Helgarpósturinn - 07.04.1988, Side 22

Helgarpósturinn - 07.04.1988, Side 22
Geimskutla kemur inn til lendingar við væntan- lega geimstöð NASA. í miðju sést bygaingin sem hýsir íbúa stöðvarinnar og starfsemi peirra en til beggja hliða eru solarspeglar, sendar, móttakarar oa annar nauðsynleaur tæknibún- móttakarar og annar nauðsynlegur tæknibún- aður. Stærðin er að sjólfsögðu margföld mið- að við það sem hér sýnist. - j*** MANNVIRKI I GEIMNUM RAUNVERULEIKI í NÁINNI FRAMTÍÐ Það eru ekki lengur hugarórar vísindamanna að í náinni framtíð verði menn búnir að nema land í geimnum með mannvirkjum sem hýsa starfsemi og híbýli manna um lengri eða skemmri tíma. Geimvís- indastofnun Bandaríkjanna, NASA, stefnir að því árið 1995 að setja á braut um jörðu varanlega geimstöð ætlaða mönnum til lengri dvalar. Stöðinni er ætlað að endast langt fram á næstu öld og gert verður ráð fyrir því að hægt sé að bæta við hana einingum eftir þörfum. Hún mun verða bækistöð geimrann- sókna og að auki margþætt rann- sóknarstofnun. Geimstöðin er ein- ungis upphafið að landnámi manna í geimnum og á nálægum reiki- stjörnum, dýrt en tæknilega fram- kvæmanlegt ævintýri. Nýlega fór fram umræðuþáttur um mannvirkjahönnun í geimnum (geim-arkítektúr) í gegnum World- Net-gervihnattarsjónvarp í Menn- ingarstofnun Bandaríkjanna með þátttakendum í Washington, Berlín og Reykjavík. Fulltrúi íslands í Reykjavík var Einar Thorsteinn Ásgeirsson, sem meðal annars hef- ur hannað kúluhús á íslandi og þekkir vel til áætlunar NASA. Þar var áætlunin rædd. RISAVAXIÐ MEKKANÓ Fjögur stórfyrirtæki á sviði iðnað- ar skipta með sér fjölþættum verk- 22 HELGARPÓSTURINN um í áætlun um geimstöð, hanna tæknibúnað og vistarverur, leysa tæknileg vandamál og þróa nýjan búnað af fjölþættri gerð sem til þarf. Flugvélaverksmiðjurnar McDonnel, Douglas og Boeing gegna þar stóru hlutverki. Geimstöðin líkist í fljótu bragði risastórum gervihnetti. Vist- arverurnar eru eins og stór rör sam- ansett með splittum eða hólfum sem tengjast öðrum rörum í allar áttir. Einingarnar hafa sérhæfðan tilgang, svefnrými, vinnurými, mat- ar- og dvalarrými, sem auðvitað má kalla sínum gömlu herbergjanöfn- um. Þannig líkist byggingin sjálf mest risavöxnu mekkanói sem endalaust er hægt að breyta og bæta. Sólarspeglar sjá stöðinni fyrir orku. í Washington sátu fyrir svörum tveir deildarstjórar áætlunarinnar, vísindamennirnir Larry Bell og Guittermo Trotte. Þeir byrjuðu á því að útskýra hugtakið geim-arkítekt- úr sem hönnun hvers konar mann- virkja utan lofthjúps jarðar, hvort sem væri á braut um jörðu, á tungli eða öðrum reikistjörnum. Hlutverk mannvirkjanna er hið sama og á jörðu niðri; að hýsa menn og starf- semi þeirra. Grundvallarmunurinn fælist hins vegar í þyngdarleysi og einangrun bygginganna vegna lok- aðs andrýmis þeirra. Til að gera rannsóknir og hönnun sem mark- vissastar eru gerðar eftirlíkingar á jörðu niðri sem síðan eru þróaðar áfram með tilraunum. Aðalstöðvar áætlunarinnar eru í Houston í Tex- as. Við hönnun koma upp sömu vandamál og á jörðu niðri en álíka mörg til viðbótar sem ekki hafa þekkst. Stærstu vandamálin eru að búa til gerviþyngdarafl og geim- stöðin þarf að vera fullkomlega þétt. Að auki þarf hún að vera hrein og sjálfri sér nóg, hvað varðar eyðingu úrgangs og framleiðslu matvæla. Frá geimstöðinni má ekki stafa mengun í neinu formi. Kröfurnar sem gerðar eru til mannvirkja í geimnum eru marg- faldar á við hús á jörðu. Fyrir utan lofthjúp jarðar er það spurning um líf og dauða að ekkert fari úrskeiðis, efni þurfa að vera varanleg og sam- skeyti mega ekki rofna. Auk þess þarf mikinn og flókinn tæknibúnað til að halda geimstöð eðlilega gang- andi og þar má heldur ekkert fara úrskeiðis. Allt þarf að vera pottþétt og fyrirfram öruggt, engu er hægt að redda eftir á. Hönnuðir geim- stöðvarinnar leggja af stað með spurningar um hvert hlutverk henn- ar sé og hver hlutverk hinna ólíku eininga séu. Allt þarf að skipuleggja niður í smáatriði. Allt efni í geim- stöðina þarf svo auðvitað að flytja frá jörðu í tilbúnum einingum. INNILOKUNARKENND Vegna þyngdarleysis og tilbúins aðdráttarafls er hægt að nota rýmið allt öðruvísi en á jörðu niðri. Hefð- bundið skipulag gólfs, veggja og lofts getur vikið fyrir til dæmis tveimur gólfum hvoru andspænis öðru með sameiginlega veggi á milli. Þannig geta menn snúið hvirflunum saman og séð hver ann- an á hvolfi í sama herberginu. Með þessu fæst betri nýting rýmis- ins. Aðstæður manna í geimstöð eru með öllu ólíkar því sem þeir eiga að venjast á jörðu. Þaðan getur enginn rokið í fússi, eða skipt um umhverfi um stund af leiðindum eða ósam- komulagi, hvað þá skroppið og fengið sér ferskt loft. Fólki má ekki líða eins og það sé læst ofan í hol- ræsakerfi með enga útgöngumögu- leika. Hópur manna verður að lifa saman í lokuðu rými í langan tíma og enginn getur einfaldlega hætt og farið heim, næsta lausa ferð er kannski eftir sex mánuði eða ár. Þetta getur kallað á sálfræði- og fé- lagsfræðivandamál sem kannski þekkjast lítið í dag nema í öðrum myndum. Þess vegna eru félags*og sálfræðingar stöðugt með í ráðum við hönnun geimstöðvarinnar og mannlegi þátturinn viðameiri en áður hefur þekkst við hönnun geim- flauga og geimferja. lnnviðir stöðv- arinnar verða að veita íbúum henn- ar töluverða tilbreytingu og þar verður að vera aðstaða fyrir tóm- stundir, einkalíf og samlíf í margs konar myndum. Umhverfið þarf nauðsynlega að vera þægilegt og eins aðlaðandi og kostur er við svo nýstárlegar aðstæður. Umfram allt verður hönnunin að vinna gegn innilokunarkennd fólks, sem vissu- lega getur orðið alvarlegt vandamál í geimstöð sem þessari. Gert er ráð fyrir því að geimstöðin hýsi tiltölu- lega fáa íbúa til að byrja með, kannski eitthvað á annan tug manna, en hún getur síðan stækkað og blásið út þegar tímar líða. GEIMÁÆTLUN EÐA HERNAÐARBRÖLT Menn hafa mikið velt því fyrir sér hversu mikið skuli notast við vél- menni í geimstöðinni og hversu sjálfvirk starfsemin skuli vera. Það er þegar Ijóst að vélmenni verða í mörgum tilfellum hagstæðari en menn til að vinna léttari störf. Einn- ig þykir skynsamlegra að nota vél- menni í allt sem snýr að ytra byrði stöðvarinnar; tengingar, móttökur geimskipa, viðhald og lagfæringar, sem þó verða að vera í algjöru lág- marki. Öryggis vegna verður að vera mögulegt að sinna öllu sem getur farið aflaga. Það sem menn geta lært af áætl- uninni og nýtt á jörðu niðri er ný nálgun á vandamál. í stað þess að taka mið af fáum afmörkuðum þátt- um byggingar, til dæmis hag- kvæmni, starfsemi og útliti, þarf nú að taka mikið tillit til mannlegra þarfa og umhyggju auk öryggis og varanleika. Þannig eru miklu fleiri sérfræðingar með í ráðum en tíðk- ast hefur við framkvæmdir á jörðu og öll sjónarhorn marktæk. Þannig er eitt af stærstu markmiðum áætl- unarinnar að gera aðstæður manna sem bærilegastar. Þeir Bell og Trotte segjast mest hafa af samstarfi sínu í stórum hópi fólka Þeir segja áætl- unina standa og falla með því að sem flestir vinni saman í stað þess að hver vinni gegn öðrum í sam- keppni. Með þessu eru þeir í raun að hafna bandarískri hagfræði. Að auki telja þeir að landnám manna í geimnum í framtíðinni verði að byggja alþjóðasamstarf. Mannkynið verði að vinna sem ein heild, því engin ein þjóð ræður við það efna- hagslega að leika þar einleik. Hér er um áætlun að ræða sem snertir framtíð mannkyns alls, en ekki eina þjóð. Það hefur gengið á ýmsu með fjármögnun áætlunarinnar og hún tafist af þeim sökum. Milljarða doll- ara, sem varið er til hermála, vildu Bell og Trotte frekar sjá á fjárhags- áætlun NASA. Eðli málsins samkvæmt er hér verið að vinna brautryðjandastarf og forskrift því ekki til. Þó getur áætlunin byggt að nokkru leyti á reynslu geimferðaundanfarinna ára og samstarf við sovéska vísinda- menn fer vaxandi. En hér er þrátt fyrir það byggt frá grunni við að skapa manninum áður óþekktar að- stæður. TUNGLSTÖÐ NÆST Einn af öryggishlekkjum geim- stöðvarinnar verða svokallaðir björgunarbátar, eins eða tveggja manna för sem hægt er að hoppa inn í, loka og skjóta burt frá stöðinni ef allt hleypur í kaldakol vegna leka, geislunar eða annarrar óáranar. 1 björgunarbátunum verða sendi- tæki, matarbirgðirog kannski tölvu- spil á meðan þeir sem komast af bíða björgunar, að vera hirtir upp á ferð um dimmar og kaldar óravíð- áttur himinhvolfsins. Björgunarbáta sem þessa þekkjum við úr geim- myndum eins og Star Wars, en einn slíkur var einmitt lífakkeri Svart- höfða á milli tveggja mynda. Þannig nálgast raunveruleikinn ævintýrið töluvert í þessu tilfelli. Áætlunin miðar að því byggja margar smærri stöðvar með litlu millibili (á mælikvarða geimferða) í stað þess að byggja eina eða fleiri tröllvaxnar geimstöðvar. Þetta er gert öryggisins vegna, bæði manna og tæknibúnaðar. Ef eitthvað fer úr- skeiðis tapast aðeins hluti heildar- áætlunarinnar. Menn munu síðan geta ferðast í litlum förum á milli geimstöðva með litlum fyrirvara og verið þannig frjálsari og lausari við innilokun. Geimstöðvarnar geta sérhæft sig. Ein getur til dæmis sinnt efnafræðirannsóknum, önnur stjörnu- og geimrannsóknum, sú þriðja gæti einbeitt sér að matvæla- ræktun og íramleiðslu og þannig áfram. Þannig miðast hönnun stöðva, efni og innihald við starf- semi þeirra. Vísindamenn áætlun- arinnar leggja mikla áherslu á að geimstöðin verði sjálfri sér nóg um sem flesta hluti. Að hún þurfi ekki að sækja aðföng í stórum stíl til jarð- ar. Því er nauðsynlegt að matvæli séu ræktuð á staðnum og í raun er lítið því til fyrirstöðu. Sem á jörðu verður orka sólarinnar lífgjafi geim- stöðvarbúa. Til hliðar við geimstöðvaráætlun NASA er talað um tunglstöð, en til- gangur hennar yrði jarðefnavinnsla í þágu jarðar. Hún myndi hugsan- lega koma í beinu framhaldi af nú- verandi áætlun strax á næstu öld. Að auki er gert ráð fyrir því að geim- stöðin, uppkomin, verði efnahags- lega sjálfstæð. Hún verður að skila árangri og ágóða til móts við rekstr- arkostnað hennar. Geimstöðvar mega ekki verða baggi efnahagslífi þeirra ríkja sem að þeim standa í framtíðinni, nema rétt á meðan á byggingu þeirra stendur. HLUTSKIPTI MANNS Því fer fjarri að öll helstu vanda- mál við byggingu geimstöðvar hafi verið talin upp hér. Vísindamenn þurfa að finna lausn á hita- og kulda- vandamálum, en í geimnum ríkir al- kul, eða -273 gráður á Celsíus. Inni í stöðinni verður hins vegar að vera í kringum 20 gráða hiti. Annað vandamál er lýsing og birta, utanað- komandi sem tilbúin. Hún verður að miða að heilsu manna og vera sem eðlilegust auganu. Að auki verður sólarhringurinn stórt vanda- mál, í geimnum er hann annaðhvort enginn eða allt öðruvísi, eftir því hvernig jörð skyggir á sólu. Þá verð- ur að skipuleggja sívarandi vakta- kerfi, eða búa til gervisólarhring með stýringu birtunnar. í World-Net-þættinum var minna spurt um tilgang slíkrar áætlunar. Þar var síst rætt um siðferðislegan rétt til að leggja út í svo kostnaðar- samt ævintýri á meðan fólk sveltur um allar jarðir, stríð eru háð og sóun jarðneskra verðmæta og náttúru er gegndarlaus. Hvaða ávinning höf- um við jarðarbúar af landnámi geimsins aðra en að svala forvitni okkar um umheiminn og fíkn okkar í að sigrast á hinu ómögulega með ofurtrú á vísindi og tækni? Slíkra spurninga er nauðsynlegt að spyrja. Þeir sögðu það hins vegar, vísinda- mennirnir Larry Bell og Guittermo Trotti, að það væri hlutskipti manns og óumflýjanleg örlög að nema land í geimnum o&víkka raunheim sinn án vissu eða hugsunar um endi- mörk vaxtarins. EFTIR FREY ÞORMÓÐSSON

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.