Helgarpósturinn - 07.04.1988, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 07.04.1988, Blaðsíða 7
ERLEND YFIRSÝN EFTIR SMÁAÐGERÐ HP hafa verið hugmynd fjármála- ráðuneytisins og sjúkrahúsmanna að 8,7 milljónir yrðu heildargreiðsla ,,á borðið" og í ráðuneytinu var ekki fleiri krónur að fá. Ekki hefur fengist upplýst hvaðan hin 1,7 milljóna króna viðbót kom, enda var engar upplýsingar að fá hjá sjúkrahús- mönnum fyrir norðan. MISTAKASJÓÐUR LÆKNA? Það er enda mál manna að mál þetta hafi aldrei átt að koma upp á yfirborðið og það hefur farið mjög leynt. Formaður stjórnar FSA, Jón Sigurdarson, forstjóri Alafoss hins nýja, er erlendis um þessar mundir, en varaformaður stjórnarinnar, Björn Jósef Arnviðarson lögfræð- ingur, vildi ekki á nokkurn hátt tjá sig um þetta sérstaka mál. Hann kannaðist þó við að til þessarar aukafjárveitingar hefði komið vegna máls sem væri sérstaks eðlis, en kæmi rekstrarvanda sjúkrahúss- ins ekki við. Engu að síður er ljóst að þessar mistakamilljónir lenda á herðum skattborgaranna á beinan eða óbeinan hátt — nema fjárveiting ríkisins til FSA á þessu ári verði beinlínis skorin niður sem þessu nemur. Það þykir heldur ólíklegt í ljósi þess að heilbrigðisráðherra, Gudmundur Bjamason, er úr kjör- dæminu og lýsti nýlega yfir áhyggj- um sínum af tækjaeign sjúkrahúss- ins. Önnur leið væri að gera endur- kröfu á hendur viðkomandi lækni, sem þykir heldur ólíklegt, en á sér þó fordæmi. Viðmælandi HP lýsti í þessu sam- bandi furðu sinni á því að mistök sem þessi skyldu óhjákvæmilega lenda á herðum skattborgaranna. Nefndi hann þann möguleika, að læknastéttin færi að fordæmi lög- fræðinga og stofnaði sjóð sem hún greiddi í. Sjóður þessi hefði einmitt þann tilgang að greiða þeim bætur sem lentu í því að bíða tjón og/eða kostnað af mistökum félaga í Læknafélagi íslands. INFLUENSA AÐ ORORKU! Fróðlegt er að rifja upp mjög svip- aða sögu af læknamistökum sem HP greindi frá fyrir ári (,,Varð 75% öryrki eftir smáaðgerð", HP 15. apríl 1987). Rúmlega fertug kona, sem við nefndum Svölu, fór 3. febrú- ar 1983 í aðgerð í Landspítalanum vegna „ofvirkandi æðasamdráttar". Henni var sagt að búast við 4—5 daga innlögn og einhverjum verk í fótum fyrstu dagana eftir aðgerð- ina. 1 fyrstu vírtist allt með felldu en eftir fjóra daga jukust verkirnir verulega og líkamshitinn hækkaði. Hún var úrskurðuð með inflúensu. Tólf dögum eftir aðgerðina voru saumar teknir úr en sárin hlupu strax upp. Önnur aðgerð var fram- kvæmd til að hreinsa skurðina, en verkirnir upphófust fljótlega á ný Síðar var hún lögð inn á taugadeild spítalans, en engin viðhlítandi læknismeðferð fannst og í kjölfarið fylgdi úskurður um að Svala væri orðin 75% öryrki. Hún fór í mál og hljóðaði skaðabótakrafa hennar í fyrra upp á 12 milljónir króna, sem í dag samsvarar að minnsta kosti 15 milljónum króna. Borgarlögmaður fékk hins vegar samþykkt lögbann á málið síðastliðið sumar til að fá fram frekara örorkumat og mál þetta er enn óútkljáð. TEFJA FRAM í UPPGJÖF? Annað víðfrægt mál af örlaga- ríkum læknamistökum er mál Kar- uels Pálmasonar. ítarlega hefur ver- ið fjallað um hans einstæða mál, sem einkenndist af röð mistaka er leiddu nær til dauða hans 1985. Eftir ítarlegar rannsóknir og fundahöld var skaðabótamál Karvels gegn Reykjavíkurborg (f.h. Borgarspítal- ans) dómtekið í Borgardómi í des- ember 1987 með bótakröfu upp á 12 milljónir króna — borgarlögmaður hefur alfarið neitað sáttum. Borgar- lögmaður fékk frest í málinu og fékk því framgengt að Karvelsmálið yrði yfirfarið af tveimur læknum upp á nýtt og hann skoðaður enn á ný af fjórum sérfræðingum. Síðan hefur hvorki gengið né rekið í málinu og var Karvel þungorður í garð lækna- stéttarinnar þegar hann var spurður um mál sitt í gær, miðvikudag: ,,Það virðast vera samantekin ráð hjá þessum mönnum að tefja svona mál, flækja þau og þvæla á allan hugsanlega hátt. Mér er skapi næst að álykta að þetta sé fyrst og fremst gert til að fólk hreinlega gefist upp og almenningur gefi þessa leið upp á bátinn," sagði Karvel. Geimvarnaáætlun Reagans koðnar niður í hans eigin höndum Geimvarnaáætlun Ronalds Reagan Bandaríkja- íorseta, öðru nafni kölluð stjörnustríðsáætlun, er kom- in í ógöngur. Bæði vísindamenn og herforingjar eru búnir að afskrifa það markmið, sem forsetinn setti fram í ræöu 23. mars 1983, að gera kjamorkueldflaug- ar „ónýtar ogúreltar“ meðgeimvarnakerfi, sem eyddi þeim áður en nokkur næði í mark. Þetta veldur enn meiri óvissu en fyrr um vilja Bandaríkjaþings til að verja óhemju fjárfúlgum í slíkan vonarpening um langa framtíð EFTIR MAGNÚS TORFA ÓLAFSSON Enn kemur það til, að gildandi samningur risaveldanna um tak- mörkun varnaviðbúnaðar við eld- flaugum reisir skorður við tilraun- um með þau vopnakerfi, sem geimvarnaáætlunin fæst við að smíða. Bandaríkjastjórn hefur reynt að komast fyrir þessa tor- færu með því að setja fram það sem talsmenn hennar kalla ,,víða“ túlkun á samningsákvæðunum. Sovétmenn vilja ekki við hana kannast, og það sem meira er, Bandaríkjaþing telur á rétt sinn gengið með „víðu" túlkuninni. Öldungadeildinstaðfesti samning- Geimvopn búið rafsegulbyssu til að skjóta að eldflaugum og öðrum skot- mörkum 2,5 til 3 kilóa skeyti með 35 km/sek. kjafthraða um 3.000 til 5.000 km vegalengd. Ein af hugmyndum geimvarnaáætlunarmanna. Fréttamaður Washington Post, R. Jeffrey Smith að nafni, hefur komist yfir eintak af leynilegri álitsgerð yfirherráðs Bandaríkj- anna frá því á síðasta ári. Þar er á fjórum síðum dnegin saman niður- staða af fenginni vitneskju eftir fimm ára rannsóknarátak, sem kostað hefur tólf milljarða dollara. Yfirherráðið ályktar af vitneskj- unni sem yfirstjórn geimvarna- áætlunarinnar hefur látið í té, að yfirlýst markmið forsetans, að gera borgir Bandaríkjanna óhult- ar fyrir árás með ddflaugum bún- um kjarnorkuvopnum, virðist ekki framkvæmanleg, bæði vegna tæknivandkvæða og óyfirstígan- legs kostnaðar. Hins vegar telur herráðið framkvæmanlegt að komið verði upp varnarkerfi á jörðu niðri, semnægi til að afstýra eyðingu herstjórnarstöðva og kjarnorkuvopnabyrgja Bandaríkj- anna á landi með skyndiárás. Kemst yfirherráðið að þeirri niðurstöðu, að þetta varnarkerfi fyrir hernaðarmátt landsins gæti komist upp frá ogmeð árinu 1996. Kostnaður við það yrði 150 millj- arðar dollara á núverandi verð- gildi. En bandarískar borgir yrðu jafnberskjaldaðar og áður. Her- stjórnin telur að kerfiö sem hún mælir með gæti skotiö niður 30 af hundraði eldflauga, sem beint yröi að Bandaríkjunum í sovéskri stórárás. Þetta þýðir, samkvæmt útreikn- ingi sem rannsóknarhópur við Princeton-háskóla hefur unnið og byggir á líkönum gerðum í land- varnaráðuneytinu í Washington, að landslýð er dtir sem áður búið gífurlegt afhroð í kjarnorkustyrj- öld. Við það að 3.500 kjarnorku- sprengjur lentu í námunda við helstu hernaðarskotmörk í Banda- ríkjunum yrði eftir útreikningun- um mannfall þegar í stað frá 13 milljónum upp í 34 milljónir og 64 milljónir manna myndu sæta stór- felldum áverkum. Nú koma Reagan og mönnum hans í koll fyrri fyrirheit um óbrigðult varnarkerfi, sem fengist með geimvarnaáætluninni. Forsetinn hét því sjálfur, að áætl- unin skyldi aldrd vera „bara önn- ur aðferð til að verja eldflauga- byrgi“ og önnur hernaðarleg skot- mörk. Og James A. Abrahamson hershöfðingi, yfirmaður geim- varnaáætlunarinnar, hnykkti á sömu meiningu fyrir ári: „Þetta er ekki það sem fyrir okkur vakir. Alls ekki.“ Richard N. Perle, aðstoðarland- varnaráðherra öryggismála frá 1981 til 1987, er nútekinn að áfell- ast fyrri samstarfsmenn í ríkis- stjórninni, „sem halda að eina leiðin til að viðhalda meðal al- mennings stuðningi við geim- varnaáætluninasé að lofa getu til aö vernda fólk... Viö slíkt veröur aldrei unnt að standa". Þetta sagði Perle nýlega í ræðu í Brookings- stofnuninni. Að sögn R. Jeffrey Smith í Washington Post vex hjá banda- rískum hernaðarsérfræðingum efi um að geimvarnaáætlunin tóri lengi eftir að Reagan víkur af forsetastóli. Það er hann sem knú- iö hefur fjárveitingarnar í gegnum tregt þing, og þá dnatt meö fyrir- heitum sem nú erstaöfest aö ekki reynist unnt aö uppfylla. Albert Carnesdale, reyndur sérfræðingur í afvopnunarmálum, lét nýlega svo um mælt, að þar sem geim- varnaáætlunin nyti hvorki fylgis bandamanna Biuularíkjanna né öflugs atbeina hergagnaiðnaðar eða herstjórnar í landinu sjálfu, væri vandséö hvaðan þrýstingur ætti aö koma henni til framdráttar, eftir að Reagans nyti ekki lengur við. Sam Nunn, formaöur land- varnanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og mestur áhrifa- maður um hemaðarmálefni í flokki demókrata, hefur þegar lagt til að geimvarnaáætlunin verði lögð fyrir róða og í staðinn hefjist rannsóknir, sem miði að því að koma upp á jörðu niðri viðbúnaði til að verjast þeirri hættu sem hann telur raunverulegan mögu- leika, eldflaugaskoti af slysni eða frá fjandsamlegu kjarnorkuveldi meðal þriðja hdms ríkja. Herstjórnin bandaríska horfir fram á þverrandi fjárveitingar á komandi árum vegna óstæðilegs fjárlagahalla og skuldabyrði frá stjórnartímabili Reagans. Hún er því ekki líkleg til að reynast mikill bakhjarl fyrir þá peningahít sem geimvarnaáætlun yrði, jafnvel í þeirri mynd sem talin er fram- kvæmanleg í leyniskjali herstjórn- arinnar frá í fyrra Fé bandaríska landvarnaráðuneytisins til rann- sóknaþarfa rann að 23 hundraðs- hlutum til geimvarnaáætlunarinn- ar árið 1984. í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að þetta hlutfall verði komið upp í 48 af hundraði. Með sama áframhaldi kemur kyrkingur í alla aðra vopnaþróun en ótrausta geimvarnaáætlun. inn, og sættir sigekki við að síðari ríkisstjórn taki að breyta túlkun hans á sitt eindæmi. Því eru nú- gildandi fjárveitingar til geim- varnaáætlunarinnar bundnar því skilyrði af þingsins hálfu, að fariö verði stranglega dtir fyrri túlkun samningsins viö allar tilraunir. Ljóst er að Sovétstjórnin gerir sér grein fyrir hvaðan vindurinn blæs í Bandarikjunum gagnvart geimvarnaáætluninni, og hefur því ekki eytt á hana miklu púðri aö undanförnu. Sovétmenn eru að því er virðist farnirað gera ráð fyr- ir að þetta tiltæki Reagans falli um sjálft sig án mikils tilverknaöar af þeirra hálfu. Á fundi Reagansog Gorbatsjoffs í Washington í fyria var notað loð- ið orðalag um túlkun á gagneld- flaugasamningnum. Það bindur í raun hendur Bandaríkjastjórnar, vegna þess hver afstaða þingsins er í málinu. Lengi vel hefur bandaríska land- varnaráðuneytið streist gegn því að rætt væri við Sovétmenn um hvað væri heimilt og hvað óheim- ilt í vopnatilraunum samkvæmt gagneldflaugasamningnum, vildi halda fast við sínaeinhliða „víðu" túlkun. Nú er landvarnaráðuneytinu ekki stætt á þessu lengur. Á fundi utanríkisráðherra risaveldanna í Washington í fyrri viku kynnti George Shultz af hálfu Bandaríkja- stjórnar Eduard Shevardnadse hugmyndir, semsoðnar höfðu ver- iö saman í Washington með mikl- um harmkvælum að sögn frétta- manna. Ein er á þá leið að koma fyrir úti í geimnum skynjurum til að fylgjast með skoti og ferli eld- flauga. Sovétmain eru sagðir hafa talið þetta koma til greina, fengju þeir að kynna sér skynjarana áður en Bandaríkjamenn skytu þeim upp. Seint er stjórn geimvarna- áætlunarinnar líkleg til að vinna slíkt til. Þar við situr. HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.