Helgarpósturinn - 07.04.1988, Síða 6

Helgarpósturinn - 07.04.1988, Síða 6
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI: / september 1987 var samþykkt aukafjárveiting til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri upp á 8,7 milljónir króna. Fjárveitingin var ekki til komin vegna alkunns rekstrarvanda þessa og annarra sjúkrahúsa — FSA var í fyrra rekiö meö 5% halla miöaö viö fjárlög. Aukafjár- veitingþessiskyldivera skaöabœtur „á boröiö“ til handa fertugri konu, sem varö fyrir þvíaö fara íeinfalda bakaö- gerö, en vaknaöi upp sem 100% öryrki meö litla von um bata — og enga von ef tœkninni fleygir ekki fram. Bæt- urnar uröu meö kostnaöi 10,4 milljónir króna og til þess var œtlast aö máliö lœgi síöan í þagnargildi — því vœri þar meö sópaö undir teppiö. En HPkíkti réttsem snöggv- ast undir þaö! EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON MYND JIM SMART Málsatvik eru þau, að í október 1985 var 38 ára kona frá Húsavík skorin upp á baki í Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri (FSA). Aðgerðin var á hryggjarlið konunnar og markmiðið að draga úr verkjum sem hún fann fyrir. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum HP innan læknastéttarinnar er slík aðgerð með hinum allra einföldustu sem framkvæmdar eru og í slíkum tilfell- um eiga sjúklingar að vera fljótir að ná sér og dveljast aðeins örfáa daga í sjúkrahúsi þegarallt er með felldu, enda mun konan hafa fengið aðeins vikufrí frá vinnu, en hún var starfs- maður ríkisins. I aðgerðinni fer hins vegar eitt- hvað úrskeiðis hjá viðkomandi lækni og einföld aðgerð breytist í margra klukkustunda björgunarað- gerð. SAGAN LYGINNI LÍKUST Konan vaknaði upp við þann vonda draum að aðgerðinni hafði verið klúðrað með hörmulegum af- leiðingum. í stað þess að bakverkur væri horfinn blasti við henni sá raunveruleiki, að hún var 100% öryrki vegna alvarlegra tauga- skemmda. Hún er nú alveg lömuð vinstra megin og bundin hjólastól eða hækjum þegar best lætur, en þarf að notast að öðru leyti við sér- stök hjálpartæki, sem hún getur ekki án verið. í hennar tilviki er ekkert frekar hægt að gera í von um frekari bata — annað en bíða og vona að tækninni fleygi fram. Þess skal getið að blaðamaður HP hafði samband við viðkomandi konu, en hún vildi að svo stöddu ekki skýra frá þessari reynslu sinni. ,,Mín saga er lyginni líkust og skelfi- leg frá upphafi til enda. Ég hef verið marghvött til að upplýsa málið öðr- um til viðvörunarog ef til vill kemur að því. En í dag er ég ekki reiðubúin til að upplýsa þig um málið." Kona þessi, sem bjó á Húsavík, hefur aðeins einu sinni komið þang- að aftur eftir aðgerðina — til að pakka saman og flytja búslóð sína suður. Hún hefur meira eða minna dvalist í sjúkrahúsi nú á þriðja ár og meðal annars leitað til sérfræðinga í Sviþjóð. Þegar endanlega varð Ijóst hvaða afleiðingar aðgerðin hefði í för með sér var málið kært af lögfræðingi konunnar. EKKI TILHLÝÐILEG AÐGERÐ Samkvæmt lögum er landlækni skylt að sinna kvörtunum eða kær- um, er varða samskipti almennings og heilbrigðisstétta, en það er síðan hlutverk læknaráðs að láta dómstól- um, ákæruvaldi og stjórn heil- brigðismálanna í té sérfræðilegar umsagnir varðandi læknisfræðileg efni. Þar með á læknaráð að láta í té álit sitt á því hvort tiltekin aðgerð, hegðun eða framkoma heilbrigðis- starfsmanns ,,sé tilhlýðileg eða ekki“. Ólafur Ólafsson, landlæknir og um leið formaður læknaráðs, vildi aðspurður ekkert tjá sig um málið án samráðs við málsaðila, en taldi ER ÞAÐ RAUNVERULEG STAÐREYND AÐ SJÚKUNGAR VERÐI AÐ HUGSA SIG TVISVAR UM ÁÐUR EN ÞEIR SAMÞYKKJA JAFNVEL EINFÖLDUSTU AÐGERÐIR? ER HUGSANLEGT AÐ ÞAÐ SÉU SAMANTEKIN RÁÐ LÆKNA- STÉTTARINNAR AÐ TEFJA OG ÞVÆLA DÓMSMÁL VEGNA LÆKNAMISTAKA í ÞVÍ SKYNI AÐ FÆLA ALMENNING FRÁ ÞESSUM MÖGULEIKA TIL SKAÐABÓTA? ekki ólíklegt að skrifleg beiðni um úrskurð læknaráðs í máli þessu fengi jákvæða meðferð. Samkvæmt öðrum heimildum HP mun lækna- ráð hafa rætt ítarlega hvort túlka bæri mál þetta svo, að um bein mis- tök í aðgerð hefði verið að ræða eða hvort aðgerðin hefði einfaldlega misheppnast af einhverjum eðlileg- um orsökum. Úrskurður læknaráðs mun hafa verið á þá lund að aðgerð- in hafi misheppnast og rétt talið að greiða sjúklingnum skaðabætur. Enn aðrar heimildir HP halda þvi fram að í úrskurði læknaráðs hafi komið fram gagnrýni á að aðgerðin var framkvæmd á annað borð — aðrir kostir hafi þótt vænlegri í stöðunni. Að þótt endanleg niður- staða væri sú að aðgerðin hefði misheppnast frekar en að um mis- tök hafi verið að ræða, hefði þó komið fram það álit ráðsins, að að- gerðin hafi ekki verið tilhlýðileg. VIÐ BORGUM BRÚSANN Spurningin um, hvort aðgerðin hafi misheppnast eða hvort hrein og bein mistök hafi átt sér stað, er auð- vitað mikilvæg. Samkvæmt þessum heimildum um úrskurð læknaráðs er talið frekar hæpið fyrir FSA að fara í endurkröfumál gegn viðkom- andi lækni til að fá milljónirnar aft- ur, þótt málið liggireyndar „á mörk- unum“. Að öllum líkindum mun því „húsbóndaábyrgð" FSA standa óhögguð, sem reyndar er ekkert annað en ábyrgð ríkisins og þar með kostnaður skattborgaranna. Mál þetta fór aldrei langt dóm- stólaleiðina. Til þess var of augljóst að sjúklingnum bæri að greiða skaðabætur. Var þá tekið til við að semja um hversu háar bæturnar skyldu vera. 1. september 1987 var loks samþykkt aukafjárveiting hjá fjármálaráðuneytinu vegna þessa sérstaka máls, þar sem FSA var út- hlutað 8,7 milljónum króna til að greiða sjúklingnum skaðabætur. Einhver snurða hljópa á þráðinn eft- ir að málið tafðist frekar í höndum sjúkrahússtjórnarinnar og þegar bæturnar voru loks greiddar í síð- ustu viku — rúmu hálfu ári eftir aukafjárveitinguna — höfðu þær hækkað og hljóðuðu með kostn- aði upp á 10,4 milljónir króna. Það virðist samkvæmt heimildum Máliö þaggað niöur. Sáttum náö meö aukafjárveitingu upp á 9 milljónir króna. Hvenœr kemur mistakasjóöur lœknastéttarinnar sjálfrar? 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.