Helgarpósturinn - 07.04.1988, Blaðsíða 11
Jónatan Karlsson stundar nám í arkitektúr í Kaupmanna-
höfn og hefur gert þaö undangenginn áratug. Hann er í
HP-viötali um þaö og súrrealískan arkitektúr ásamt ööru.
Kasper, Jesper og Jónatan
Livingstone mávur
Lífsferill manna er æöi misjafn. Sumra er venjulegur, annarra ekki.
Jónatan Karlsson er líklegast í síðari hlutanum. Hann segir hér frá árum
sínum við arkitektúrnám íKaupmannahöfn, skoðunum sínum á akademí-
unni, leigubílaakstri, skiptum við glœpona og rokkara og svo uppáhalds-
œvintýrinu sínu.
EFTIR PÁL H. HANNESSON OG KRISTJÁN KRISTJÁNSSON MYND JIM SMART
Foreldrar mínir fluttu til Danmerkur þegar ég
var tólf ára og þaðan koma tengsl mín við Dan-
mörku. Mér líkaði að vísu ekki mjög vel þegar
ég var þar fyrst, líkaði ekki við skólakerfið. Þetta
var allt uppfullt af „grúppuvinnu", sem á alls
ekki við mig. Það er út af stjörnumerkjunum. Ég
er ljón og þau vilja annaðhvort ráða öllu eða alls
ekki vera með. Svo að ég fór aftur til íslands og
bjó hjá afa og fór í Austurbæjarskólann. Þar
eignaðist ég ýmsa kunningja, kynntist fólki sem
síðar hefur komið við sögu Reykjavíkurborgar.
Þarna var dálítið sérstakur mórall og ég ,,fílaði“
mig vel í honum og mér var vel tekið af þessum
hópi þó ég væri kannski ekki beint einn af þeim.
Það hefur verið mitt lán að þekkja alls konar
fólk í gegnum tíðina. Smákrimma og stórgróss-
era . . .
Nei ég hef ekki umgengist þessa menn sem ég
kynntist þarna í nágrenni Austurbæjarskólans.
Hins vegar eru þeir eins og gamlir vinir mínir.
Alveg sama hvað hefur orðið úr þeim, hvort þeir
gerðust krimmar eða hippar eða hvað. Enda var
mér alltaf tekið vel í þeirra hópi.
BARINN SEM HVARF
Ég er búinn að spila á trommur frá því ég var
smápolli. Byrjaði mjög snemma að koma fram
sem músíkant með föður mínum, Karli
Jónatanssyni harmonikkuleikara, og var kom-
inn í skólahljómsveitir strax 11 ára. Var í ýmsum
hljómsveitum fram eftir öllum aldri og sumum
ágætum, að ég tel. Svo spilaði ég líka mikið með
pabba þegar ég var komin undir tvítugt og rak-
aði inn seðlum á því. Eftir eina slíka törn átti ég
svo mikið af peningum að ég hafði efni á að
koma mér upp bar þar sem ég gat blandað hina
ýmsu kokkteila. Ég náði hins vegar aldrei að
drekka nema einn „appollo" af þessum bar því
honum var öllum stolið. Hann hvarf hreinlega.
Einhver hafði brotist inn í íbúðina, tekið allt vín-
ið og koddaver sem hann notaði til að setja vínið
í. Síðan hef ég aldrei átt bar...
Ég fékk ökuskírteini þegar ég var u.þ.b. átján
ára og keypti mér fólksvagn. Hins vegar misrit-
aðist aldurinn á ökuskírteininu, ég var gerður
tuttugu ára í staðinn fyrir átján, sem var að sjálf-
sögðu mjög hagstætt að mörgu leyti. Ég man t.d.
að þegar ég fór í ríkið fór ég að fullorðnum af-
greiðslumanni sem ég verslaði alltaf við síðan.
Hann óskaði mér til hamingju með afmælið og
var mjög kumpánlegur. Svo tveimur árum síðar
tók ég þetta skírteini úr umferð og kom með það
nýja. Það kom undarlegur svipur á kallinn þegar
hann sá það skírteini en hann sagði ekki neitt...
í PELS í PRÓF
Svo var ég um tíma á Akureyri, í MA, og þar
var allt annar mórall. Bekkirnir kepptu innbyrð-
is um það hver hefði hæstu meðaleinkunnina
o.s.frv. Þegar ég var búinn að vera þarna í stutt-
an tíma kom til mín einn nemandinn, dró mig af-
síðis og sagði mér að ég yrði að taka mig á. Ég
drægi meðaleinkunnina svo mikið niður... En ég
fór nú samt í gegn. Það var líka allt sem þurfti
í þá daga. Ég sullaðist svo í gegnum Menntaskól-
ann við Tjörnina. Fyrst í máladeild en svo í nátt-
úrufræði. Ég gat aldrei lært latínuna í máladeild-
inni, fékk einn á prófi og 0,5 á upptektinni, sem
kostaði mig þann veturinn.
Annars kláraði ég einn vetur norður á Akur-
eyri. Fyrsta bekkinn, sem hét þriðji bekkur þar.
Það eina sem ég lærði þar var í sögu hjá Gísla
Jónssyni. Hann dró alltaf þrjá menn upp í hverj-
um tíma og lét þá þylja það sem við áttum að
hafa heima. Mér fannst ég myndi ekki „meika
það“ að gata hjá honum svoleiðis að ég las alltaf
fyrir tímana. Hins vegar kom ég aldrei upp allan
veturinn... Svo mætti ég í prófið um vorið. Kom
náttúrulega í pelsinum, bleiku skyrtunni, ber-
fættur í skónum og með hárið í allar áttir. Alger
andstæða þessara prúðmenna fyrir norðan. Ég
kom upp í einhverju sem ég kunni í rauninni
ágætlega, hikstaði á tveimur ártölum eða svo.
Fékk hins vegar þara 6,5 eða 7,0. Það sama og
maðurinn sem var uppi á undan mér og hann
hikstaði og stamaði ailan tímann. Ég var hund-
óánægður með þetta.
DANSKUR ARKITEKTÚR
En svona hefur þetta alla tíð verið með kenn-
ara. Annaðhvort hafa þeir elskað mig eða „feng-
ið grænar" við það eitt að sjá mig. Þetta er líka
svona í arkitektúrnum í Kaupmannahöfn. Ég
valdi hann vegna þess að mér fannst ég hafa
ímyndunarafl og eitthvert „touch" fyrir listinni.
Ég sagði við sjálfan mig að arkitektúrinn væri
akkúrat það sem ætti við mig. Hins vegar hef ég
farið töluvert þversum í hálsinn á prófessorun-
um. Þeir eru að vísu að verja danskan arkitektúr
en hann er bara ekki nógu spennandi síðustu
áratugina. Þeir hins vegar gefa skít í flestan ann-
an arkitektúr en danskan. Það eru allir gerðir
eins í þessu fagi. Ég hef spurt alla mína kennara
þessarar spurningar, hvort arkitektúr sé list eða
bara handverk. Sem svar hef ég alltaf fengið
a.m.k. tíu mínútna útskýringu en svarið er auð-
vitað einfalt. Arkitektúr er list. Þetta er eins og
að spyrja málara hvort málverkið sé list eða
handverk.
Kennararnir eru líka hluti af þessari uppreisn
sem varð í Danmörku á sjöunda áratugnum og
þá veltu þeir sínum prófessorum af stalli. En
núna eru þeir sjálfir orðnir miklu verri og ganga
um sem hálfgerðir guðir. En þeir eru auðvitað
misjafnir.
LEIGUBÍLSTJÓRASTARFIÐ
Megnið af tímanum sem ég hef verið í Kaup-
mannahöfn hef ég líka verið leigubílstjóri. Mað-
ur hafði svo oft rekist á leigubílstjóra í Kaup-
mannahöfn sem töluðu ekki einu sinni dönsku
og vissu ekkert hvar hvað var. Þess vegna hélt
ég að þetta væri ef til vill auðveld leið til að ná
mér í aukapening. Það er ekki erfitt að komast
að vegna þess að það er mjög óvinsælt, hættu-
legt, illa borgað og vinnutími langur. Keyrt á tólf
tíma vöktum í einu og maður gerir ekkert annað
þann sólarhringinn og reyndar varla þann
næsta heldur. Ég held ég sé búinn að keyra eina
7—800.000 kílómetra sem leigubílstjóri. Þessir
leigubílstjórar hér í Kaupmannahöfn eru
kannski, líkt og pylsusalarnir, vafasamir karakt-
erar margir, Vesterbro-drengir. Hafa áreiðan-
lega fæstir alveg hreinan skjöld. Ég byrjaði að
keyra hjá náunga sem hét litli Jorgen og keyrði
hjá honum í nokkur ár. Reddaði m.a. einum
tveimur Islendingum „djobbi" hjá honum.
Svo dó litli Jorgen og ég fór að keyra svart fyr-
ir náunga sem hét tykke Borge. Hann var eins
og skrímsli í útliti en samt mjög góður kall. Ég
keyrði fyrir hann í ár og hafði ágætar tekjur og
allt undir borðið. Borge var gamall krimmi og
hafði skammbyssuna alltaf innan seilingar. Þeg-
ar maður kom til hans eftir miðjan dag var hann
oftast orðinn blindfullur. Annars réð hann yfir-
leitt bara til sín menn sem unnu annars hjá hinu
opinbera, vegna þess að hann gat treyst þeim til
að kjafta ekki frá, þar sem það kæmi verst niður
á þeim sjálfum. Eftir árið hætti ég að keyra hjá
honum, enda var ég alltaf stressaður á „jobbinu*
svarta og fór um sumarið heim til fslands. Þegar
ég kom til baka frétti ég af því að hann væri „out
of business”. Þá hafði einhver kjaftað. Svo veikt-
ist konan hans, og dó skömmu síðar. Stúlka úr
næsta húsi, sem honum hafði þótt vænt um,
lenti fyrir bíl. Þá tók tykke Borge eina haglabyss-
una og stakk henni upp í sig. Hann gat ekki
meir...
Maður er náttúrulega alitaf að keyra fullt fólk
og alls kyns fólk en sem íslendingur nýtur mað-
ur rosalegrar „respektar". Ég man að einu sinni
fékk ég dálítið vígalega gaura inn í bílinn. Þeir
létu mig keyra á afvikinn stað og fóru að finna
að útlendingshreimnum hjá mér. Ég sagði þeim
að ég væri íslendingur og þeir gjörbreyttust.
Kvöddu mig allir með handabandi. Samt voru
þetta einhverjir skuggalegustu náungar sem ég
hef séð. En þetta sýnir að Islendingar njóta virð-
ingar. Annars eru það einkum þrjár týpur af
fólki sem maður keyrir og það eru nokkuð
hreinar línur þar á milli. Það er þessi leiðinlega
millistétt, eða efri millistétt, skrifstofustjórar og
ungir menn í jakkafötum. Það er leiðinlega fólk-
ið sem reynir oftast að gera sig breitt á kostnað
leigubílstjórans. Svo eru það mellur og rónar og
dópistar og allslags þess háttar fólk. Það er alveg
„ókei“ fólk. Það lætur mann í friði utan við vin-
gjarnlegar samræður. Svo er þriðji hópurinn,