Helgarpósturinn - 07.04.1988, Blaðsíða 19
Nude, salsa-áhrif í Mr. Jones og svo
mætti lengi telja.
Fyrri hliðin er full af hröðum, líf-
legum lögum, en yfirbragð seinni
hliðarinnar er rólegra og á köflum
þunglyndislegra. Þó að sú hlið sé
seinteknari er ég ekki frá því að hún
venjist betur en fyrri hliðin. í heild-
ina má annars segja að hér sé um
mjög jafngóða plötu að ræða og
ekki get ég bent á neinn sérstaklega
veikan punkt á henni. Með öðrum
orðum, þá er þetta besta skífa Talk-
ing Heads um árabil.
Morrissey — Viva
Hate
Þá hefur Morrissey, fyrrum söngv-
ari The Smiths, sent frá sér sína
fyrstu sólóplötu, en svo sem kunn-
ugt er hættu The Smiths á síðasta ári
þegar gítarleikarinn og lagasmiður-
inn Johnny Marr sagði skilið við þá
félaga. Það voru þá eflaust margir
sömu skoðunar og ég að Morrissey
mundi eiga erfitt uppdráttar einn og
sér, svo stórt hlutverk lék Marr í tón-
listarsköpun The Smiths.
Á plötunni Viva Hate hrekur
Morrissey hins vegar allar hrakspár
og mín skoðun er sú að hann muni
ekki aðeins viðhalda vinsældum,
heldur er allt eins víst að þær aukist.
Svo góð er þessi plata.
Hann hefur fengið til liðs við sig
mann að nafni Stephen Street, sem
semur öll lögin auk þess sem hann
stjórnar upptöku plötunnar og leik-
ur á bassa og grípur í gítar. Annars
er gítarleikurinn að mestu í höndum
Vini Reilley, þess ágæta gítarleikara,
sem um árabil hefur sent frá sér
plötur undir nafni Durutti Column,
en Reilley er einmitt frá Manchester
eins og Morrissey.
Textar eru allir eftir Morrissey og
eins og oftast áður þegar hann hefur
átt í hlut eru þeir fremur þynglyndis-
legir. Yrkisefnin eru margvísleg.
Fjallað um kynlíf í Alsation Cousin,
þriðja flokks sjónvarpsleikara í
Little Man, What Now? Thatcher
fær það óþvegið í Margaret on the
Guillotine og sjálfur er Morrissey
sjálfsagt aöalsöguhetjan í Late
Night, Maudlin Street.
Heildaryfirbragð plötunnar er
fremur rólyndislegt. Hljóðfæraleik-
ur er vel við hæfi, fremur einfaldur,
og sjaldan eða aldrei hefur Morriss-
ey sungið betur.
★★★★
Robert Plant —
Now and Zen
Platan Now And Zen, sem Robert
Plant hefur nú sent frá sér, er fjórða
sólóplatan sem frá honum kemur
síðan Led Zeppelin hættu í kjölfar
dauða trommuleikarans Johns
Bonham.
Sitt hefur hverjum sýnst um ágæti
þessara platna Plants en hingað til
hefur honum þótt takst best upp á
plötunni The Principle of Moments,
sem hann sendi frá sér árið 1983, en
á þeirri plötu er að finna hið fallega
lag Big Log.
Á Now And Zen er Plant mættur
til leiks með nýja hljómsveit skipaða
ungum, áður óþekktum, hljóðfæra-
leikurum, utan hvað gamall félagi,
Jimmy Page, leikur á gítar í lögun-
um Heaven Knows og Tall Cool One,
og er leikur hans einn af hápunkt-
um plötunnar. Annars er allur hljóð-
færaleikur pottþéttur og í heildina
er Now and Zen aðgengilegasta
sólóplata Roberts Plant til þessa.
Á fyrri hlið plötunnar er að finna
fjögur kraftmikil lög og eru tvö fyrr-
nefnd lög þar sem Page kemur við
sögu best og þó sérstaklega Tall
Cool One, en í enda þess lags er
vitnað í gömul Zeppelin-lög. Seinni
hliðin er fjölbreyttari en um leið
sundurlausari. Þar er að finna lauf-
léttan rokkara, Billy's Revenge, svo
og rólegt, faUegt lag sem heitir Ship
of Fools. Why heitir lag sem er í hálf-
gerðum diskótakti en best að mínu
mati eru lögin Helen of Troy og
White, Clean & Neat.
Robert Plant er sjálfur í fínu formi
á þessari skífu. Hann gerir að vísu
minna af því en áður að rífa sig upp
í hæstu tóna, en hann sannar engu
að síður enn einu sinni að hann er
einn af betri rokksöngvurum fyrr og
síðar.
★★★'/2
Gunnlaugur Sigfússon
HANDMENNTASKOLI ISLANDS
STmi 27644 box 1464 121 Reykjavík
Handmenntaskóli fslands hefur kennt yfir 1250 íslending-
um bæði heima og erlendis á síðastliðnum sex árum. Hjá
okkur getur þú lært teikningu, litameðferð og skrautskrift
- fyrir fullorðna - og föndur og teikningu fyrir börn í
bréfaskólafomi. Þú færð send verkfæri frá okkur, sendir
okkur úrlausnir þínar og þær eru sendar leiðréttar til baka.
Þeim, sem minni tíma hafa, bjóðum við uppá stutt
hæfileikapróf á þessum sviðum. - Biddu um kynningu
skólans með því að snda nafn og heimilisfang til okkar eða
hringdu í síma 27644 núna strax, símsvari tekur við
pöntun þinni á nóttu sem degi. - Tímalengd námskeið-
anna stjórnar þú sjálf(ur) og getur því hafið nám þitt,
hvenær sem er, og verið viss um framhaldið. Hér er
tækifærið, sem þú hefur beðið eftir til þess að læra teiknun
og skrautskrift á auðveldan og skemmtilegan hátt. Þú
getur þetta líka._______________
ÉG OSKA EFTIR AD FA SENT KYNNINGARRIT
HMÍ MÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU
I
I
I
^HEIMILISF.
NAFN.
_______________i
H
— Örugg ferð — Ódýr ferð
I * r 1 P 1 P VESTMANNAEYJUM
V' M F SÍMi 98-1792 & 1433
W Wf yysvyWB REYKJAVÍK SÍMI 91-686464
FERJA FYRIR ÞIG-
NÝTT TÍMARIT!
VIÐ KONUR
FYRIR KONUR OG KARLA
HELGARPÓSTURINN 19