Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 07.04.1988, Qupperneq 13

Helgarpósturinn - 07.04.1988, Qupperneq 13
sömuleiðis að leigubílstjórarnir eru líka fljótir að koma til hjálpar ef ein- hver er í vandræðum. Það getur allt mögulegt gerst því þetta er alls kon- ar fólk sem maður keyrir. AKADEMÍSKUR TÍMI Ég kom inn á akademíuna fyrir einum tíu árum og er núna búinn með megnið af þessu. Auðvitað ætti maður að vera löngu búinn að koma sér í burtu frá þessum skóla. Það heldur manni líka við efnið þegar maður hittir einhverja sem manni finnst vera góðir arkitektar og þeim finnst það sama um mig. Ég hef alltaf verið hrifnastur af súrreaiisma í málverkinu og þar af leiðandi líka arkitektúrnum. Þetta tengist alltaf innbyrðis í listunum; málverkinu, tónlistinni og arkitekt- úrnum. Ég hef alltaf átt við það vandamál að stríða að byrja utan frá á húsunum. En þetta er erfiðari leið til að fá hús til að ganga upp . .. að byrja á ytri hliðinni, því innvolsið verður líka að vera „perfekt". FRAMTÍÐARHÚSIÐ Hvernig var med framtídarhúsiö sem þú teiknaöir? Þetta var samkeppni á vegum UNESCO og eiginlega það skemmti- legasta sem ég hef gert. Það var bara „fantasía". Þetta var glerkúla sem var „ídealt" að hafa þar sem mengun er mjög mikil. Þetta var gríðarlega stórt, einar þrjátíu hæðir innan í kúlunni. Og tuttugu og fimm metrum undir jörðinni var alvegt rosalegt pláss, eins og þrjár hæðir undir öllu húsinu. Þar niðri var eins- konar lager af hlutum í kúluna sem væri hægt að nota til endurupp- byggingarinnar ef sjálf ragnarökin brystu á. Þá færu allir sem næðu í öryggið í kjallarann. Bara kasta sér beint niðri um lífgatið. Svo miðar maður bara við að allt fari til fjand- ans fyrir utan og á meðan bíður fólkið rólegt niðri í kjallara kúpuls- ins á meðan lofthreinsibúnaðurinn vinnur sitt verk. Og fleira var í kúpl- inum þessu tengt. Þetta var eitt skemmtilegasta verk sem ég hef unnið að. Eg vann nú ekki til neinna verðlauna, enda hafði lausnin svo sem ekki neitt með arkitektúr sem slíkan að gera. KONUNGURINN OG BRUNNURINN Þessi sérstaða sem ég hef í þessu arkitektúrnámi er kannski til komin af því að ég hef alltaf litið á mig sem hliðstæðu við nafna minn, Jónatan Livingstone máv. Fuglinn sem svífur FISHER —BORGARTÚNI 16 REYKJAVík. sími 62255* SJÖNVARPSBÚMN einn, ofar öllum öðrum og á öðrum slóðum. Svo er það auðvitað Jóna- tan í Kardimommubænum, sem hef- ur haft viss áhrif á uppvöxt minn. Uppáhaldsævintýrið mitt er hins vegar um konunginn og brunninn. Það er um konung sem lendir í úti- stöðum við galdranorn sem leggur svo á að brunnurinn í ríki konungs verði með þeim ósköpum að þeir sem drekki úr honum verði geð- veikir. Konungurinn uppgötvar þetta þegar hann kemur til baka og sér hann að allir eru orðnir hringl- andi vitlausir. Fljótlega kemur þó upp sá kvittur í konungsríkinu að kóngurinn sé orðinn eitthvað skrýt- inn og ágerist orðrómurinn þar til þegnarnir ákveða að leysa hann frá völdum. Kvöldið áður fer hann því að sjálfsögðu að brunninum og fær sér sopa. Þá upphófst mikil gleði í konungsríkinu yfir því að konung- urinn skyldi vera orðinn heilbrigður aftur ... og úti er ævintýri." 29. JANÚAR 1988 VAR STÓR DAGUR í SÖGU SLYSAVARNA Á ÍSLANDl] ÞANN DAÖ VARÐ SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS 60 ÁRA. [ HARKMIÐ FÉLAGSINS ER VERNDÚfTWANNSLÍFA OG MÉÐ SAMSTILLTU ÁTAKI GEGN SLYSUM OG AFLEIÐINGUM FEIRRA MÁ NÁ VERULEGUM ÁRANGRIIFEIRRI BARÁTTU EN TIL ÞESS PARF FÉLAGIÐ MNN STUÐNING. • ------------—I----------VINNINGAR:----7—J----------------— \ ÍBÚÐARVINNINGUR AÐ VERÐMÆTI 2.000.000,00 KR. , J TVEIR TOYOTA LANDCRUIESER 4WD AÐ VERÐMÆTI KR: 1.129.000,00 HVER NÍTJÁN TOYOTA COROLLA BIFREIÐAR AÐ VERÐMÆTIKR. 456.080,00 HYTR. .... ? ' t • •■', • v----.., ? ■ V ---- -ÐREGIÐ VERÐURPANN 12. APRÍL 1988__. ----4-—■ HELGARPÓSTURINN 13

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.