Helgarpósturinn - 07.04.1988, Blaðsíða 9
var stofnað í miðjum gróandanum í
fyrrasumar og hóf þá útgáfu
„Bændablaðsins“, sem komið hef-
ur út mánaðarlega í dagblaðsformi.
Undirtektir hafa verið mjög góðar
og munu áskrifendur komnir vel á
annað þúsundið, enda hefur blaðið
þótt skeleggt málgagn bænda og
hafa tekið öðruvísi á málum og á
öðrum málum en hinar steinrunnu
valdastofnanir bænda og svokölluð
málgögn þeirra.
Nú hefur HP heyrt, að „Bænda-
blaðið” sé í þann veginn að færa út
kvíarnar og hefja útgáfu á öðru
mánaðarblaði í svipuðu formi. Mun
það koma til með að heita „Lands-
byggðin" og þjóna málefnum þétt-
býlisstaðanna utan höfuðborgar-
svæðisins. Fyrsta tölublaðið er
væntanlegt kringum 20. þessa mán-
aðar.
A aðalfundi „Bændasona” nk.
laugardag verður tilkynnt um und-
irtektir við hlutafjárútboði að upp-
hæð kr. 2.000.000 og munu flest
hlutabréfin seld. Blöð „Bændasona"
munu því hefja göngu sína með
óvenju traustan fjárhagslegan bak-
hjarl, en íslenskir fjölmiðlar hafa
gjarnan, eins og kunnugt er, verið
reistir á sandi og ætlað að lifa á loft-
inu einu saman.
Starfsmenn „Bændablaðsins” á
ritstjórn eru þrír: Bjarni Harðarson,
ritstjóri, og Anna B. Sigurðardótt-
ir og Jón Daníelsson blaðamenn.
Fyrst hér er á annað borð
minnst á skoðanakönnun Félags-
vísindastofnunar og Stjörnuna
er ekki úr vegi að geta þess að sam-
kvæmt auglýsingu Stjörnunnar um
hlustun á útvarpsstöðvarnar föstu-
daginn 5. mars er mikill munur á því
BÍLALEIGA
Útibú í kringum landið
REYKJAVÍK:.....91-31815/686915
AKUREYRI:.......96-21715/23515
BORGARNES:.............93-7618
BLÖNDUÓS:.........95-4350/4568
SAUÐÁRKRÓKUR:......95-5913/5969
SIGLUFJÖRÐUR:.........96-71489
HÚSAVÍK:........96-41940/41594
EGILSSTAÐIR:...........97-1550
VOPNAFJÖRÐUR:.....97-3145/3121
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166
HÖFN HORNAFIRÐI: ..... 97-8303
eftir aldurshópum hverjir hlusta al-
mennt á fréttir. Þannig má lesa út úr
línuritum í auglýsingunni að um 3%
aðspurðra í aldurshópnum 15—24
hlusta á kvöldfréttir gamla gufuradí-
ósins á meðan 41% aðspurðra í ald-
urshópnum 40—60 ára hlusta á
þessar sömu fréttir. Hlustun á frétta-
efni almennt á öllum stöðvum virð-
ist ekki eiga upp á pallborðið hjá
ungu fólki því þær „toppa" ekki list-
ann yfir vinsælt útvarpsefni eins og
hjá hinum eldri. Það virðist því vera
að almennur áhugi á þeim málefn-
um sem efst eru á baugi hverju sinni
sé lítill hjá þeim sem erfa munu
landið. Nema auðvitað að þetta
komi þegar aldurinn færist yfir . . .
|k|
■ ^9 ú fer loks að hilla undir
dómsúrskurð í máli Sturlu Krist-
jánssonar, fyrrverandi fræðslu-
stjóra Norðurlands eystra, gegn
fjármálaráðherra — fyrir hönd
ríkissjóðs. Við sögðum síðast frá
máli þessu fyrir nokkrum vikum
þegar Sverrir Hermannsson,
fyrrverandi menntamálaráðherra,
var tekinn í yfirheyrslu í Borgar-
dómi, en það var Sverrir sem rak
Sturlu með ásökunum um trúnaðar-
brot og að hafa farið fram úr fjárlög-
um. Um miðjan mars tók dómarinn
sér frest til að afla frekari gagna í
málinu og frá 23. mars fékk ráðu-
neytið frest til að afla gagna. Sá
frestur rann út í gær og um leið var
málið endurupptekið. Kunnugir
telja að dómui í þessu sérstæða máli
kunni jafnvel að falla fyrir helgi.. .
menn átt í deilum við Birgi ísleif
Gunnarsson menntamálaráðherra
vegna þeirrar túlkunar lánsjóðs
námsmanna að meðlagsgreiðslur
væru tekjur og bæri því að láta þær
koma til frádráttar við ákvörðun
námslána. Námsmenn lögðu fram
það lögfræðilega álit að túlkun þessi
væri ólögmæt og hefur sú ákvörðun
síðan verið tekin að hverfa frá þess-
ari túlkun frá og með næsta skóla-
ári. Það er hins vegar óhagganleg
ætlan námsmanna að leiðrétting á
þessu verði afturvirk og mun
menntamálaráðherra vera að íhuga
þetta nú en er væntanlega ekki hrif-
inn. Það heyrist hins vegar úr her-
búðum námsmanna, að þeir undir-
búi nú fullum fetum málsókn — láti
einhverja einstæða móður fara í mál
við ráðherra, á kostnað samtak-
anna, til að fá leiðréttinguna aftur-
virka, ef Birgir skyldi taka „ranga”
ákvörðun . ..
Stórhöföa, Sími671100
KERASTASE
'FRÁ L'ORÉAL PARÍS
Án ÞÚ í ERFIÐLEIKUM MEÐ HÁRIÐ.
LEITAÐU RÁÐA HJÁ HÁRGREIÐSLU-
MEISTARANUM.
SPURÐU HANN UM KERASTASE.
FÆST AÐEINS Á HÁRSNYRTISTOFUM.
Verð kr. 106.000,- Casino
Kr. 96.000,- stgr.
Verið ekta,
kaupið leður!
Opið laugardag kl. 10-16.
Húsgagnasýning sunnudag
kl. 14-17.
B O’RG/i'R húsqöqn
Hreyfilshúsinu við Grensásveg
KLIPPINGAR, PERMANENT, LITUN
KREDITKORTAÞJÓNUSTA
HARSNYRTISTOFAN
Dóróthea Magnúsdóttir
Torfi Geirmundsson
Laugavegi 24 l|. hæð
101 Reyljjavik,
®17144
APRILTILBOÐ
Á VÖNDUÐUM ÞÝSKUM
LEÐURHÚSGÖGNUM
Verð kr. 109.000,- Bari
Kr. 98.000,- stgr.
Verð kr. 108.000,- Palermo
Kr. 98.000,- stgr.
Verð kr. 103.000,-
Kr. 93.000,- stgr.
Medici
grænmetí
HELGARPÓSTURINN 9