Helgarpósturinn - 07.04.1988, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 07.04.1988, Blaðsíða 23
FRÉTTAPÓSTUR Banaslys og hrakningar Tvö banaslys urðu um helgina og fjölda manna var leitað af björgunarsveitum. Á fimmtudaginn beið ungur maður bana er hann ók á vélsleða fram af klettabrún á Tröllaskaga í Skagafirði og féll um 300 metra. Á laugardagskvöldið fórst 9 ára gamall drengur og tveir menn slösuðust alvarlega er jeppabifreið þeirra fór ofan í sjö metra djúpan gilskorning i Fitjahnjúkum í Snæfelli. Aðfaranótt páskadags leituðu björgunarsveitir að tveimur mönnum er höfðu farið á vél- sleðum upp af Svinadal. Þeir fundust heilir á húfi í skafli á Botnsheiði þar sem þeir höfðu látið fyrir berast vegna veð- urs. Menn í jeppabifreið voru hætt komnir á Langjökli þegar þeir villtust inn á hættulegt sprungusvæði á jöklinum. Mennina sakaði ekki. Ennfremur urðu f jórir jeppar bensín- lausir á Hofsjökli og fólk lenti i hrakningum á Fjallabaks- leið syðri i vondu veðri á biluðum bilum. Björgunarsveitar- menn hafa lýst þungum áhyggjum vegna alls þessa og vilja jafnvel takmarka mannaferðir um hálendið, þá sérstaklega um jöklana. Skreiðarskuldir í skýrslu um skreiðarviðskipti íslendinga kemur fram að útistandandi fjárkröfur vegna sölu á skreið til Nígeríu nema um 825 milljónum. Af þeirri upphæð er talið að rúmlega helmingur, eða tæplega 440 milljónir, sé tapað fé. Lagt er til í skýrslunni að stjórnvöld hlaupi enn frekar undir bagga með skreiðarframleiöendum en þau hafa gert undanfarið, þá með þeim hætti að Seðlabanki íslands leggi fram fé, 150 milljónir króna, til kaupa á skuldabréfum sem gefin eru út af seðlabanka Nígeriu. Bréf þessi má fá á allt að fimmtungi nafnverðs. Seðlabanki íslands kaupi bréfin síöan á nafn- verði og mismunurinn renni til framleiðenda en hann gæti numið allt að 600 milljónum króna. Um sl. áramót voru ógreiddir 108.000 pakkar af skreið og 78.000 pakkar af hausum. Fréttapunktar • Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra hefur falið Byggða- stofnun að gera úttekt á byggðaþróun í landinu. í því felst að könnuð verður staða höfuðatvinnugreina á landsbyggð- inni, búsetuþróun og fjárveitingar til byggðamála, og skal í úttektinni tekið tillit til almennra þjóðfélagsbreytinga, mannfjöldabreytinga og bættra samgangna. • Kona nokkur notaði nafn systur sinnar þegar hún gifti sig til þess að geta leyst út sparimerki systurinnar, um 200 þúsund krónur. í vitorði með konunni voru brúðguminn og tveir svaramenn. Systirin komst að því fyrir tilviljun að hún var skráð sem giftur aðili í opinberum gögnum og hefur nú höföað mál fyrir borgardómi til þess að fá hjúskapinn ógilt- an. Prestar munu hér eftir óska eftir skilríkjum með mynd þegar hjónaefni færa sönnur á uppruna sinn en i ofan- greindu tilviki var einungis sýnt myndlaust fæðingarvott- orð. • Fyrra nauðungaruppboð á Hótel Örk var hjá bæjarfóget- anum á Selfossi á þriðjudaginn. Skuldir hótelsins nema 50 milljónum króna án vaxta og kostnaðar en einn kröfuhafa bauð milljón í hótelið til málamynda. Síðara uppboð á eign- inni fer fram í maí og hefur eigandinn, Helgi Þór Jónsson, tíma fram að því til þess að ná samningum við kröfuhafa. • Starfsmönnum Kaupfélags Þingeyínga í Mývatnssveit og hluta starfsfólksins á Húsavík hefur verið sagt upp störf- um. Ekki mun vera áætlað að leggja útibú kaupfélagsins í Mývatnssveit niður með öllu heldur að breyta um rekstrar- form, jafnvel leigja reksturinn út. Rekstur kaupfélaganna á- norðausturlandi mun hafa gengið brösulega undanfarið og rætt hefur verið um sameiningu þriggja kaupfélaga á þessu svæði, þ.e. Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík, Kaupfélags Norður-Þingeyinga á Raufarhöfn og Kaupfélags Langnes- inga á Þórshöfn. • Mikil aðsókn var að skíðasvæðum landsmanna um pásk- ana. Milli 9 og 10 þúsund manns komu í Bláfjöll á föstudag- inn langa, enda veður afbragðsgott. Metaðsókn var einnig í Hlíðarfjalli við Akureyri, þangað komu 3.500 manns á laug- ardaginn. • Valur varð íslandsmeistari í 1. deild í handknattleik karla. Valur vann FH í úrslitaleik um meistaratitilinn með 26 mörkum gegn 23. Sigurður Gunnarsson varð marka- kóngur deildarinnar; hann skoraði 115 mörk á keppnis- timabilinu, þar af 28 úr vítaköstum. • Svinabú á Kjalarnesi hefur verið sett í einangrun vegna gruns um að þar sé komin upp svokölluð svinapest. Svína- pest er veirusjúkdómur sem leggst á svín og getur verið bráðsmitandi. Hún er ekki talin hættuleg mönnum, jafnvel þótt þeir borði kjöt af sýktum dýrum. Svínapestar varð síð- ast vart hér á landi um 1950 en talið er að hún hafi borist hingað á stríðsárunum með kjöti sem varnarliðsmenn fluttu með sér til landsins. • Félagsdómur úrskurðaði á þriðjudaginn að verkfall Kennarasambands íslands, sem átti að hefjast þann 11. apríl, væri ólöglegt. Forsendur dómsins voru þær að í at- kvæðagreiðslu félagsmanna um verkfallsboðunina var ein- ungis greitt atkvæði um hvort veita ætti KÍ heimild til verk- fallsboðunar en ekki um verkfallsboðunina sjálfa, eins og áskilið er í lögum um kjarasamninga opinberra starfs- manna. Ennfremur hefði væntanlegt verkfall ekki verið dagsett í atkvæðagreiðslunni. • Frestur til þess að leggja frumvörp fyrir Alþingi rennur út mánudaginn H. apríl. 40 mál eru enn óafgreidd í þingflokk- um stjórnarflokkanna. Búast má við að á annan tug stjórn- arfrumvarpa verði lagt fram H. apríl. • Að tilmælum Alþjóðaheibrigðisstofnunarinnar er dagur- inn í dag alþjóðlegur „tóbakslaus” dagur. Þetta er fjórði reyklausi dagurinn sem haldinn er á íslandi, en að honum standa heilbrigðisráðuneytið, landlæknisembættið og tó- baksvarnanefnd. BII.ALEIGAN OS Langholtsvegi 109 (í Fóstbræöraheimilinu) Sækjum og sendum Greiósíukorta þjónusta Sími 688177 Drögum úr hraða -ökum af skynsemi! * ||U^ERÐAR HÁRTOPPAR HARTOPPAR Bylting frá TRENDMAN Hártoppur sem enginn sér nema þú. Komið, sjáið og sannfær- ist. Djúphreinsa og fríska upp hártoppa af öllum gerðum. Pantið tíma hjá Villa rakara í Aristókratanum, sími 687961. Opið á laugardögum. ARjSTÖKRAUM CíAi imi'ila M docn|t sólarplast •• IVOFALI og ÞREFALT FYRIR GRÓÐURHÚS OG SOLSKÁLA Góð einangrun. Dacryl hefur 50% betri einangrun en einfalt gler og er helmingi léttara. Dacryl er úr acryl píastgleri sem hefur meiri veðrunarþol en önnur plastefni. Dacryl er einfalt í uppsetningu með álprófílum. ji Háboro hf Skútuvogi 4 S: 82140 & 680380 PLASI í PLÖTUM EB 0KKAR SÉRGREIN HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.