöa- stræti opnaði Eyjólfur Einarsson sýningu á oliuverkum og vatnslita- myndum síðastliðinn laugardag. Sýningin stendur yfir til 13. mars. Háskólakórinn verður með sína árlegu tónleika i Langholtskirkju klukkan 21.00 á sunnudagskvöldiö. Efnisskrá tónleikanna erfjölbreytt en þar verða sungin nokkur lög úr Disneyrimum eftir Árna Haröarson, stjórnanda kórsins, en Árni hefur samið tónlist viö samnefndar rímur Þórarins Eldjárn. Háskólakórinn mun síðan flytja Disneyrímur í heild sinni á síðustu dögum marsmánað- ar. Þá mun kórinn syngja á þessum tónleikum Waka eftir Jonas Tómas- son, Tvö smálög eftir Karolinu Eiríksdóttur og lög úr „Röddum á hvarfdögum" eftir Kjartan Ólafs- son. Að auki verða sungnir madrigal- ar og stúdentalög. Beinum aðeins aftur athyglinni að Ríkisútvarpinu. Á mánudaginn, 7. mars, hefst á rás 1 lestur nýrrar mið- degissögu, „Kamala" sögu frá Ind- landi, eftir Gunnar Dal. Sunna Borg les og hefst lesturinn klukkan 13.35. Kamala kom fyrst út áriö 1976 og er eina saga íslensks höfundar sem gerist á þessum slóðum, en Gunnar Dal dvaldi í Indlandi á yngri árum og hefur ritað margt um indverska heimspeki. Á þriðjudagskvöldiö verðurflutt leikritið Jaröarberin eftir Agnar Þórðarson i leikstjórn Gísla Alfreðssonar. Leikritið gerist á heim- ili fjölskyldu í Reykjavík á tíu ára af- mæli dótturinnar. Gestirnir eru ný- farnir þegar kona nokkur ber að dyr- um. Koma hennar veldur uppnámi á heimilinu með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Leikrit þetta varfrumflutt árið 1980. Ein dagskrárbreyting er nú á ferð- inni. Og ekki á Stöð 2 þótt markvert megi teljast. Umrædd breyting er á dagskrá Ljósvakans (FM 95,7!) á sunnudaginn klukkan 17.00. í tilefni flutnings Sinfóníuhljómsveitar ís- lands undir stjórn Pauls Zukofsky á strengjakvartett í cís-moll op. 131 eftir Beethoven á fimmtudag í næstu viku, 10. mars, ætlar Hulda Birna Guðmundsdóttir að kynna verkið í flutningi Fílharmóníuhljóm- sveitar Vínarborgar. Stjómandi á þeim tónleikum var Leonard Bern- stein. Klukkan 17.50 hefst svo Ijúf tónlist úr öllum áttum eins og áður var kynnt. Þaðeralltaf sama meiriháttar fjör- ið í Lækjartungli, byrjar í kvöld með því að Svarthvítur draumur kemur fram (það er hljómsveit, ekki það að draumar rætist. Og þó. Hver veit nema draumar einhvers rætist í Lækjartungli, one never knows, does one?). Þessir rokktónleikar standa yfir frá tíu til eitt. Á laugar- dagskvöldið koma Geiri Sæm og Hunangstunglið fram í 45 minútur og á sunnudagskvöldið kemur Gaui fram á sínum fyrstu stórtónleikum. Honum til aðstoðar verða Bjöm Erlingsson og Þorkell Atlason, ásamt fleirum. Ef einhver vill lenda í útvarp- inu getur sá hinn sami mætt í Lækjartungl á laugardagskvöldið því þá verður Stjarnan með beina útsendingu þaðan. Annað kvöld sýnir Ríkissjónvarp- ið bíómynd frá árinu 1955. Hún heitir Skelfingarstundir og með aðalhlut- verkið fer enginn annar en Humphrey Bogart. Þessi mynd er gerð eftir sannsögulegum heimild- um og fjallar um strokufanga sem heldur fjölskyldu sinni í helgreipum óttans. Sýning myndarinnar hefst klukkan 22.25 og stendur yfir til klukkan tuttugu mínútur yfir tólf á miðnætti. Á sunnudagskvöldið mæta ísfirðingar og Héraðsbúar í þátt Ómars Ragnarssonar, „Hvað heldurðu?" og keppast við að svara sem réttast. Unglingar, unglingarl Verið vel undirbúin fyrir útvarpsupptöku á föstudagskvöldið. Að minnsta kosti ætlar útvarp Rót að vera með þátt á sunnudagskvöldiö einhvern tíma um kvöldmatarleytið sýnist mér, þar sem „spjallað er við unglinga í mið- bæ Reykjavíkur á föstudagskvöldi". Eins gott að engin rúðubrot heyrist í þeim þætti, þá veröur ykkur ennþá frekar kennt um það sem miður fer í miðbænum! Klukkan fjögur á sunnudaginn verða haldnir tónleikar í Norræna húsinu. Þar verða flutt verk eftir Karl Ó. Runólfsson, Björgvin Guðmunds- son, Schubert, Beethoven o.fl. og flytjendur verða Sigurður P. Braga- son, bariton, og Þóra Friöa Sæ- mundsdóttir, píanó. Möller-bræöur (Karl og Jón) veröa í Heita pottinum um kvöldið. I íslensku óperunni verður Litli sótarinn klukkan 16 og klukkan 20 Don Giovanni. Breyting á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Bítlar og blómabörn lengist umlOminútur, stenduryfirfrá 21.20 til 22.00 i staðinn fyrir 21.50 eins og kynnt er í Sjónvarpsvísi. Að loknum nostalgíuþættinum verður frum- sýnd á Stöð 2 kvikmyndin Blóö og sandur, sem er ein af gömlu róman- tísku myndunum þar sem segir frá ungum nautabana sem heillast af failegri hefðarkonu, en inn í myndina kemur æskuástin hans og við það myndast hinn eilífi ástarþríhyrning- ur. Bíómyndin Forsetaránið hefst síðan á miðnætti. Mér sýnist svo á öðru breytingablaði að þátturinn um Alice Cooper, sem kynntur er kl. 13.30 á sunnudaginn, falli niður og í staðinn komi þátturinn Rokk í Evrópu. Annars skil ég þetta varla. Fyrsta hefti tímarits Móls og menningar er komið út. Þar kennir margra grasa, m.a. er grein eftir Helgu Kress um Timaþjóf Steinunn- ar Sigurðardóttur, viðtal við frönsku skáldkonuna Daniéle Sallenave, ádrepa Einars Más Guðmundssonar og fjöldi ritdóma um íslensk skáld- verk og fræðirit. Rekstur Gluggans í járnum Rœtt viö Harald Inga, sem sýnir í Glugganum, um sýninguna og starfsemi gallerísins. Um þessar mundir stendur yfir í Gallerí Glugganum á Akureyri sýning á verkum Haraldar Inga Haraldssonar Hann er innfæddur Akureyringur, stundaði nám við MHÍ og síðar í Amsterdam en settist svo að á æskustöðvunum þegar því var lokið. Sýningu Haraldar lýkur 6. mars og HP sló á þráðinn til hans og innti hann eftir sýningunni og sömuleiðis hvernig rekstur Gluggans hefði gengið. „Ja, sko — ég var með einkasýn- ingu í Reykjavík í fyrra, stóra sýn- ingu, og þessi er svona í svipuðum dúr. Það er 31 verk á sýningunni og það er kannski skemmtilegt að segja frá því að þegar ég var að tala við aðra fjölmiðla var ég með í koll- inum að sýna verk frá síðustu þrem- ur árum. Bara fara með þau inn í galieríið og sjá hvernig það kæmi út, en þegar upp var staðið úr öllum þessum æsingi þá var það bara lygi, í raun og veru. Þetta urðu verk frá síðasta ári plús þrjú frá árinu áður. Ég átti ansi góða törn fimm mánuði í fyrra, fékk gott næði, og verkin frá þeim tíma reyndust það samstæð að ég gat ekki annað en freistast til að sýna þau saman, akkúrat núna. Þannig að sýningin er allt öðruvísi en hún átti að vera.“ — Hvað ertu að mála? Skrímsli? Ég sá að Þjóðlíf titlaði þig skrímsla- fræðing... „Já, þeir eru eitthvað að leika sér að frösum. Ég ætla að skrifa fyrir þá einhverja pistla um þessi efni. Svona í léttari kantinum í framtíðinni. Ég pæli mikið í þessum hlutum, bæði frá íslandi og öðrum löndum, og vissulega má segja að þó svo ég sé alls ekki að myndskreyta neitt for- söguiegt þá heillast ég af tilfinning- unni sem er í þjóðtrú og þjóðsögum. Kannski leita ég eftir svipuðum til- finningum í myndunum." — Segðu mér annað, þú ert í for- svari fyrir Gluggann ásamt fleirum er það ekki? „Jú, ég er einn af hluthöfum í Glugganum, rétt er það." — Segðu mér aðeins um hvernig gengur. „Það gengur raunar alveg ágæt- lega. Hins vegar má segja að það sem við erum að burðast með í dag sé stofnkostnaðurinn. Aðsóknin hefur þó verið góð og sala á verkum af sýningunum sömuleiðis góð. Við- brögð fjölmiðla og listamanna hafa verið góð líka en okkur sýnist samt að þurfi að koma til meiri opinber stuðningur við þetta fyrirbæri ef það á að ganga í framtíðinni. Við ætlum hins vegar að halda þessu áfram í eitt ár eins og upphaflega var áætlað, við látum ekki deigan síga." — Mér finnst ég hafa lesið ein- hvers staðar að ykkur hafi verið neitað um styrk frá bænum. „Það var nú ekki alveg svoleiðis, við fengum 100.000 krónur úr at- vinnumálanefnd. Reyndar þegar núverandi meirihluti tók til starfa voru menn þar fullir af góðum ásetningi en það hefur eitthvað breyst. Bærinn hefur ekki gert það sem við vonuðumst til að hann myndi gera. Sem stendur vantar okkur peninga til að brúa bilið fram á næsta haust. Það er hins vegar enginn hörgull á sýnendum, hér er flott prógramm fram á vor, Kristján Steingrímur, Gunnar Örn og fleiri og fleiri. Það er greinilegt að það vilja allir hafa svona sal, ef menn vildu sýna utan miðbæjar Reykjavíkur þá þurftu þeir að fara til útlanda. Og að auki þá er þetta góður salur, við höldum því fram að hann sé einhver sá besti á landinu, og mikið verið í hann lagt.“ — Þetta er í fyrsta sinn í hvað mörg ár sem einhver stendur fyrir reglulegu sýningarhaldi fyrir norð- an? „Ja, ég man það ekki. Ætli það hafi nokkuð verið síðan Rauða hús- ið var og hét. Það lagðist af fyrir ein- um fimm, sex árum. Menn hafa ver- ið að sýna í anddyrum og golfskál- um og ég veit ekki hvar. Um leið er þetta mikilvægt tækifæri fyrir fólkið í bænum að sjá myndlist reglulega og það hefur skilað sér í góðri að- sókn.“ — Eitthvað um sýninguna að lok- um. „Ja — þetta er svona fantasíu- heimur sem ég er að mála og ég ferðast um hann eins og menn ferð- ast um hvunndagsheiminn. Þetta er landslag innan við augun...þetta hef ég nú sagt áður." KK 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.