Tíminn - 23.12.1939, Blaðsíða 3
éigajj
jWj-'
F. 1
JÓLAHVGVEKJA
séra Sveinbjörn Högnason
Og i þeirri byggð voru fjárhirðar
úti í haga og gœttu um nóttina
hjarðar sinnar.
Lúk. 2. 8.
Skáldkonan Selma Lagerlöf lýsir á hugð-
nœman hátt boðun jólanna í einni helgi-
sagna sinna. Yfir Róm, höfuðborg heims-
veldis þeirra tíma, gengur slíkt svarta nœt-
urmyrkur, að hvergi sér handaskil, og eng-
an rekur minni til annars eins myrkurs.
Hinn voldugi keisari, sem drottnar með
hendi harðstjórnar og einrœðis yfir öllum
löndum umhverfis, og lœtur tigna sjálfan
sig sem guðleg vera vœri, hann verður ó-
rór. og uggir hið versta, og í eirðarleysi sínu
og óvissuhrolli gengur hann l fylgd helztu
hirðmanna sinna við logandi blys upp til
Kapitolum, til að fœra guðunum fórnir, —
milda reiði þeirra, sem hann telur að
myrkrið boði, og til að leita véfrétta um
það, hvað koma muni. — Á Kapitolum sér
hann og hirðmenn hans „sibylluna",
skapanornina fornu, sem aðeins sést í
mannheimum með margra alda millibili,
og boðar þá jafnan stórtíðindi og straum-
hvörf í rás viðburðanna með mönnunum.
Hún situr þar sem steingerfingur í nátt-
myrkrinu, bregður hönd fyrir augu og
horfir. tíl austurs. — Komu keisarans og
hirðmanna hans gefur hún ekki minnsta
gaum, og hún heyrir ekki, þótt þessir ver-
aldarhöfðingjar reyni að ávarpa hana og
spyrja hana í auðmýkt og ótta. En hún
horfir út í órafjarskann og myrkrið til
austuráttar, og öðru hvoru má greina eins
og hlýjan bjarma, sem bregður yfir hrukk-
ótt og steingert andlitið. Það eru atburð-
irnir austur í smábænum Betlehem í Gyð-
ingalandi, sem hún er að fylgjast með, og
sem mýkja þannig og milda drœtti híns
harða andlits. En heimsborgin mikla með
öllu skrauti sínu og auðœfum, og keisarinn,
sem telur sig öllum œðri, og hefir vald að
vild yfir. mönnum og þjóðum umhverfis
sig, það skiptir hana engu og hún veitir
því enga eftirtekt. Yfir beði ungbarns eins,
sem borið er í heiminn austur í Betlehem,
og lagt er í umkomuleysi sinu í jötu, af því
að annars staðar er hvergi rúm fyrir
það, þar sér skapanornin forna miklu
stærra tákn um það, sem koma muni,
og miklu meiri bjarma í náttmyrkri
því, sem um hana er, heldur en í
blaktandi blysum keisarans og hirðar
hans, — i skrauti þeirra og gjöfum til
guðanna. Það er ekki frá þeim, sem myrkr-
in rjúfast. Von framtlðarinnar er í ann-
arri átt. — Þannig túlkar skáldkonan boð-
un jólanna, von þeirra og birtu.
Hið volduga Rómaveldi, sem treysti á
vald vopna og undirokun annarra, áttí
líka nœsta lítið hlutverk eftir að vinna
í þágu menningar og framsækni til
betri tíma. Það varð öðrum yfirgangs-
mönnum að bráð, menning þess gróf undan
viðgangi og vexti þess, sem heilbrigt var.
og þróazt gat, og engum manni hefir síðan
dottið í hug að llta til þeirrar áttar, hvorki
í myrkrum sjálfra sín, er borið hefir yfir
leiðir þeirra, eða l svartnœtti aldanna, sem
ógnað hefir svo oft, og valdið óróleika og
eirðarleysi, kvíða og hrolli á leiðum kyn-
slóðanna. En fram til þessarar stundar
hafa milljónir manna beint augum til
barnsins, sem fœddist austur í Betlehem,
þegar nóttin varð svörtust um þá sjálfa,
og þegar naumast mátti greina handaskil
í viðburðarás þjóðanna og athöfnum þeim,
sem ollu kvíða og ótta, um það, sem koma
mundi.
Enn í dag munu mörg mannshjörtu
beinast þangað, þótt annað láti hœrra l
eyrum, og veraldarhöfðingjar á vísu hins
rómverska keisara telji sig geta undirokað
að vild og ráðið lögum og lofum um fram-
tíð manna og þjóða. Hugir. manna munu
bæði hér hjá oss, og víða um heim, beinast
til Betlehem á þessari hátíð, — og enn sjá
menn þar vonarstjörnu rísa úr dökkvanum
umhverfis sig í boðum hans og lífi, sem
fœddist þar fyrir svo mörgum öldum.
Og á vorum dögum er það að skiljast og
skýrast betur, hvers vegna mannshjörtun
vona og trúa á hann fremur öllum öðrum,
l þrám sínum og þrautum.
Jólinu koma jafnan tU vor í skammdegís-
myrkrunum, þegar nóttin er lengst og
liggur þyngst yfir oss. — Þá koma þau
með boðun Ijóss og friðar. yfir leiðir vorar.
Sjaldan eða aldrei mun mannkynið hafa
fundið svo sáran til myrkursíns og óviss-
unnar, sem alls staðar umlykur það, eins
og nú um þessar mundir. — Enginn er
óhultur um fjör eða frelsi. Á hverri stund
má búast við, að ráðizt sé á það, sem menn
telja sér dýrmætast og helgast, og að engu
verði þar eirt. Allur hinn menntaði heimur
virðist í upplausn, og undirokun breiðist
út yfir löndin með þeim hraða, sem aldrei
hefir áður þekkzt í sögu þjóðanna. — Hver
þjóðin af annarri er svipt frelsi og einföld-
ustu mannréttíndum, og valdið eitt og
hnefarétturinn er viðurkennt, eins og sakir
standa. Mannslífunum er fórnað í þús-
undatali daglega, og sannleiki og réttar-
kennd eru að verða hugtök, sem hœðst er
að, og hvergi fá að ylja mönnunum. Vald
siðleysis og villimennskunnar hefir aldrei,
svo sögur fari af, verið svo ógnandi og
myrkt yfir mannlegum leiðum. Nú hefir
það í þjónustu sinni meiri tækni og undur-
samlegri en áður hefir þekkzt. Myrkra-
völdin eru því máttugri og œgilegri en þau
hafa nokkru sinni verið, og óhugnaður
þeirra lœsir sig inn l hug og hjörtu manna,
hvar sem þeir búa á jörð vorri. Styrjald-
irnar geysa eins og fárviðri yfir löndin, rísa
hver af annarri, og hvergi rofar til. Þvert
á móti virðist, sem þetta œði muni grípa
um sig meir og meir, og myrkur eitt sé að
sjá framundan. Haturs- og hefndargnýr er
allt umhverfis oss, en vér eigum ennþá
erfitt með að greina friðarboðskap og
frelsis — til þeirra, sem gánga í myrkrun-
um, — og sennilega eru þeir ómar heldur
ekki i þessum gný, sem gagntekur allt um-
hverfi vort.
í þessum myrkrum mannheima koma
jólin enn með bliðan og mildan boðskap
sinn: „Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð,
sem öllum þjóðum mun veitast, yður er i
dag frelsari fœddur."
Þessi frelsari vildi fœra oss mönnunum
frið á jörðu og velþóknun guðs yfir líf vort
og viðleitni þess. Menn hafa trúað því, að
hann væri þess megnugur að gera það,
og margir hafa af hug og hjarta, fyrir
eigin reynslu sína, getað tekið undir orð
sálmaskáldsins:
„í niðamyrkrum nœtur svörtum,
upp náðar rennur sól.“
Þeir fengu frið og frelsi og birtu í sál
sína, þótt umhverfis vœru myrkrin svört
og margvísleg illviðri. Þeir fundu, eins og
fjárhirðarnir forðum, „dýrð drottins'1
Ijóma um sig og frið og fögnuð gagntaka
sálir sínar, mitt í vonbrigðum, þjáningum
og þykkni náttmyrkranna. Og þeir vitn-
uðu glaðir og fagnandi:
„Ég leit til Jesú, Ijós mér skein, —
það Ijós er nú mín sól,
er lýsir mér um dauðans dal
að drottins náðarstól.“
Og þeim skildist það, að friðurinn verður
að koma innan að í mannssálunum og eiga
upptök sin l vissu þess, að yfir öllum ill-
viðrum, umbreytingum og myrkrum llfsins,
vaki styrk máttaröfl kærleika og vizku.
Ósigrandi öfl fórnar og náðar, eins og þau,
er í Jesú birtust. Án þeirri geisla ofan að
verða mannssálirnar friðarvana og mann-
lifið myrkt og tómt.
Nóttin, sem nú grúfir svo svört og myrk
yfir athöfnum mannanna, hún er oss
sönnun þess, hve réttur þessi boðskapur
jólanna er, og hve mikilsvert það er að
hann megni að gagntaka hugi og hjörtu
þeirra, sem friðinn og frelsið þrá.
Hinir voldugu einvaldar Rómaveldis hins
forna töldu sig keppa að þvi að friða heim-
inn með vopnum sínum og valdi. — Þeir
hœldu sér af „pax romana“, hinum róm-
verska friði, sem þjóðirnar hefðu fengið,
og sem fólginn var i því, að einn var það
máttugur, að hann gat undirokað alla
hina um stund.
Þannig höfum vér einnig heyrt þjóðirnar,
sem mest hafa vígbúizt undanfarandi ár,
leggja áherzlu á það œ ofan l œ, að slíkur
vigbúnaður vœri aðeins til að vernda frið-
inn. En hver er sá friður, sem þar ríkir nú?
Allt, sem staðið hefir gegn því œði, sem til
þess hefir leitt, sem orðið er, það hefir
verið ofsótt, og ekki sízt þœr meginstoðir,
sem jólaboðskapurinn hefir reist í hug
og sálum mannanna. Réttlœtið, sannleiks-
ástin og trúin. Vdldhafarnir, sem trúa á
frið vopnanna og valdsins hafa viljað
útrýma þránni eftir. dýrð guðs og œðri
heimum yfir mannssálirnar, af því að þeir
hafa talið, að hún skyggði á þeirra eigin
dýrð og það ofurvald, sem þeir vilja eiga
yfir þeim. En ósennilegt er, og því mun
enginn trúa, að sú dýrð verði annað eða
meira en hin blaktandi blys rómverska
keisarans í náttmyrkrinu á Kapitolum
forðum, og að hún muni skilja annað eftir