Helgarpósturinn - 07.04.1988, Blaðsíða 16
BÍÓ
Stjörnugjöf:
O farðu ekki ★ sæmileg ★★ góð ★★★ágæt ★★★★!
Regnboginn Síðasti keisarinn (The Last Emperor) ★★★★ Bless krakkar (Au revoir les enfants) ★★★ Hættuleg kynni (Fatal Attraction) ★★★ Hálendngurinn (Highlander) ★★★ Brennandi hjörtu (Flambeiede hjerter) ★★
Bíóhöllin Spaceball ★★★ Þrír menn og barn (Three Men and a Baby) ★★ Nútímastefnumót (Can't Buy Me Love) ★
Bióborgin Nuts ★★ Vtoll Street ★★
Stjörnubíó Einhver til að gæta mín (Someone To Watch Over Me) ★★
Laugarásbíó Hróp á frelsi (Cry Freedom) ★★★★ [>agnet ★★
Háskólabíó Trúfélagið (The Belia/ers) ★★
UM HELGINA
Fyrir framan mig er óreglulegur
hlaöi af upplýsingum, fréttatilkynn-
ingum og boðsmiöum á menriingar-
viöburöi út um allar trissur sem eng-
inn hefði tíma til að sækja þó hann
heföi þaö eitt aö fullri atvinnu. Segiö
svo ekki að menningarlíf á íslandi fari
halloka fyrir sjónvarpssýki og mynd-
bandaglápi, eöa hvaö? Eftir á séö
fara ekki saman magn og gæði, en
úrvalið er a.m.k. mikið, sem þýðir aö
fólk um allt land er aö skapa eitthvað,
vinna með hugsun sína og reynslu
og meðan svo er hef ég ekki áhyggj-
ur af framtíð islenskrar menningar.
En ég verð að vinna úr upplýsinga-
flóðinu og talandi um sjónvarp er
best að höggva þangað fyrst, í þeirri
trú að þar leynist eitthvert fóður inn-
an um afþreyinguna. Annars er
afþreyingin nauðsynleg upp að
vissu marki þegar maður vill vera
stikkfrí. En afþreyingin má ekki verða
stefna. Altso, sjónvarp.
Á dagskrá Híkissjónvarps í kvöld
er fyrrihluti heimildamyndar um -
Finnland sem heitir Finnland yngst
Norðurlanda (þetta er auðvitað
rangt því islenska lýðveldið er 26 ár-
um yngra). Á föstudagskvöld verður
síðan bresk sakamálamynd með
Sophiu Loren og James Coburn í að-
alhlutverki. Sú heitir Vopnabrak
(Firepower) og er frá 1979. Eitthvað
fyrir aðdáendur stórstirna. Klukkan
sextán á laugardag er Fræðsluvarp-
ið á sínum stað, þarsem meðal ann-
ars verður skákkennsla. Carl Sagan
heldur áfram með þáttaröð sína
Cosmos, þátturinn sem kemur
manni i skemmtilega annarlegt al-
heimsskap. Eftir Fyrirmyndarföður
og Mann vikunnar er franskur
skemmtiþáttur sem heitir Leiðin til
frægðar og þar troða upp ekki minni
stjörnur en Frank Sinatra og Sammy
Davis. Bíómynd kvöldsins er banda-
ríska sakamálamyndin Morö á mið-
nætti (Murder by Death) með nöfn-
unum Peter Sellers og Peter Falk í
aðalhlutverkum. Myndin ku vera í
léttum dúr. Á sunnudag hefjast fjög-
urra liða úrslit í spurningaþætti
Ómars Ragnarssonar Hvað held-
urðu? Spennan eykst stöðugt. Að
lokum vil ég benda á athygliverðan
þátt á þriðjudagskvöldið sem heitir
Öldin kennd við Ameríku (Ameri-
can Century) og er þar á ferð þriðji
þáttur af sex. Hann fjallar á skemmti-
legan hátt um amerísku þjóðarsál-
ina, skilning hennar á sjálfri sér og
áhrif hennar á umheiminn. Þetta er
kanadískur þáttur sem vakið hefur
athygli víða um heim. Stöö tvö sýnir
athygliverða bíómynd á laugardags-
kvöldið sem heitir Algjörir byrjend-
ur (Absolute Beginners) og fjallar um
upphaf unglingaaldar i Bretlandi á
sjötta áratugnum. Myndin er lita-
glöð og frumleg og full af skemmti-
legri músík. Ég hreifst mjög af henni
þegar hún var sýnd í Háskólabíói fyr-
ir nokkrum árum. Þarna verða líka
stórstjörnur á borð við Sade, David
Bowie og fleiri.
I Rikisútvarpi á laugardag klukkan
16.30 er á dagskrá gamanleikritið
Knock eða Sigur læknislistarinnar
eftir Jules Romains í þýðingu Arnar
Ólafssonar pg leikstjórn Benedikts
Árnasonar. Á sunnudag eftir hádegi
verður endurfluttur þáttur Jóns Ósk-
ars um dadaisma. Þar verður fjallað
um upphaf og viðgang hreyfingar-
innar sem stofnuð var á kaffihúsi í
Zúrich árið 1916 í kringum tvitugan
Rúmena, Tristan Tzara að nafni. Þátt-
urinn heitir því skemmtilega rétt-
nefni Þið vftið víst ekki hvað við er-
um að gera". Á sunnudagskvöld
hefst lestur nýrrar útvarpssögu, en
hún heitir Móðir snillingsins, eftir
Ólöfu frá Hlöðum. Af „frjálsu" út-
varpsstöðvunum hefur Útvarp Rót
vakið mikla athygli fyrir fjölbreytta
og oft vandaða dagskrá, djarfar til-
raunir í dagskrárgerð og ekki síður
grasrótaruppbyggingu sína. Á dag-
skrá Rótar um helgina eru bók-
menntaþættir, landafræðiþættir,
samfélagsleg umfjöllun, pólitiskar
lesningar, barnaútvarp og tónlist svo
fátt eitt sé talið af afar fjölbreyttri og
þéttri dagskrá Rótarfólks. Tónlistar-
rásirnar eru með sina vönu menn á
sínum vanalegu póstum, Þorstein J.
Vilhjálmsson, Hallgrím Thorsteins-
son, Pétur Stein Guðmundsson og
þannig mætti lengi telja.
Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir barna-
leikritið Emil i Kattholti í Bæjarbíói á
laugardag og sunnudag klukkan
14.00 og 17.00. Gránufjelagið sýnir
Beckett-leikritið Endatafl í bakhúsi á
Laugavegi 32 í kvöld og á sunnudag
klukkan 16.00. Frú Emilía sýnir líka í
bakhúsi við Laugaveginn, númer
50b reyndar, leikritið Kontrabass-
ann eftir Patrick Súskind á föstu-
dags- og sunnudagskvöld klukkan
21.00. íslenska óperan sýnir Don
Giovanni á föstudags- og laugar-
dagskvöld klukkan 20.00. Sýninga-
fjöldi er takmarkaður svq óperuunn-
endur skyldu drífa sig á fyrra fallinu.
Þjóðleikhúsið sýnir Vesalingana á
föstudags- og laugardagskvöld,
Hugarburð í kvöld og sunnudags-
kvöld og sömu kvöld á litla sviðinu
eru síðustu sýnimar á Bílaverk-
stæði Badda eftir Ólaf Hauk Símon-
arson. Sýningar þess nálgast nú tí-
unda tuginn. Væntanlegt leikrit á
fjalir Þjóðleikhúss er gamanleikurinn
Lygarinn eftir Carlo Goldoni, meist-
ara ítalskra gamanleikja. Frumsýn-
ing þess verður 21. april. Leikfélag
Reykjavíkur sýnir Sildina áfram við
góðar undirtektir í leikskemmunni á
Bráöræöisholti, en í leikskemmunni
er einnig starfraekt veitingahús í
tengslum við sýninguna. Þar sem
Djöflaeyjan rís er þar einnig til sýn-
ingar. í Iðnó er allra síðasta sýning á
Degi vonar á sunnudagskvöldiö.
Hjá Leikfélagi Akureyrar verða síð-
ustu sýningar á Horft af brúnni eftir
Arthur Miller, nánar tiltekið á föstu-
dags- og laugardagskvöld klukkan
20.30. á sunnudag klukkan 16.00
verða Ijóð Einars Benediktssonar
lesin í sérstakri dagskrá um skáldið
og lesarar eru Arnar Jónsson, Hall-
mar Sigurðsson, María Sigurðar-
dóttir og Kristján Franklín Magnús.
Brúðuleikhúsið Sögusvuntan sýnir
Smjorbitasögu á Fríkirkjuvegi 11 á
sunnudag klukkan 15.00. Brúðunum
stjórnar Hallveig Thorlacius. Nóg
um sjónleiki.
Við erum rík af myndlistarfólki og
sýningar eru fjölmargar um þessar
mundir. Fyrst skal nefna sýningu
Gunnars Arnar í Gallerí Glugganum
á Akureyri sem verður opnuð 8. apríl.
Gunnar hefur sýnt i mörgum stór-
borgum heimsins; Tókýó, New York,
Sao Paulo og Chicago, en Guggen-
heim-safnið í New York hefur til
dæmis keypt af honum verk. Á
morgun opnar Ásta Guðrún Eyvind-
ardóttir málverkasýningu í Hafnar-
galleríi, Hafnarstraeti 4. Sýningin er
opin á verslunartíma. Listasafn ís-
lands er opið sem áður um helgina
frá klukkan 11.00 til 17.00. Mynd
aprilmánaðar er íslandslag eftir
Svavar Guðnason. Leiðsögn um
sýninguna Aldarspegil er á sunnu-
dögum klukkan 13.30. Galleri Borg
sýnir nú leirlistaverk Guðnýjar
Magnúsdóttur og grafíkmyndir
Þórðar Hall. Ég yrði ekki hlessa þó
Snæfellsjökull sæist þar svona inn á
milli. Myndlistarsalurinn Nýhöfn við
Hafnarstræti opnará laugardag sýn-
ingu á verkum Gerðar Helgadóttur
myndhöggvara í tilefni af þvi að 11.
april hefði listakonan orðið sextug.
Lista- og menningarráð Kópavogs
stendur að sýningunni. í leiðinni
væri í lagi að rölta út i Tryggvagötu,
en þar er mósaíkverk Gerðar afar
áberandi á Tollstöðinni. í Gallerí
Svörtu á hvítu við Laufásveg sýnir
norski listamaðurinn Zakarías verk
sín og í Norræna húsinu sýnir Björg
Þorsteinsdóttir málverk og teikn-
ingar.
Breska hljómsveitin Shark Taboo
heldurtónleika i Lækjartungli í kvöld,
7. apríl, ásamt Mússólíni og á mánu-
daginn 11. apríl i Duus-húsi ásamt
fíbet Tabú. Hljómsveitin hefur ný-
lega sent frá sér sex laga míníbreið-
skífu undir heitinu „Everyone's a
Freak" sem varla þarf að þýða.
Púnktur og basta.
GUGGE
HEDRENIUS
Á HÓTEL ÍSLANDI 7. APRIL
Um mánaðamótin heldur stórsveit sænska píanistans,
tónskáldsins og hljómsveitarstjórans Gugge Hedrenius
vestur um haf í mikla tónleikaför um þver og endilöng
Bandaríkin. Með aðstoð Gunnars Reynis Sveinssonar,
tónskálds og góðvinar Gugga, tókst að fá hljómsveitina
til að fljúga vestur með Flugleiðum í stað SAS og gera
stuttan stans á íslandi og leika á Hótel íslandi.
EFTIR VERNHARÐ LINNET
Gugge Hedrenius Big Blues Band
er ein af helstu stórsveitum Evrópu
og Guggi hefur leitt þá sveit í sautján
ár. Margir helstu djassleikarar heims
hafa komið í heimsókn til Gugga og
ferðast með bandinu, s.s. Hank
Crawford, Mel Lewis og Jimmy
Wintherspoon, og svo hafa sænsku
topparnir verið í bandinu; Jannie
Schaffer og Pétur Östlund og allir
sem leika með því núna: Willie
Cook, Rolf Ericson, Bosse Broberg
og Thomas Driving trompetleikar-
ar; básúnublásararnir Ulf Johanson,
Dicken Hedrenius og Lennart Löf-
gren; saxófónkýlararnir Brent
Rosengren, John Högman, Warner
Finer og Lákan Levin; hrynsveitina
skipa svo Guggi sjálfur á píanó,
Lasse Lundström á bassa og Mans
Ekman á trommur; söngvari er
Claes Janson.
Willie Cook er trúlega þekktasti
blásarinn í sveitinni. Hann er nú
hálfsjötugur og lék í æsku með Jay
McShann, Earl Hines og Dizzy
Gillespie. Þekktastur er hann þó fyr-
ir trompetleik sinn með Duke
Ellington og hann fer á kostum með
Gugga í Ellington-ópusum eins og
Things Ain’t What They Used To Be.
Rolf Ericson er jafnvel eins þekktur
og Willie Cook. Hann fæddist í
Stokkhólmi árið 1922 og tuttugu og
fimm ára gamall flutti hann til
Bandaríkjanna. Þar lék hann með
Woody Herman, Harry James,
Gerry Mulligan, Charles Mingus og
Duke Ellington. 1965 sneri hann aft-
ur til Svíþjóðar en hefur haft aðal-
stöðvar sinar í Berlín eftir 1970. Af
og til spilar hann með Gugga — sér
í lagi þegar mikið liggur við eins og
nú þegar Guggi er að halda í enn
eina tónleikaför sína um Bandarík-
in. Aðrir stjörnueinleikarar í sveit-
irini, eins og Brent Rosengren og
Bosse Broberg, eru á aldur við
hljómsveitarstjórann: um fimmtugt.
Bosse lék m.a. með hljómsveit Reds
Mitchell: Communication, þar var
Pétur Östlund á trommur. Brent er
af mörgum talin einn helsti saxófón-
leikari Evrópu, hvort sem hann
blæs með Doug Raney og Horace
Parlan eða tyrkjadjasssveitinni
Sveda.
Það er mikill fengur að fá stórsveit
Gugga til íslands. Það er ekki oft að
evrópskar stórsveitir eru á ferð yfir
hafið og án þess er vonlaust að fá
þær hingað. Ferðakostnaðurinn
yrði of mikill. Jazzvakning er ekki
úr öllum æðum dauð en síðustu tón-
leikar hennar voru með St. Louis
Kings of Rhythm. Sveit Gugga er vel
heima i blúsum en aðal hennar er
stórsveitarsveiflan eins og við
þekkjum hana best frá Count Basie
og Duke Ellington. It Don’t Mean a
Thing !f It Ain’t Got That Swing!
16 HELGARPÓSTURINN