Helgarpósturinn - 07.04.1988, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 07.04.1988, Blaðsíða 21
ÍÞRÓTTIR VALSARAR LÉKU Á SIÐRI BRÓK í REYKJAVÍKURMÓTINU Á DÖGUNUM, SVIPAÐ ÞVÍ SEM ÞESSIR HERRAMENN KLÆÐAST... Það er ekki alltaf hœgt að horfa á heimavöllinn þegar verið er að fjalla um íþróttir í pistlum eins og þessum. Þess vegna er það að í dag œtla ég að segja — ja, reyndar endursegja — tvœr sögur sem birtust í bandaríska íþróttaritinu Sports Illustrated fyrir stuttu. Önnur sagan er átakanleg og sýnir okkur að það er jafnstutt á milli gleði og sorgar í íþróttum og í lífinu sjálfu. Hin sagan seg- ir okkur frá því hverju menn geta fengið áorkað í sport- inu án þess að vera atvinnumenn og hversu gaman það getur verið að ,,vera bara með“. Að lokum þykir mér rétt að spjalla dálítið um eitt og annað varðandi knattspyrn- una hér heima. Dœmisögur úr sportinu: STUTT Á MILLI GLEÐIOG SORGAR STUTT I SORGINA Þriðjudaginn 9 febrúar síðastlið- inn hélt ungur piltur, Rico Leroy Marshall, upp á 18 ára afmælið sitt á heimili sínu í Glenarden í Maryland í Bandaríkjunum. Á miðvikudaginn skrifaði Marshall, sem var mjög góð- ur hlaupari í amerískum fótbolta í Forestville High-skólanum, undir bréf þess efnis að hann myndi spila með háskólaliði Suður-Karólínu- háskólans í amerískum fótbolta. Á fimmtudaginn sigraði Marshall, sem stundum söng þjóðsönginn á heimaleikjum menntaskólans, í hæfileikakeppni sem haldin var í skólanum. Á föstudaginn var Marshail fagnað með sérstöku lófa- taki er hann gekk inn í íþróttahöll skólans til að fylgjast með körfu- knattleik. Snemma á laugardagsmorgun lést Marshall eftir að hafa gleypt nokkra mola af „krakki" (crack) sem er afbrigði kókaíns. Að sögn lögreglunnar í heimabæ Marshalls vildi dauði hans þannig til að þegar lögreglumenn sem voru á vakt á aðaltorginu í bænum gengu að bif- reið Marshalls og vildu fá að spjalla við hann gleypti hann molana til að komast hjá því að vera tekinn fyrir að vera með eiturlyf. Hann ók síðan heim til sín þar sem hann féll í dá um nóttina og eftir að hafa verið fluttur í sjúkrahús bæjarins snemma morg- uns lést liann. Á veggnum í herbergi Marshalls var mynd af körfuknattleikssnillingi frá nágrannabænum Landover í Maryland — sá hét Len Bias. Fyrir þá sem ekki þekkja til Lens Bias skal þess getið að hann var valinn af Boston Celtics í NBA-deildinni á síð- asta ári vinsælasti leikmaður- inn og þótti efni í súperstjörnu í körfuknattleik. Hann hafði spilað með Maryland-háskólanum og ver- ið besti leikmaður liðsins. Eftir að Boston Celtics skrifuðu undir samn- ing við hann fór hann að skemmta sér með vinum sinum og lést þá um nóttina vegna eiturlyfjanotkunar. Já, það er víst að eiturlyfin fara ekki í manngreinarálit. EINN Á MÓTI ÖLLUM Fyrir stuttu birtist grein í S1 þar sem sagt var frá Angie Brimage, sem gerði 51 stig í leik með Brighton-menntaskólanum í Massachussetts. Körfuknattleik þessum tapaði reyndar lið Angie 51—55! en Angie gerði öll stig liðs- ins og hlotnaðist því sá heiður að komast á síður SI. Nú segir frá öðrum kappa sem vann ekki siðra afrek í körfuknatt- leik. í lok febrúar í leik í deild end- urskoðendafyrirtækja i Charlotte í Norður-Karólínu náði Darwin Parks, sem spilaði með PEAT MARWICK & CO, að vinna sigur á fimm mönnum frá ARTHUR YOUNG & CO í fram- lengingu í körfuknattleik. Þannig gerðist þetta: PM var aðeins með fimm menn í leiknum og því enginn skiptimaður. Leikurinn var í járnum mestallan tímann og þegar lítið var eftir fékk einn leikmanna PM sína fimmtu villu og varð að yfirgefa völlinn. Þegar aðeins fimm sekúndur voru eftir skoraði Parks með langskoti og jafnaði leikinn 48—48 og því varð að framlengja hann. Eftir aðeins um mínútu leik í fram- lengingunni missa PM annan leik- mann út af og þann þriðja aðeins 80 sekúndum síðar. Staðan var þá jöfn. Þá höfðu PM aðeins tvo leikmenn á vellinum en samt náðu þeir forystu 63—59 þegar um ein og hálf mínúta var til leiksloka. Þá fékk félagi Parks sína fimmtu villu og Parks var nú einn á móti fullskipuðu liði AY. Leik- maður frá AY klúðraði vítaskotinu og Parks náði frákastinu og einlék?? upp allan völiinn áður en brotið var á honum og hann fékk vítaskot. Bæði skotin heppnast hjá Parks og hann var kominn með sex stiga for- skot. Nú var allt á suðupunkti í saln- um og margir spurðu sjálfa sig hvort sjálfur Michael Jordan hefði nokk- urn tímann getað leikið þetta eftir? AY náði að vinna á 1—0—0-svæð- isvörn Parks nokkuð auðveldlega í næstu sókn og skora. Nú er Parks illa settur því hvernig á hann bæði að kasta boltanum inn á völlinn og grípa hann? Hann leysir úr þessum hnút með því að kasta boltanum í mótherja og taka hann síðan. Hann „dripplar" upp völlinn og það er brot- ið á honum. Hann skorar úr öðru vítaskotinu og AY svara með tveim- ur stigum strax. Parks verður að kasta boltanum út af vellinum og AY keyra í sókn en þeir klúðra auð- veldu skoti og Parks hirðir frákastið. Brotið er á honum og hann skorar úr öðru vítaskotinu. AY skora strax en við það rennur tíminn út og PM eða öllu heldur Darwin Parks hafa sigrað 68—65! Parks, sem er um 182 á hæð og var hornaboltaleikmaður með Norður-Karólínu-háskólanum, sagðist hafa verið álitinn ósann- sögull daginn eftir er félagi hans spurði hann hvort j)að væri rétt að hann hefði sigrað í körfuknattleik með annarri hendi. „Rétt," sagði Parks. ÍTALSKIR VALSMENN? Eg brá mér á viðureign Vals og Víkinga á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu á dögunum og tók eftir því að Valsmenn hafa breytt um stíl í klæðnaði á velli. Ég sá ekki betur en þeir væru komnir í risastórar stuttbuxur sem tíðkast í kaþólsk- unni á Ítalíu. Buxur sem ná niður á hné. Hvar Valsmenn hafa náð í þennan útbúnað veit ég ekki, en vissulega grunar mig að annað- hvort hafi þeir hrifist svo af leik- mönnum Juve-liðsins, sem hingað kom og sigraði Valsmenn fyrir tveimur árum, eða að þeir telji sig vera í Ítalíuklassanum hvað knatt- spyrnugetu varðar og verði þess vegna að skera sig úr „hinum". Hvað sem upp á teningnum er er því ekki að neita að Þorgrímur Þrá- insson virkaði eins og Sciera og þá hefur Magni væntanlega verið Sergio Brio. Þeir tóku þó enga „sjensa” eins og ítölum einum er lagið. Ónnur breyting sem ég vonaðist til að sjá en sá ekki var að rang- stöðulínan mín góða var ekki komin í notkun. Fyrir þá sem ekki vita hvað rangstöðulínan mín góða er þá skal það upplýst hér — enn og aftur. Til að auka aðsókn á Reykjavíkur- mótið og til að prufa nýjungar í knattspyrnunni, sem auka á ánægju áhorfenda og leikmanna, hef ég stundum lagt til að settar verði tvær linur þvert yfir völlinn, hvor á miðju síns vallarhelmings, og gildi þær sem rangstöðulínur. Þetta ætti að gera til að opna leikinn enn frek- ar og vonandi til að „skapa" fleiri mörk. Það líkar áhorfendum. Þá eru aðrar breytingar sem gjarnan mætti gera og enn meö það í huga að fylla stúkuna stóru sem byggð var við völlinn. Til dæmis mætti stytta leik- hléið verulega ef ekki fella það al- gjörlega út. Þetta er jú æfingamót þar sem skipta má um allmarga leik- menn í hverjum leik og gefst ágætt tækifæri til að prófa úthald leik- manna með því að láta þá spila stanslaust. Hugsanlega mætti fitla við tímalengd leikjanna til að koma til móts við leikhlésleysið. Þá á að halda inni reglunni um aukastig fyr- ir 3 mörk eða fleiri og hugsanlega gera enn flóknara stigakerfi sem til að mynda leyfði ekki jafntefli, en slíka leiki á að útkljá í bráðabana — maður gegn markverði. eftir þórmund bergsson HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.