Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 07.04.1988, Qupperneq 18

Helgarpósturinn - 07.04.1988, Qupperneq 18
TÖNLIST Talking Heads — Naked Fyrir flestum gömlum Talking Heads-aödáendum sendi hljóm- sveitin frá sér sínar bestu plötur á ár- unum 1979 og ’80, þegar Fear of Music og Remain in Light litu dags- ins Ijós. Síðan hefur hljómsveitin veriö að fást við mun einfaldari tón- list og þó henni hafi oft tekist ágæt- lega upp á seinni árum, þá er eins og eitthvað hafi vantað á, og platan True Stories, sem kom út árið 1986, er almennt álitin fremur lítið spenn- andi plata. Nú hafa liðsmenn Talking Heads hrist af sér slenið og sent frá sér plötu sem kallast Naked. Er skemmst frá því að segja að hér er um að ræða eina bestu plötu þeirra frá því þau sendu frá sér Remain in Light. Olíkt því sem þá var bera nú liðsmenn hljómsveitarinnar hitann og þungann af undirleiknum, en þó fá þau til liðs við sig nokkra ágæta hljóðfæraleikara. Ber þar fyrst að nefna hljómborðsleikarann Wally Badarou, en einnig eru til staðar Stevie Wonder, sem blæs í munn- hörpu, Eric Weisberg, sem plokkar dobro-strengi, og síðast en ekki síst gítarleikarinn Johnny Marr, en vera hans á þessari plötu er að nokkru talin hafa haft þau áhrif að hljóm- sveitin The Smiths, sem hann starf- aði með, hætti störfum á síðasta ári. Tónlistin á Naked er fjölbreytileg og yfirleitt lífleg. Víða er leitað fanga. Það má greina áhrif frá Afríkupoppi í Blind og (Nothing But) Flowers. Reggae-áhrif er að finna í Totaly MYNDLIST Nýjabrum í Nýhöfn og Nýló Hið sínýja málverk virðist einkum unnið á tvo vegu. Það einfaldast í sí- fellu, drættirnir verða einfaldir og tilgerðarlausir en tilgerðin hleypur í litina. Tilgerðarlegur einfaldleikinn skýrir myndina af tilurð verkanna. Annars vegar er um að ræða skissu- og formleiðina. Þar skissar fólk nið- ur vitranir sínar á Ijóshraða og stækkar þær síðan upp á vélrænan hátt án þess að bæta neinu við hráa skissuna nema snöggsoðnu og sjálf- lýsandi olíulagi. Hinsvegar er fín- gerða glundroðaleiðin. Forsvarsfólk þeirrar leiðar svífur um í hulduheimi og er meinilla við allar jarðbundnar skissur. Það stillir sér upp með palettuna uppfullt af guðdómlegum vitrunum, en liggur svo mikið á að tappa þeim út að allt iendir í einni og sömu flúorlogalitu sætsúpunni. Það má vera að listafólkið sé í grandaleysi að keppa við auglýs- ingaiðnaðinn um hylli augans. Það er í raun ekki ólíklegt að útgangur- inn úr undirvitundarglassúrinu liggi inní meðvitaðan bakarofn auglýs- inganna. Þannig eru forsendurnar frá upphafi á brauðfótum. Forsend- ur endurnýjunar og uppbyggingar í fagurlistum byggðar á samkeppni við benzínstöðvaskilti og hraðbita- umbúðir en ekki á vísindalegu end- urmati vitundarinnar sem slíkrar. „Fjölmiðlalistamaðurinn" Les Levine hefur ýmislegt til málanna að leggja í þessu tilliti. Samkvæmt hans skilgreiningu þá lifum við í fjöl- miðlaþjóðfélagi en ekki þjóðfélagi lista. Auglýsingar hafi sannað gildi sitt sem mun áhrifameiri miðill en miðaldaskólarnir og listamenn verði að taka mið af því. Þannig hef- ur Levine hannað fleka í auglýsinga- stíl og í vísitöluhlutföllum til notk- unar í heimahúsum, keypt auglýs- ingatíma í sjónvarpi o.fl. þar sem hann hefur flett ofan af tilgerðar- legri og einfaldri heimsmynd aug- lýsinganna. Mesta hættan sem e.t.v. steðjar að ferskum freskum og sínýj- um listtilbúningi er skipulagsleysi og óljós tilgangur. í listum nútímans er allt talið leyfilegt og látið óátalið. Samt sem áður er það núinu Ijósara að í flestum tilvikum hafa sköpunar- verkin ekki gengið í gegnum þá eld- skírn sem á öllum tímum hefur þótt nauðsynleg til þess að fá hlutdeild í sólinni. Sólin á jú hug okkar allan og það er kalt háð fólgið í þeirri stað- reynd að því fleiri verk sem sýnd eru á opinberum vettvangi, þeim mun færri greypast í hugann sem NÝ LIST. Þrátt fyrir ævintýragirni og flúorlitar álfamyndir þá virðist nýlistin á ytra borði fremur vera að gera tilkall til hlutdeildar í næstu benzínstöð heldur en sólinni. Esso og Shell hanna sín skilti gagn- gert til þess að þau grípi athygli fólks þó það sé á 200 kílómetra hraða. Þeir fáu gestir sem heimsækja sýn- ingarsali borgarinnar eru sem betur fer ekki svo hraðskreiðir og þess- vegna ætti listamönnum alveg að vera óhætt að leggja fleiri en eitt augnablik í verk sín. Auðvitað vill oft teygjast úr meðvitundinni á augnabliki, en einungis fáir virðast megna að storka hringiðu eigin vana og annarra. Hin „meðvitaða" fagur- árangri en málurum. Ég saknaði þess t.a.m. að sjá engar skissur á hljóð- skúlptúrasýningu Finnboga Péturs- sonar, sem var á undan sýningu Einars í Nýló. Þó hugmyndin væri góð, þá var einsog vantaði einhvern snertipunkt gestsins við tilurð og til- gang verksins; skissur, Ijósmyndir, frásögn o.þ.h. í þessu sambandi minnist ég sýningar Jonathans Borofsky í Nútímalistasafninu í Los Angeles fyrir tveimur árum. Þar sýndi Borofsky m.a. hljóðskúlptúra sem sögðu sjálfir sögu sína með að- stoð segulbandstækis. Einnig sýndi Borofsky feiknin öll af skissum sem gerðu ekki tilkall til þess að vera neitt annað en skissur, en greyptust engu síður í minni fyrir því. Hér skal að lokum getið eins full- trúa hinnar myndrænu líkamsrækt- ar, Sigrúnar Harðardóttur, sem sýndi litaorgíur í hinni nýopnuðu Nýhöfn í kringum páska. Olia Sig- rúnar flýtur frjáls og óheft um flöt- inn. Það er helst i landgrunni þurr- pastelsins að vinnubrögð eru mark- viss og minna á frumstæða grímu- gerð. Olíumyndir einsog „Kvartett", „Flugfiskar" og „Blá kona" eru að því leyti í svipuðum dúr og myndir Einars Garibalda í Nýló að mynd- byggingin er óvenjuleg og dýnam- ísk og litirnir einsog á hraðbrautar- merki. Þetta eru fokheld skrauthýsi sem virðist vanta innréttingar. Má vera að sýningarsalur Nýhafnar hafi sin áhrif, hvað verkum Sigrúnar viðvíkur, því stofnanalegt marmara- gólfið gæti ugglaust sett blæ banka- skreytingar á einföldustu barna- teikningu. Sigrúnu tókst ívið betur upp með sýningarsvæði þegar hún „nam land" í Öskjuhlíð fyrir tæpum tveimur árum. En Öskjuhlíðin verð- ur að líkindum lögð undir hraðbraut innan tíðar svo það er örugglega engin vanþörf á endurskinsmerkj- um og götuvitum. Ólafur Engilbertsson list er því sjaldnast meiri vitundar- breikkun en sú óútskýranlega til- hneiging íslendinga að eyða allri sinni orku í benzínknúin reðurtákn. Ýmist leggja listamennirnir orku sína í að kópíera andartakshugdett- ur á öðru andartaki eða að þeir ástunda einskonar þerapíska lík- amsrækt í litaorgíum. Einar Garibaldi Eiríksson, sem ný- verið sýndi í Nýlistasafninu, er um margt dæmigerður fulltrúi skissu- kópíunnar. Hann lét sig ekki muna um það að taka heilan sal undir skissur á sýningu sinni, þrátt fyrir það að skissurnar væru lítið annað en smækkuð útgáfa af öðru verki. Téðar skissur höfðu þó flestar í sér neista frumhugmyndar sem stærri útgáfurnar síðan vantaði. Einar leikur sér með táknmyndir og lit og tekst oft að ná dýnamískri spennu í verk sín. Undirritaður er samt sem áður þeirrar skoðunar að skissur Einars búi yfir meiri galdri. Það er einsog vinnubrögðin þynnist út í akrýlnum og olíunni og það sem átti að verða aðalverkið verði því ekk- ert annað en vélræn stæling skiss- unnar. Skúlptúristum hættir til að skissa mikið og oft með betri SJONVARP Turnar Guðjóns og torg UTVARP Djöflaeyjan Fyrir einhverjum dögum heyrði undirritaður slitrur úr samtali Ein- ars Kárasonar á rás 2 við Þórarin Óskar Þórarinsson. Ekki er mér kunnugt um af hverju þeir voru að tala saman. Það skiptir kannski minnstu. Ekki nema það hafi verið af því að kvöldið áður hafði Þórar- inn verið í sjónvarpinu og leikið í bíómynd sem hefur fengið verðlaun um alla heima og þykir par fín kvik- mynd á íslenskan mælikvarða. Nema að þeir Einar og Þórarinn ræddu um alla heima og geima. þetta var hálfgert ævisögulegt við- tal og manni datt heist í hug að eitt- hvað hefði dottið niður í fyrirhug- aðri dagskrá, svo langt var samtalið eða viðtalið, eftir behag. Það sem var hins vegar undarlegt, þess utan, var að Einar þessi Kárason skrifaði sjálfur handritið að kvikmyndinni sem hér var nefnd, benti sjálfur leik- stjóranum, Friðriki Þór, á viðkom- andi mann í hlutverkið og það sem var enn undarlegra þegar Þórarinn sagði sögu sína; þá kom í ljós að hún hafði ótrúlega sterka samsvörun við bók Einars, Þar sem Djöflaeyjan rís. Gott ef ég hef ekki heyrt það ein- hvers staðar að sú bók sé hreinlega skrifuð samkvæmt frásögn Þórarins af móðurbræðrum hans og ömmu. Það má þó auðvitað vera lygi. Von- andi er það lygi vegna þess að ef svo er ekki finnst mér slappt af Einari og starfsmönnum Dægurmáladeildar- innar, sem hafa haft hönd í bagga, að viðkomandi rithöfundur ræði við góðkunningja sinn í útvarpinu — mig minnir nefnilega líka að Einar hafi sagt marga söguna af kunnings- skap þeirra Þórarins (er það ekki annars Aggi) í viðtölum gegnum tíð- ina. Eru menn ekki farnir að líta sér óþarflega nærri við val á viðtalsefn- um þegar svona gerist? Þórarinn var að vísu skemmtilegur og Einar er það líka. En það er of langt geng- ið að láta þá ræða hvorn við annan um eitthvað sem þeir standa báðir að. Kristján Kristjánsson I dag er reyklaus dagur. Sjón- varpsstöðvarnar sýndu okkur hvor með sínum hætti hryllings- myndir úr heimi reykinganna. Fólk með ónýt lungu og súrefnis- kúta —■ og áferðarfallega lækna sem lýstu hörmungum og afleið- ingum reykinga. Hvort tveggja áhrifaríkt og til þess fallið að hræða fólk frá sígarettunni. Nú renna menn ekki mílu eftir Camel öðruvísi en koma lafmóðir í mark. Annars var áhugaverðasti þátt- ur sjónvarpsstöðvanna um Guðjón Samúelsson, húsameistara ríkis- ins, sem sýndur var í tveimur hlut- um í Ríkissjónvarpinu á bænadög- um. Stórhug Guðjóns og glæsi- verkum í arkitektúr voru gerð góð skil í þessum þætti, sem var öðru- vísi en aðrir fyrir þær sakir að umsjónarmennirnir voru ekki haldnir þeirri áráttu að þurfa að trana sjálfum sér fram á skerminn sí og æ. Turnar Guðjóns og hring- laga torg með fagurri byggingu í miðju — gjarnan í anda Grikkja — voru jafneftirtektarverð og um- mæli dóttur Jónasar frá Hriflu, sem sagði Guðjón hafa verið hlýj- an mann og góðan. Mann sem hafði einstakan skilning á konum, eins og sagt var. Þetta var ánægju- legt framtak hjá Sjónvarpinu og innlendri dagskrárgerð til mikils sóma. Á sama tíma sýndi Stöð 2 nær- mynd af Pétri Sigurgeirssyni bisk- upi. Nærmyndin var slétt og felld. Hnökralaus, en flöt. Hvort biskupi er um að kenna eða stjórnanda þáttarins skal ósagt látið, en þeir félagarnir Pétur og Jón fóru hvorki á flug né köfuðu þeir djúpt í kristindóminn. 1 samanburði við turna Guðjóns Samúelssonar og torg var þetta vondur þáttur og fljótunninn. Helgi Már Arthursson 18 HELGARPÓSTUFSINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.