Helgarpósturinn - 07.04.1988, Page 24

Helgarpósturinn - 07.04.1988, Page 24
Eins og menn muna voru aug- lýstar þrjár aðstoðarbankastjóra- stöður í Landsbanka Islands í kjölfar ráðningar Sverris Her- mannssonar í embætti aðalbanka- stjóra. Margir sóttu og mun á næst- unni verða gengið frá ráðningum þessum, a.m.k. heyrum við að Jónasi Haralz sé mikið í mun að gengið verði frá þessum málum áð- ur en hann yfirgefur bankann. Segja menn innan Landsbanka að ástæð- an sé sú að hann vilji koma frænda sínum Brynjólfi Helgasyni í eitt embættanna þriggja. Ovíst er hvort sú tillaga hlýtur stuðning í banka- ráði, sem er æðstaráð bankans, enda mun ráðið hafa fullan hug á að undirbúa verk- og valdsvið aðstoð- arbankastjóranna vel áður en þeir verða ráðnir. Aðrirsem nefndir hafa verið í embætti aðstoðarbanka- stjóra eru þeir Björn Líndal, fyrr- um frammámaður ungra framsókn- armanna, og Jóhannes Ágústs- son, sem ætti þá eftir öllum sólar- merkjum að dærm að hallast að Alþýðuflokki.. . Þ að vakti óneitanlega athygli þegar Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra skipaði Hall- grím Snorrason hagstofustjóra í sérstakan vinnuhóp sem nýlega skilaði félagsmálaráðherra tillögum í húsnæðismálum Bæði er Hail- grímur einn höfunda þess iánakerfis sem nú er lýst gjaldþrota og sömu- leiðis sendi hann Jóhönnu tóninn stuttu fyrir alþingiskosningarnar í fyrra vegna skoðana sem alþingis- maðurinn þáverandi hafði á því lánakerfi, sem Hallgrímur lýsir nú 24 HELGARPÓSTURINN gjaldþrota. Fyrir réttu ári gekk hann fram fyrir skjöldu til að verja verkið. Menn velta fyrir sér hví Jóhanna valdi hagstofustjórann til nefndar- starfa og hefur heyrst að ástæðan sé sú að fjármála- og viðskiptaráð- herra hafi lagt hart að henni að fá Hallgrím inn í nefndina. . . S,._ _ J,, hlustendakönnun Félagsvísinda- stofnunar Háskólans um daginn. Ljóst er að þetta notfæra auglýsend- ur sér óspart. Nú er svo komið að ekki er lengur hlustandi á Stjörn- una vegna þess hve mikið er af aug- lýsingum þar. Þess vegna hlustar maður frekar á Bylgjuna eða rás 2, þessar „óvinsælu" stöðvar skv. könnuninni, til þess að Iosna við auglýsingarnar, en minna er auglýst þar vegna þess að færri hlusta. í næstu könnun verður því líklega annað upp á teningnum en í þeirri ofangreindu. Þá mun koma í Ijós að fólk hlustar á Bylgjuna og rásina til þess að losna við auglýsingagargan- ið og vegna þes að fleiri hlusta, þá fara auglýsendur að auglýsa meira á þeim tveimur stöðvum. Þetta mun valda því að fólk fer aftur að hlusta á Stjörnuna o.s.frv. o.s.frv. Með tím- anum verður líklega til einhvers konar ferli milli vinsælda og óvin- sælda útvarpsstöðva, þar sem aug- lýsingar eru aðaláhrifavaldurinn. Líkt og kennt er í líffræðinni í gaggó, að stækkun og minnkun refastofns á afskekktri eyju haldist í hendur við stækkun og minnkun kanínu- stofnsins á eyjunni. Eða þannig. . . A i^^^^ðalfundur Alþýðubank- ans var ekki haldinn með neinum látum nú fyrir skemmstu. Á yfir- borðinu mun allt hafa verið slétt og fellt, enda þótt mönnum sé í fersku minni hvernig Ásmundur Stefáns- son beitti sér fyrir því á síðasta ári að flæma þáverandi bankastjóra, Stefán Gunnarsson, úr embætti. Og útkoma bankans var allt í einu orðin prýðileg, ja'átt fyrir að Ás- mundur og félagar létu að því liggja fyrir ári, að Steön hefði stjórnað bankanum illa. Uixirast menn enn í dag aðferðir Ásmundar, sem ekki er hægt að skilja öðru vísi en hann hafi viljað koma vini sínum og fyrrum samstarfsmanni, Birni Björns- syni, í bankastjórastólinn, en hann tók við bankanum 1. marz. Og tal- andi um Björn; ekki er vitað til þess að hann hafi sagt sig úr bankaráði Seðlabanka Islands eftir að hann tók við bankastjórastólnum, en þar situr hann fyrir krata. Mun hann eini bankastjóri viðskiptabanka sem jafnframt situr í stjórn annars banka. . . AB DRAUMABÍLNUM ER BINGÓSPJALDiÐ ÞITT SIÓNVARPSBIHGÓ Á STÖÐ 2 Aðalvinningur á hverju mánudagskvöldi er VOLVO 740 GL frá VELTI að verðmæti kr. 1.100.000.- Sannkallaður draumabíll Aukavinningar eru 10 talsins: hljómflutningstæki frá HLJÓMBÆ, PIONEER XZL, hvert að verðmæti kr. 50.000,- Heildarverðmæti vinninga í hverri viku er því 1.600.000 KRÓNUR Spilaðar eru 2 umferðir í hverjum Bingúþætti: FYRRI UMFERÐ: Spiluð er ein lárétt lína um 10 aukavinninga SEINNI UMFERÐ: Spilaðar eru 3 láréttar línur (eitt spjald) um bílinn. Þú þarft ekki lykil að STÖÐ 2 því dagskráin er send út ótruíluð. Allt sem þú þarft er BINGÓSPJALD, og það færð þú keypt á aðeins 250 krónur í sölutumum víðsvegar um land. UPPLAG BINGÓSPJALDA ER TAKMARKAÐ, AÐEINS 20.000 SPJÖLD VINNINGAR ERU SKATTFRJÁLSIR OG BER AÐ VITJA ÞEIRRA INNAN MÁNAÐAR STYRKTARFÉLAG UPPLÝSINGASlMAR ERU 673580 OG 673561 AILTAF Á MÁNUDÖGUM KL. 20.30 í ÓTRUFLAÐRI DAGSKRÁ ÁSTÖD2

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.